Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.01.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. J'ANÚAR, 1939 “Hann er uppi á þilfari,” mælti Jörgen glaðlega, “og þó að hann kæmi, gerir það ekkert, því að eg var nýlega aS segja honum, hvernig máli okkar væri komið, en þá datt mér þó í hug, að eg ætti það nú reyndar eftir, að fullræða málið við þig, og því spyr eg þig nú: Viltu eiga mig? Eg vil eiga þig.” En nú komu óvænt vandræði, því að Jovíka tók aðeins upp sömu orðin, sem hún skildi auðsjáanlega alls ekki, hvað þýddu. “Nú, hún skilur það ekki,” mælti Jörgen vand- r*ðalega. “Þá verður að gjöra henni það skiljanlegt. Komdu hérna Jovika, og hlustaðu nú vel á það sem eg segi. Við vorum1 í kirkjunni í gær og horfðum a er liðsforinginn og konan hans voru gefin saman.— Nú eigum við að fara í kirkju og séra Leonhard á að gefa okkur saman, eins og hann gaf þau saman. Skil- urðu það ?” Jörgen reyndi að segja þetta svo greinilega sem honum var auðið, og skaut stöku sinnum slafneskum orðum inn i, enda hafði þetta þau áhrif, að unga stúlkan hneigoi höfuðið aftur og aftur og svaraði 'neð ákefð: “Jovíka skilur — séra Leonhard skíra hana — Jovíka verða kristin.” “Já, og að því loknu giftumst við þegar,” bætti Jörgen við, með mjög mikilli ákefð. Jovíka skildi þó enn eigi og mælti því aftur sPyrjandi: “Jovíka verða kristin?” “Það er aðeins auka-atriði. Aðal-atriðið er að g'ftast,” mælti Jörgen, all-óþolinmóður. “Þú hlýtur að skilja þetta, stúlka, því að til þess ertu í heiminn komin! Að gifta þig — halda brúðkaup — vera gefin saman í heilagt hjónaband!” En hversu mikla áherzlu sem Jörgen lagði á orðin, bar þó alt að sama brunni, að Jóvíka skildi hann ekki, en horfði vandræðalega á hann, og ætlaði rétt að fara að gráta. “Fari kolað, ef hún skilur það!” mælti Jörgen, mjög örvæntingarfullur. “Það verður þá að gera henni það skiljanlegt á annan hátt,” og í sama vet- fangi greip Jörgen utan um mittið á henni, og rak að henni smellings-koss. Það var auðsætt, að þetta glæddi rnjög aðdáanlega skilninginn hjá Jovíku. Henni virtist að vísu verða ofurlítið hverft við, en hún veitti þó alls enga mótspyrnu, heldur leit hún broshýrum og leiftrandi augum á unga manninn, og tók glaðlega upp orðin, sem honum hafði veitt svo örðugt að kenna henni. “Svona gengur það nú, er menn eru komnir í hjónaband, og reyndar á undan,” mælti Jörgen. “Munurinn er aðeins sá, að á undan giftingunni setur presturinn sig á móti og harðbannar, en leggur bless- un sína yfir á eftir og finst það þá sjálfsagður hlutur.” “En farðu nú til liðsforingjans og frúar hans,” mælti Jörgen ennfremur, “því að þau verða fyrst allra manna að fá að vita að við séum nú orðin ásátt utn þetta.” — “En segðu fyrst orðin einu sinni aftur, Jovíka,” mælti Jörgen, og skerpti aftur skilninginn með nokkrum kossum. “Það er svo skemtilegt að heyra þig segja það, og fer þér svo dæmalaust vel í munni, af þvi að þú hefir rétt nýlega lært það.” Minningar og kveðjuorð Það gleymist stundum í öf- ugstreymi lífsins, að minnast þeirra sem borist hafa á burt með bárum tímans, margir eru þeir menn og margar eru þær konur, sem um langan aldur hafa þreytt móti stormum og straumi, þar til kraftar þrutu, hafa borið fýllilega sinn part í framsóknar baráttu lífsins, hverfa svo af starfsviðinu án þess að hafa fengið verðskuld- aða viðurkenningu, minning þeirra aðeins geymd hjá nán- ustu ættingjum og vinum. Ein THE VOICE OF LETTERPRESS PRINTING CALLING WINNIPEG BUSINESS MEN When you call upon the Printing Art to produce your sales message remember that to make it effective and convincing it must be precise, ac- centuated, easily seen and read. All the illustra- tions must be faithful recreations with plenty of ajppeal. Letter-press printing and photo- engrav- ing will convey your message in lasting, definite and convincing terms which:—PEVV OTHER , MEDIUMS CAN OFFER Choose your printer as you would your tailor. Quality LETTEJR- PRESS printing carries a value which is never overestimated. 7l columbia press limited af þeim konum var Kristiana Hafliðason sem dó á St. Boni- face spítalanum 8. Jan. 1937 Stutt og ófullkomin æfiminn- ing er sem fylgir: Kristín var fædd í Borgar- fjarðar hrepp í Mýrasýslu á 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG Phones 86 327-8 Kristícma Hafliðason íslandi, árið 1857. Foreldrar hennar, Sigurður Salomonsson og kona hans Guðbjörg Hákon- ardóttir. Árið 1888 fluttist Kristíana' með manni sínum Kristjáni Hafliðason til Vestur- heims og staðnæmdist fyrst í Winnipeg og svo þaðan tilMikl- eyjar, Hecla P.O. Man. Ekki varð samveru timi þeirra langur á Mikley, því sumarið 1891 var Kristján við vinnu hjá fiski fél- ögum á Winnipeg vatni og ein- hverja orsaka vegna féll hann í vatnið og dluknaði. Það var stór og þungbær sorg og mikill miss- ir fyrir ekkjuna og börnin, því Kristján hafði verið sérstaklega góður eiginmaður og faðir, og að öllu leiti ágætis maður að dómi þeirra sem hann þektu, á þeim tímum mun Kristíana hafa hugs- að likt og skáldið K, J.: “Veröldin er leikvöllur heimsku og harms, er hrygðar stunur bergmálar syrgjandi barms; Lífið allt er blóðrás og logandi und sem læknast ekki fyrr enn á aldurtila stund.” Með djörfung og þreki mætti Kristíana bölmagni sorgarinnar og vann sig áfram til sjálfstæðis, einnig voru vina höndur fram- réttar og tvö bornin tekin til fósturs. Jóhanna tekin af Jó- hanni og Kristbjörgu sem þá bjuggu í Engey, en Kristiánina ólst upp hjá Jóni og þuríði Bjarnason er bjuggu á Víðimýri í Mikley; sárt hefir verið að þurfa að skilja við börnin, enn samt hugarléttir að gott uppeldi á góðum heimilum var af fúsum .vilja gefið. I Guðrún sem var elst af dæt- rum Kristíönu var að mestu hjá móður sinni, þar til hún giftist Jóhanni Grímólfssyni og eiga þau hjón heimili að Jónsnesi í Mikl- ey. Jóhanna giftist Jóhanni Snæ- dal og var heimili þeirra í nánd við Otto P. O. þar til 19. Febr. 1921. Þá endaði hérvistar timi Jóhönnu, hafði hún verið miklum mannkostum búin, metin og virt af öllum sem henni kyntust. Kristjánina giftist Sigurði J. Stefansson og er heimili Peirra vestur á Kyrrahafsströnd. Yngsta dóttir Kristíönu er sig- urborg Daviðson, ólst hún upp hjá móður sinni og var heimili þeirra um mörg ár í Winnipeg. Kristíana vann mest við sauma og aðrar handirðir, og með mik- illi starfsemi og dugnaði gat hún veitt dóttur sinni gott upp- eldi og góða mentun, svo þegar heilsa og kraftar fóru að bila reyndist Sigurborg móðir sinni allt sem góð dóttir getur gjört, þar til vegir skildu og mannlega hjálp þurfti ei lengur. Foreldrar Kristíönu er sagt að hafi verið sérstaklega vel gefin, og metin og virt af sínu samtíða fólki, enn eg hefi ekki geta feng- ið neinar nákvæmar lýsingar, fyrir þann tíma, áður enn Krist- íana flutti vestur um haf, enn fyrir eigin kynningu get eg sagt að Kristíana hafði miklar og góðar gáfur, að hún var í orði og verkum ein af hinum skírustu íslands dætrum, með stórar og sterkar lyndis einkunnir, óvægin í orði ef því var að skifta, reiðu- búin að taka málstað þeirra sem voru minni máttar, og rétta hluta þeirra sem á var hallað, vildP sjálf engum rangt gjöra og ekki heldur rangindi af öðrum þola, var sannur og góður vinur vina sinna, hún átti meiri og sterkari fegurðar tilfinningar heldur enn alment gjörist og sýndi hún það í öllum sínum verkum og heim- ilis stjórn. Ef lífskjör hennar hefðu verið bjartari og betri, þá hefðu hennar góðu hæfilegleikar komið betur í ljós, hún átti söng- rödd mikla og fagra, og var sjálfri létt um ljóðagerð, enn þvi miður töpuðust i eldi öll hennar ljóð frá yngri árum, samt er dálítið ljóða safn frá seinni tíð geymt hjá Sigurborgu dóttir hennar, eru það mest saknaðar ljóð, og æfiminningar, lýsa þau einlægri og sterkri trú höfundar- ins á almættið og sannfæringu um samfundi ástvinanna handan við gröf og dauða. Þótt hafir borist burt með tímans straumi Ein bára slitið samvistanna band Vinir þínir sjá þig samt í draumi Sorgum f jarri eiga friðar land. A. M.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.