Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 5
I V LÖGrBiSRG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1938 smiÖju í fyrra hefir farið fram úr flestu því, sem amerískt er, segir Ásmundur. Þýðingarmesta varúðarráðstöfunin Og síÖan vékum viÖ talinu aÖ al- mennum viðskiftamálum. Eg álít,-segir Á. P. J., að þið eigið að leggja meiri áherzlu á það en þið hafið gert hingað til, að auka viðskifti ykkar við Vesturheim. Þið verðið að athuga það, að tryggara er upp á framtíðina að hafa við- skifti sín þar, heldur en meðal þeirra Evrópuþjóða, sem eru í óða önn að undirbúa ófrið. Alt getur þar farið í bál á augnabliki. Og þá er úti um viðskiftin. En til lítils að ætla sér að fara þá alt í einu að snúa sér vestur á bógirm. »Viðskiftin þurfa að komast i gott horf á frið- artímum. Þið talið hér um að þjóðin þurfi að gera ráðstafanir til þess að verj- ast vandræðum er til ófriðar kemur. 1 því efni er ein ráðstöfun lang þýðingarmest. Að koma upp hinu nýja, stóra, hraðskreiða skipi Eim- skipafélagsins. Það skip yrði ykk- ur lífakkeri í Ameríkuviðskiftum. Ef það gengi ióþý mílu tæki ferðin milli íslands og Ameríku ekki lengri tíma, en ferðin tók lengi vel milli Kaupmannahafnar og íslands, með viðkomu í Leith. Þið seljið nú þegar eina þrjá A LIBERAL ALLOWANCE ForYour Watch (tyUt chang* tool >1 ■! ► WATCH TRADE ITIN ‘jor- a N E W BULOVA 17 jowolt »29« 3/L WuUS/L,, THORLAKSON and BALDWIN Watchmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE. WINNIPBG skipsfarma á ári af vörum til Ame- ríku. Með greiðum beinum ferð- um ykjust viðskiftin fljótt. Og gætið að einu. í Ameríku eru yfir- leitt hentugri vörur fyrir ykkar hæfi en í viðskiftalöndum ykkar við Miðjarðarhaf. Og sá markaður, sem fæst þar vestra fyrir afurðir ykkar, hann verður tryggur. Ófrið- ur lokar honum sízt. En þetta þolir enga bið. Því hver veit hvenær ófriðarmyrkrið skellur yfir Evrópu. Og þá verður of seint að ætla sér að fá skipið . Það er talað um að þetta skip verði dýrt. En gætið að. Þetta er eini herbúnaður ykkar. Og hvað munar um það tillag ríkisins, sem til þess þarf, samanborið við það geipi- fé, sem aðrar þjóðir verja til her- kostnaðar og hervarna, og því geipi- legra tjón sem af því hlytist, ef þjóðin hefði ekki eignast þetta skip áður en ófriður brýzt út að nýju. Auk þess íhafið ‘þið nú þegar full- komna þörf fyrir stórt farþegaskip í millilandaferðir á sumrin handa öllu þvi fólki sem vill koma hingað. —Morgunbl. 18. ág. Atta-vitar “Þar sem flestir bitlaust blý bera í höndum sínum, hressir stóran hljóðið í hömrum eins og þínum. Hér er margur harður steinn, og hausarnir eru tinnur; þar e ei nema einn og einn, sem á því grjóti vinnur.” (Til Dr. Helga Péturss. “Þyrnar” Þ. E., bls. 270) + + + Nú skal bara nefna Nöfn á áttum tveimur, Áttir engar þekkir Áttaviltur heimur. Vestrið ekur austur, Austrið stefnir vestUr: Ameríka til íslands ísland hennar gestur. Komi heill að heiman Hingað austri vestur, V'estri aktu austur Ungra dygða prestur: Á þær enginn trúir Álfur nú á dögum.— Vert þú eins og andi Aladins í sögum. , Smjúgð þú harða hausa Hjörtum kveiktu tundur: Hjarta’ og heili eru Heimsins mesta undur. Góð-vits óskir allar Eg vil niður rita: Þær að framtíð færi Frið að átta-vita. Svo að allir sjái Sína framtíð unga, Láttu hjörtun hreyfa Hausa-grjóið þunga. I Vektu vissu gleði Viljans til ins góða, Svo að aukist öllum Ást til þeirra ljóða: Sem að vorið syngur Sem að græða, prýða, Svo að æsku aftur Opnist faðmur hlíða. G & W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 25 oz......$2.15 Elzta Afeng^sgerð í Canaxla 40 ©z. $3.25 l _____» This advertiserhent -is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality or products advertised Bezta áttin okkar Undir Klettafjöllum: Verður því til þrifa Þér og öðrum snjöllum. Þaðan þroska-skúrir, Þaðan geisla-hlýja, Leiðir allar áttir Æsku vorið nýja. Berið kærar kveðjur Konungs, þeirra fjalla, Sem á hugar-himni hreyfir geisla alla. Yfir fegurð friðar: Eramtímanna þekking. Yfir alheims raunir! Allra þjóða blekking. Jak. ]. Norman. Or borg og bygð Þann 6. þ. m. lézt að Lundar, Man., að heimili dóttur sinnar, Mrs. Margrét Sigurðsson, þvi nær 98 ára að aldri; kom hún hingað af Islandi árið 1887; hún misti mann sinn 1921, og dvaldi eftir það lengstum hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr og Mrs. Hergeir Danielsson. Hin framliðna lætur eftir sig þrjár dæt- ur, Mrs. H. Daníelsson, og Mrs. G. Jóhannsson að Lundar og Mrs. D. Backman við Carkleigh; einnig tvo sonu, Magnús og Sigurð við Lund- ar. Þessi látna merkiskona var jarðsungin í Otto grafreit af séra Valdimar J. Eylands. ♦ ♦ -f Guðmundur' Einarsson bóndi i grend við Hensel, N. Dak., andaðist á sjúkrahúsi i Drayton, N.D., mið- vikudaginn 31. ágúst, eftir alllang- varandi heilsubilun. Hafði hann þó lengst af haft fótavist, þangað til einni eða tveimur vikum fyrir and- látið. Guðmundur fæddist á Hall- freðarstöðum i Norður-Múlasýslu 17. september 1859. Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson og Guð- rún Ásgrímsdóttir. Ólst hann upp hjá þeim og fluttist með þeim til Ameríku 1878. Árið 1881 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Málfríði Jónsdóttur Péturssonar frá Kolgröf i Skagafjarðarsýslu. Sama ár fluttust þau til N. Dak. og hafa ávalt búið hér síðan, lengst af á bú- jörð sinni í grend við Hensel. Eign- uðust þau hjón n böm. Eru þau öll dáin nema einn sonur Karl að nafni, kvæntur og býr í Portland, Oregon. Þau hjón hafa þvi geng- ið gegnum sára og þunga reynslu, en borið hana með stillingu og hug- prýði og jafnframt í trausti til Drottins. Guðmundur var duglegur maður og búhöldur, greindur maður og bókhneigður. Faðir Guðmundar, Einar Guðmundsson lifir enn, nú 104 ára. Býr hann hjá frænku sinni og manni hennar, Mr. og Mrs. B. Thorvaldsson í Cavalier. Guðmundur var jarðsunginn frá kirkju Vlídalínssafnaðar föstudag- inn 2. sept. Fylgdu honum margir til grafar. Séra H. Sigmar jarð- söng. -f -f -f Leiðrétting / Lögberg 25. ágúst s.l. birtir æfi- minningu Ingiríðar Margrétar Ei- ríksson, en undirritaður er þar Guð- jón S. Fiðriksson. Hann fer þar ekki alskosta rétt með ætt þeirrar konu, eins og honum var fengin hún í hendur frá samanskrifara hennar, sem byrjaði ættfærsluna þannig: “Faðir Ingiríðar Margrétar var Jón bóndi á Krithóli, Jónsson bónda í Kálfárdal,” o. s. frv. Þessari setn- ingu sleppir sá undirritaði minning- arinnar. En í þess stað tvístaglar hann .þau nöfn sem þar voru til- færg; — en var óþarft og afar ó- smekkleg viðhöfn, er ganga má næst því sem örþrifaráð er kallað. En í ættlegg þeim, sem upp eftir er talinn frá Margréti húsfreyju á Fjalli i Sæmundarhlið til Þóru húsfreyju á Mælifelli, verða tvö samnefnd nöfn rarngfærð : “Árnasonar,” fyrir Ara- sonar, sem stóð rétt í handritinu frá satnanskifara ættfærslunnar. ' Þess ber að geta, að sá Guðjón, er tutlað hefir upp minningarorðin um hina látnu konu, hefir enga hlut- deild átt í ættfærslunni, nema í þvi sem þar má telja til skemda og þeirri truflun sem hann gerir þar að upphafi, sem og draga má af þá ályktun, að hann hafi sett þar sitt handbragð á, e. t. v. i einhverjum vissum. tilgangi. Er því auðsætt, að hér getur engri prentvillu verið til að dreifa — heldur aðeins óratvísi þessa Guð- jóns, ritara ennar fjölorðu minning- argreinar. M. S. Dramur I maí 1937 dreymdi mig að eg væri kominn til íslands og sé upp í Vörðufell á Skeiðum að austap- verðu á milli Helgastaða og Iðu. Var þar mannfjöldi saman kominn uppi í hlíðum f jallsins, svo vart varð á tölu komið. Var eg vestarlega í hópnum, þekti engan, sem nálægt mér stóð nema konuna mína, hún stóð við hlið mér. Allir stallar og hver brekka var þakin fólki; en það- an sem eg var í f jallinu sást á ferju- staðinn og glampaði á spegilslétt vatnið í ánni. Sá eg að ferðjubát- urinn var á floti við suðurbrakk- ann; í ihonum sat ferjumaðurinn tilbúinn til róðurs, eg sá að hann hélt árunum uppi. En fjórir sverir kaðlar lágu ár fjallinu ofan til báts- ins og bundnir í hann. Einn kaðall- inn var mjóstur, en allir þó sverir sem stórskipakaðlar og undraði mig að hægt væri að festa þá í svona lít- inn bát. En nú var eins og mér væri sagt að það ætti að róa fjall- inu.í ána; varð mér þá litið við af ys, sem kom á mannfjöldann fyrir sunnan mig uppi í fjallinu; það fór að greiðast úr honum og gata mynd- aðist eða hlið; kemur þar maður út úr hópnum og stefnir þangað sem eg stóð. Þetta var ungur maður í dökkum fötum með svartan hatt. Eg var sannfærður um að þetta væri sá, sem réði verkinu. Ekki heyrði eg hann tala til neins og ekki heldur aðra við hann. Allir virtust bíða eftir einhverju eða einhverri skip- un þessa manns. Bar ihann nú á móts við mig þar sem eg stóð bíð- andi eftir honum, en hann sýndist ætla að ganga fram hjá mér sem öðrum, en þá spyr eg hann eftir ihverju sé verið að bíða. Þá lítur hann góðlátlega til mín og segir að tíminn sé enn ekki kominn. Hélt hann norður með hæðunum og hvarf mér inn í mannþröngina. Var mér þá litið til ferjustaðarins; sá eg bátinn og ferjumanninn; var hann búinn að leggja árarnar út, bara að dýfa þeim í. Eg beið með eftir- væntingu hvað gera skyldi við fjall- ið, og alt fólkið, sem þarna beið í þögulli óvissu að eg ihélt; allir sýnd- ust bíða; enginn fór þaðan sem hann var. Alt i einu falla árarnar i vatnið og brakaði i hverri rá, en fjallið lék á þræði við fyrsta ára- takið er eg sá. Það eina sem eg man var, að eg tók utan um konuna þar er hún stóð og segi: “Guði sé lof að við fylgjumst að.” Var þá draumurinn búinn með því eg hrökk upp við skjálfta f jalls- ins, og varð guðs feginn. Þ|að, skrítnasta var við draum þennan að ferjumaðurinn var dáinn þá fyrir stuttu í nýlendunni. Ekki hafði hann komið að Iðu karlinn sá. Eg sagði drauminn strax er mig dreymdi hann. Væri vel gert ef nú væri skakt frá sagt, að leið- rétta. Vinsamlegast, Viglundur Vigfússon. SORG Þú komst inn í mannlíf með svikum, sorg. Hjáróma tónn ertu’ í hugans borg. Þú naust þess í öndverð'u að þekkingin þraut, liðaðist sundur og lögmálið braut; Guð hefir aldrei gefið þér neitt. Þú getur engu um eilífð breytt. Þú ert eins og vofan, alin á trú. 1 eldglæringum svo liverfur þú. MissýningiiL þér mældi þinn veg, því sýnist þú alvöld og ægileg. Þeir segja, að vísdóm, sem sefar mein í sannleiks djúpunum finnir þú ein. Að' höfði þér spekingar hnýttu krans, hitaveiki hins þjáða manns. Hefðirðu ei komið í heiminn inn, við heilbrigðir þektum vísdóminn. Þinn svarti galdur og svikin átt — og út úr stilling við alheims mátt. Þú, eins og myrkfælni, ert ímyndun ein, sem aldrei gefur skilríki nein. 1 alheims heildinni ekkert ferst, að' eilífri fullkomnun lífið berst. Við getum ei tapað, því alt og eitt af alvöldu lögmáli er verndað og leitt. Að syrgja var mannlífsins mesta synd og glepur vitið í ginninga vind. Þú stalst inn í mannlíf með svikum, sorg. Hjáróma tónn ertu’ í hugans borg. J. S. frá Kaldbah. DAY SCHOOL EVENING SCHOOL HOME STUDY By one of these three methods every young man or woman can obtain a business training. v . . Circumstances must determine which one is the most suitable. Our DAY SCHOOL is almost filled to capacity and early enrolment is necessary to avoid having to wait. EVENING SCHOOL is held every Monday and Thursday from 7.30 to 10 p.m. Fees are $5.00 a month for any combina- tion of subjects. HOME STUDY students can take any subject or full course, right in their own home by mail. Ask for our HOME STUDY bulletin. CIVIL SERVICE—You can train for the Civil Service either in school or at home. The MANITOBA has led all other institutions in the successes of its students in Federal Civil Service examinations. MANITQBA ST Most spacious accommodation per student in Western Canada 334 PORTAGE AVENUE - I4th Door West of Eaton'sl President—F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E., S.F C.C.I. Phone 2 65 65 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.