Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGTJR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1939 NÚMER 6 MRS. W. J. LINDAL Á nýafstöðmmi fundi, sem haldinn var á Fort Garry hótelinu Hér i borginni, var Mrs. W. J. Lindal endurkosin í einu hljóði til forseta í Women’s Canadian Club; er það ein sönnun þess enn hvers trausts Mrs. Lindal nýtur hvar sem hún gengur að verki. Mrs. Lindal hefir unnið víðtækt þjóðnytjaverk fyrir hönd sambandsstjórnarinnar viðvíkjandi fræðslustarfsemi meðal ungra kvenna; hún átti sæti í atvinnuleysisnefnd áambands- stjórnar og hefir hvarvetna mikið látið saiirufélagsmál til sín taka; er oss íslendinguttm mikið gagn og vegsauki að djarfmannlegri forustu Mrs. Lindal í margþættum þjóðþrifamálum. Ekki fær Mrs. Lindal önnur laun fyrir starf sitt í þágu þess opinbera en ferðakostnað. Hjálmar A. Bergman K.C. kosinn forseti Liberal samtaka Mið-Winnipeg kjördcemisins hÁns syðra í vikunni sem leið héldu Liberal samtökin í Mið-Winni- peg kjördæminu hinu syðra, árs- fund sinn við nrrikla aðsókn. Mr. Ualj>h Maybank þingmaður kjör- dænrisins á sambandsþingi flutti aðalræðuna. Hjálmiar A. Bergman, K.C., var í einu 'hljóði kosinn til for- seta i félagsskap þessum fyrir uýbyrjað starfsár. FERST með allri aiiöfn í Buno-sundinu um 400 inrilur suðvestur af Tokyo, fórst á f'nrtudaginn var japanskur neð- a,isjávarbáur með 40 manna á- höfn; stafaði slysið af árekstri v'ð annan neðansjávarbát. Pylkisþingi stefnt til funda Hon. John Bracken, forsætis- j'áðherra, hefir gert það heyrin- hunnugt, að Manitobaþingið k°mi sanran á mánudaginn þann 2°- yfirstandandi mánaðar. Lagt 'uun verða franr i þingbyrjun á- htsskjal Goldenberg-nefndarinn- ar ' sambandi við fjármál og skattstofna Winnipegborgar, á- sanrt afstöðu hvorstveggja til sfjórnar og þings. AFSTAÐA QUEREC-RÚA Mr. Camillien Houde borgar- stjóri i Montreal var nýlega staddur í Ottawa. Aðspurður um það, hver yrði afstaða Que- bec-búa ef canadiska þjóðin lenti í Evrópustríði, svaraði hann á þessa leið: “Þeir halda hópinn; þeir sitja heima; er forsætisráð- herra fylkisins bar á góma, komst borgarstjórinn þannig að orði: “I. Montreal komum við geggjuðu fólki fyrir á vitlausra spítala.” Flytur íhyglisverða rœðu Mr. J. A. Glenn, sambands- þingmaður fyrir Marquette kjör- dæmið í Manitoba, flutti ræðu i þinginu þann 31. janúar síðast- liðinn, sem vakið hefir hvarvetna óvenjumikið- uimtal; laut ræðan að stefnuskrá, eða öllu heldur stefnuskrárleysi C.C.F. flokksins, sem létist vera Sósíalista-flokkur, en mætti ekki heyra nefnda þjcri5- nýting bújarða á nafn ; i öðrum löndum teldu Sósíalistar þetta þó megin grundvallaratriði. S ENDIHERRA- SAMBANDI SLITIÐ Stjórn Rússlands hefir slitið sendiherrasambandi við Ung- verjaland og ber það fram sem ástæðu, að iuúverandi ráðuneyti Ungverja hafi sýknt og heilagt verið að koma sér í mjúkinn hjá stjórnum Fasista þjóðanna. Flytur mikilvægt frumvarp á sambandsþingi Umrœðum um stjórnar- boðskapinn lokið Mr. J. T. Thorson, K.C., þing-. maður Selkirk kjördæmis, ber fram i sambandsþingi frumvarp til laga, næsta mikilvægt, i sam- bandi við áfsöðu Canada til stríðs og friðar, er gerir hana að mun gleggri. Skýrt verður nánar frá þessu liér í blaðinu, er imálið kemur til umræðu á þingi. LEIÐTOGI AN ÞINGSÆTIS tlinn nýkjörni leiðtogi íhalds- flokksins í Ontario, Col. Drew, er enn eins og þar stendur “King without country,” að því leyti sem hann hefir aldrei á þingi setið, en þarf, stöðu sinnar vegna að komast á fylkisþing. í Simcoe kjördæminu hinu eystra hefir verið fyrirsk'puð aukakosning þann 27. þ. m., og býður leið- toginn sig þar fram; nú hefir annar ihaldsmaður lýst yfir þvi, að hann hafi ákveðið að leita kosningar í þessu sama kjör- dæmi, sem hreinræktaður aftur- haldspostuli. Deilt um viðskiftasamninga Símað er frá Washington þann 3. þ. m., að likur séu til að deilt verði mjög i efri .málstofu Þjóðþingsins um hina nýju við- skiftasamninga milli Bandarikj- anna, Bretlands og Canada; mælt er að stjórnin megi vænta snarpr- ar andspyrnu i þessu sambandi jafnvel af hálfu sinna eigin flokksbræðra; sá, sem einna þungorðastur hefir verið fram að þessu er Senator O’Mahoney. ÚTGJÖLD TIL VIGVARNA Hermálaráðuneytið brezka á- ætlar að 'kostnaður við vígvarnir i öllum þeirra mismunandi mynd- unni, muni kosta þjóðina á yfir- standandi fjárhagsári að meðal- tali $4,000 á mínútu hverja. Gert er ráð fyrir að fullri biljón dala verði varið til loftflotans, en um sjöhundruð mdjónum til auk- inna vígvartjp. á sjó. Þingrannsokn vegna Brenbyssukaupanna Forsætisráðherrann, Rt. Hon. W. L.M ackenzie King, lýsti yfir því i þingræðu á miðviku- daginn í vikunni sem leið, að fjárlaganefnd þingsins myndi taka samningana við John Inglis um kaupin á Bren-byssunum til nákvæmrar rannsóknar; þar ættu þingmenn greiðan aðgang að öll- uim lutgsanlegum upplýsingum í málinu. A fimtudaginn þann 2. þ. m., lauk umræðum um stjórnarboð- skapinn í sambandsþinginu, eftir að milli sjötíu og áttatíu löggjaf- ar hinna ýtmsu flokka höfðu leitt hesta sína saman, og sutnir þeirra “marga snarpa hildi háð,” svo sem Mr. Ralph Maybank, þing- maður Mið-Winnipeg kjördæm- isins hins syðra, er beitti bitrum skeytum að Dr. Manion, hinum nýja leiðtoga afturhaldsflokksins vegna afskifta hans af þjóðeigna- brautunum meðan hann átti sæti i ráðuneyti M r Bennetts sem járnbrautaráðherra. Dr. Manion bar fram breytingartillögur við hásætisræðuna eða stjórnarboð- skapinn, er í sér fól vantraust á stjórnmni, þar sem hann sakaði hana uim athafnaleysi; var til- lagan feld tneð 155 atkvæðum gegn 55; hliðstæða vantrausts- yfirlýsingu bar C.C.F. flokkur- inn fram, er sætti enn verri út- reið; var hún feld með 189 at- kvæðum gegn 23. Að því búnu var hásætisræðan lýst viðtekin án frekari atkvæðagreiðslu. Úr borg og bygð Dr. Charles F. Benson frá McCreary, Man., var staddur í borginni á mánudaginn var. ♦ ♦ Styðjið Jón Sigurðssonar fé- lagið með þvi að heimsækja það i Hudson Bay búðinni á laugar- daginn 11. febrúar. (3. gólfi). ♦ ♦ Laugardaginn 4. þ. m., voru þau Halldór Paul Johnston frá Caddy Lake, Man. og .Daisy Pearl Cook frá Garson, Man., gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mareinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Caddy Lake, þar sem Mr. Johnston hefir umsjón yfir flug- vélastöð. ♦ ♦ Deild No. 3 Kvenfélags Fyrsta lúterskra safnaðar heldur’ ‘Silver Tea” og “Home Cooking Sale” að heinrili Mr. og Mrs. Arni Eggertson, 766 Victor Street á föstudaginn kemur þann 10. þ. im. frá kl. 2.30 e. h. og fram eftir kveldinu. Stórfróðlegur bollalestur. ♦ ♦ The Young Icelanders are holding a Concert on Tuesday, Feb. 21, 1939, in the Good Templars Ilall. This is the first night of the Icelandic National League Convention. A very in- teresting moving picture fitmi of Iceland will be shown by Mr. Arni Helgason of Chicago. Mr. Helgason will be in Winnipeg for the express purpose of pre- senting these pictures and will explain the interesting features in his own characteristic style. This is your only opportunitv of seeing these pictures in Win- nipeg. ♦ ♦ Municipal Chapter, Imperial Order Daughters of the Empire will hold a Founder’s Day Tea in the Auditoriuimi of the Hud- sons Bay Store (Third Floor) on Saturday afternoon, February 11, from 2.30 to 6 p.m. 20 chapters are taking part, among these are t the Jon Sigurdson Chapter. Pro- ceeds of this Tea will be used for the Endowment Fund and for Educationa) work. This is the 39th hirthday of the Order. Among those receiving will be Mrs. G. F. Jonasson, Educational Secretary of the Jon Sigurdson Chapter, also Mrs. J. B. Skapta- son, Regent, and Mrs. J. Thorpe, Mrs. T. E. Thorsteinson and Mrs. B.S . Benson. Come to Table No. 10. ♦ ♦ Hinn 2. janúar 1939, voru gefin saman af séra Jakob Jóns- son, að heimili hans John Edgar Barteau frá Hudson Bay Junc- tion, Sask. og Lilja Peterson, ennfremur Walter Grímsson og Helen Peterson. Brúðirnar eru systur, dætur Mrs. Rósu Peter- son, er býr skamt suðvestur af Wynyard. Walter Grímsson er sonur Mr. og Mrs. Carl Gríims- son í Wynyard. ♦ ♦ Hinn 18. jan. 1939, voru gefin saman af séra Jakob Jónssyni að heimili hans, Björn S. Núpdal og Sigurrós Guðjónsson. Eru þau bæði frá Mozart, Sask. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Sefáns Núpdal, en brúð- urin dóttir Mr. og Mrs, Gísli Guðjónsson. Fjórburar í Texas Þann 1. yfirstandandi mánað- ar, fæddust þeirn Mr. og Mrs. W. Ellis Badgett í bænum Galveston i Texasríkinu fjór- burar, alt stúlkubörn, stálhraust og að öllu leyti í hinu bezta á- sigkomulagi; stúlkunum voru þegar gefin nöfn og heita þær Geraldine, Jeanette, Joyce og Joan; móðurinni heilsast einnig ágætlega; tvær stúlkur áttu þau hjón áður, Genevu 15 og Elsie 13 ára; mikill fögnuður varð á heimilinu við fæðingu systranna fjögra. Mr. Badgett nýtur at- vinnu sem eftirlitsmaður hjá byggingafélagi. “Nú þarf eg aðeins að bæta við rnrig tveimur eða þremur aukavinnu klukku- stundum á dag og þá fer alt vel,” varð Mr. Badgett að orði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.