Lögberg - 15.09.1938, Page 6

Lögberg - 15.09.1938, Page 6
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1938 ,—SKUGGINN---------------------------. Eftir GEORGE OWEN BAXTER | Hann stökk í skjól við trjástofn. Um ieið drundu nokkur skot. Það heyrðist gleði- óp frá þessari hæð fyrir framan hann. Mennirnir héldu auðsjáanlega, að þeir hefðu hitt. Að minsta kaSti birtist nú einn þeirra. Það var leikur að senda honum kúlu, en á þessu augnabliki, sem hann langaði mest til þess, mótmælti samvizkan. Þess vegna gaf hann manninum góða að vörun. Hann miðaði rifflinum og skaut tvisvar í flýti. Það hitti pípuna í munni mannsins og stein, er var næstur fæti hans. Ef maðurinn var með fullu viti, gat hann séð, að sú skytta, sem skotið gæti tveim skotum svo nákvæmt í einu, hefði getað hitt mitt á milli, látið hann fá kúlu í hjartað. Með ópi miklu stökk maðurinn til baka og reyndi að fela sig. Tom andvarpaði. Aldrei á æfi sinni hafði hann langað til að drepa mann fyr, hvílík freisting. Skotum hans var nú svarað lengra í burtu. Tom sá því strax að fjandmenn hans höfðu dreift sér yfir mikið svæði, og nú skildi bann hvað þeir höfðu lokað vel gildrunni. Til að fullvissa sig um þetta teymdi hann hestinn lengra inn í skóginn og litaðist um eftir tré, sem hann gæti klifrað upp í og svo þéttvöxnu, að óvinirnir kæmu ekki auga á hann. Hann klifraði upp og hafði þaðan gott útsýni yfir það landslag er leitarmennirnir földu sig í. Af þessum níu mönnum sá hann fimm. Þeir höfðu einfaldlega skriðið bak við stóra steina, og þarna biðu þeir í fullu öryggi fyrir skotum þess, sem stæði niður á jafnsléttu. En þeir voru algerlega varnarlausir gagnvart Tom Converse þarna, sem hann stóð í trénu. Hann miðaði rifflinum hugsandi. Ef hann vildi, gat hann skotið einn mann í hverju skoti. Tvö skot hvert á eftir öðru mundu losa hann við tvo þá næstu. Þegar hinir sæu það, mundu þeir rjúka upp og reyna að komast iengra í burtu, og þá gæti hann áreiðanlega skotið þá niður einn af öðrum. Nóg hafði hann af kúlum í forðabúri sínu. Þegar þetta væri um garð gengið, gæti liann kaliað á Captain undir tréð og rent sér niður í hnakk- inn og þeyst út um það hlið, sem hann hafði rofið á þessa fjandsamlegu víglínu. Og þá mundi Captain bráltt koma honum í öryggi með flýti sínum. Hann sneri sér við og blístraði lágt, svo lágt, að aðeins hesturinn gat heyrt það, en ekki óvinir hans, hversu nálægt, sem þeir voru. Að stundarkorsi liðnu sá hann líka Captain koma gangandi inn undir tréð. Hann hneggjaði lágt og leit upp í tréð til húsbónda síns. Svo lyfti Tom rifflinum, og er hann mið- aði, varð Joe Shriner, sá maður, sem hann langaði mest til að drepa fyrir miðinu. Hann leit nú til hægri, og þá sá hann strax hið magra, föla andlit Skuggans. Það var eins og forlögin hefðu stefnt þessum mönnum beint fram fyrir byssuhlaup hans. Hann gat séð Skuggann bæra sig svo- lítið, þar sem hann lá. Það var Shriner, sem fyrir skömmu hafði stokkið upp og mist píp- una vegna kúlunnar. Hann hlaut, að hafa fundið til í tönnunum. Tom gat ekki annað en brosað, er hann hugsaði til þess. Nú miðaði hann einu sinni enn og í þetta sinn í enni Skuggans. Fvrst hann — hann allra fyrst og svo hina. En honum fanst sem sá fingur, er átti að hreyfa gikkinn, væri dofinn. Það var eins og hann neitaði fyrir fram að framkvæma þessa skipun. Hvernig átti hann að fara að kreppa fingurinn og aflífa einn mann ? Það gilti einu þótt þessa tvo menn þyrsti í líf hans og blóð, og vildu vinna alt á móti honum — þeir voru samt mannlegar verur, sem hann hafði ekki vald til að kveða dauðadóm yfir. Aldrei hafði Tom Converse lent í jafn mikilli andlegri þrekraun. Hann lét, riffilinn síga og var um leið ljóst, að engin von var fyrir hann að sleppa og harla lítil til að hann léldi lífinu. Þetta var einasta leiðin, annars var alt úti. Dauðinn beið eftir honum þarna fyrir handan. Það mundi ekki verða farið að yfirheyra hann. Ekki einu sinni, þegar hann hafði ver- ið í veitigahúsinu, var honum gefið tækifæri til að sanna, hver hann væri. Núna, þegar þeir voru búnir að hafa svona mikið fyrir að taka hann fastan, mundu þeir sízt vilja hlusta á hann. Þeir mundu ekki hlusta á eitt orð frá'þeim manni, sem þeir álitu Skuggann. Nú dó síðasti vonarneistinn. í fjarska heyrðist hávaði og læti. Hófadynur frá hundruðum hesta, hróp og köll frá fjölda fólks. Niður hæðirnar sáust nú koma hópar af fólki, ungir menn og gamlir. Allir voru vopnaðir rifflum, skammbyssum og barefl- um. Þessi hjörð dreifði sér nú eins og vatns- fall, er endar í vængmynduðu afrensli. Þarna komu þeir argandi og gargandi, og það leit út fvrir, að þessir menn, er fyrir voru, yrðu full fífldjarfir, því nú stóðu þeir upp og heilsuðu fólkinu frá Curtin með gleði- ópi. Nú voru dagar Skuggans taldir, það var sýnilegt. Enginn gat efast um það. Tom Converse hnipraði sig saman í trénu sínu og andvarpaði þunglega. Það var aðeins ein spurning, sem kom til greina: Ilvað gat hann dvalið lengi í skóginum án þess að fá mat eða drykk. XXXVII. Harry Lcmg lifnar við. Það var komið fram á miðjan dag, þegar Harry Lang, liggjandi þar sem Skugginn hafði fleygt honum, hreyfði sig og stundi við. Hann settist upp með miklum erfiðismunum. Hann haíði fulla rænu, en óþolandi kvalir í brotna handleggnum. Höfuðið fanst honum alveg tilfinninga- laust. Með aðstoð vinstri handarinnar tókst honum að standa á fætur, með því að hann náði í grein þar rétt hjá. Hann leit á hægri handlegg sinn. Honum var ómögulegt að muna hvað hafði skeð. Hugsanir hans gátu ekki snúist um annað en líðandi stund. Það fyrsta, sem hann var viss um, var sársaukinn í hand- leggnum og hendin hékk máttlaus niður og einkennilega snúin. Þetta var einkennilegt. Og svo fanst honum eins og gríma væri límd á ásjónu hans. Hann þreifaði framan í sig með vinstri hend- inni og fann, að það var eins og þomuð aur- leðja yfir alt andlitið. Þegar hann leit svo á höndina, sá hann, að þurt, rautt duft var á fingurgómunum. Já, nú vissi hann hvernig í öllu lá. Hann lineig niður og hallaði sér upp að 1 ré, veikur af kvölum. Hægt og hægt fór hann að reyna að muna, hvað hefði skeð frá því er þeir Jim Cochrane fóru frá bálinu. Hvernig þeir hefðu læðst í gegnum skóginn, til að finna Skuggann, hvernig þeir hefðu skotið, en Skugginn sloppið. Hann mundi að hann hafði rekist á Jim Cochrane. Orðin, sem Cochrane hafði skelt á hann höfðu brent sig inn í vitund hans. Cochrane var Skugginn, og hann var kominn til að •hefna þeirrar kúlu, sem Harry hafði sent hon- um fyrir tveim árum, þegar þremenningarnir biðu hans í rjóðrinu. Svo hafði hann heyrt hljóðið af riffil- skoti, hann hafði fengið högg í ennið, og svo varð alt svart. Hann strauk hendinni aftur yfir ennið, það var sár í hársrótunum og hárið alt blóði sborkið. Þannig — nú skildi hann samheng- ið í þessu öllu. Skotið, sem átti að drepa hann, hafði iarið of hátt, og breytt stefnu á ennisbeininu. Skugginn hafði ekki látið sér detta í hug að hann gæti mist marks á svona stuttu færi, og því álitið hann dauðann. Jess Shermann var með mjög líkt sár á enninu, en hann fanst dauður. Jim Cochrane var Skugginn. Hann, verndaður af heiðvirðu fólki, var nú að elta annan mann alsaklaus- an, sem var dæmdur til að deyja fyrir afbrot Cochranes. Með blóði hans mundi Skugginn þvo hendur sínar. Af hugsuninni um þessa djöfullegu kænsku spratt kaldur sviti út á enni Harry Lang. Hann stökk á fætur og eftir stundar- korn var hann kominn til rjóðursins, þar sem Scottie og Limpy höfðu kveikt bál sitt. En nú var þar enginn, aðeins traðk eftir hesta. Engin mannvera sýndist í nánd. Hvað var langt síðan þeir höfðu farið? Harry Lang svimaði,er hann hugsaði til, hve langt hann var frá öllum mannabygðum. Hann fann, að hann gat ekkert komist. Honum var það Ijóst, að hann mundi aldni í þessu ástandi geta komist þangað, sem lólk væri. Það var ekki einungis það, að hann var viðþolslaus í handleggnum, heldur var höfuðið svo létt, að honum fanst það varla vera við búkinn, og það suðaði fyrir eyrun- um. Fyr eða seinna mundi honum syrta fyrir augum, og hann þá tapa allri meðvit- und. Hann mundi hníga til jarðar og aldrei vakna til þéssa lífs aftur. Hann mundi deyja —og liggja hér í skóginum. Það var samt ekki þessi hugsun, sem fylti hann skelfingu. Nei, það voru þessar hræðilegu kringumstæð- ur, að saklaus maður var í lífshættu í stað annars, sem sekur var. Og sjálfur Skugginn var með ofsóknarmönnunum til að tortíma honum. 1 þannig sljóvu ástandi verður maðurinn oft að bráð þrákelknislegum liugmyndum og hugmyndin um, að saklaus yrði að líða fyrir sekan, fylti Lang hræðslu, sem yfirbugaði allar aðrar tiifinningar. Honum tókst að útbúa sér fatla úr trefl- inum. Með tönnunum og vinstri hendinni gat hann hnýtt hnút og smeygði síðan treflinum upp á hálsinn. Svo lét hann handlegginn hvíla í fatlanum. Þá reis hann aftur á fætur og reyndi að ganga. Fyrstu hundrað skrefin voru verst. Hverri hreyfingu fylgdi hroðalegur sársauki og sorti og eldglæringar voru fyrir augum hans ógnandi á víxl að draga hann niður í djúp meðvitundarlyesisins. Hann háði tvenns- konar stríð, fyrst og fremst við kvalirnar og í öðru lagi við máttleysið. En smátt og smátt deyfðust skynjanir hans og hann þvingaði sig til að þola hinar líkamlegu kvalir. Hann var ákveðinn að komast áfram og skýra frá því, er hann vissi, hann hefði getað vaðið bál, án þess að láta brunann fá nokkuð á sig. Hann andaði djúpt, fylti lungun lofti, eins og hann reyndi þannig að sækja í sig þrótt til að ná næstu bygðum. Það var hon- um ljóst, hvaða veg hann átti að fara. Til næsta húss var nokkurra klukkustunda gang- ur ,það var nýlegt með rauðu þaki. Hann haf'ði séð það, er hann var hér á ferð fyrir rúmum mánuði. Hann mundi sjá það, er hann kæmi hærra, þá mundi sjást rautt þakið milli trjátoppanna. Hann skjögraði lengra áfram. Af og til nam hann staðar og fanst hann þá hafa farið ranga leið. Erfiðið við að halda réttri braut var afskaplegt. En verst var hræðslan við að villast. Það var ekki hans sjálfs vegna, sem óttinn sótti að honum; það var vegna manns- ins, sem var eltur af logskipuðum mönnum. Sífelt, er hann braust áfram tautaði hann, að hann yrði að flýta sér, því ef hann gerði það ekki, kæmi hann of seint. Svo þrammaði hann af stað aftur. Ýmist var hann í svitakófi, eða hann skalf af kulda frá hvirfli til ilja. Honum fanst tungan og hálsinn skræln- uð af þorsta, og þegar hann svo beygði sig niður til að drékka úr smálækjum, er urðu á vegi hans, ætlaði hann að missa meðvitund- ina. Hann var staddur á lágu hæðardragi, er hann sá að stutt var til sólarlags, og í hinum rauðleita bjarma sá hann hús með rauðu þaki. Eða gat það stafað af sólarlginu, að þakið sýndist rautt? Loks áttaði hann sig á því, að það var alveg sama, hvaða hús þetta væri: Þarna var bústaður og þar mundi hann hitta fólk, sem mundi hjálpa honum að koma því áfram, að Jim Cochrane væri Skugginn'. Síðasta spölinn mátti segja, að hann hlypi. Hann komst að húsinu og barði á dymar. Hann hrópaði og kallaði. Ein enginn svaraði, ekkert heyrðist nema bergmálið. Hann reif upp glugga og kallaði aftur. Ekkert svar kom að heldur. Húsið stóð autt. Hann mundi núna, að hann hafði ekki séð rjúka úr reykháfnum. Örvæntingin greip hana. Hann henti sér á hurðina. Ógurlegur sársauki gagntók all- an líkamann. Það syrti fyrir augum hans og Harry Lang hneig meðvitundarlaus niður. XXXYIII. Aaiðunnin bráð. Hin langa bið hjá leitarmönnunum átti ekki að verða svo afleit. Þegar tók að kvölda, komu kónur. frá Curtin og næstu sveitabæj- um, með fullar körfur af mat. Konurnar voru ekki síður en mennirnir áf jáðar í, að bundinn væri endi á hin hræðilegu verk Skuggans. Það var hrein og bein veizla, sem haldin var með söngvum og hrópum, sem hinn hungraði maður í kjarrinu gat heyrt. Þeir sýndu samt mestu varkárni og gættu þess að gefa ekki færi á sér. A hverri stundu gátu þeir búist við að Skugginn kæmi þjótandi eins og óður hundur og réðist á þá.— Þeir höfðu aðsetur sitt bak við hæðina. Og smátt og smátt höfðu safnast þangað tvö —þrjú hundruð manns. Allir voru þeir vopnaðir með skammbyssum og rifflum. Lágu þeir nú og biðu þess að ráða niðurlög- um Skuggans. Allir höfðu það sama í höfð- inu, að vinna hér hetjuverk, og vitundin um liðsfjöldann gerði þá mjög hugrakka. Skugginn gat ekki sloppið, það var á- reiðanlegt. 1 þeim háf, sem þeir höfðu veitt hann í, var engin möskvi svo stór, að hann kæmist út. Með fram kjarrinu öllu var ó- slitin víglína af varðmönnum . Einnig voru menn komnir á flekum út á fljótið. Einasta leiðin, þar sem ekki voru varðfnenn, var kvik- syndið. Allar leiðir voru þaktar mönnum með vopn. Sérhver hafði hest sinn tilbúinn, ef Skugginn skyldi samt á yfirnáttúrlegan hátt komast í gegn. Heilir heystabbar höfðu ver- ið settir fyrir gæðingana. Þetta var eins og smáþorp, sem risið liafði upp á nokkrum klukkustundum — til heiðurs einum einasta manni. Skömmu fyrir sólarlag var auðsjáanlega einhver hreyfing í þessu þorpi. Það var frétt sem gekk mann frá manni og hafði áhrif á hvern einstakan. Hún var komin! Sylvia Rann var kom- in til að vera viðstödd dauðdaga ástvinar síns — þannig var orðrómurinn, og þessu fylgdi mikill óróleiki. Það var ekki hægt ann- að, en að hafa samúð með henni, hversu kjánalegt sem þetta annars virtist alt vera. Þeir gátu ekJp annað en virt trygð hennar við Skuggann í þessi tvö ár, sem hann hafði sézt á þessum slóðum. Nú var hún komin til að standa við hlið haná síðustu stundina og kannske til að deyja með honum . Þegar hún kom, fór hún beina leið til sheriffans, Algie Thomas. Það heyrðist undrandi hluttekningarfult skraf milli manna. Andlit hennar var náfölt og svartbláir baugar í kringum augun, og öll hennar framkoma og útlit bar vott um, hvílíka erfiðleika hún hafði átt við að stríða þetta síðasta dægur og þá örvinglun, sem kramdi hjarta hennar. A eftir henni reið fósturfaðir hennar, Plummer. Það var Plummer, sem fyrstur tók til máls. “Thomas,” sagði hann, “þetta er nú kannske ekki rétta leiðin, sem eg fer, en það var ekki um annað að gera. Eg gat ekki horft á stúlkuna veslast upp af eintómri eymd. Því það er nú svo, að hún sver og sárt við leggur, að maður sá, sem þið eruð að elta sé ekki Skugginn, en það sé sá sem kallar sig Jim Cochrane, sem þið eigið að taka.” Algie Thomas horfði með meðaumkvun á ungu stúíkuna, á svipinn eins og hann væri faðir hennar. Svo benti hann og sagði: “Þarna er Jim Cochrane!” Eiginlega var það nú ekkert svar að benda á manninn, en það var nóg til þess, að Plummer þagnaði. Hann neri hökuna með beinaberri hendinni og hristi höfuðið. “Mér fanst eg vera skyldugur að koma hingað,” sagði hann, “það var henni svo mikið áhugamál. ” Með örvæntingarfullri röddu hrópaði Sylvia: “Thomas sheriff, ef eg sver, að . . .” Gamli sheriffinn bandaði á móti með ‘ hendinni. “Eg vil enga svardaga,” sagði hann. “Þegar ung stúlka er í svona ástandi, getur hún gert hvað sem er til að bjarga þeim manni, sem hún elskar. Það gæti hugsast, Sylvia Rann, að þess vegna reynduð þér að koma ódáðaverkum Skuggans á saklausan mann. En eg læt ekki villa mér sýn á þenna hátt. Eg hefi séð mörg dæmi þess, hvernig kvenfólk getur hagað sér undir þessum kringumstæðum. Það sem eg ráðlegg þér er, að snúa til baka og reyna að gleyma hon- um. Hann er brátt ekki lengur til. ’ ’ Síðustu orðin sagði hann með svo mikl- um hátíðleik, eins og Tom Converse hefði þegar gefið upp andann. Unga stúlkan leit ráðþrota í kringum sig. Meðal hinna mörgu andlita sá hún andlit Skuggans sigri hrósandi en þó jafnframt eftirvæntingarfult. “Viljið þið kannske lofa mér að fara nið- ur eftir og tala við hann?” spurði hún. “Með fæði til hans, svo að hann geti lengur hafst þarna við! Finst þér þú geta beðið mig um það, Sylvia?” “Eg hefi engan mat meðferðis. Eg ætla einungis að sjá hann og kveðja hann í síðasta skifti. Viljið þér gefa mér leyfi til þess, sheriff ?” Framkoma hennar og rödd var svo biðj- andi, að ef sheriffinn hefði svarað með nei, mundi hvep maður í hópnum hafa mótmælt og staðið með henni. “Það veldur þér einungis meiri erfið- it'ikum — og gerir þér alt örðugra, Sylvia, en . . . ef þú endilega vilt fara, þá máttu það,” sagði sheriffinn. “Eg skal ekki vera á móti því. En eg krefst þess, að þú lofir því upp á æru þína og trú, að koma strax aftur. Viltu lofaþví?” “ Já!” “Jæja, farðu þá niður eftir til hans.” Hún reyndi að þakka fyrir, en gat það ekki, og þeir sáu hana flýta sér niður hall- ann og hverfa inn í pílviðinn. Enginn hreyfði sig. Lítil gola, er var úr þeirri átt, er skóg- urinn var, bar með sér óminn af rödd henn- ar — það voru kveinstafir frá henni “Tom — ó Tom!” Sýnilega brá sérhverjum, er heyrði þessi hjálparvana kvein. “Sheiliff!” sag*ði Plnmmer. “Það er eitthvað skakt í þessu. Við verðum að gera eitthvað.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.