Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1938 “Lögberg” óskar til hamingju Eins og skýrt er frá annarstaðar hér í blaðinu, voru þau hr. Einar P. Jónsson skáld, ritstjóri “LögbergsJ' og ungfrú Ingibjörg Sigurgeirsson, kenslukona, gefin saman í hjónaband, föstudaginn þ. 29. júlí. Eru þau hjónin á brúðkaupsferð í Mikley, átthögum brúðarinnar, um tveggja vikna skeið. Meðan hinn vinsæli ritstjóri þess er f jær- verandi, er “Lögberg” því næsta mikill mun- aðarleysingi; og til þess að bæta ögn úr þeim vandkvæðum, hefir undirritaður orðið við til- mælum útgefanda um, að eiga hlut að rit- stjórn þessa og næsta blaðs. Annars var aðal tilgangurinn með línum þessum, að flytja Einari ritstjóra og frú hans hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni af giftingu þeirra, frá útgefendum og öðrum þeim, sem að “Lögbergi’1’ Standa. Yeit eg, að lesendur blaðsins hvarvetna taka innilega undir þær heillaóskir með þakklátum huga, minnugir þess, hversu örlátlega Einar rit- stjóri hefir, með kvæðum sínum og öðrum rit- smíðum, stráð gleðigeislum á veg samferða- manna sinna um langt árabil. Richard Beck. Minni Islands flutt að Hnausum, laugardaginn 30. júlí 1938 Kæru landar! Um þessa helgi hefi eg fengið tvö verk- efni frá vinum mínum vestan hafs, að flytja erindi fyrir minni Islands hér á þessari sam- komu og kveðju frá íslandi tii íslendinga vestanhafs á mánudaginn á þjóðhátíðardegi að Gimli. En í framkvæmdinni verðtir þetta ein ræða um málefni Islendinga og menning- armál þeirra báðum megin Atlantshafs, og eg vona að með hjálp beggja íslenzku blaðanna í Winnipeg geti eg með þessum fáu orðum náð til nálega allra þeirra landa, sem búa í þessari heimsálfu. Eg vona að geta þar að auki síðar í sumar komið á marga aðra fundi með Islendingum í Kanada og Bandaríkj- unum, og kynst sögu bygðanna og baráttu landa í Vesturálfu, bæði sem borgara í hinum nýju átthögum og fyrir sæmd og menningu íslenzku þjóðarinnar. Mér finst að verkefni okkar, sem búum í gamla landinu muni vera fremur auðvelt um samskiftin yfir hafið. Mér finst að við Islendingar búsettir austan Atlantshafs munum ekki þurfa annað í hin- um sameiginlegu viðskiftum, en að taka til fyrirmyndar landa okkar vestan hafs, ást þeirra á gamla landinu og umliyggju þeirra fyrir hinni margháttuðu, íslenzku menning- arbaráttu. Mér hefir komið til hugar að það mætti tákna hið nýja viðhorf Islendinga aust- an hafs með orði úr útvarpsmálinu, með því að segja, að við vildum, um hin sameiginlegu áhugamál, komast á sömu bylgjulengd eins og þið sem búið hér í landnámi Leifs hins heppna Eiríkssonar. Það væri í sjálfu sér ekki undarlegt, þó að einhver af mínum mörgu tilheyrendum vildu spyrja, hversvegna við, sem búum í gamla landinu höfum ekki fyr en nú á síðustu árum tekið fast í streng með ykkur í þessu efni. Mér finst eg geti helzt svarað þeirri spurningu með því að taka líkingu úr heims- styrjöldinni miklu. Það kom þrásinnis fyrir báða stríðsaðilana að þeir gátu ekki fylgt eftir sigri áhlaupshersins, sem braust í gegn- um varnarlínuna. Það vantaði liðsafla til að styðja sókn forvarðanna. Þegar landnám Is- lendinga í Vesturheimi hófst eftir 1870, átti sá hluti þjóðarinnar, sem bjó eftir í gamla landinu við erfiðan kost að búa. Fyrst mikil harðindi. Þá við mikið aðhald í kyrstöðuátt frá stjórn landsins í Danmörku. Um 1890 bannaði danska sjtórnin Alþingi að láta byggja brú yfir eitt stærsta fallvatn á íslandi, Ölfusána. Islendingar voru þá um langa stund ekki frjálsir gerða sinna í sínu eigin landi. Orka íslendinga austan hafs var ekki öllu meiri en með þurfti til að hefja endur- reisn gamla landsins. Síðan kom heimsstyrj- öldin, sem að öllu samtöldu var óhagstæð menningarsamvinnu milli landa. Og að síð- ustu kom kreppa sú hin mikla, sem hófst á Jslandi upp úr þúsund ára hátíðinni 1930. Gætir áhrifa hennar á Islandi eins og hér fram á þennan dag. Allan þann langa tíma, sem landnám ykkar hefir staðið yfir, höfum við Islending- ar austan hafs líka verið að byggja okkar bjálkahús. Við höfum verið að byrja endur- reisn hins nýja, íslenzka lýðríkis í gamla landinu. En í þessu efni eru nú tímamót. Mikil breyting er vakin á Islandi í þá átt, að starfa framvegis miklu meir en áður að hin- um sameiginlegu menningarmálum. Þið haf- ið séð í þessu efni nokkur merki um nýtt við- horf í aðgerðum Alþingis og núverandi ríkis- stjórnar. Auk þess er í uppsiglingu nýr fé- lagsskapur æskumanna í skólum landsins, Vökumannahreyfingin, sem lítur á það sem eitt af megin verkefnum sínum að auka sam- störf um þjóðernismálin milli allra Islend- inga, hvar sem þeir eiga heima. Nýtt tímarit, Vaka, byrjar að koma út í haust, til að vinna að eflingu íslenzkrar menningar og að sam- heldni allra íslendinga um þjóðernismálin. Eg vona þessvegna að eg megi fullyrða, að nú sé kominn sá tími, þegar Islendingar j gamla landinu bæði geta og vilja sent lönd- u msínum, sem búsettir eru vestan hafs, nokk- urn liðsauka í sókninni til viðhalds þjóðerni og tungu. Eg von að framvegis verði sókn Islendinga í þjóðernis- og menningarmálum haldið áfram um ókomnar aldir báðum megin Atlantshafs. 1 þessum efnum geta allir, sem brotnir eru af íslenzku bergi og mæla íslenzka tungu, haldist í hendur yfir hin breiðu höf. Eg vil reyna í stuttu máli að gera grein fyrir því, sem mér virðist vera megin línur í þessari framtíðarsókn íslendinga austan hafs og vestan. Verkefnin eru að nokkru leyti sérstök og að nokkru leyti sameiginleg. Eg hygg eg megi fullyrða að á Islandi eru menn, í öllum þrem stjórnmálaflokkun- um, samdóma um að endurreisa hið gamla, frjálsa lýðríki, að gera Island frjálst, og að ísland skuli vera frjálst og sjálfstætt menn- ingarríki um allar ókomnar aldir. Eg hygg að allir Islendingar séu líka sammála um að í hinu nýja, endurreita framtíðarríki eigi að bjarga öllum hinum gömlu, góðu verðmætum frá þúsund ára starfi þjóðarinnar, puk þess sem veitt er yfir landið straumum nútíma- menningar, eftir því sem við á og kringum- stæður leyfa Eg þarf ekki að4 taka það fram, hve mikinn stuðning landar í Vesturheimi geta veitt gamla landinu í þessari marghátt- uðu nýsköpun, sem nú er að gerast og verður að gerast í þjóðlífi Islendinga. Viðhorf hins nýja, íslenzka lýðríkis til annarra þjóða er í sjálfu sér glögglega af- markað; íslendingar vilja lifa frjálsu lífi í landi sínu, en þeir vilja taka þátt í frjáLsu samstarfi með Norðmönnum, Dönum og Sví- um á þjóðlegum jafnréttisgrundv'elli. Þetta norræna menningarsamstarf verður með hverju ári fjölþættara og þátttaka Islendinga er þeim á margan hátt til gagns og fremdar. Þessi norræna samvinna hinna skyldu frænd- þjóða er undirstöðtiatriði í utanríkispólitík Islendinga á Islandi. En Island á líka annan nábúa í suðurátt, og það er móðurland hins brezka heimsveldis. Island á við England óteljandi samskifti í atvinnu- og fjárhagsmálum. íslendingum þykja Englendingar góðir nábúar. Þeir myndu ekki óska eftir skiftum um nábýli við nokkra aðra af stórþjóðum heimsins. Island er svo sett á hnettinum að sú þjóð, sem þar býr lifir alveg sérstaklega í skjóli við enska flotann.' Þeirrar verndar hefir Island notið, bæði í styrjöldinni eftir 1800 og nú í heims- styrjöldinni miklu. Þeir íslendingar vestan hafs, sem börðust fyrir hinu brezka heims- veldi 1914—1918, stóðu um leið á verði fyrir sjálfstæði gamla ættlandsins í norðurhöfum. Framtíð hins íslenzka lýðríkis er þessvegna háð tvenns konar samvinnu. Annars vegar við Norðurlönd og hins vegar við brezka veld- ið. Og í því mikla ríkjasambandi verða Is- lendingar í Vesturheimi jafnan þýðingar- mikill aðili til stuðnings og verndar minsta sjálfstæða menningarríkinu sem til er í ver- öldinni, sögueyjunni í Atlantshafi. Verkefni Islendinga á íslandi, að halda þar við sjálfstæðu nútíma menningarríki er engan vegirm auðvelt. ísland er eins stórt og Holland, Belgía og Svissland samanlögð, en þeir, sem búa í þessu stóra landi eru ekki nema 3i5 þúsund. Það er mikið átak Islend- inga, svo fáa sem þeir eru, að byggja þetta stóra land. Ein það vex ekki í augum nútíma Islendingum. Þeir unna þessu stóra landi, með hinni miklu tilbreytni og hinum marg- háttuðu verjrefnum. Og þeim finst landið ekki fátækt að náttúrugæðum. Við strendur landsins eru tvær gullnámur. Síðari hluta vetrar eru hin auðugustu fiskimið í heimi við strendur Islands sunnan og vestanverðar. Á sumrin eru síldar- miðin við norðurströnd Island svo auðug, að í meðalári berst í land af síldarmiðunum fjárafli sem nemur 300 þúsundum króna hvern dag, meðan veiðin stendur sem hæst. Is- lenzka moldin er frjó, þó að ekki séu þar hveitiekrur eins og á slétt- unum miklu í Manitoba. Á Suður- landi einu saman, þ. e. Rangár- valla- og Árnessýslu geta lifað af jarðrækt eins margir menn og nú eru í allri Winnipegborg. Jarðhit- inn á íslandi hefir í sér fólgna ó- trúlega mikla auðsuppsprettu. Nú er verið að undirbúa að ihita höfuð-. borg landsins með orku úr þessum hitalindum, auk þess sem jarðhitinn er notaður til að hita marga sveitabæi, skóla, sumargistihús og sundlaugar. Jafnframt því er jarðhitinn meir og meir notaður til ræktunar. Á hverju ári fjölgar stórlega gróðurhúsum, sem hituð eru með hveravatni, þar sem rækt- uð eru litfögur blóm mitt í vetrar- kuldunum, garðmeti og jafnvel suðræn aldini eins og vínber og melónur. I framtíðinni mun jarð- hitinn á íslandi veita þjóðinni nokk- uð af þeim þægindu.tn, sem sólar- hitinn og hin hlýju Ihöf veita ykkur, sem eigið heima í þessari álfu. S.íðast í þessu yfirliti um gæði Is- lands vil eg nefna orku fossanna. I Soginu, skamt austan við Reykja- vik, eru hin hentugustu skilyrði til að virkja 100 þúsund hestöfl. Reykjavík hefir nú virkjað 12,000 hestöfl og bætir við eftir því sem með þarf á ókomnum tímum. Nú um þessar mundir er Akureyri að byrja virkjun Laxárfossa í Þing- eyjarsýslu. Vatnsorkan er þar talin 35 þúsund hestöfl. Sá kraftur sem þar býr er nógur til að hita og lýsa alt Norðurland, þegar vísindin hafa leyst þá gátu, að gera rafleiðslur um dreifbýli hæfilega ódýrar. Og þið vitið öll að fyrir utan þessi tvö vatnsföll, Sogið og Laxá, eru á Is- landi fjölmargar aðrar og stærri vantsorkulindir. Eg hefi nefnt þessi fáu aðalatriði sem hin efnalega framtíð Islands byggist á, hin auð- ugu fiskimið, hin frjóa mold til ræktunar, jarðhitinn, og raforkuna. Hraust, gáfuð og atorkusöm þjóð eins og íslendingar, hefir í slíku landi næga efnalega undirstöðu til að byggja á fjölþætt menningarlíf. Hitt er annað mál, að enginn getur búist við að íslenzka þjóðin geti með átaki einnar eða tveggja kyn- slóða fullnotað þessi miklu atvinnu skilyrði. En eg held að landar úr Vesturheimi, sem gist hafa gamla landið á seinni árum, hafi komist að þeirr niðurstöðu, að fólkið, sem þar varð eftir hafi unnið að því að bæta lífsskilyrðin á Islandi eins og þið sem fluttuð í þetta land hafið starf- að að hinu mikla og glæsilega land- námi, sem framkvæmt hefir verið af Islendingum í Vesturiheimi síðan um 1870. Takmark Islendinga austan hafs er að endurreisa hið forna lýðríki gullaldarinnar á íslandi á grund velli þeirra margháttuðu lifsskil- yrða, sem landið býður þjóðinni, Þetta er sá framtíðardraumur, sem fyllir hugi þeirrar kynslóðar, sem nú starfar í landinu. En aðstaða ykkar, landar í Vest- urheimi, er önnur. Eins og við sem búum á tslandi endurreisum þar hið forna lýðríki, þannig reisið þið, með miljónum annara manna, hin tvö miklu engilsaxnesku lýðríki í þess- ari álfu. Við óskum einskis frem- ur en að þið gefið, svo sem vera ber, keisaranum það sem keisarans er. En þið eigið eftir mikla auð- legð samt, og hennar gætir sannar- lega mikið hér í dag. Þið eigið saman með okkur íslendingunum austan hafs, hina andlegu auðlegð, þjóðerni, sögu, tungu, minningar og bókmentir. — Þennan arf ber okk- ur að ávaxta saman um ókomnar aldir. Hið pólitíska ríki íslendinga nær aðeins yfir ísland sjálft. Hið andlega veldi íslendinga er miklu stærra. Það nær yfir ísland og margar merkiiegar bygðir og borgir í þessari merkilegu heimsálfu. Það er þetta andlega islenzka ríki, sem við erum að styðja með þeirri fjöl- mennu og glæsilegu samkomu, sem háð er hér í dag, og með margþættu ^tarfi fyr og síðar, alstaðar þar sem búa þjóðræknir og drengilegir Is- lendingar. Eg vildi að lokum segja fáein orð um ísland sjálft, bæði til að útskýra það hversvegna þeir sem þar eru fæddir og aldir upp unna því svo heitt, og hitt sem merkilgera er, hversvegna menn sem fæddir eru annarsstaðar, en af íslenzkum kyn- sofni, hafa svo að segja erft þessa aðdáun á landinu frá foreldrum og vandamönnum. Eg ætla mér vita- skuld ekki þá dul að útskýra alt í þessu efni. En eg vildi minnast á vissa þætti, sem að mínum dómi hafa mikla þýðingu til að skapa grundvöll þeirrar ættrækni og þjóð- ernistilfinningar sem einkennir and- legt líf Islendinga, hvar sem þeir búa á hnettinum. Eins og vel er kunnugt úr jarð- fræði er ísland ungt land, yngsta I land Norðurálfunnar, svo að ekki sé víðar leitað. Tvö öfl, máttug og áhrifarík, eldur og ís, eru sísarfandi að því að skapa þetta unga land. Til eru önnur lönd, fögur og hríf- andi, t. d. Nbregur og Skotland. I þeim er ein bergtegund yfirgnæf- andi i allri myndun landsins. Fyri.r óralÖngum tima hefir þessi mikla Jhella mótast á þann veg sem nú má sjá. I þessum löndum er sami svip- ur á landinu hvar sem litið er. Á íslandi er þessu öðruvísi háttað. Þar er hver sveit ólík annari. Ef við tökum útsýnið úr höfuðstaðnum, þá liggur borgin þar sem bezt sézt um allan hinn mikla Faxaflóa. I suð- urátt eru hin mildu eldbrunafjöll á Reykjanesskaga hliðstæð að formi og útliti Apenníu f jöllunum á Italíu. En i norðurátt, gegnt Reykjavík, gnæfa tvö brött og fögur blágrýtis- fjöll, og síðan lengra vestur hinn tigulegi og breytilegi Snæfellsness- fjallgarður, en yzt úti sjálfur Snæ- fellsjökull, gamall eldgígur með hvítri fannahettu. Frá Reykjavík er örstutt til Þingvalla. Þar er gersam- lega ný fegurð—nýjar fjallamynd- anir, hraungjár, fossar, jöklar og stöðuvötn. Og þannig má halda sveit úr sveit kringum alt land. Hver bygð hefir sinn einkennilega list- ræna svip; Alsaðar er ný tilbreyt- ing, ný fegurð. Landið er eins og samsafn snildar kvaéða eftir mörg stórskáld, þar sem hver höfundur sýnir nýja tegund af fegurð. En yfir þetta undarlega, frumlega land breiðir sig hið íslenzka skyggni, hið óvenjulega tæra loft, sem einkennir land með svölu loftslagi og litlum skógum. Eg vil ekki segja að okk- ur íslendingum falli létt vöntun skóganna. En hin beru fjöll hafa sína einkennilegu draumkendu feg- urð. Mesti málari Englands, Turner, hefir málað á ógleymanlegan hátt hitamóðu og mistrið, sem bræðir saman jörð, himin og haf á Eng- landi. Einn af mestu málurum ís- lands, Ásgrímur Jónsson, hefir á sama hátt túlkað hinn gagnstæða þátt í fegurð íslands, hin undur- samlegu einkenni hins tæra, gagn- sæja skygnis, og hin óteljandi, hug- ljúfu blæbrigði sem skína með marg- faldri fegurð í þessu gegnsæja, svala andrúmslofti. Þannig er ísland.— 1 Þessi einkennilega fjölþætta fegurð hefir um allar aldir bundið þjóðina við landið. ísland hefir orðið drauma- og hugsjónaland þeirra Is- lendinga, sem ekki hafa getað búið að staðaldri heima. íslendingum hef- ir á öllum öldum farið eins og fræg- asta íslendingnum sem þar hefir lifað, skáldinu og sögufræðingnum Snorra Sturlusyni. Inst í sál Is- lendingsins, sem ekki á heima á Is- landi, býr sú ást, sem hann orðaði svo fagurlega er hann mælti: “Út vil eg.” Þeir sem ekki sigla skipum sinum heim til íslands, sigla þangað í draumum sínum. Við, sem erum hér saman komin í dag — minnumst íslands í tvenn- um skilningi. Við munum sjálft landið með sinni tigulegu fegurð, með sögu sinni og menningu. En við munum lika hitt landið, hið and- lega íslenzka riki, það sem býr í sál- um allra, sem fæddir eru af íslenzk- um kynstofni, hvar í löndum sem þeir búa. Við árnum íslandi og ís- lendingum giftu og blessunar um alla ókomna tíma. Og við vitum að ísland lifir í hugum barna sinna og þarnabama hvar sem þau dvelja, hvort sem það er í skjóli blágrýtis- fjallanna heima á Fróni, eða á hin- um miklu sléttum eða við hin stóru vötn í landnámi hins fyrsta íslend- ings í Vesturheimi, Leifs hins hepna Eirikssonar. Landar vestan hafs, geymið vel um alla framtíð eins og hingað til, þann arf, sem þið hafið til varðveislu. Jónas Jónsson Iceland and the Future The visit to Winnipeg of a former cabinet minister of Ice- land, Jonas Jonsson, draws at- tention to the remarkable devel- opment of the island country in the North Atlantic, and the hap- py contrast between its peaceful isolation and the anxieties of the rest of Europe. Situated as it is outside of the great steamship lanes and with its roots deep in the past, Ice- land within the next few years may become a stopping-off place for trans-Atlantic air passengers moving between the Old World and the New. A writer in the New York Times, Harold Butcher, predicts that the summer tourist of the near future who is seeking a land where there is neither war nor rumor of war will look to- ward this lonely island in the Arctic Circle as a country where he may rough it a bit, ride ponies over grass and lava fields, climb mountains, fish for salmon and trout, and visit glaciers and geysers. The aeroplane, of course, will make this ever more likely. But even without the aeroplane in- creasingly large groups of stu- dents from Oxford and Cam- bridge universities have been visiting Iceland each summer for the past few years. They have been attracted there by the geological wonders of the coun- try and the charm of its inhabit- ants. In Iceland, claimed by some to be the birthplace of Leif Ericsson who discovered America in the year 1,000, one moves among an ancient people, descendants of the Vikings. Most of the 120,000 inhabitants came from Norway, while those who came from the British Isles (mostly from Scotland, Ireland and the Hebrides) were of Nor- wegian descent. Mr. Butcher describes the men as tall, sturdy, courageous, and their wives and daughters as comely and strong, independent and capable. Most Icelanders live either by fishing or farming. The farms are remote but hospitable. To the travellers they are hostels where one can find food and rest and shelter from wind and rain. The raising of sheep has always been an important industry, and some of the old chieftians used to own very large flocks. Today sheep number 656,000 and make up nearly 80 per cent. of the country’s exports. This year Iceland celebrates twenty years of independence as a nation. She is united with Denmark only in sharing the same king—Christian X. “Be- tween 1940 and 1943,” writes Mr. Butcher, “she must decide whether she will continue this arrangement, become completely independent, or, perhaps, join with the British Commonwealth of Nations.” This is a fascinating sugges- tion. Without maintaining that it is likely to come about, this much can be said: the Icelandic people have proved one of the finest stocks in Canada and if Iceland ever did wish to join the

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.