Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1939 NÚMER 1 Verið samtaka, Islendingar Eins og gjörÖ var grein fyrir nieð “Áskorun til íslendinga vestanhafs,’* er birt var í ís- lenzku blööunum 15. des. síðastl. var ákveðið að fara af stað með almenna fjársöfnun til þess að kosta afsteypu, í eir, af Eeifs Einrikssonar líkaninu fræga, er Bandarikjaþjóðin gaf Islandi 1930, til að prýða með framhlið og til að vekja eftirtekt, á Is- lands skálanum á heimssýning- unni í New York á komandi sumri. Það er eftir ósk Sýningarráðs- ins íslenzka, til Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, að hér skyldi skipuð nefnd til samvinnu við Sýningarráðið, til þess að aðstoða það við að gjöra ís- lands sýninguna sem sérstæðasta og eftirtektarverðasta á vett- vangi þjóðasýninganna. Að skreyta og skruma, sýningarskál- ann sjálfan, umi það gat Is- land ekki kept við aðrar þjóðir, enda engin löngun til þess. En hitt var, að láta skálann, hið ytra og innra benda á hið mikla framlag þjóðarinnar til þekking- ar og sögulegra vísinda, fram yfir það sem flestar aðrar þjóðir höfðu að sýna, það gat komið til mála, og að þvi ráði var horfið. Því var það, að allir féllust á þá skoðun, að utan veggja yrði þessu takmarki á engan hátt betur náð, en með þvi að reisa afsteypu af þessu fræga minnis- merki, utanbúðar, með áletran þeirri er því fylgir, hinni sögu- legu viðurkenningu Sambands- þings Bandaríkjanna, fyrir Vín- lands fundi Leifs Eiríkssonar. Á- letranin er þessi: “Leifr Eiricsson, a son of Iceland, discoverer of Vinland in 1000; presented in 1930 by the United States Congress to Iceland on the occasion of its Millennial Celebration of the founding of Althing.” Nefnin var skipuð. Áður var Sýningarráðið búið að útnefna þrjá menn sér til aðstoðar, þá Guðmund dómara Grímsson, Dr. Viíhjálm Stefánsson og séra Rögnv. Pétursson. Til viðbót- ar voru nú kosnir Dr. B. J. B.randsson, Gunnar B. Björns- son, fyrverandi skattstjóri Minnesotaríkis, Árni Eggertsson og A. P. Jóhannsson. Það var að tilhlutan og með samþykki þessarar “Aðstoðar- nefndar,” að ofannefnd “Áskor- un” var samin og birt. Sýningar- ráðið íslenzka óskar ekki eftir neinum f járhagslegum stuðningi öðrum en þessum, en á því ríður Islandssýningunni mikið að þessu takmarki verði náð. Að sýning- unni lokinni verður myndinni komið fyrir á hium virðulegasta stað, íslandi til ævarandi kynn- ingar hér í álfu. En slíkrar kynningar þarfnast íslenzka Paul Bardal Mr. Bardal hefir verið endur- kosinn vara-borgarstjóri i Win- nipeg; hann hefir jafnframt verið kjörinn formaður heil- brigðismálanef ndar. þjóðin, sem nú er að leita sér 'tnarkaðs og viðskiftasambands við Bandaríkin og Canada. Samskotin eru hafin. Á öðrum stað er birt gjafa- skrá, $349.00. Söfnuninni þarf að hraða! Gefið eftir beztu getu. Gefið stórt eða smátt. Engin upphæð of stór eða of lítil. Verið sam- taka um þetta mál! Bregðist ekki yðar garnla föð- urlandi! Affstoðarnefndin. ÁTAKANLEG IIARMSAGA Raunir jarðarbarna eru ekki allar á einn veg, og þær senda heldur ekki ávalt aðvörunarboð á undan sér; meðan jólahelgin enn breiddi friðarvængi sína yfir þúsundir heimila í þess- ari borg, drap eldvængjuð sorg fyrirvaralaust á dyr hamingju- samrar fjölskyldu á Queens stræti vestur í St. James og heimti þar hinn þyngsta skatt, sem unt er að inna af hendi; í bálviðrishörku jöfnuðu hamstola eldtungur hið vingjarnlega heim- kynni við jörðu og breyttu i minningaduft húsmóðurinni og fjórum ungum börnum hjón- anna; því yngsta hálfs þriðja árs. Eldur kom upp i húsinu laust eftir klukkan hálf ellefu á fimtudagskveldið þann 29. des- ember síðastliðinn, er fjölskyld- an hafði fyrir skömmu tekið á sig náðir; varð húsið alelda á fáum minútum. Heimilisfaðir- inn, Mr. Leslie Robson, skað- brendur, bjargaðist nauðlega af og liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi; elzti sonurinn þrettán ára gamall, var sá eini af fjöl- skyldunni, er óskaddaður komst af. Fyrir atbeina blaðsins Winni- ,>eg Tribune hafa samskot verið Iiafin til styrktar feðgunum raunmæddu, sem eftir lifa. MARCUS HYMAN LÁTINN Á aðfaranótt síðastliðins laug- ardags lézt á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni Mr. Marcus Hyman, K.C., einn af þingmönnum hins óháða verka- mannaflokks í Manitobaþinginu fyrir Winnipegborg; hann var freklega 56 ára að aldri, frá- bærlega víðmentur maður og mælskur vel. Mr. Hyman var af rússneskri Gyðingaætt; hann lauk lagaprófi við Oxford há- skólann en fór því næst til Ind- lands 1907 og dvaldi þar í þrjú ár; hann kom til Manitoba 1913 og tók þegar að gefa sig við málaflutningi; um nokkurt skeið flutti hann fyrirlestra um lög- vísi við Manitobaháskólann, en víðtækust voru þó áhrif hans innan vébanda hins óháða verka- mannaflokks, bæði á þingi og utan þings.—Útför Mr. Hymans fór fram á mánudaginn þann 2. þ. m., að viðstöddu miklu fjöl- menni úr öllum stéttum bæjar- félagsins. RJARTSÝNN A FRAMTIÐINA I nýárskveðju sinni til cana- disku þjóðarinnar lætur fjármála ráðgjafi sambadsstjórnarinnar, Hon. Charles Dunning þá skoð- un sína í ljós, að gild ástæða sé til þess að líta björtum augum á framtíðina; að flest bendi til að hið nýbyrjaða ár verði at- hafnaríkara og affarasælla en árið á undan; þetta álit sitt byggir Mr. Dunning meðal ann- ars á því, hve mjög sé nú tekið að birta yfir viðskiftalífinu hjá Bandaríkja þjóðinni og hún sé ein vor allra notadrýgsti við- skiftavinur; fullyrðir hann að hinir nýju viðskiftasamningar við Bandaríkin myndu reynast canadisku þjóðinni til marghátt- aðra hagsmuna. LITUR YFIR LANGA ÆFI Uppgjafarakari einn í London hélt nýverið hátíðlegan hundrað- asta afmælisdag sinn, .og nýtur enn beztu heilsu; hann lét af starfi á vopahlésdaginn 1918 og stóð þá rétt á áttræðu; seytján ára að aldri tók öldungur þessi að reka rakaraiðn fyrir eigin reikning og hélt áfram daglegu starfi í sömu rakarastofunni þar til hann dró sig í hlé áminstan dag; ekki kvaðst hann vita til þess að sér hefði nokkuru sinni orðið misdægurt; allmarga af frægustu stjómmálamönnum Breta kvaðst hann hafa skafið um kjálkana og skifst á við þá orðum oftar en einu sinni, svo að segja um flesta hluti milli himins og jarðar. Stofna með sér lögfræðingafélag Arni G. Pggertson, K.C. Þeir Árni G. Eggertson, K.C. og G. S. Thorvaldsson, hafa stofnað með sér lögfræðingafé- lag hér í borginni og fylgja holl- spár Vestur-Islendinga fyrirtæki þeirra úr hlaði. Mr. Eggert- son hefir um langt skeið stund- að málafærslustörf í Wynyard, Sask., en Mr. Thorvaldsson í þessari borg; eru þeir báðir mik- ilsmetnir lögmenn og njóta í hvívetna almennra vinsælda. Mr. Eggertson er fæddur í Winnipeg, sonur atorkumanns- ins víðkunna Árna Eggertsonar fasteignasala og fyrri konu hans, Oddnýjar, sem látin er fyrir all- mörgum árum. Skólameutun sína hlaut Árni lögfræðingur i Winnipeg og útskrifaðist í lög- um af háskóla Manitobafylkis árið 1921 með ágætum vitnis- burði; hann er áhrifamikill fé- lagsmaður og hefir látið rnikið til sín taka innan vébanda Liberal flokksins. Kona Árna er Maja, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Grim- ur Laxdal og eiga þau þrjú börn. Árni heldur jafnframt áfram lögmannsstarfi í Wynyard, og verður þar að hitta seinustu viku hvers mánaðar. Bróðir hans E. Ragnar Eggertson veitir skrif- stofu hans þar vestra forustu. Mr. G. S. Thorvaldsson er fæddur i Riverton, sonur Sveins kaupmanns Thorvaldson, M.B.É., fyrrum þingmanns Gimli kjör- dæmis og Margrétar fyrri konu hans; hann lauk stúdentsprófi við háskólann í Saskatoon, en útskrifaðist í lögum með ágæt'- um vitnisburði af háskóla Mani- tobafylkis árið 1925 og hefir stundað málafærslu í Winnipeg jafnan síðan. Mr. Thorvaldson er vinsæll maður og hefir getið sér góðan orðstír sem lögmaður; hann er einn af meiri háttar á- hrif amönnum Conservative flokksins og sérlega vd máli farinn. Mr. Thorvaldson er kvæntur konu af skozkum ættum og eiga þau þrjú börn. Til Guttorms J. Guttormssonar skálds við brottför hans frá landinu 12. september 1938. Þið hafið gist oss þrjú að vestan. Þið voruð beztu lands vors gestir. Sjást nú glögg um landið liggja ljósbönd hvar sem þið hafið farið. Vinamundir, hugir, hendur hafa þar mætzt við fundi glæsta, hrifnir andar heitum bundist; heitorð slik mun enginn svíkja. Þið hafið hjartans strengi snortið snild og krafti, glóð og mildi; löndin tengt með orku andans, íslands mjöll við Klettafjöllin. Kveðjur ástar ykkur berast yfir á fjærstu landamæri. Minning heið skal helguð þrenning hjartfólgnustu gesta—að vestan. Ingibjórg Benediktsdóttir. —Nýtt Land, 16. sept. 1938. FUNDUR NORRÆ.NNA EMB7ETTISMANNA Stefán Þorvarðsson skrifstofu- stjóri kom heim með Goðafossi á sunnudagskvöld. Hann sat fund norrænna em- bættismanna, sem haldinn var i Helsingfors um miðjan nóvem- ber. Fund þenna sátu embættis- menn úr utanrikisráðuneytum allra Norðurlanda. Til umræðu á fundinum voru viðskifti Norðurlanda við önn- ur ríki og ýmislegt í* sambandi við þau. Stefán sat einnig nokkra fund: í Osló með íslenzk-norsku samn- inganefndinni.—Mbl. 8. des. islenzkur salmur Við jarðarför Maud drotn- ingar sem fer fram á Akershus á fimtudaginn kemur, verður meðal annars sunginn sálmur Hallgríms Péturssonar: “ A1 eins og blómstrið eina,” i danskri þýðingu.—Mbl. 8. des t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.