Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1939 5 I Gleðilegt Nýár öllum til handa! Nú um hátíðirnar munu þér finna ánægju í því að ráSgast um viÖ vini ySar hvernig þér bezt getiS notið hvildardaga yÖar 1939. Þvi ekki i Saskatchewan ? Jú, auðvitað, og bjóÖa yÖar amerísku og canadisku vinutn þangaÖ með yÖur. Ef1 þér hittið þá ekki persónulega um hátiðirnar þá ættuÖ þér aÖ gera þeim skriflegt heimhoÖ. SkrifiÖ eftir bæklingum, uppdráttum o. s. frv. MinniÖ vini yÖar á aÖ leita skriflegra upplýs- inga lika, og vér munum skýra fyrir yÖur og þeim dásemdir fylkisins, aÖal skemtistaÖarins í Vesturlandinu. Tourist tíureau tíranch BUREAU oí PUBLICATIONS Legislative tíldgs., Regina, Sash. Fjaðrafok Mr. Bryan M. Grover er maÖ- ur nefndur. Hann vann um tíma sem verkfræÖingur í Rúss- landi og kvæntist rússneskri konu. Þegar hann fór heim til Engíands neituðu yfirvöldin rússnesku konu hans að fara úr landi og vildu ekki taka giftingu þeirra gilda vegna þess, að brezki konsúllinn var ekki viðstaddur hjónavígsluna. Groves fór heim til Enklands einn og kom öllu i lag viðvíkjandi giftigunni, en þá var honum neitað að koma til Rússlands. Hann fór þá enn heim til Englands og tók flugmannspróf. Fyrir mánuði síðan kom hann til Stokkhólms með einkaflugvél og flaug í henni einn fyrir nokkrum dög- um. Hefir ekkert til hans spurst síðan. TaliÖ var víst, að Grover hafi ætlað að fljúga til Rúss- lands og reyna að ná í konu sína, en að hann hafi neyðst til að nauðlenda og verið' tekinn fastur. •f —Það gekk ekki sársauka- laust til hjá tannlækninum, mamma, sagði Gunna litla. —Jæja, ibarnið mitt, meiddi tannlæknirinn þig? —Nei, en hann æpti þegar eg beit í fingurinn á honum 4 Þegar frú Júlía Hames frá Bornemouth i, Englandi varð ní- ræð, lærði hún að aka bíl og fékk ökuskírteini. Ók hún bíl reglulega öðru hvoru i 8 ár. Ný- lega hélt hún upp á 100 ára af- mæli sitt, og það eina, sem hún kvartaði yfir þar, að yfirvöldin skyklu hafa tekið af henni öku- skírteinið fyrir tveimur árum. 4 Kvöldblað Berlingatíðinda seg- ir, að til þess að vinkjallari geti talist fullkominn, þurfi að vera í honum 4000 flöskur af v.íni. Blaðið getur ennfremur ná- kvæmlega um, hvaða víntegundir eigi að vera í kjallaranum til þess að hann geti talist góður -f Argentínskt tónskáld hefir höfðað mál gegn Shirley litlu Temple og ber það á hana, að hún hafi án leyfis sungið lag í kvikmynd, sem það hafi samið. Ennfremur segir tónskáldið, að annað tónskáld hafi fengið heið- urinn, sem því bar. Tónskáldið krefst skaðabóta af Shirley. 4 Það getur verið gaman að rifja upp fyrir sér hvað núver- andi ráðamenn í Evrópu höfðu fyrir stafni fyrir 20 árum, er heimsstyrjöldinni var nýlokið. Hitler, sem þá var 29 ára, lá hálfblindur eftir gaseitrun á sjúkrahúsi í Pommern. Mussolini, sem var 35 ára, hafði verið sendur heim úr stríð- inu sem örkumlamaður 1917- Hann gekk við hækjur og var rít^tjóri blaðsins “Popolo d’Italia” i Mitano. Stalin, sem ekki var neitt verulega þekt nafn þá, var full- trúi þjóðernisminnihluta í Rúss- landi. Chamberlain, sem var 49 ára, var nýlega kominn á þing. Nafn hans var óþekt, nema í Birming- ham. -f Enska knattspyrnusambandið hefir i hyggju, að setja á stofn knattspyrnusafn. Á safninu verða m. a. boltar þeir, sem not- aðir hafa verið á landsleikjum í Englandi og merkilegum úrslita- kappleikjum. -f Indverskur munkur hefir rit- að 14,672 orð í 500 línur á venjulegt póstkort. Hann skrif- aði þetta alt án þess að nota stækkunargler. -f Sögur ganga um það í ýmsum erlendum blöðum, að Charles Lindbergh flugkappi hafi ákveð- ið að flytja búferlum til Berlínar borgar, og sum blöð fullyrða, að hann hafi þegar leigt sér þar hús. Það fylgir sögunni, að Lindbergh hafi orðið svo hrif- inn af þýzka loftflotanum, að hann vilji hvergi annarsstaðar Inia en í Berlín.—Iæsb. Mbl. Bróðurmissir (Tileinkað séra Sig. Ólafssyni) Þá er íslands æða stormar, fátt við stenst þeim feikna mætti. Ekki spurt þar er að sökum, einn úrskurður: “Eg vil ráða!” Er haustið færir húm skammdegis, sigldir þú, bróðir, til sælli landa, þar váleg engin veður vinna, skaða líkum sem* skeð nú hefur. -f 4 Hugarsýn mér sjónir ber, sé eg knör á hafið liða. Er sem kveðji alt, — þá fer— ættlandsborg og ströndu fríða, Líkt sem svífi lofti i, laus við sævar öldu gný. Er sem vald þar eitthvert sé, er á ferð þess hafi gætur, líkt og sett þar séu vé sem ei raskast neitt þar lætur. Er sem slái bleikum blæ bæði á loft og úfinn sæ. . Er það feigð seni boðskap ber, birt skal lögboð hinzta fundar. Nálægð dauðans ætíð er opin þeim, er sjóinn stundur. Island margan son sinn sá sofna Ránarbeði á.— Sé eg aftur sama knör svipum laminn hafs á bárum. Hindra reynir hinztu för, hrekst þó eins og fugl í sárum; unz að máttur allur þraut, áfram hneig í sævar skaut. Sézt nú vonar sðlbjart land, sem að gnoðin lagst við hefur; aldan leikur létt við sand, líf þar fegurð öllu gefur. Farmanns reynslan enduð er, öllum goldin laun sem ber. Dáinn! — Ei þú dáinn ert, dvöl um stundar horfinn sýnum, mynd í hjarta rnínu sért mótað nafn er skýrum linum. Heilög þú nú heldur jól herra lífs við náðarstól! B. J. Hornfjörð. Lögreglan í Haarlem i Hol- landi tók nýlega fasta stúlku, ^em var að smygla inn 6000 fölskum tönnum. Stúlkan var komin inn fyrir landamærin með varning sinn, er hún var tekin föst. Tollgœslumenn taka 8000 kr. af Vestur-Islending Þegar “Gullfoss” kom hingað 'síðast, tóku tollgæslumenn í sin- ar vörslur um 8000.00 krónur af einum farþeganum, Þórarni Þor- varðarsyni, og kærðu. Síðan hefir farið fram rannsókn í mál- inu og í gær var ákveðið að höfða mál gegji Þórarni. Þórarinn var að koma heim frá Kanada, þar sem hann hefir dvalið síðastliðin 10 ár. Á gjaldeyrisskýrslu sinni gaf hann upp að hann hefði með- ferðis 3000 krónur í íslenzkum peningum, en engan erlendan gjaldeyri. Er hingað kom gengu tollgæslumenn á Þórarinn utn það, hvort hann hefði ekki meira fé með sér heldur en hann hefði gefið upp. Af svör- um Þórarins vaknaði grunsemd tollgæslumanna og leituðu þeir á honum að peningum. Fundur þeir léreftspoka saum- aðan milli fata, sem í voru. 3000 krónur í íslenzkum peningum og einnig annan poka, sem í voru tvær ávisanir á Landsbankann. Önnttr ávisunin hljóðaði upp á kr. 2749.72, en hin kr. 975.42. Loks fundu tollgæslumenn þriðja léreftspokann, sem saum- aður var innan á buxnaskálm. í þeim poka voru 46 sterlingspund og 68 dollarar. I peningabuddu sinni hafði Þórarinn 100 krónur í íslenzk- um peningum. Tollverðir lögðu löghald á alt þetta fé og tilkyntu lögreglu- stjóra málið, sem síðar tók það til rannsóknar. Þeirri rannsókn er nú lokið eins og fyr segir, og málshöfðun ákveðin.—Morgunbl. 1. des. Nýárshugsun Nú kemur næsta nýárið glsésta, hönd Drottins hæsta hjálp veitir stærsta, friðinn að tryggja, frelsi lönd byggja, sátt og samhyggja, sverð skulu liggja. Alt gott skal iðja, auka og styðja, blessun um biðja, burt þrautum ryðja, einingar andi eflist ,í landi, virðing vaxandi verjist þjóð grandi. Mildi og menning, imannúðar kenning haldist í hendur um heitns allar lendur ; Ilret sorgar njólu með hækkandi sólu • breytist og batni böl allra sjatni. Jóhanna S\ Thonmld. Við vestúrströnd Jótlands hef- ir undanfarið rekið mikið af rauðvínstunnum. Rauðvín þetta er úr skipum, sem sökt var á hemisstyrjaldarárunum. Sagt er að óvenju margir gangi meðfram sjónum þessa dagana þarna á ströndinni. Þjóðsaga Eftir Jón Magnúson Kona nefndist Krýs, í Krýsuvík. Ilerdís önnut; hét, í Herdísarvík. Gömul sögusögn sveimar enn um land. —Völt er þeirra vegsemd, er vinna öðrum grand. —Ættarstofn var einn. Örlög voru grimm. Eitrað hatur heltók hugarfylgsni dimm. Öfund eldi laust yfir beggja lönd. Mörg var ódáð unnin um endilanga strönd. Svörkum þræll og þý þuldi njósnaskraf. Hófust hermdarverkin hvar, sem færi gaf. Fjármenn féllu í gjár. Fár drap hest og kú. —Alt sem önnur misti, var auður í hinnar bú. —Leið á æfi-ár. Orka lífsins þvarr. Gamla haturs hafið hófst með ragn og svarr. Inst í beggja barm brendist hugsun ein: Lagði hvor að heirnan hinni að vinna mein. Hrösul-fúinn fót fjandakraftur dfó. Norðan undir' Eldborg yrpum saman sló. Komu flas í flas flögð af hatri bleik. Öfundin og illskan þar áttu grimman leik. Brann úr glyrnum glóð. Gnustu orða stál. Læsti haf og hauður heitinganna bál. Brent var beitiland. Byrðing sökt í kaf, star-enginu stóra steyptii í kolblátt haf. Fuglinn flýði bjarg. Fiskur hvarf úr sjó. Silungur varð að síli. Sviðnaði jörð og dó. —Féll á báðar feigð. Fjaraði illan mátt. Beggja svipir svartir sukku í hraunið grátt. Vestur-Islendingar Af öllu því, sem útvarpið flutti inn á heimili manna þenna dag, þykir mér trúlegt, að kveðj- urnar að vestan hafi vermt mönnum mest um hjartarætur. Enginn efj er á þvi, að skiln- ingurinn á þjóðræknisstarfinu vestra fer vaxandi hér með ári hverju. Við, sem aldrei höfum vestur komið, og séð íslending- ana þar i hinu nýja umhverfi, höfum átt dálítið erfitt með að átta okkur á, hvort þjóðræknin vestra myndi ná til næstu kyn- slóðar eða ekki. En íslenzki stofninn vestra er auðsjáanlega svo sterkur að greinar nýrra kynslóða verða fþar eigi kalkvistur, heldur þrótt- mikill gróður á íslenzkum þjóð- armeið. Og við, sem heima erum, getum aukið við sjálfs- traust okkar, traust á framtið þeirrar þjóðar hér þeima fyrir, sem hefir kynt sig svo að ágæt- um í “þjóðarhafinu” vestra. Þegar ungir íslendingar i Winnipeg fá fyrsta tækifærið til að syngja inn á íslenzk heimili hið gullfallega Mývatnssveitar- kvæði Sigurðar á Arnarvatni, þá færist þetta unga fólk alt nær okkur hér heima. Óvíða er átt- hagaástin eins sterk hér á landi og í Mývatnssveit. Þegar hin- ar íslenzku raddir senda sína til- beiðslu til f jalladrotningarinnar, yfir hafið, til hinnar öldnu fóstru sinnar, sem þetta fjarlæga fólk aldrei hefir séð, þá finnum við betur en áður hér heima, hversu Vestur-íslendingar eru okkur ná. tengdir og hve ættartengslin vil> þá erú órjúfanleg.—Mbl. 1. des. —Teskeiðar þektust ekki i Aberdeen fyr en fyrsta járn- brautarveitingahúsið var opnað árið 1885. 4 Þjónninn segir við gestinn í bitrasta háði: —Þér gleymduð þarna þrem- ur einseyringum á borðinu! Skotinn svarar í flýti og með ákafa:—Já, já, eg veit um ár- tölin á þeim, 1890, 1901 0g 19212.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.