Lögberg - 12.01.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.01.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 12, JANÚAR 1939 -------------- Högberg ---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, UIMITKi) (>»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba PHONE 86 327 Ljóát er það enn hvað þeir vilja Aðferðir þær, sem þýzkir Nazistar beita, hvar helzt sem þeir eru í sveit settir; hvort heldur um ræðir Godesberg eða Winnipg, eru allar með sama marki brendur; marki sjálfbirgingsháttarins, óbilgirninnar og hrokans. Ekki sýnist það úr vegi, að goldinn sé var- hugi við slíkum óvinafagnaði, því vitað er, að einnig hér, mitt á meðal vor, hafa meinvættir Nazista skotið upp trjónu; hefir áróðursstarfsemi þeirra hér í landi þegar vakið á sér slíka athygli, að Sambandsstjórn hefir fundið hvöt hjá sér til þess að láta fram fara yfir- gripsmikla rannsókn í málinu, og falið hana á hendur rannsóknardeild ríkislögreglunnar, Royal Oanadian Mounted Police. Svo er og til ætlast af hálfu stjórnar- valdanna, að rannsókn þessi nái jafnframt til áróðurs- starfs Commúnista innan vébanda hinnar canadisku þjóðar; er það þakkarvert, að öfgastefnum, sem ef til vill er haldið uppi með erlendu fjármagni, líðist það ekki alveg íhlutunarlaust, að grafnar séu rætur undan því lýðfrelsisformi, sem canadiskt þjóðlíf grandvallast á. Lýðræðið er fjöregg siðmannaðra þjóða.-------- f jólaprédikun, sem áhrifamikill, þjóðkunnur, ka- þólskur kennimaður, erkibiskup Sinnott, flutti í þessari borg, harmar hann það, hver þunglega liorfist nú á um kristilegt jólahald í ríki Nazista, og lætur sér meðal annars orð falla þannig af vörum: “Láti fólkið á Þýzkalandi að fyrirmælum drotnara sinna nú í ár, heldur það upp á Krist-laus jól; þýzk stjórnarvöld hafa þegar gefið út fyrirskipanir í þá átt.” Ra;ðismaður Þjóðverja í þessari borg rýkur þegar upp til handa og fóta, og mótmælir, ef ekki í krafti faganna, þá að minsta kosti í krafti Hitlers, ummælum Sinnotts erkibiskups. En hverju er þá í rauninni mót- mælt ? Ofsóknum þýzkra stjórnarvalda á kirkju og kristindóm verður eigi á móti mælt, og þá vitanlega engu síður á játendur kaþólskrar trúar en annan kristni- lýð; hamfarirnar gegn forstöðumönnum kaþólskrar kirkju í Austurríki eftir innlimunina sögufrægu, standa flest'um vafalaust enn í fersku minni, og þá vitaskuld engu síður erkibiskupi Sinnott en öðrum vökumönnum canadiskrar þjóðar. Og hvemig ætti þýzka þjóðin í rauninni að geta sagt og sungið: “Heilög jól, höldum í nafni Krists” með ofsóknirnar á kirkjuna og Gyðinga- hatrið enn ljóslifandi í baksýn? Hér í borg er vikublað gefið út á þýzkri tungu, er lýsir blessun yfir gerðum Nazista; tilgangurinn einn og hinn sami; sama áróðursstefnan og fyr; nokkur sýn- ishorn af innihaldi þess blaðs birtir Winnipeg Free Press í enskri þýðingu núna á þriðjudaginn, er taka af öll tvímæli um það, hvert stefnt sé; því meiri ástæða fyrir þá, sem lýðræði unna, að vaka dyggilega á verði. Endurheimtir frelsi sitt Tuttugu og tvö ár eru langur kafli í venjulegri æfi jarðarbarna, og þá vitaskuld ekki hvað sízt í lífi þeirra, sem sviftir hafa verið mannréttindum allan þann tíma og alið hafa aldur sinn innan óvistlegra fagelsisveggja; slíkt varð hlutskifti verkamannaleiðtoga eins í San Francisco, Thomasar J. Mooney; á sunnudaginn var endurheimti maður þessi frelsi sitt, og gekk þá um meginstræti borgarinnar í broddi skrúðfylkingar, feyki- lega fjölmennrar, er fagnaði lausn hans úr áþján. Öll hin löngu, ömurlegu ófrelsisár, er Mr. Mooney sat í fangelsi, staðhæfði hann sakleysi sitt og gerði til þess ítrekaðar tilraunir, ásamt vinum sínum og aðdá- endum, að færa þjóð sinni heim sanninn um það líka; sóttist þetta treglega sem raun bar vitni um. 0g það var ekki fyr en í nóvemberkosningunum í haust, að veru- Jegur skriður komst á málið; ríkisstjóraefni Demokrata í Californíu, Culbert Olson, gerði það að ákveðnum lið stefnuskrár sinnar, að Mr. Mooney fengi frelsi og fulla rétting mála sinna. Mr. Oíson náði kosningu, og hann lét heldur ekki alt enda við orðin tóm; hátíðahöldin í San Francisco á sunnudaginn báru þess ljóst vitni. Mooney-málið, sem frægt varS um aJlan heim, er talið sérstætt með öllu í réttarfarssögu Banda- ríkjanna; saga málsins er í fá- um dráttum á þessa leið: Þann 22. júlí 1916, var kapp- samlega að því unnið víðsvegar um Bandaríkin, að vekja með þjóðinni áhuga um þátttöku á hlið samherja í heimsstyrjöldinni miklu; vitað var að Mr. Mooney væri slíkri þátttöku andvígur eins og viðgekst um marga sam- verkamenn hans, er svipuðum augum litu á máJið og ógjarna vildu að hin ameríska þjóð bland- aði sér inn í hjaðningavig Norð- urálfuþjóða; nú gerðist sá at- burður, að dag þenna varð sprengja tíu mönnum að bana í San Francisco borg, auk þess sem fjórir tugir manna sættu mismunandi örkumlum; var Mr. Mooney sakaður um það ásamt konu sinni, að vera valdur að tilverknaðinum; hann var kærð- ur um morð og að loknu réttar- haldi dæmdur til dauða; kona hans, er jafnframt var sökuð um morð, hlaut sýknun af ákær- unni. Þann 9. febrúar 1917 var Mr. Mooney fundinn sekur um morð og dæmdur til lifláts; í marz-mánuði 1918 staðfesti yfir- réttur Californíuríkis dóm undir- réttar, en i nóvember þá um haustið gerir W. D. Stephens ríkisstjóri það heyrinkunnugt, að samkvæmt kröfu Wilsons forseta sé Líflátsdómi Mr. Mooneys breytt i æfilangt fangelsi, og skömmu síðar neitar hæztiréttur Bandaríkjanna að taka málið til yfirvegunar. í marz-mánuði 1937 samþykkir neðri málstofa ríkisþingsins í Californíu að náða Mr. Mooney, en slíka sam- þykt feldi efri málstofan, og þótti þá nokkurn veginn sýnt, að með því félli tjaldið í lok síð- asta þáttar; en hér fór á annan veg eins og atburðir síðustú daga hafa afdráttarlaust leitt í ljós; lausn Mr. Mooneys er engum skilyrðum háð. Olson ríkisstjóri hefir lýst hann sýknan saka. Mr. Mooney var 32 ára að aldri, er hann var tekinn fastur og sakaður um morð; þrekmenni hið mesta og glæsilegur ásýnd- um; nú er hann hvítur fyrir hærum og andlitið markað skörpum rúnum langvarandi hugarstríðs. En yfirgripsmikill var fögnuðurinn, sem umvafði Mr. Mooney, er kona hans og systkini koinu til fundar við hann á laugardaginn þann 7. þessa mánaðar sem frjálsan mann og opinberlega lýstan sýknan saka. — Ameríkuskip Ásmundur J óhannsson í, Win- nipeg hefir tekið upp þann góða sið að koma á eigin kostnað vestan úr Kanada að minsta kosti annaðhvert ár, til að vera fulltrúi landa vestan hafs á aðal- fundi Eimskipafélagsins. Þessi framkvæmd hans er í samræmi við hug Vestur-lslendinga, er þeir lögðu fram stórfé í hlutum, þegar félagið var stofnað, ekki sér til fjárgróða, heldur ein- göngu af umhyggju fyrir sæmd og gagni ættlandsins. Á ferð sinni hér á íslandi i sumar sem leið kom Ásmundur Jóhannsson fram með þá skoðun opinberlega, að mesta nauðsyn Islands í siglingamálum væri að eignast gott Ameríkuskip. Hann færði fyrir því mörg rök og góð, Hvort skoðun hans hefir haft nokkur áhrif á félaga hans í stjórn Eimskipafélagsins, er mér ekki kunnugt um. Við ferð mína víða um Norð- ur-Ameríku í sumar sem leið komst eg nákvæmlega að sömu niðurstöðu og Ásmundur Jó- hannsson. Mér var þetta sér- staklega ljóst síðustu dagana í september, þegar út leit fyrir að heimsstyrjöld væri að byrja, svo að segja með sömu aðstöðu eins og 1914, með Þjóðverja og Breta sem höfuðandstæðinga. Undir þeim kringumstæðum mun nokkurn veginn ljóst, að samgöngur eftir hinum venjulegu leiðum milli íslands annarsvegar og Norðurlanda hinsvegar, myndu verða afartorveldar. Bretar myndu vafalaust hafa beitt siglingabanni við Þýzka- land. Þeir myndu tneð flota sínum, hafa ráðið ofan á hafinu. Þjóðverjar myndu eins og í heimsstyrjöldinni hafa beitt öfl- ugum neðansjávarflota, og auk þess átt sinn öfluga loftflota, sem myndi vera mikil hindrun fyrir einstök skip, sem reyndu að halda uppi almennum sigling- um til Englands. Sjálfir myndu Bretar vafalaust undir þeim kringumstæðum hafa dregið að sér vörur frá sínum löndum, með því að hafa mörg skip saman og láta herskip og flugvélar vera til varna. ísland hefði að vísu vafalaust reynt að senda sín litlu Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tl\e Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man. skip til Bandaníkjanna eftir vör- um eins og í heimsstyrjöldinni. En þau eru ekki bygð til þess. Þau eru kolaskip. Mjög mikið hf hinu litla farrúmi myndi hafa farið til kolageymslu fyrir skip- ið báðar leiðir. Lítið rúm hefði orðið fyrir vörur handa lands- mönnum, undir þeim kringum- stæðum. Alt öðru máli væri að gegna um vélskip, sem gat auk olíu flutt alt að 3,000 smálestir. Með þvílíku skipi myndi vera hægt að bjarga íslenzku þjóð- inni á neyðartímum, ef það gæti starfað á leiðum algerlega utan við baráttusvæði þeirra stór- þjóða, sem í fararbroddi stæðu í þvílíkri styrjöld. Sem betur fór hélzt friður. Ef til vill helzt ihann lengi, en því miður benda miklar Hkur til að áður en mjög langur tími líði, hefjist styrjöld, þar sem svo mjög er kostað kapps um vig- búnaðinn. Þá kemur að hinu viturlega ráði Ásmundar Jó- hannssonar. Ameríkuskip er hinn skynsamlegi kostnaður Is- lendinga við að búa þjóðina und- ir að geta bjargað lífi ainu gegn- um heimsstyrjöld, ef slik ógæfa ketnur fyrir. En nú vona allir að friður haldist. Ameríkuskipið er jafn nauðsynlegt fyrir því. Eg hefi fyrir skömmu, í grein um mark- að í Ameriku, leitt rök að því, að það væri Lífsnauðsyn fyrir okkur íslendinga að geta selt hraðfrystan, flakaðan fisk og síld í niörgum rnyndum í Norð- ur-Ameriku. Eg hefi játað, að það væri ekki áhlaupaverk. En sá sigur yrði að vinnast. I við- bót við hina eldri markaði okkar á Norðurlöndum, Englandi, Þýzkalandi og hinum kaþólsku ríkjum í Suður-Evrópu, væri ís- landi lífsnauðsyn að geta komið sívaxandi magnj af hraðfrystum fiski og sild á markað á Norður- Ameríku. Urn leið og sala á ísfenzkum afurðum færi stór- vaxandi í Bandaríkjunum, myndu vörukaup aukast þaðan. Slík kaup eru nú að vísu all- mikil en vegna þess að beinar skipaferðir vanta, gerast þau að nokkru leyti á reikning annara þjóða. Bandaríkin munu hafa allar eða nálega allar vörutegundir, sem fluttar eru til íslands. Þar er og mun væntanlega lengi verða frjáls verzlun, með þeim þægindum fyrir kaupendur sem því fylgja. Sumir kunna ef til vill að á- Líta, að eg geri ráð fyrir að fella niður gamila markaði i Evrópu. En því fer fjarri. Viðskiftakreppan i landinu staf- ar af of þröngum mörkuðum. Og þar sem fólkinu f jölgar ört i Iandinu, þá er nýr markaður lífs- nauðsyn fyrir þjóðina. En fyrir utan þá nauðsyn að tryggja mikil skifti við Banda- rikin, jafnt á friðar- sem ófrið- artímum, >þá bætast við önnur rök. í Norður-Ameriku er um það bil fjórði hver íslendingur. Mjög mikill fjöldi í þessum hóp vill koma til Islands um stund- arsakir, dvelja nokkrar vikur, misiri eða ár. Á sama hátt myndi fólk héðan fara vestur kynningar- og námsferðir. Frændur og vinir myndu skiftast á um Ikirn og unglinga til náms- dvalar. I skjóli við hina mynd- arlegu frændur myndu Austur- íslendingar leggja leið sína til

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.