Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERGr, FIMTUDAGtINN 9. FEBBÚAR 1939 Islensk frímerki 25 mismunandi, islenzk írímerki .........$0.30 50 mismunandi, íslenzk frímerki ........ 0.75 100 mismunandi, íslenzk frímerki.......... 2.50 125 mismunandi, íslenzk frimerki ......... 4.00 150 mismunandi, íslenzk frimerki ......... 6.00 Greiðsla, óskast send með pöntun. Ef yður vantar íslenzk frimerki þá sendið mér vöntunarlista yðar, sem verður afgreiddur um hæl. GISIA SIGURBJÖRNSSON Frímerkjaverzlun, Reykjavík, Iceland KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH^& DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLESTREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Fréttabréf að heiman til herra Víglmidar Vig- fússonar, 559 Furby St., Winnipeg, er góðfúslega lét Lögbergi það í té til birtingar. ♦ ♦ Hjálmsstöðum í Eaugardal 8. desemlber 1938 Kæri trygðavinur Víglundur! Eg hálf skammast mín hve lengi hefir dregist að senda þér línu; verður fyrst fyrir að þakka þér prýðilegt bréf s.l. vor svo og allar Lögbergs sendingarnar, sem við Böðvar höfum skifst bróð- urlega á milli okkar til aflesturs. Hægt ætti að vera að fylla eina eða tvær arkir af einhverj- um samtíning, sem þú vildir heyra, því altaf ber eitthvað við með hverjum ársfjórðung, sem máli skiftir. Sumarið var frem- ur gott og heynýting í góðu lagi, grasspretta í meðallagi, en garða- uppskera víða mislukkuð vegna frostnótta snemma í júlí.— Veturinn síðastliðinp var góð- ur og eins vorið, um fénaðarhöld er öðru máli að gegna, hin ill- ræmda Deildartunguveiki í sauð- fé er hér í bygðarlagi; fer hún afar misjafnt að, sumstaðar hefir hún drepið einn þriðja til helm- ing af f járeign bænda, sumstaðar lítið og á nokkrutn bæjum ekk- ert. Annars fer hún vægara að hér í sýslu en Borgarfjarðar- og H únavatnssýslum. Á þessum bæ hefir hún ekki verið með versta móti; í hálft annað ár, sem hún hefir verið hér, hefir hún drepið kringum 30 fjár, en aftur hefir sauðíé fækkað hröðum fetum af völdum hennar og ótta fyrir að missa féð. Veturinn 1936-37 var hér hátt á fjórða hundrað fjár en nú tæp 200 og nú er eg sauðlaus, sem eg hefi ekki fyr verið i minni bú- skapartíð; aftur hefir fjölgað allmikið nautpeningi og kúm og búa flestir Árnesingar nú að mjólkursölu, en til okkar Ivaug- dæla nær það ekki nema að litlu leyti. í hinu stóra mjólkursam- lagi Flóamanna við Ölfusá er unnið daglega úr 30-40,000 lítr- um. En við hér Langdælir selj- um mjólk í Laugarvatnsskólann á veturna. Afkoma bænda er allsæmileg enn sem komið er; dýrtið er mjög nniikil í landi voru, skuldir ríkis, bæja og einstaklinga úr liófi fram, skattar, tollar og á- lögur meirj en gjaldþoli svarar og erfiðleikar á ýrrtsa vegu. Aftur hafa framfarir í jarðrækt, húsabyggingum, vegum, síma- lagningum, brúarsmíði og fl. verið afar stórstígt hinn síðasta áratug. Þú hefit sennilega séð í blöð- unuiirt flest af þessum stærri tíð- indum, sem hér gerast heima, fer eg þvi fljótt yfir sögu frá al- mennu sjónarmiði. Eg verð þó aðeins að stikla á stærstu punktunum úr Bændaför- inni í vor. Sú ferð verður okk- ur öllum, sem hana fóru ógleyrn- anleg. Kólkið var um 140 fvrir utan bílstjóra, af því voru um 30 konur og meyjar. Fólkið var óvalið af handahófi eftir því sem geta og aðstaða leyfði, var því að eðlilegheitum “sitisjafn sauður imörgu fé,” en til þessa leið- angurs var að mörgu leyti vel vandað, ágætir bílar og valdir bílstjórar, tjöld og útbúnaður í bezta lagi, og fararstjóri Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri ágætur maður í for- mannssæti. Lagt var á stað frá Ölfusá 14. júní á 9 bilum; veður var drungalegt og rigning; fyrsta áning var á Korpúlfsstöðum á stórbýli Thor Jensens, þar er 6,000 hesta tún og hlöður yfir 10,000 hesta af heyi, fjós fyrir 300 nautgripi. Næst var stoppað á Brúarlandi, samkomuhús Mosfellinga; vor - um við þar í boði Búnaðarsam- bands Kjalnesinga, voru þar ræðuhöld og veitingar hinar prýðilegustu; þaðan héldum við rakleitt uml Kjalarnes, fyrir Hvalfjörð, vestur Hvalfjarðar- strönd um Leirár og Melasveit. inn með Borgarfirði að austan, að höfuðbólinu Hvanneyri, gist- um við þar um nóttina, við hina mestu risnu og höfðjngsskap. Eins og þér er kunnugt, hefir verið þar bændaskóli um langt skeið, eru þar mjög stórfeldar jarða- og húsabætur og mörg býli lögð undir Hvanneyri, skóli og búskapur er rekinn af því opinbera, um það hefi eg annars- staðar sagt: “Hér vann ekki dauðlúinn einyrki að, en ísland, sem menningar þjóð.” Að morgni var árla risið úr rekkjum og skoðað það mark- verðasta þar. Enn var duimib- ungur í lofti og Skarðsheiði og hin fögru fjöll Borgarf jarðar hulin gráum þokuhetti, var svo lagt upp kl. 8. Ekki þurfti að leggja hnakka á klárana eða taka til reiðinganna, eins og við gerð- um á okkar yngri árum; nei, nú voru það hílar, blésu og hvæstu og af stað. Fyrsta áning var í Reykholti hinu fræga, býli Snorra Sturlu- sonar, þar er mjög fallegur hér- aðsskóli og vel húsaður staður; borðuðum við þar glænýjan lax meðal annars góðmetis; komu þar saman flestir bændur úr Reykholtsdal, eru þar margir ágætismenn glæsilegir og göfugir í orðsins bezta skilningi, var þar mannfagnaður ágætur, töfðumst við þar dálítið lengur en ætlað var vegna gestrisni þeirra og höfðingsskapar. Þaðan var haldið eins og leið liggur umi hin fallegu bygðarlög Borgarf jarðar norður Holta- vörðuheiði, um Hrútafjörð og stanzað á Melstað í Miðfirði. Þar er prestur Jóhann Steindórs- son Briem frá Hruna; þar sem annarsstaðar var okkur sýndur hinn mesti sómi, veitingar hinar beztu og1 mannfagnaður, um 200 manns höfðu safnast þar saman, menn og konur, voru þar ræðu- höld, söngur og samkoman hin ánægjulegasta. Þaðan var hald- ið austur Húnavatnssýslu inn í Vatnsda!; er það eitt hið feg- ursta bygðarlag norðanlands, þar í botni hins rómaða Vatnsdals er samikomuhús, voru þar sainan komin 4-500 manns til að taka á móti okkur Snnnlendingunum ; eg hefi tæplega orð yfir viðtök- urnar þar, alt hugsanlegt var uppfundið til gleði og skemtun- ar. Húnvetningar hafa orðið mjög fyrir áföllum af völdum mæði- veikinnar, flestir mist frá helm- ing og niður í 3/5 af fjáreign sinni, en þetta kvöld sá enginn deyfð eða drunga yfir bændum og búaliði, fólkið var í sólskins- skapi, vel búið og prýðilegt í alla staði; svona hafa íslending- ar verið frá öndverðu, æðrulaus- ir og glaðir á ytra borði þó eitt- hvað hafi á móti blásið, og ekki síður imá heimfæra það á Vestur- íslendingana. Úr vatnsdalnum fórum við á ákveðinn gististað okkar, Blönduós, var klukkan 4.30 að morgni er við komum á gististaðinn; þrátt fyrir þessa skekkju á áætluninni var okkur tekið þar hið bezta. Þessa nótt sváfu flestir lítið, því tíðlega var lagt upp að morgni. Nú loksins var sól og sunnanvindur, var því ferðafólk- ið glatt og kátt og altaf tilhlökk- un að sjá eitthvað nýtt með nýj- um degi. Vegurinn liggur eftir Langadal, eru þar margar vel upp bygðar stórjarðir svo sem Geitaskarð, Auðólfsstaðir, Æsu- staðir, Holtastaðir o. fl., auk smærri býla. Fegursta jörðin er austast í dalnum, Bólstaðarhlíð, ein af fallegustu jörðum er eg hefi séð á Norðurlandi. Þaðan jer lagt á Stóra-Vatnsskarð, sem er stuttur fjallvegur imálli Húna- vatns- og Skagaf jarðarsýslna. Þegar komið er austur á hæð eina, sem heitir Arnarstapi skamt fyrir vestan höfuðbólið Víði- mýri, getur að lita yfir Hólminn svonefnda, er liggur á milli Ilér- aðsvatna og hin háreistu og tigulegu BlönduhMðarf jöll. I Hólminum eru 14 stórjarðir. Af Arnarstapa er því eitt það feg- ursta útsýni sem landið okkar á til og á það þó miarga staði fagra. Þarna á Arnarstapa er annað, sem ferðamaðurinn lítur undrandi á, sem sé eyðibýli með niðurföllninat, litlum tóftarbrot- um og túni viðlika og í Hvítár- tungu. Þetta eyðibýli hét á sinni tíð Kirkjuhóll og á þessu smábýli var stórskáklið Stephan G. Stephansson fæddur og mun nafn hans geymast meðan íslenzk tunga er töluð, allskamt þaðan eru Ix-itarhúsin frá Brekku; í þeim andaðist stórskáldið og fræðimaðurinn Bólu-Hjálmar. Svona hafa margir góðir og göfugir íslendingar fæðst og dáið í þröngum og dimmuim kofakytrum, sem enginn hefir nefnt og öllum eru gleymdar, að vísu eru þessir menn er eg nefndi, vitar, sem lýsa lengra en allur fjöldinn, yfir aldirnar. Á Arnarstapa, þessum víðsýna stað, höfðu Skagfirzkir bændur og annað fólk safnast saman til að heilsa upp á sunnlenzka fólk- ið; var okkur heilsað þar með ræðuhöldum, söng og mannfagn- aði. Að því loknu fylgdi flokk- urinn okkur að Varmahlíð, skamt frá Víðimýri, er þar sam- komuhús og væntanlegt héraðs- skólasetur Skagfifðinga. Þar er jarðhiti og hinn fegursti staður. Þar drukkum við kaffi m. fl. Þar fórum við út af aðalbraut- inni og norður á Sauðárkrók, eru á þeirri leið margir nafn- frægir bæir, svo sem: Reynistað- ur, Hafsteinsstaðir, Páfast. og margir fleiri. Á Sauðárkróki var okkur tekið með rausn og sóma, þar borðuðum við meðal atinars skyr og rjóma, og neytt- um við; þess hvergi annarsstaðar í ferðinni. Þaðan fórum við beint austur fyrir botn Skaga- fjarðar, yfir Hegranes og Hér- aðsvötnin á stórbrúm þar sem þau falla -í sjó. Ferðinni var þennan dag heitið að hinu forn- fræga biskupssetri Hólum í Hjaltadal. Brást okkur.sizt von- ir þar að koma; fyrst er nú dal- urinn, stórfallegur og einkenni- legur, luktur gnæfandi fjöllum með jökulkollum á þrjá vegu. Svo ber Hólastaður mi'klu meiri minjar fornrar frægðar en t. d. Skálholt, þar er dómkirkjan í sömu stærð og formi og í tið Jóns Arasonar biskups, þar er hið sama steinaltari og þá, þar er einnig hin sama altarisbrik, mesta gersemi, sem ísland á af forngripum, flutt í Hóla frá Hollandi af Jóni Arasyni, að hún er til, kemur af því að þegar Danir rændu, rupluðu og stálu öllum kirkjugripum landsins eft- ir hina svokölluðu siðabót sáu þeir sér ekki fært að færa hana til skips sakir þyngsla í Hólum er einnig forkunnar fagur skírn- arfontur úr steini, gamall, gerð- ur af bónda í Skagafirði. Það yrði of langt mál ef eg færi að lýsa öllu gömlu og /merkilegu, sem er að sjá á Hólum. Á Hólum er bændaskóli og mjög vandaðar og reisulegar byggingar og umgengni og hrein- læti betra en á öðrum skólum er við komum að. Viðtökum þar ætla eg ekki að lýsa, þær voru betri en óskir ná; gistuim við þar um nóttina og að morgni kl. 6 hlýddum við á guðsþjónustu í dómkirkjunni á Hólum, og minn- ist eg ekki að hafa fundið ann- arsstaðar betur að eg væri stadd- ur í kirkju við messugjörð. Lögðum við upp að morgni kl. 9 hina sömu leið að Varmahlíð, og var krókurinn í Hóla um 40 kílómetrar, og horfði víst enginn í þann snúning fyrir að hafa komið að Hólum. Skal nú farið fljótt yfir sögu. Vegurinn ligur yfir Hólminn og tvær stórbrýr þar yfir Héraðs- vötnin, fórum við austur Blöndu- hlið, afarfallegt bygðarlag, þar eru mörg nafnfræg stórbýli, m. a. Flugumýri, Djúpidalur, Stóruakrar, Miklibær, Víðivellir o. fl. Austast í hlíðinni er Bóla þar sem Hjálmar gamli bjó, þaðan Norðurárdal, er það aust- asta bygð Skagafjarðar, heldur leiðinleg, er þá lagt á öxnadals- heiði, er þar skuggalegur bílveg- ur sem liggur utan í fjallshlíð og kolsvört hamragljúfur undir; þegar þeirri heiði sleppir kemur Öxnadalur, fjallasveit, ófrjó, þar er líka Hraun, sem listaskáldið Jónas er fæddur. Fremsti bær í Öxnadalnuim er Bakkasel, þar er bensín og kaffi til sölu, þaðan eru tæpir 40 km. til Akureyrar. Dalurinn víkkar og fríkkar eftir því sem norðar dregur, um innrj Bægisá tekur við Hörgár- dalur og næst Akureyri Krækl- inga'hlíð. Á Akureyri var okkur búin stórveizla af “Ræktunarfélagi Norðurlands” í bæjarráðshúsi kauptúnsins og hefi eg ekki séð í Reykjavík slíkt skrauthýsi; viðtökur þar voru framúrskar- andi góðar. Aukreyri er stærsta kauptún landsins að fráskildri Reykjavík og höfuðstaður Norðurlands, 12 oz..$1.00 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) OOODERHAM & WOHTS, LIMITED 8tofn»ett 1832 Elzta Éifengrisgerð t Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.