Lögberg - 12.01.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.01.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR 1939 5 náinsdvalar vestur um haf. Is- land liggur mitt á milli Evrópu °g Ameríku, og vifi höfurn and- leg og fjármunaleg skifti í báÖ- inn álfunum. Það er mikið ólán fyrir okkur íslendinga, að hafa nálega engin bein skifti haft við Vestunheim á undangengnum áratugum. Ameríkuskipið þarf að nota oliíu en ekki kol. Það þarf að geta flutt í einu alt að 3,000 smálestir af vörum. Það ætti að hafa nokkurt farþegarúm, án þess að þrengja um of að vöru- rúminu. Þetta skip ætti að hafa fastar ferðir milli Reykjavíkur og New York. Með því skipi byrjum við i þriðja sinn landnám i Ameríku. /. /. —Tíminn 10. des. Á krossgötum Síðustu dagana hafa bænda- fundir, sem stofnað var til að tiistuðlan Búnaðarsambands Suð- urlands, verið lialdnir á níu stöð- tim sunnanlands. Hafa fundir þessir verið vel sóttir, 30—80 manns á hverjum, og hafa venju- Lga verið fluttir þar 3—4 fyr- irlestrar á dag um jarðrækt og kvikf járrækt. Fundirnir hafa verið háðir í Mýrdal, að SkarðshHð undir Eyjafjöllum, Sauðhúsvelli, Hvoli, Þykkvabæ, Öilfusárbrú, Húsatóftum, Ásum °g Flúðum. Hafa þeir Páll ^ophónlasson, Ragnar Ásgeirs- s°n, Jóhannes Þorsteinsson, Árni G. Eylands og Halldór Pálsson baldið fyrirlestrana. Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið i flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPAN' GLASGOW hjá Goodeúham & Wbrts, Limite • 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Hd viðbœttum söluskatti ef nokkur er tho 1” a(,vertisement is not Inserte . '°Ve»'nment IHquor Control < „U)l °n- The Commi.ssion íh not res (jon»* *°r statements made as to qu Products advertised. Magnús Jónsson bóndi á Ball- ará á Skarðsströnd er gestkom- andi í bænum um þessar mundir. Hafði hann með sér til bæjarins taminn örn, sem hann hefir hug á að sýna hér, ef þess væri kost- ur. Örn þessii var tekinn ungur i fóstur vorið 1936. Var þá kalt vor og fannir í klettum, þar sau arnarhjónin, foreldrar hans, voru vön að verpa. Urpu þau þá í hólma einn og unguðu þar út. Veslaðist annar unginn af tveim upp og útlit fyrir að þessi myndi fara sömu leið. Var hann þá tekinn heitn að Baliará í fóst- ur og dafnaði þar vel. Ekki girntist hann frelsi, er honum óx fiskur um hrygg, þótt hann gengi laus. Hann var gæfur fyrst, en gerðist, er fram liðu stundir, svo óvæginn við alifugla, húsdýr og jafnvel tnenn, að orð- ið hefir að fóðra hann í sér- stöku ihúsi, af þessum sökum. Nú hefir Magnús 4 hyggju að gefa bæjarbúum kost á því að sjá þennan sjaldgæfa fugl, sem einsdæmi mun að fyrirhitta tam- inn. + Alt sauðfé er nú komið á gjöf í Skagafirði og hagar fyrir hross einnig af skornum skamti, vegna áfreða. Snjórinn er ekki djúp- ur og akvegir færir bifreiðum, en mjög gleraðir. Nú um helg- ina var 8 stiga frost þar nyrðra og sunnannepja. í Austur- Húnavatnssýslu er svipað farið um fannalög og gætir nokkurs uggs i mönnum, ef ekki hlánar, svo að gagni komi, áður en mjög langt um líður. Góður fiskafli hefir verið á Sauðárkróki og Hofsósi i haust, þegar á sjó hef- ir gefið, en fremur hefir verið ógæftasamt. ♦ Tveir piltar frá Sauðárkróki, báðir innan við tvítugt, réðust í haust að Eyhildarhölti til Gísla bónda Magnússonar til verklegs sauðf járræktarnáms. Munu þeir stunda þar sauðfjárhirðingu undir leiðsögn Gisla, en eins og kunnugt er, þykir hann einn hinn slyngasti fjárræktarmaður og á sérstaklega gott fé, svo sem niðurstöður hrútasýninganna í haust háru vott uni. Vænta þess- ir ungu og áhugasömu menn hins bezta árangurs af dvöl sinni að Eyhildarholti. -f Meðal aðkomumanna hér í bænum um þessar mundir, er Guðmundur J. Hoffell, bóndi að Hoffelli í Nesjum. Hann hefir i sumar unnfð í silfurbergs- og kalksteinsnámu í Grasgiljatindi, sem er í landareign Hoffells. Kalksteinn þessi er óvenjulega hreinn og harður, svonefnt ara- gónít. Af því hefir Guðmund- ur unnið 12 smálestir, samkvæmt ósk húsameistara, Guðjóns Sam- úelssonar. Hefir það verið not- að i múrhúðun háskólabygging- arinnar. Þá hefir Guðmundur og unnið nokkuð af silfurbergi. Sumt af því hefir Vilhjálmur Þór haft með sér vestur um haf á sýninguna í New York. Mun það verða notað til að skreyta með sýningarskála tslendinga og meðfram boðið til sölu. í Þýzkalandi er einnig nægur markaður fyrir silfurberg, en verðið heldur lágt. í landar- eign Hoffells er óvenjulega mik- ið af fágætum og fögrum stein- um og bergtegundum. Þar er mikið af gabbró og auðvelt að komast að því, en vegalengd' um 25 km. til hafnar. Þar er mikið af jaspis, kalcedon og ópal. Hef- ir Guðmundur mörg sýnishorn með sér af þessum óvenjulega fögru steinum. Og heima fyrir á hann mikið og fjölbreytt steina safn. ♦ í sumar voru á Hoffelli rækt- aðar kartöflur á h. u. b. tveim dagsláttum lands. • Uppskeran varð 130—140 tn. og má það heita meðaluppskera eða tíföld, miðað við útsæði. Mest hefir kartöfluuppskeran á Hoffelli orðið um 300 tn., en þá var meira land haft undir og fleiri um ræktunina. Þá var óvenju- gott ár og uppskera víða 12-föld. -f í sumar hefir verið unnið að því að reisa íbúðarhús úr stein- steypu á Hoffelli, 8x12 m. að stærð og tvær heilar hæðir. Húrsmlíðinni mun verða lokið á næsta ári. — Frá Hoffelli eru aðeins 5 km. inn að Vatnajökli og oft hægt að komast þá leið á bifreið. Þar má þvi búast við talsverðum mannaferðum í fram- tíðinnLog getur komið sér vel að húsakynni séu þar rúmgóð. — í vor var gerður fær hestavegur úr Hoffellsdal upp á bratta klettahjalla fyrir botni dalsins, en þaðan er greiðfær vegur með hesta eftir Fossdal upp á Vatna- jökul. —Tíminn 13. des. Wealth Without Clothes— The way Dr. Weld, of Wells College, figures it out, women own seventy per cent. of the na- tion’s wealth. Yet, strangely enough, not one of them has a thing to wear. Samskot V eátur-lslendinga fyrir eir-líkan Leifs Eriíkssonar Islandi til auglýsingar í Ameríku Y\%inipeg, Man. Ónefndur ............$ 1.00 Mr. Vigfús Thorsteinsson 1.00 Elín Sigurdson ....... 1.00 Stewartville, Minn.— Mrs. Chas. Starmer .. 1.00 Sexsmith, Alta.— Mr. Jón Einarsson .... 2.00 Riverton, Man.— Mr. Hafsteinn Jónsson 5.00 Reykjavik, Man.— Mr. Árni Paulson .... 1.00 Mr. Sig. Baldvinson.. 0.50 Elfros, Sask.— Mr. og Mrs. J. Magnús Bjarnason ......... 2.00 National City, Cal.— Mr. John Laxdal .... 5-°° Blaine, Wash.— Mr. og Mrs. H. B. Johnson ............ 5.00 Saskatoon, Sask.— Prof. og Mrs. T. Thor- valdson ........... 10.00 Leslie, Sask.— Mr. og Mrs. Rósmundur Árnason ............ 2.00 Mr. G. Gabrielsson .. 0.50 Wynyard, Sask.— Mr. og Mrs. Gunnl. Gíslasön ........... 5.00 Selkirk, Man.— Mr. og Mrs. Guðjón Friðriksson ........ 1.50 Mr. Jóhann Sigfússon 1.00 Mrs. Kristiana L. Johnson ............ 0.50 Alls ................$45-00 Áður auglýst.........$349.00 Samtals.............$394.00 STÖÐUGIR viðskiftavinir hafa tekið eftir i EATON Catalogues, stjörnu- merki því, er hér að ofan stendur; það er hér og þar að sjá á blöðum bókarinnar. Þeir hafa og tekið eftir því, að þar sem það birtist, er um kjörkaup að ræða. Stundum er stjörnumerkið þar vegna mjög góðra innkaupa. Og stundum er þar um alveg sérstök innkaup að ræða. Stundum getur verið um hlut að ræða, sem gefiti eru sérstök kjörkaup á. En hver svo sem ástæðan er, er þar ávalt um lágverð að ræða, betri tækifæri til kjörkaupa og jafn- vel fágæt hjá EATON’S, sem við stærum oss þó af, að verð vöru sé óvanalegt hjá. Svo þegar þér sjáið stjörnumerkið við ein- hvern hlut i vöruskrá vorri, þá takið vel eftir þvii, vegna þess að þar biða óviðjafn- anleg kaup. AT. EATON C?,M™ C A N A D A Fyrir hönd fulltrúanefndar, er eftir beiðni var kosin af fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélag- ins, til aðstoðar Sýningarráði Is- lands í heimssýningunni í New York 1939. Winnipeg, 11. janúar, 1939. Rógnv. Pétursson, forseti Asm. P. Jóhannsson, féhirðir Hringjarinn gamli Eftir Vladimir Korolenko (1853—1921) útlaga í Síberíu. Rökkrið var að koma. Alt var hljótt í litla þorpinu. Það mótaði aðeins fyrir hreys- unum í því, og ljbs blikuðu á stangli. Við og við heyrðist hrikta í hjiði, eða hundur reka upp gelt. Þytur var í myrk- viðnum, og þaðan sáust koma maður og maður fótgangandi eða á hestbaki, eða vagn fór skrölt- andi hjá. Það voru þorpsbúar í skóginum á leið til hátiðaguðs- þjónustu í kirkju sinni. Kirkjan stóð á hól í miðju þorpinu. Turn hennar, forn og hár og dökkur hvarf í bláan himininn. Það brakaði í stiganum, þegar Mikheyich, hringjarinn gamli, steig upp 11 turninn, og litla ljós- kerið, sem hann hengdi þar upp, var eins og stjarna til að sjá. Það var erfitt fyrir gamila manninn að klifra upp stigann. Fæturnir létu illa að stjórn og sjónin var dauf. . . . Gamall maður eins og hann hefði nú átt að vera búinn að fá hvíld- ina, en Guð hafði látið hann lifa. Hann hafði jarðað syni sína og sonarsyni. Hann hafði fylgt gömlum mönnum og ungum til hinzítu hvíldar, og enn lifði hann. En el’lin var þung. Gamli maðurinn gekk að turn- opinu og hallaðist fram á hand- riðið. Hann sá móta fyrir kirkjugarðinum í myrkrinu fyrir neðan alt í kringum, kirkjuna. Þar breiddu gömlu krossarnir út armana eins og til verndar illa grónum leiðum. Yfir þau drúptu hér og þar blaðlaus birkitré. Hvar myndi hann verða að ári? Skyldi hann klifra aftur upp i þessa hæð, upp undir kop- arklukkuna til þess að vekja blundandi nótt með hljómum hennar, eða skyldi hann liggja utidi krossi í kirkjugarðinum? Guð einn vissi það. . . . Hann stóð til brautar búinn. En nú leyfði Guð honum að fagna gleðihátíðinni einu sinni enn. “Dýrð sé Guði,’’ hvíslaði hann, og horfði upp tii himinsins leiftr- andi af miljónumi stjarna og gjörði krossmark fyrir sér. “Mikheyich, Mikheyich,” hróp- aði til hans titrandi öldungsrödd. Aldurhniginn kirkjuvörður starði upp í turninn, skygði hendi fyr- ir augu og reyndi að sjá Mik- heyich. “Hvað viltu? Hér er eg,” svaraði hringjarinn og leit niður úr tuminum. “Sérðu mig ekki?” “Nei. Það hlýtur að vera kominn tími til að hringja. Hvað heldur þú?” Báðir horfðu þeir á stjörnurn- ar. Ljós Guðs blikuðu, þús- undir þúsunda.. Mikheyich hugs- aði sig um. “Nei, ekki alveg ennþá. . . . Eg veit hvenær.” (A blaðsíðu 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.