Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 1
PIIONE 86 311 Seven Lines tcd *&*&*** vc>";vo^f' * C»f- a.\ C'ív«> >v> For Better Dry Cleaning and Laundry 51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1938 NUMER 37 Guðrún Olöf Bergmann ekkja Séra: Friðriks J. Bergmann, andaÖist a8 morgni io. september 1938 á heimili dóttur sinnar, Mrs M. Anderson, 230 Simcoe stræti i Winnipeg. Hún var fædd á Botni í Eyjafirði 29. september 1855 og skorti j>ví aÖeins fáa daga á að vera 83. ára gömul. Foreldrar he.nnar Mrs, Guðrún Ólöf Bergnmnn voru þau séra Magnús Thorlacius, sóknarprestur til ReynistaÖarklaust- urs og kona hans, Guðrún Jónas- dóttir Bergmann. Hún var elzt af fimm börnum þeirra hjóna. Eitt þeirra dó í æsku, en þrjú eru enn á lifi. Þau eru frú Anna Maria Grönvold, búsett i Oslo í Noregi, Miss Elín Valgerður Thorlacius, bú- sett í Winnipeg og séra Hallgrímur Eggert Magnús Thorlacius, um 40 ára skeið prestur í Glaumbæ í Skagafirði. Árið 1887 flutti hún til Vestur- heims og kom beina leið til Garðar í Norður Dakota. Þar dvaldi hún hjá frændum sinum, þeim Biríki H. Bergman og Ingibjörgu konu hans til næsta vors, en þá giftist hún séra Friðriki J. Bergmann, sem þá þjónaði einn öllu prestakallinu í ís- lenzku bygðinni í Norður Dakota. Fór hjónavígslan fram 15. apríl 1888, sem var 30. afmælisdagur séra Friðriks. Eignuðust þau sjö börn. Þrjú þeirra dóu í æsku, en fjögur lifa móður sína. Þau eru Magnea Guðrún (Mrs. Gordon A. Paulson), Jón Halldór Bergmann, Ragnar Steingrímur Bergmann og Elízabet Valgerður (Mrs. Matthías Ander- son). Einnig lifa hana fimm barna- börn og eitt barnabarnabam. Var heimili þeirra hjóna í Garðar- bygð fram yfir aldamótin. Skömmu eftir aldamótin fluttu þau til Win- nipeg, og þar hefir hún átt heimili síðan. Séra Friðrik andaðist 11. apríl 1918, og var frú Guðrún síðan til heimilis hjá dætrum sínum, sem báðar eru búsettar í Winnipeg; naut hún þar þeirrar ástúðar, er varpaði helgibjarma á æfikveldið. Það er vandasöm staða að vera íslenzkur prestur hér í Vesturheimi, en það er engu síður vandasöm staða að vera islenzk prestskona. Það er ósjaldan að miklu leyti undir prests- konunni komið, hvort árangurinn af starfi prestsins verður mikill eða HtiH. Guðún sáluga var manni sín- um sönn meðhjálp. Mikið af mik- ilvægasta starfi séra Friðriks hefði að líkindum aldrei verið unnið, ef >að hefði ekki verið fyrir hana. Séra Friðrik misti heilsuna á fer- tugsaldri, og það var að mestu leyti umhyggju hennar að þakka að hann hélt lífi og starfskröftum síðustu tuttugu ár æfi sinnar. Þau séra Friðrik J. Bergmann og frú Guðrún voru bæði höfðingjar seim að sækja. I silfurbrúðkaupi þeirra hjóna, sem haldið var í Tjald- búðarkirkju árið 1913, sagði eg að á heimili þeirra ihefði íslenzk gestrisni náð hámarki sínu hér í Vesturheimi. Eg vil endurtaka þá staðhæfingu hér, því eg er fyllilega sannfærður um, að þetta er ekki ofsagt. Guðrún sáluga var fríð sýnum og hafði vingjarnlegt og aðlaðandi við- mót. Hún var þannig gerð að hún gat ekki borið kala til neins. Hún fann sárt til með öllum sem áttu bágt, og hún gladdist innilega yfir velgengni annara. Öfund átti hún aldrei til í fari sínu. Hún kom al- staðar fram til góðs. Það er þvi ekki að undra að hún var svo vinsæl að fágætt er. Vinahópurinn, sem syrgir hana, er því stór og nær út um allar íslenzkar bygðir í þessari álfu. Jarðarför, frú Guðrúnar fór fram á þiðjudaginn þann 13. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfn- in hófst i Fystu lútersku kirkju klukkan 2 e. h. Fyrst var sunginn sálmurinn: “Eg lifi og eg veit” og því næst las séra Valdimar J. Ey- lands ritningarkafla. Þá söng Mrs. Pearl Johnson sálminn: “Eg horfi yfir ihafið.” Næst bar séra Harald- ur Sigmar fram samúðarkveðju frá söfnuðum sínum, sem eru í fyrsta prestakalli séra Friðriks, og flutti svo bæn. Á undan líkræðunni var sunginn sálmurinn: “Hin langa þraut er liðin” og svo flutti séra N. Steingrímur Thorláksson líkræð- i una. Að síðustu voru sungin 1., 2. og 4. versið af sálminum: “Kallið er komið.” Eíkmenn voru: Dr. B. J. Brand- son, Dr. M. B;. Halldórson, Dr. A. Blöndal, Dr. Sveinn E. Björnson, próf. Skúli Johnson og Sigfús Anderson. Jarðsetningin fór fram í Brook- side grafreitnum, og tóku þátt í athöfninni þeir séra Haraldur Sig- mar og séra N. Steingrímur Thor- láksson; las hinn fyrnefndi bibliu- kafla, en hinn síðarnefndi jós líkið moldu. Hin látna merkiskona var lögð til hinztu hvíldar við hlið manns síns. Vestur-íslendiingar hafa ástæðu til að vera þakklátir fyrir líf og starf þessarar góðu og göfugu konu. Guð blessi minningu hennar og huggi og styrki ástmenni hennar í söknuði þeirra og sorg. Hjálnutr A. Bergman. Guðlaug Anderson látin Aðfaranótt síðastliðins sunnudags lézt á heimili sonar síns, Peters Anderson, 808 Wolseley Ave., hér í borginni, Guðlaug Anderson 86 ára að aldri; hún lætur eftir sig auk háíaldraðs eiginmanns síns, Egils Anderson við Eeslie, Sask., þrjár dætur, Mrs. P. S. Pálsson og Mrs C. O. Einarsson, báðar í Winnipeg, og Mrs. Hallson í Eeslie; einnig þrjá sonu, Peter í Winnipeg og Stefán og Egil í Leslie. Guðlaug heitin var stórmerk kona og hin mesta hetja; hún var fædd á Jökulsá i Borgarfirði eystra 25. apríl 1852; voru foreldrar henn- ar þau Stefán Pálsson og Sólrún Jónsdóttir. Guðlaug giftist 1. des- ember 1872 Agli Árnasyni (Ander- son) frá Ketilsstöðum í Hjaltastaða- þinghá; bjuggu þau á Bakka í Borg- arfirði þar til þau fluttu til Mani- toba árið 1904. Settust þau fyrst að í Árdalsbygð í Nýja íslandi, en fluttust þaðan til Lesliebygðar í Saskatchewan 1908; búnaðist þeim þar vel, enda einkendi framsýni og atorka starfsháttu þeirra; öll eru börn þeirra mætt fólk og mannvæn- legt. Útför Guðlaugar fór fram frá Sambandskirkjunni í gær. Dr. Rögnvaldur Pétursson jarðsöng. Fyrsta lúterska kirkja í Winnipeg 1878—Fyráti lúterski söfnuður—1 938 Á þessu ári minnist Fyrsti lút- erski söfnuður i Winnipeg sextíu ára afmælis sins. Þeim viðburði vill söfnuðurinn reisa veglegan minnisvarða, svo síður fyrnist dá- samleg handleiðsla Drottins, og ötul og óeigingjörn starfsemi prestanna tveggja, sem söfnuðinum hafa þjpn- að á þessu tímabili, þeirra séra Jóns Bjarnasonar, D.D., og séra Björns B. Jónssonar, D.D. í tilefni af þessu hefir SEXTIU ÁRA MINNINGARSJÓÐUR FYRSTA lúterska SAFN- AÐAR verið stofnaður. Verður sá sjóður notaður til þess að greiða að nokkru eða öllu leyti skuld þá er hvílir á eign safnaðarins, eða á hvern annan hátt, sem hátíðamefnd- in ákveður. Ennfremur hefir hátíðarnefndin látið undirbúa minningarskirteini eitt undurfagurt. Þar getur að líta myndir af þremur kirkjum, er sýna framþróun starfsins, prestunum tveimur er þjónað hafa, ásamt málsgrein sem gerir grein fyrir sjóðmyndun safnaðarins. Á skír- teinið verða skrautrituð nöfn þeirra er leggja til í sjóðinn, en upphæð- arinnar ekki getið. Skirteinið er svo undirskrifað pærsónulega af presti safnaðarins og forseta. Skjal þetta er hið vandaðasta að öllum frágangi og hefir bæði listrænt og sögulegt gildi. Er þess vænst að allir meðlimir og velunnarar Fyrsta lúterska safnaðar, nær og fjær finni hvöt hjá sér til að eignast skírteini þetta, að þeir sýni því verðskuld- aðan sóma með því að setja það i ramma og hafa það að híbýlaprýði, að það verði þeim órækur vottur um glæsilega sögu safnaðar síns, og viðurkenning þess þakkar-offurs, sem þeir hafa lagt í minningarsjóð safnaðarins á þessu afmælisári hans. Tillög má senda beint til féhirðis hátíðarnefndar, Mr Th. E. Thor- steinsson, 140 Garfield St. eða til einhverra af nefndarfólki því, er hér greinir: Dr. B J. Brandson Rev. V. J. Eylands Albert Wathne Dr. A..Blondal Dr. B. H. Olson Th. Stone J. J. Swanson ■ S. O. Bjerring Norrrnn Bergman Mrs. O. Stephensen Mrs. E. S. Fcldsted Mrs. B. S. Benson Mrs. R. Marteinsson Miss Ruth Bardal Miss Norniia Benson. Tvísýnt um pólitískt veðurfar í Mið-Evrópu Adolf Hitler slítur Nazistaþinginu í Nuremberg á mánudagskveldið, og flytur þar liarðorða ræðu. Úrlausn Sudetandeilunnar litlu nær. I niðurlagi Nuremberg ræðunnar á mánudagskveldið, komst Hitler meðal annars þannig að orði: “Eg strengdi þess heit í ræðu þann 28. maí síðastliðinn, að vemda til fullnustu þá þjóðbræður mína, 3,500,000 að tölu, er stjórn Czeaho- slovakíu heldur í stjórnarfarslegri og borgaralegri ánauð; frá þessu á- formi hvika eg aldei um fet. Eg fer ekki fram á neinar gjafir fyrir hönd Sudetan-Þjóðverja, heldur krefst þess eins, að rétt-ur þeirra til sjálfsákvörðunar vetði formlega viðurkendur af réttum hlutaðeig- endum. Eg læt það ekki viðgang- ast, að ný Palestína verð grundvöll- uð i hjartastað Þýzkalands. Arabar i Palestínu standa uppi ráðþrota og varnarlausir, en S.udetan-Þjóðverj- ar eru hvorki varnarlausir né yfir- gefnir á eyðimörkinni.” — Skærur nokkurar áttu sér stað í Sudetan-béruðum Czedhoslovakíu á þriðjudaginn, þar sem um tveir tugir manna létu lif sitt. Stjórn landsins lét setja landshluta þessa í herkví; þessu mótmæltu Sudetenar stranglega, og gáfu stjórninni sex klukkustunda frest til þess að kveðja á brott her sinn allan af þessum svæðum; að því vildi Stjórnin ekki ganga.— Stjórnir Breta og Frakka hafa um elleftu stundu, samkvæmt útvarps- fregnum á miðvikudagsmorguninn, mælt með því kröftuglega við Benes forseta Czedhoslovakíu lýðveldisins, að hann gangi að kröfum Sldetan- Þjóðverja um lýðatkvæði um það, hvort þeir sé einsettir i þvi, að sam- einast Þýzkalandi eða ekki. Þessu Mótmæla Rússar, og telja Eng- lendinga og Frakka með því hafa hvorki meira né minna en selt Hitler sjálfsdæmi í hendur og brugðist þar með skýlausum loforðum um stjórn- arfarslegt öryggi Czchecoslovakíu þjóðarinnar. FRÉTTIR Skipaður rannsóknardómari SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS sem settur verður inn i prestsem- bætti í Fyrsta lúterska söfnuði við morgunguðsþjónustu á sunnudag- inn kemur. Símað er frá Ottawa þann 8. þ- m., að Hon. H. H. Davis, dómari í hæztarétti Canada, hafi verið skip- aður rannsóknardómari í sambandi við byssukaup þau hjá John Inglis hergagnaverksmiðjunni, er her- málaráðuneytið gerði í fyrra vetur. Samningur lútandi að þessum kaup- um, var lagður fram á síðasta sam- bandsþingi, og var þá ekki að neinu leyti talinn varhugaverður. En eins og getið var um fyrir skömmu hér í blaðinu í blaðinu, reit Col, Drew, í Guelph, Ont., grein í Mac- Leans Magazine, þar sem hann gerir tilraun til þess að gera þenna byssu- kaupa samning tortryggilegan í aug- um almennings og gefur í skyn að um það er kurl komi til grafar, muni verksmiðjan hagnast meira en góðu hófi gegni. Hermálaráðherr- ann lýsti jafnskjótt yfir því, að hann hefði engu að leyna, og að sjálfsagt væri að málið yrði tekið til skjótrar rannsóknar. Forsætisráð- herra tók í sama streng, og skipaði þegar fyrirgreindan hæztaréttar- dómara til þess að hafa rannsóknina með höndum. t Forsætisráðherra kvað sér verða mundu það mikið ánægjuefni, ef Col. Drew mætti persónulega við rannróknina, og lét þess getið, að stjórnin væri fús á að greiða lögmanni sanngjarna þóknun fyrir hans hönd. Líklegt þykir að rannsókn í málinu hefjist þann 19. yfirstandadi mánaðar. +++++ London Times og Sudetan deilan Hitlers gagnvart Austurríki og landránum í hverri mynd sem væri. Ethiópía ósigruð Fyrverand keisari Ethiópiu, Haile Selassie, gerði þá yfirlýsingu i London þann 8. þessa mánaðar, að enn væri langa langt í frá, að Ethi- ópia væri yfirunnin; þjóðin væri enn í óða önn að berjast fyrir sjálf- stæði sinu, staðráðin í því að hrista af sér ítalska okið. -fff-f-f Tilkynning frá fterm ál aráðuneytinu Hermálaráðuneytið í Ottawa gerði nýlega heyrinkunnugt, að stjórnin hefði ákveðið að láta byggja i Quebecborg verksmiðju allmikla, er framleiða skuli gasgrímur; lætur hermálaráðherra þess getið, að samningur um leigu á byggingu til slíkrar framleiðslu hafi farið út um þúfur og þar af leiðandi hafi stjórn- in ekki átt annars úrkosta en að reisa verksmiðjuna fyrir eigin reikn- >ng. -f-f-f-f-f Aðvórun gegn yfirvofandi kreppu Á ársþingi verkamannasamtak- anna brezku, sem ihófst í Blackpool á Englandi þann 7. þ. m., var sam- þykt í einu hljóði áskorun til stjórn- arinnar um það, að taka umsvifa- laust allar hugsanlegar ráðstafanir gegn yfirvofandi viðskiftakreppu. Áskorun þessi innibindur meðal annars kröfu um útnefning skipu- lagsnefndar, er starfi að aukinni nýt- ing náttúrufríðida landsins ásamt jafnari skiftingu atvinnunnar en við hefir gengist í liðinni tíð. -f-f-M-f Fyrsta Lúterska Kirkja SUNNUDAGINN 18. SMPT., KL. 11 F.H. Við árdegisgutðsþjámustuna fer fram innsetnvng séra Valdimars i embœtti. Forseti Kirkjufélags- ins, séra K. K. Ólafson framkvæmir þá atfiöfn. Sameinaður kór syngur hátíðarsöngva. Kl. 7 að kvöldinu flytur séra K. K. Ólafson pré- dikun á íslenzku. StórblaðiÖ London Times mælir með því í ritstjórnargrein þann 7. þ. m., að Czechoslovakia láti frið- samlega af hendi við Þjóðverja þann hluta landsins, er Sudetanar af þýzkum uppruna byggja; tala þeirra er hálf fjórða miljón manna. Uppástunga þessi hefir mætt snarpri mótspyrnu af hálfu hinnar brezku stjórnar, er telur hana bæði ósann- gjarna og óframkvæmanlega. Blaðið Manchester Guardian tekur í sama streng, og fullyrðir jafnframt að með slíkri innlimun væri í raun og veru lögð blessun yfir aðfarir Heimsækir Winnipegborg Hon. P. J. A. Cardin, ráðherra opinberra verka í sambandsstjórn- inni, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku í tilefni af LaVerandrye hátíðarhöldunum, og var aðalræðu- maður í veizlu á Fort Garry hótel- inu á laugardagskveldið, er helguð var 200 ára minningu hinnar sögu- legu æfintýrahetju. Mr. Cardin lét í ljós óblandna ánægju sína yfir því, hve horfur vestanlands væri jafnt og þétt að breytast til hins betra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.