Lögberg - 26.01.1939, Page 4

Lögberg - 26.01.1939, Page 4
4 LÖGKBER/G, FIMTUDAGINN 26. JANtJAR, 1939 --------— lögtíErg ----------------------------;— Gefið út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., VVinnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDXTOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published hy The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Steinar lagðir í grunninn Þeir skildingar, margir eð'a fáir, sem íslendingar vestan hafs láta af mörkum til stunðnings Islandsdeild heimssýningarinnar í New York, eiga að verða, ogsenni- lega hljóta að verða, steinar í grunn varanlegs viðskifta sambands milli Norður-Ameríku og íslands; lánist slíkt, er megin tilganginum náð; um þörfina verður ekki deilt; þverrandi markaðir íslenzkra afurða í Norðurálfu vegna ófriðarfiggs og borgarastyrjalda, svo sem viðgengst á Spáni þann dag í dag, geta óhjákvæmilega til þess leitt, að Norður-Ameríka verði eina bjargarvonin; hún varð það í styrjöldinni miklu frá 1914, og hún getur orðið það enn, jafnvel fyr en flesta varir, eins og við horfir á vettvangi mannfélagsmálanna víðsvegar um Norður- álfuna. , / Þetta er í fyrsta skiftið sem íslenzka þjóðin tekur opinberan þátt í heimssýningu; ný þróunarsaga er í sköpun, sem mikið veltur á að vel og giftusamlega takist til um; þegar metnaður íslenzku þjóðarinnar á í hlut, rennur oss vestrænum ættbræðrum hennar blóðið ört til skyldunnar; þá verðum vér allir eitt. “Hin fórnandi máttur er hljóður.” Hjörtu hinna hljóðlátu Yestur-lslendinga. slá engu síður í takt við málstað íslands, en þeirra, sem hærra láta og meira berast á; kornið fyllir mælirinn; almenn þátttaka af hálfu vestur-íslenzkrar alþýðu, leiðir fjár- söfnunina í sambandi við sýningardeildina til fullnaðar sigurs; ekkert minna getum vér heldur sætt oss við; vér megum eigi við málið skiljast fyr en upphæð' sú, sem farið er fram á er að fullu fengin. Vestur-lslendingar vilja ógjarnan taka sér nokkuð fyrir hendur, er þeir eigi sjá að fullu farborða. Akjósanlegt nefndarval Eins og þegar hefir verið frá skýrt, lýsti Mr. Brack- en yfir því á fundinum, sem hófst í Winnipeg þann 12. desember síðastliðinn og fjallaði um sölu búnaðarafurða vestanlands, einkum hveitis, að skipuð' yrði nefnd fyrir öll Sléttufylkin með það fyrir augum að hrinda málinu áleiðis; nú hefir samsetning nefndarinnar verið gerð heyrinkunn, og vej-ður ekki annað réttilega sagt, en hið bezta hafi tekist til um valið; í nefndinni eiga sæti land- búnaðarráðherrar Sléttufylkjanna þriggja, kornyrkju og kvikfjárræktar bændur, kornkaupmenn, gripakaupmenn og umboðsmenn hveitisamlags og kornhlöðufélaga; þessu til viðbótar hafa þáskólar allra Sléttufylkjanna heitið nefndinni aðstoð sértra'ðinga sinna. Það væri synd að segja að Mr. Bracken sv«‘fi á verði; hann er ávalt með einhverjar nújungar á prjón- um; nýjungar, sem líklegar eru til margháttaðra um- bóta. Lánist þessari nýju nefnd starf sitt þannig, að eftirtekja bænda verði nokkru lífvænlegri en nú á sér stað, var óneitanlega betur farið en heima setið. Mr. Bracken er einn þeirra manna, sem sæti eiga í nefndinni. Margháttaðar athafnir í vœndum Meginþorri dagblaðanna í þessu landi, og fjölmörg vikublöð líka, fara lofsamlegum orðum um frumvörp Kingstjórnarinnar og boðskap liennar til þingsins; þar á meðal ýms þau blöð, sem stjórinni eru yfir höfuð and- víg, svo.sem Winnipeg Tribune. Eitt vikublað, gefið út í þessari borg, ííkir j)ó stjórnarboðskapnum við vind- högg, og furðar engan á því úr jæirri átt, sem staðhæf- ingin kemur. í samræmi við boðskap stjórnarinnar í þingbyrjun um auknar athafnir í landinu, hefir verkamannaráð- herrann, Hon. Norman Rogers, lýst yfir því í þinginu, að á fjáraukalögum verði ætlaðar stórar upphæðir til margháttaðra atvinnubóta, er fólgnir verði í mannvirkj- um, er sambandsstjórn og stjórnir hinna einstöku fvlkja kosti að jöfnu; þessu til vibbótar gerir Mr. Rogers það heyinkunnugt, að á næsta fjárhagsári verji stjórnin þrem miljónum dala til hagkvæmilegrar fræðslu meðal ung- menna; hafa verkamanna samtök þjóðarinnar einkum og sér í lagi farið lofsamlegum orðum um starfsemi stjórn- arinnar í þessu augnamiði, og talið hana miða til raun- verulegra þjóðheilla; j)á má þess og vænta samkvæmt ummælum verkamálaráðherra að stjórnin beiti sér rögg- samlega fvrir aukinni þátttöku í þeirri þungu byrði, sem I sveitarfélög hafa verið knúð til að bera vegna fjárfrarmlaga til atvinnuleysingja; alt þetta virðist spá, góðu um framtiðina og auk- ið athafnalíf innan vébanda þjóðarinnar.hvort sem einhverj- um, örfáum einstaklingum finst viðeigandi að kalla það vind- högg eða ekki. Ekki myrkur í máli Mr. Anthony Eden, fyrrum utanríkisráðherra Breta, flutti ræðu í kjördæmi sinu. siðastliðið mánudagskveld, og var alt annað en myrkur i máli; taldi hann af- stöðu einræðisríkjanna til hjað- ninga víganna á Spáni með öllu óverjandi frá hvaða sjónanmdði sem skoðað væri; ef til þess kæmi að Franco gengi sigrandi af hólmi, ætti hann einvörðungu sigur að þakka erlendum stuðn- ingi ;svo kölluð hlutleysisnefnd væri að nafni til enn við lýði; þó næði hlutleysið ekki lengra en það, að annan aðiljann hefði mátt styðja með mannafla og öllum hugsanlegum tegundum morðtóla, en hinn ekki. Mr. Eden skoraði í lok ræðu sinnar á Breta og.Frakka, að hlutast til um það áður en það yrði um seinan, að þeir enn hefði óhind- ruð siglinga umráð á Miðjarðar- hafinu, því það væri i rauni uim viðskiftalega lífæð beggja þjóð- anna að ræða. Til Bjarna og Guðrúnar Ingimundarson LANGRUTH, MAN. í gullbrúðkaupi þeirra 24. desember 1938 Þau skáldin yrkja um auð og völd, og ást og trú og fleira. Þau reisa fögur töfra tjöld og tala margt um vísdómsi öld svo hátt að fáir heyra. En hér í kvöld er frétta fátt í fámenni úti’ á landi. Hér mœtir fólk í friði og sátt og forðast háværð, agg og þrátt, er vinsemd verði að grandi. En hvað mun vekja hugsun þá þeim hóp er inni situr? Hvort er það gull—þau gjöldin há, sem greiðast þeim, er í þau ná og þá til frægða flytur. Nei, það er gull, sem glæðir sýn, er göfgi og fegurð metur, sem hreytir þjóðlífs vatni í vin, er vonrík ástar sólin skín, og svip á lífið setur. Hér ein er hugsun efst á^skrá um atvik fyrri tíða, er hálfrar aldar minning má sitt merki reisa þeim er sjá og hugarboðum hlýða. Það band, er fyrrum1 bundið var af bljúgum heiðurs presti, og ástar löggjöf þuldi þar í þágu Bjarna og Guðrúnar, nú gleður vora gesti. Því þau, sem áður unnu heit, er ástin færði í letur, og gilda enn, — svo helg og heit, þau heimurinn aldrei sundúr sleit. Þeim ekkert grandað getur. Svo blessi drottinn? Öll þau ár, sem eiga þau að baki. Og hann, sem þeirra þerrar tár og þeirra grgfðir hjartasár, of þeirra vegum vaki. S. B. Benedictsson. VANCOUVER FRÉTTIR (Fratnh. frá i. bls.) Þann 24. November komu saman hópur af ungum stúlkum á heimili þeirra Mr. og Mrs. G. F. Gíslason til að stofna félags- skap fyrir íslenzkar stúlkur í Vanvouver. Þrjár aðal ástæður lágu til grundvallar stofnun þessa félagsskapar; Fyrst til að tryggja samvinnu og samúð meðal íslenzkra ungmenna. Einnig til að styðja að og vekja áhuga fyrir íslenzkri menningu og listum, sérstaklega söng og bókmentum. Síðast til að greiða vegu íslenzkra ungmenna sem til borgarinnar koma. Félagið var nefnt “Ljómalind” og var Beat- rice Gislason kosin forseti og Mona Bjarnason kosin skrifari Síða,n hefir “Ljómalind” haldið fund á heimili Mr. og Mrs, Sanders. Næsti fundur verður á heimili Mr. og, Mrs. Peterson, 1936 W. 8th Ave., þann 8. Feb- rúar. Félagsskapurinn telur nú uro 45 meðlimi og mun hafa tvo erindreka á fundum Vancouver Youth Council. Hingað kom til borgarinnar þann 8 .Janúar Helgi Eliason frá Arras í Peace River hérað- inu og gerir ráð fyrir að dvelja hér um tíma að minsta kosti. Þann 27. Desember messaði séra K. K. Olafson í Dönsku kirkjunni á Burns og igth Ave. Var messon vel sótt þrátt fyrir EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast atS I líkamanum og frá meltingar- leysi stafa, verða aö rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuöverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar öhollum efn- um á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna því heilsu sína aö þakka. Notiö UGA-SOL viÖ stýflu. petta úrvals hægöalyf. 50o. snjóinn. Messaði séra Kristinn bæði á ensku og Islenzku. Eftir messu hafði félagið “Ljómalind” kaffi og veitingar fyrir alla. Ef dæma mætti þennan nýja félags- skap eftir veitingunum þennan dag þá hefir maður sannarlega bjartar vonir uinn dugniað þess i framtíðinni. Nýi borgarstjórinn okkar, Dr. Telford, sem um skeið hefir starfað i C.C.F. flokknum hér í B. C. hefir vakið mikið umtal hér um slóðir. Þegar hann tók embættis-eið sinn þá afsagði hann að nota hempuna og fest- arnar sem fyrirrennarar hans höfðu notað. Einnig afsagði hann aðstoð nokkurs klerks við þetta* tækifæri. Sumu fólki þótti þetta nokkuð langt farið og áleit að þetta yrði úthrópað til endimarka jarðarinnar. Eru nú komnar í hann liam- farir að rusla til f kotinu. Hann vi-11 taka alla þessa stóru gas- geyma sem inn í borginni standia og flytja þá út þangað sem eng- in hætta stafar af þeim. Mörgu Fáið Dráttarvél Sem . . . ... Afkastar MEIRU ...Kostar MINNA að Starfrœkja ÍÞessi Case fyrirmynd L dráttarvél plægir og sáir í 4 ekrur á klukkustund, segir eigandinn; án sáðvélarinnar plægir hún 5 ekrur á klukkustund. Case clréttarvélar eru þannig gerðar, að sem mest dáttarmagn fáist af hverjum punds-þunga og full orka úr hverri únzu eldsneytis, hvort sem þér notið ódýrustu efnablöndun eða gasoliu. En mesti sparnaðurinn er í viðhaldinu — aðeins partur af því, sem viðgengst um algengar dráttarvélar. Hundruð af eigendum Case dráttarvéla, 8, 9 og 10 ára gamalla, skýra frá því, að við- haldskostnaður sá aðeins 1 Vi cents á vinnustund. Og þessir menn segja dráttarvélar sina i góðu lagi, líklegar til þess að endast í 9 ár enn. Finnið Case umboðsmanninn nú þegar. Látið hann sýna yður orkusparnaðaráhöldin og þá aðra leyndardóma, sem lengja starfs- æfi og lækka reksturskostnað Case dráttarvéla. Byrjið á því nú, að flýba fyrir bændavinnunni og draga úr kostnaði við hana með Case dráttarvél. J. I. CASE CO. Calgary, Edmonton, Regina, Saskatoon, Winnipeg, Toronto Búmaðurinn koátar minna með því að nota

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.