Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBKBG, FIMTUDAGrlNN ó. JANÍIAK 1939 -----------GUÐSDÓMUR-------------------------i _____________________•_______________________] Daníra hristi 'hægt höfuðið og mælti: “Drangskapar hugmynclir manna hér um slóÖir eiga ekkert skylt viÖ drengskajjar hugmyndir yÖar. Hér líta menn aÖeins á framkvæmdirnar, en eigi á meðulin. — ÞaÖ voruð þér sem létuÖ 1. Obrevic aÖ velli hníga, og sonurinn verÖur að hefna hans; það eru lög í þessu landi og hvaða meðulum er beitt, t:i aö ná því takmarkinu, þykir engu skifta.” “Eg heyrði heitstrengingu hans morguninn eftir það> er við flýðum,” mælti Daníra ennfremur, “og þá heitstrengingu efnir hann, þótt líf hans sé i veði. — Þess vegna er yður eigi óhult að dveljast hér nema aðeins stutta stund. Eg þekki Marco og veit aÖ þó að hann dirfist eigi að stíga fæti sínum ,í Wilaquell í hefnihuga þá þokar hann eigi eittHet frá gjáar-opinu, fyr en þér hlaupið á yður af örvæntingu, og komist á hans vald. — Það er því alveg óhjákvæmilegt, aÖ mönnum yðar sé gert aðvart um, hvar þér eruð staddur.” “En það er alveg ómögulegt,” svaraði Gerald “Hver ætti að koma þeiin bcjÖum?” ' “Eg!” “Ifvað ? Ætlið þér—?” “Eg vil eigi gera hlutinn hálfan, heldur allan," svaraði Daníra, og “yður er eigi borgið, nema hjálp komi annarsstaðar frá. — En eg verð að bíða, unz Marco er kominn í þorpið; þar rannsakar hann hvern krók og kima og þá nota eg tækifærið til að skjótast burt.” “Það kemur ekki til neinna mála,” greip Gerald fram í. "Eg samþykki það aldrei! Þér kynnuð að mæta Obrevic og eg þekki þann pilt svo, að ef hann grunaði eða ímyndaði sér hvað þér hefðuð í huga, myndi hann umsviíalaust drepa yÖur.” • “Já, hann myndi drejja mig,” mælti Daniíra kulda- lega, "og það væri rétt gert af honufh.” “Daníra!” “Ef Marco beitir dauðahegningu gegn landráð- um, gjörir hann eigi annað en það sem rétt er. — Eg leita hjáljjar fjandmannanna, til að bjarga fjand- manni — eru það eigi landráð?” “En hvers vegna viljið þér þá leggja líf yðar ísölurnar. til að frelsa mig?” spurði Gerald, og starÖi framan í hana. “Af því að eg verð aÖ gjöra það!” "Því fór fjarri, að rödd hennar væri innileg, heldur lýsti hún öllu fremur hörku og beiskju, er hún mælti slíkum orðum. Hún hafði fylgt útlendinginum, f jandmanninum, á þenna friðhelga stað, enda þótt hún vissi, aÖ það yrði talin vanhelgun og landráð. Hún var þess albúin, að leggja alt í sölurnar fyrir hann, og í sömu andránni virtist hún þó varpa honum og ást hans frá sér ærið kaldranalega, og þvi sem næst fjandsamlega. Veðrið náði eigi niður á gjáar-botninn, ’en ham- aðist þeim mun ákafar á klettunum, er slúttu fram yfir gjána svo setn rnyndi það þá og þegar velta þeim um koll. Máninn skein hátt á himninum, og lagði skæra tunglbirluna tim gjáarbotninn, og silfur litaði litlu lækjar-sitruna, er þan rann, og ekkert hafði af óveðr- inu að segja. “Þér verðið að gjöra það!” tók Gerald upp aftur. "Gott og vel, eg hefi einnig orðið að berjagt og heyja stríð við vald, er lagði haft á vilja minn; en eg hata eigi vald þetta eins og þér gjörið. — En hvað á ann- ars þessi fjandskapur okkar að þýða? Við vituin bæði, að hann á sér í raun og veru alls engar rætur. Eg heyrði hvað þér kölluðuð ujjp, þegar eg kom óvær.t inn í húsið, sem. þér voruð í. Það var nafnið mitt. sem þér nefnduð þá, og hljómurinn í rödd yðar var ailur annar en núna.” Daníra svaraði engu, en sneri sér undan og gat þó eigi varist þess að heyra hvert orð sem hann sagði. “Frá þeirri stundu,” mælti Gerald, “er eg kom hér upp i fjalliendið', heimkynni yðar, hefir santa myndin jafnan svifið fyrir sálarsjónum mínum, og hugsunin verið sú ein, að fá að sjá yður aftur. Daníra! Eg vissi að við hlutum að hittast! Hvers vegna send- uð þér niér skilaboðin ? Yður stóð á sama þótt allir fyrirlitu yður, aðeins fyrirlitningu imina gátuð þér eigi þolað. — Þessi skilaboð yðar hafa vakað fyrir mér, bæði á nóttu og degi, pg þau hafa ráðið örlögum mínum.” “Það voru skilnaðarorð,” hvíslaði unga stúlkan i hálfum hljóðum. “Eg bjóst eigi við því, að eg sæi yður framar og það var unnusta yðar, sem eg beiddi fyrir skilaboðin.” “Edith er eigi unnusta mín lengur,” mælti ungi liðsforinginn alvarlega. Danira hrökk við. “Ekki unnusta yðar lengur? Guð hjálpi mér, hvað er orðið að? Hafið þér sagt henni upp?” “Eg hefi eigi sagt henni upj>, heldur hún mér,” svaraði Gerald, “og sé eg nú glöggt hve rétt það var gjört af henni. Saklausu barnsaugun hennar sáu inn i djúp sálar minnar og gátu sér þess til, sem eg sjálfur vissi þá eigi, eða vildi eigi kannast við. — Faðir hennar 'hefir að v.ísu gefið mér umhugsunar- tima, til að hrista “draumórana” af mér; en mér var það eigi auðið, og nú — viti það allir helgir menn — vil eg það. heldur ekki, því eg fagna því, að “draum- órarnir” hafa skajjað þessi augnablik, látið mig fá að líta yður aftur, og í samanburði við þá ánægju tnet eg lífsháskann, sem eg nú er staddur í, alls einskis, og jafnvel eigi dauðann sjálfan.” Komu orð þessi frá vörurn Geralds Steinachs ró- lega og alvarlega mannsins, með “augun ísköldu," se:n virtust vera ómóttækileg að því er allar ástir snerti ? Nú brutust orðin frá vörum hans, sem glóandi strapmur, er tendraði bál ,i brjósti Daníru, svo að allri mótspyrnu af hennar hálfu var þegar lokið. Þegar Gerald þokaði sér aftur nær henni og greip hönd hennar, flýÖi hún því eigi né kijjti hönd- inni aÖ sér. "Hver veit nema það verði eg, sem dauða yðar veld!” mælti hún lágt. “ÞaÖ er engu líkara en aÖ ógæfan fylgi mér hvar sem eg fer. Hefði eg flúið viku fyr, hefðum við aldrei sézt, og þér hefðuð orðið hamingjusamur sem eiginmaður Edithar. Eg veit, að hún ann yður, þó að hún dylji ást sína með dutl- ungum. En nú á hún að sújja úr bikar sorgarinnar — mín vegna! Hún, sem er þó eina veran, sem mér hefir nokkuru sinni þótt vænt um.” Um leið og Danira mælti þetta, ætlaði hún að kipjja að sér hendinni, en tókst það ekki. Hann slejJti henni ekki, gn beygði sig þvert á móti ofan að henni, svo aÖ hún fann andardrátt hans á kinn sér. “Eina veran?” rnælti hann. “Daníra! Á þessi stund þá eigi heldur að leiða sannleikann i ljós? Hver veit, hve lengi eg á enn ólifað? Eg hygg eigi, að Obrevic láti friðhelgi staðar þssa aftra sér, og vænti því brátt dauða mins. — En einnar bænar máttu ekki synja mér. — Nefndu aftur nafnið initt, eins og þú gerðir fyrir sköinmu. — Ef þú, jafnvel á þessari stundu, er eg sé mér dauðan v.isan, getur eigi fengið þig til þess að játa mér ást þína, þá krefst eg þess eigi. — En þú verður að nefna mig eins og hún móðir mín gerði, og segja aðeins einu sinni, Gerald.” “Gerald!” Hún sagði þetta eina orð svo innilega að í þvi fólst alt, játningin, sem hann liafði svo lengi þráð, innilegasta ást og ósegjanleg hamingja, enda varð Gerald svo hrifinn og hugfanginn að hann þrýsti henni ofur-fast að brjósti sér. Stormurinn æddi fyrir ofan þau og lífsháskinn sveiflaði svörtum vængjunum umhverfis þau, en svo voru þau gagntekin af sælu tdfitiningum, að bæðii for- tíðin og framtíðin var gleymt. Gerald og Daníra hugsuðu hvorki um líf né dauða og þó að þau hefðu átt að horfast i augu við dauð- ann á sama augnabliki, myndi hvorugt þeirra hafa dejjlað augunum. “Ástar-þakkir!” mælti Gerald innilega, án þess að slejjpa ástmey sinni úr faðmi sér. “Komi nú hvaö sem koma vill! Eg er til alls búinn !” Þessi orð viiktu Daníru sem af draumi, svo að hún spratt upp. "Þú hefir rétt að rnæla,” mælti hún. “Þú verður að taka því sem að hönduim. ber. — Eg verð að fara. “Burt!” mælti Gerald. “Einmitt núna, er viö höfuni loks fundist. — Og ætti eg að láta þig stofna lífi þínu í hættu, án þess að taka þátt í híéttunni með þér ?” Unga stúlkan losaði sig blíðlega úr faðmi hans. “Þú ert í hættu, Gerald, en eg ekki, því að eg þekki hvern stig hér í grendinni, og Marco, sem naumast er enn kominn til þorpsins, skal eg forðast. — Vertu óhræddur um mig! Eg ætla að reyna að frelsa þig og skal fara sem varlegast. — En áÖur en eg fer, verðurðu að lofa mér þvi, að stiga ekki fæti þinum út úr Wilaquell, og láta hvorki ginna þig né ógna þér ti! þess. — Aðeins hér er þér og félaga þín- u:n óhætt, en ella dauðinn vís.” Ungi liðsforinginn horfði á hana all-kvíðinn. — Að vísu duldist honum eigi að henni var enginn háski búinn, ef hann fylgdist eigi með henni, þar sem eng- inn gat þá vitað, hverra ferða hún var að fara, og hægt að liera eitthvað fyrir; en hortum þótti sárt, að þurfa að skilja við liana einmitt í þessu augnabliki. “Eg skal ekki þoka eitt fet héðan,” svaraði hann. I , , ' ~. ; . ■ ■ "Dettur þér i hug, að mig langi núna til að deyja. Eg hefi aldrei haft meiri mætur á lifinu en nú, þar sem til þin er að vinna.” llann hvarflaði augunum aftur til hennar, og nú leit hún eigi undan, en það var, sem sorg byggi i stóru, dökku augunum hennar, þó að augnaráðið væri blitt og viðkvæmt. Það var, sem henni fyndist að hamingju-hjólið hlyti að verða valt og gleðn skammvinn, að því er hana snerti. "Eg vil með glöðu geði leggja lífið í sölurnar fyrir þig, Gerald,” mælti hún. “Og — vertu nú sæll!” “N'ertu sæl! Guð gefi aÖ þú komist heil á hófi til kastalans, og þá er þér óhætt. — Félagar mínir munu vernda þig.” “Eg þarfnast engrar verndar og hræðist enga hefnd,” svaraði Daníra. “Vertu sæll, Gerald! Vertu sæll aftur!” Gerald tók hana aftur i faðm sér. — Hann tók naumast eftir sorginni yfir skilnaðinum, er lá ,í orðurn hennar, en öllu fremur eftir viÖkvæmninni i röddinni. sem hann enn svo sjaldan hafði orðið var við hjá Daníru. Danira sleit sig þó vonum bráðar frá honurn eins og hún væri hrædd um að töfin yrði of löng. Hann sá hana beygja sig ofan að lækjar-sitrunni, og sá varir hennar bærast hægt, svo sem vildi hún fela lækinum ástvininn sinn. Svo klifraði hún upp gjáar-ojjiÖ og var að vörnui sjjori horfin út í myrkrið. Þegar Daníra var komin upp úr gjánni, nam hún staðar, í tæjja mínútu, til að hvílast eftir þessa sáru, þögulu baráttu. Hún vissi ein, hvað skilnaÖur þessi þýddi, en Gerald mátti á engan liátt gruna að skilnaðurinn væri til fulls, því að þá hefði hann alls eigi slept henni. Hún ætlaði að kveðja lið fjandmannanna til hjálpar og henni var ljóst, að það voru iandráð, sem henni fanst sjálfsagt að hún yrði að bæta fyrir. Henni var þv.j fast i huga, að skíra Marco og liróður sínum tafarlaust frá breytni sinni, er Gerald væri borgið, og þá var henni dauðinn vís. Hún hvarflaði augunmn aftur ofan í gjána, þar sem lækjar-sitran niðaði í tunglsljósinu. Þar 'hafði hún notið ósegjanlegrar hamingju í örfáar mínútur, hamingju, sem hún varð nú að borga með skilnaði og dauða. Og þó fór þvi fjarri, að henni þætti verðið of hátt. “Nei! Eg læt ekkert aftra mér, mælti hún viÖ sjálfa sig. "Þegar eg gjöri mig seka í fööurlands- svikum, dæmi eg mig sjálfa til dauða, og það er enginn efi á þvi, að Marco lætur fullnægja dóminmn, ^ nema Drottinn stígi sjálfur af himnum ofan, til þess að birta mér náðunina. — En þér skal verða borgið, Gerald. Eg legg líf mitt í sölurnar fyrir þig, eins og eg hét þér fyrir skömmu.” Að svo mæltu þaut hún af stað, til að ná í hjálp- ina er gæti borgið Gerald úr lífsháskanum. ♦ ♦ Þeir Gerald og Jörgen vorui nú aðeins tveir eftir í gjánni og horfði Gerald stöðugt í þá áttina, þar sem Daníra hafði horfið sjónum hans, og veitti hann því þess vegna alls enga eftirtekt, að Jörgen klifraðist ofan af klettasnösinni, og gekk til hans. Það var loks er Jörgen andvarpaði þungan, að Gerald tók eftir honmn og spurði: "Hver er þar?” Jörgen rétti höndina upp að húfunni, sent her- mönnum er títt og mælti: -'Eg vildi aðeins tilkynna liðsforingjanum, að enda þótt eg hafi ekkert heyrt, sá eg þó alt sem fram ■ fór.” "Ekki var það nú að v.ísu tilætlunin,” svaraði Gerald, “en sannast að segja hafði eg alveg gleymt þér.” "Þvi get eg vel trúað,” svaraði Jörgen og' stundi. "Þér virtust yfirleitt hafa gleymt öllu og hefðuð naumast tekið eftir þó að allir herskarar fjandmann- anna hefðu steðjað að oss. — En eg var stöðugt á verði, vakinn og sofinn að biðja fyrir sál yðar, þó aÖ það hafi fráleitt stoðað mikið.” "Það var fallega gjört af þér, Jörgen,” svaraði Gerald ofur-glaðlega. “Fyrir mitt leyti hafði eg eng- an tíma til þess, þar sem eg notaði mínúturnar, eins og þú sást, til þess að festa mér meyju.” “Hr. Gerald!” mælti Jörgen, sem gleymdi öllu titlatogi, og ávarpaði Gerald, eins og hann hafði verið vanur að gjöra i gantla daga. “Hr. Gerald — Þetta er blátt áfram voðalegt!” “Að festa sér meyju, þegar maður stendur augliti ti! auglitis við dauðann? Er það það, sem þú átt við? Það kann að vera óvanalegt, en eigi er þess jafnan kostur að velja stað og tíma.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.