Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 4
4 LÖG-BER/Gr, FIMTUDAGINN 5. JANtíAB 1939 -------------- Högberg ---------------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COIAJMBIA PRESS, IJMITEI) (>95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitotoa Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram \ The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Oft var þörf en nú er nauðsyn Títt var það í fornum sið, að memi við mikilvæg tímamót stigi á stokk og strengdi heit til nokkurra af- reksverka; þótti slíkt jafnan drengilegt og vitna um djarfmannlega skapgerð þess, er í lilut átti. Sérhvað það, sem maður unm og ann, er óhjákvæmi- lega vert hinna mestu fórna. Sá er ósannur við líf sitt og uppruna, er telur eftir sér nokkur þau spor, er auka mega á veg hvorstveggja. islenzk mannfélagssamtök vestra, krefjast skilyrðislausrar hollustu af sérhverjum manni og sérhverri konu með íslenzkan blóðdropa í æð- um; hálfmenska má þar hvergi komast að. Og þó enn sé að vísu óráðið um margt á sviði hinna þjóðernislegu samtaka vor á meðal í þessari álfu, þá er þó að ýmsu bjartara umhorfs í dag en það var í gær; bjarmi nýrrar, andlegrar aftureldingar í aðsigi og aukinn skilningur k sameiginlegum verðmætum. þótt eitt og annað beri á milli. í baráttunni fyrir viðhaldi tungu vorrar og þjóð'- ernis verðum vér að vera allir eitt, og skipa oss þar í órjúfandi breiðfylking. Slík skyldi vera lieitstrenging hvers einasta mannsbarns af íslenzkum stofni, er stundaglas hins liðna tæmist og nýtt ár ór hringt inn. Saga hinnar íslenzku þjóðar er traustasti leiðarvísir- inn; þangað skulu fyrirmvndirnar sóttar. “Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar sem hreystiraun einhver var drýgð; og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðnim og feðrum er vígð.” Þannig mælti Stephan G.í meistaraljóði sínu “Á ferðl og flugi”; og eitthvað meira en lítið skuldum vér, niðjar hins íslenzka stofns, tungunni máttku og megin- djúpu, sem svo er víðfeðm, að hún á orð “yfir alt, sem er liugsað á jörðu,” eins og skáldspekingurinn Einar Benediktsson svo glæsilega nefnir það. Mál, sem alla varðar Svo að segja alveg nýverið, birtist í blaðinu Toronto Saturday Night, ritgerð eftir Norman Mackenzie, pró- fessor við háskólann í Toronto; efni hennar lýtur að afstöðu canadisku þjóðarinnar til utanríkismálanna; af- stöðu hennar til stríðs og friðar. Mr. Mackenzie kemst meðal annars þannig að orði: “Hefði Bretland farið í stríð við Þýzkaland, myndi sú ábyrgð, sem því var samfara, alveg eins og ábyrgðin á því að leyfa Þýzkalandi að sölsa undir sig nokkum hluta Czechoslóvakíu, óhjákvæmilega hafa hvílt á herðum Mr. Chamberlains og félaga hans í ráðuneytinu; eg legg engan dóm á þá stefnu, sem Mr. Chamberlain tók, þó mér sé það hins vegar Ijóst, að mikill mannfjöldi líti öðrum augum á málið en hann; mestrar áhyggju veldur mér )>að, og sú staðreynd verður ekki með nokkrum liætti hrakin, að ekki einn einasti canadiskur borgari gat né getur greitt atkvæði með eða móti Mr. Chamberlain eða stefnu hans, og það getur heldur ekki nokkur lög- lega kjörinn þingfulltrúi hins canadiska fólks; það var fólkið í Birmingham, sem kaus Mr. Chamberlain og hann er þessvegna ábyrgur gagnvart því; hann ber enga sérstaka ábyrgð gagnvart kjósendum í Toronto og Montreal, og þeir í raun og veru heldur ekki gagnvart honum; þó myndi svo hafa farið, eins og eg á öðrum stað hefi bent á, að ef Mr. Chamberlain hefði lagt út í stríð, myndi canadiska þjóðin hafa dregist inn í það líka.” Um mál þetta farast blaðinu Ottawa Journal þannig orð: “Þó einkennilegt sé, þá virðist hafa verið lítið um það hugsað eða sagt hér í landi meðan á Czechoslóvaíku deilunni stóð, að ekki einungis var Mr. Chamberlain utanríkisráðherra Canada að því er viðkom stríði og friði, heldur forsætisráðherra Canada líka; undir því livað hann hugsaði, sagði og ákvað, var afstaða hinnar canadisku þjóðar komin; hugsanir, orð eða ákvarðanir liins canadiska ráðuneytis eða Mr. Kings, áttu þar ekkert áhrifavald. ” Þó fUrðulegt sé, er því þráfaldlega haldið fram, að oss, canadiskum borgurum sé það í rauninni óviðkom- andi hverjar meginstefnur ríki í brezkum utanríkismál- um í þann og þann svipinn; það er meira að segja Þegar þér sendið peninga í burtu Gerum vér allar ráðstafanir til aS senda peninga yðar heim hvar sem þér eruð staddir, eða til hvaða staðar sem er i Canada og Bandaríkjum. Þetta kostar lítið og þér getið reitt yður á að pening- arnir komast til hins rétta hlutaðeiganda. THE ROYAL BANK OFCANADA _______ Eignir yfir $800,000,000 _______ prédikað inn í oss að fljóta sofandi að feigðarósi, eða láta kylfu ráða kasti um það, hvað morgundagurinn kann að geyma í skauti sínu. Suður-Afríku sambandið hefir lýst yfir hlutleysi í stríði og byggir þá ákvörðun á þeim lög- um, sem ganga undir nafninu Statutes of Westminster. Væri það úr vegi að Canada glöggv- aði að nokkru afstöðu sína í þessu efni, í stað þess að láta sér nægja yfirlýsingu Mr. Kings um það, að “þingið skuli ráða,’’ jafnvel þó svo stæði á að um- boð þess frá þjóðinni væri í þann veginn að syngja sitt sein- asta vers? The Hiálory of the Scandinavian Literatures Dial Press, Inc., New York, 1938. Hér ræðir um afar fyrir- ferðarmikla bók og á margan hátt fjölskrúðuga að efni; til grundvallar liggur að nokkru rit- verk Dr. Giovannis Bach um bókmentir Norðurálfuþjóða með viðbótar köflum eftir Dr. Rich- ard Beck, prófessor Adolph B. Benson við Yale háskólann og Axel Johan Uppvall, prófessor við ríkisháskólann í Pennsyl- vaníu. Dr. Beck skrifar kaflann um bókmentir Islendinga; mun þetta vera i fyrsta skiftið, sem ná- kvæmt heildaryfirlit yfir bók- mentir íslenzku þjóðarinnar kem- ur fyrir almenningssjónir á enskri tungu; hefir Dr. Beck meÖ þessu leyst af hendi hið mesta nytjaverk, er metið skyldi að makleikum. Þetta yfirlit Dr. Becks nær einungis fram að ára- mótunum 1933 og 1934; þar slitnar þráðurinn; þá átti bókin auðsjáanlega að koma út á prent þó eigi yrði af, vegna ófyrirsjá- anlegra fjárhagsörðugleika. Af þessu leiðir það, að viðbætir er í raun og veru óhjákvæmilegur, með því að vitað er, að síðan í árslok 1933 hafa ýmsir kynja- svipir gert vart við sig á bók- menta vettvangi hinnar íslenzku þjóðar. Dálítinn kafla um bókmenta- iðju íslendinga vestan hafs á Dr. Beck í bók þessari, auk þess sem hann skrifar þar allítarlega um finskar bókmentir. Það gengur kraftaverki næst hvérju Dr. Beck fær afkastaði við ritstörf i hjáverkum við umsvifamikla há- skólakenslu, þó vitað sé að hon- um falli sjaldan verk úr hendi og hann vaki tíðum þegar aðrir sofa. Ritgerðakaflarnir um bók- mentir hinna frændþjóðanna, Norðmanna, Svía og Dana, þó einkum sá, er um sænsku bók- mentirnar fjallar, hafa jafn- framt eitt og annað harla fróð- legt til brunns að bera, og gera bókina aðgengilega til aflestrar. Islendingar heima, sem gert hafa bók þessa að umtalsefni, svo sem þeir Alexander pró- fessor Jóhannesson og Axel Thorsteinsson skáld, fara um hána einkar lofsamlegum orðum jafnframt því sem þeir láta í ljós undrun og aðdáun yfir látlausri elju Dr. Becks er lýtur að auk- inni kynningu Islendinga og ís- lenzkra bókmenta með erlendum þjóðum. Góð uppáálunga Á fundi þeim, sem Mr. Bracken kvaddi til í Winnipeg þann 12. desember síðastliðinn, kom frain uppástunga um það, að koma á fót í Sléttufylkjunum rannsóknarstofu með það fyrir augum að auka í ýqjsum mynd- um neyzlu hveitis og annara korntegunda; hefir þessi uppá- stunga meðal annars leitt til þess, að North-West Grain Dealers félagið mælir með því eindregið, að hliðstæðri stofnun verði komið upp í London í hinu sama augnamiði þar sem hæfustu sérfræðingar, sem völ er á verði að verki.— Verð hveitis hefir verið það lágt undanfarandi, að bændum hefir reynst næsta örðugt að draga fram lífiÖ. Sérhver sú tiíraun sem gerð er í þá átt að auka neyzlu hveitis og annara canadiskra firatnileiðslutegunda, jafnfraínt því að víkka út mark- aði, er virðingarverð og hlýtur að hafa eitthvað gott i för með sér. Upplýsingar œskilegar Á öðrum stað hér í blaðinu getur um frétt úr Reykjavík, þar sem maður einn, sem kallaður er Vestur-íslendingur, féll ,i ónáð fyrir tíundarsvik að þvi leyti sem hennt er að hann hafi eigi talið fram við tollgæzlumenn höfuðborgarinnar erlendan gjald- eyri, er hann hafði i vörzlum sínum; ma§ur þessi er íslenzkur þegn, þó notið hafi um hríð gistivináttu þessa lands eins og nokkrir fleiri, er sótt hafa oss heim. Það fylgir sögunni, að stofnað hafi þegar verið til máls- sóknar gegn manni þessum, og mun honum ekki ósennilega hafa þótt aðkoman fremur köld. Ekki verður það! efað, að stjórnar- völdin hafi haft strangan laga- stafinn á sína lilið. En mikið gæti það létt undir með ferða- mönnum héðan að vestan, ef leið væri opin til þess að fá fulla vitneskju um þær hömlur, sem á vegi kynni að verða og frá gjaldeyrisreglugerðum stafa. Fyrir alllöngu kom það til tals, og má vel vera að til fram- kvæmdar komi, að í sambandi við heimssýninguna í New York næsta sumar, verði beinar sigl- ingar milli Ameríku og Islands, og niðursett farþégagjöld; enda er það vitað, að margir ali í brjósti heita þrá til þess að líta ísland sem oftast augum; þeim, sem slíkt hafa í huga væri með þvi greiði ger, ef hömlur og hlunnindi af hálfu íslenzkra stjórnarvalda þar að lútandi, birtust í íslenzku blöðunum vestra, áður en það yrði um seinan. ^ / Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári,— Við liöfum til sölú námsskeið við lielztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tl\e Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.