Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. FRBBÚAB 1939 3 Þar er myndarbragur á flestum sviðum, þar eru meiri iðnaÖar- fyrirtæki en í Reykjavík þar eru Bka stærstu og fallegustu trjá- garðar landsins, og reyniviður gnæfandi hár í hverjum húsa- garði. Gistum við þar á veit- ingahúsum um nóttina, daginn eftir vorum við boði “Búnaðar- félags Saurbæjarhrepps” að Saurbæ. Þangað flutti séra Jakob Björnsson frá Torfastöð- Uim fyrir nær 6o árum og var Þar prestur um 40 ár og að síð- ustu elzti þjónandi prestur lands- •ns. Þar er torfkirkja, ein af Kemur sem enn eru eftir á ís- landi; þar sagði mér núverandi bóndi þar, að í Saurbæ væri bezta hestaganga i Eæjafjarðar- sýslu. Daginn sem við vorum um kyrt á Akureyri var stór- rigning okkur til skapraunar. Morguninn eftir lögðum við af stað frá Akureyri í skúra- veðri og dunmbungs útliti. Þeg- ar komið er móts við Akureyri austan Eyjafjarðar, erum við koninir i Suður-Þingeyjarsýslu; fyrsta stanzið var i Vaglaskógi ' Fnjóskadal, þar er girt og frið- að um 30 ár, skóglendi mikið, er það með fegurstu skógum lands- ins, þar er fjöldi af birkitrjám frá 8—10 metra há, liggur svo leiðin um Ljósavatnsskarð, yfir Fárðardal, austur yfir Skjálf- andafljót, í því er Goðafoss, fallegur en ekki mjög hár. Eru l’ar falleg bygðarlög vaxin kjarngrösum. Þann dag fórum við að Litlu-Laugum í Reykja- dal og gistum í Héraðsskólanum a Laugum. Reykdælir fjölmentu þangað uimi kvöldið og fögnuðu okkur með ræðum og kvæðum og 'hinum bezta atbeina. Daginn eftir fórum við að Mývatni. Þar er margt skrítið og einkennilegt. Mývatnssveitin mun vera með e>nkennilegustu bygðarlögum ^andsins, á kringum vatnið eru nijög einkennilegar hraunmynd- anir; vatnið mjög vogskorið nneð nesjum og hólmum. Ein ein- kennilegasta eyjan í vatninu er Slútnes og fórum við ferðafólkið nt! í hana. Eyjan er á að giska nni 20 dagsláttur að stærð, þak- ln og umvafin mjög þéttum skógargróðri, birki, reyni og -sulviði; úr eyjunni var búið að hirða um 10,000 egg og er eg nærri viss að annaðeins var eftir, því hvar sem við gengum flögr- aði önd af eggjum og var upp i egg í suimium hreiðrunum; niest verpir þar duggönd, taum- °nd, hávella og talsvert af hettu- niáf. Mývatn mun vera mesta veiði- vatn á landinu og hefir þar verið aukin veiði'nú á síðari árum með klaki. Við borðuðum i Reykjahlið sdung og villiandaegg og m. fl. b*ar vorum við staddir 23. júní daginn fyrir Jónsmessu og var ekki farið að láta þar út kýr og ^njög lítill gróður kotninn, enda var vorið mjög kalt í Norður- landi, og hafishrafl á fjörðum. f^ar báru allar ær inni i húsum s-l. vor. En að lokum varð þó særnileg spretta en sláttur bvrj- abi seint. (Framhald) Málarinn: Sjáið! Þetta er síð- asta listaverkið mitt. Eg get aldrei skapað jafn mikið lista- verk framar. —O, sei, sei, maður á aldrei aís gefast upp. Landnámskor.a látin Vilhelmina María Thcodórsdóttir ♦ “Hér eru engir áffar, enginn “Huldu-klettur,'' Ok nc Eiríksjökull —alt cru tórnar sléttur— Alls rr yndis varnað, Island, barni þinu, utan eins: þú lifir œ í hjarta inínu-.” —P. S. P. -f -f Þannig hugsa margir gamlir og góðir Islendingar hér i landi. Þannig hugsa þeir auðvitað og eðlilega helzt, semi finna í sínum innra manni kraft og kjark til þess að ryðja sér braut, en eru sviftir tökum og tækifærum sök- um þess að þeir eru hér útlend- ingar og finna tfl þess að þeir geta aldrei orðið annað. Þannig hefir hún óefað hugs- að, þessi tápmikla dugnaðar kona, sem hér er minst. Hún var Borgfirðingur eins og skáld- ið< sem orti ofanskráðar ljóðlín- ur; hún hefir óefað horft i huga sér á “Hulduklett,” Ok og Ei- ríksjökul, því tign þeirra staða er óafmáanlega stimpluð i hug og hjarta allra sannra Borgfirð- inga.. íslenzka landnámsliðið vissi líka hvað það var að ganga undir OK alls konar hörmunga frum- býlingsáranna; það þekti kalda gustinn frá Eiríksjökli erfiðleik- anna en það sótti sér þrek og þol og táp imíeð þvi að horfa sín- um andlegu augum heim að “Huldukletti,” opna hann og sækja þangað sigurskapandi þrótt og næringu. \jlhelmina María 'l'heodórs- dóttir var fædd 3. desember árið 1861 að Syðri Hraundal í Mýra- sýslu. Foreldrar hennar voru þau Theodór Jónsson héraðs- kunnur maður og mikilhæfur, og Helga Jónsdóttir kona hans; hún fluttist til Canada árið 1886 og giftist 1890 Guðmundi Jakob Hjnrikssyni; var hann sonur hjónanna Hinriks Gunnlaugs- sonar og Salónte Helgu Guð- nundsdóttur, er bjtiggu að Kolla- fossi. Þau Jakob og María námu land í Lögbergs-nýlendunni 1891 og bjuggu þar þangað til árið 1901 ; þá fluttu þau til Glad- stone, nánut þar aftur land og bjuggtt þar þangað til þau fluttu til Gimli fyrir sjö árumti. Þar dó Jakob 29. nóvember 1933. Næsta ár flutti Maria til Win- nipeg og andaðist 13. janúar síðastliðinn að 618 Agnes stræti á heintili Árna Sveinbjörnssonar og kontt hans. Hún varð bráð- kvödd í svefni. Líkið var flutt til Gladstone og jarðað þar frá Sameinuðu ensku kirkjunni, en maður hennar, sem var jarðsett- ytr að Gimli, verður grafinn upp að vori kontandi, fluttur til Gladstone og endurgrafinn við hlið hennar. Þau hjón áttu eina dóttur barna, heitir hún Salóme Rann- veig og er gift hérlendum manni, sent Janies Walker heitir; búa þat« nú á fyrverandi heimili þeirra Hinriksons hjóna. Ungu hjónin eiga þrjú börn: Jarnies Jakob, Frank og Salónte Maríu. Sveinn Níelsson, bróðir séra Haraldar, átti Jónínu systur Maríu og er þeirra dóttir Helga kona Páls Vestdals í Wynyard; en þeir eru systkinasynir, Páll Vestdal og E. P. Jónsson, rit- stjóri Ivögltergs. Þau hjón, Jakob og María, óltt upp að mestu leyti Jakob Hin- riksson i Edmonton, en hann er sonur Gunnlaugs bróður Jakobs og Ástdísar systur þeirra Bar- dals-bræðra. . Fykingar frumbvggjanna þynn- ast óðum. Með Maríu Hinriks- son er fallin ein af .dugnaðar- og merkiskonum \'estur-I slendinga. Sig. Júl. Jóhannesson. Húsfrú Pálína Þorleifs- dóttir Thomasson látin Ilún lézt þann 17. janúar i Park Rivér, N. Dak. Þangað var hún flutt veik frá heimilinu, nær viku fyrir andlátið til Thor- disar dóttur sinnar, sent er bú- sett þar og gift manni af inn- lendum ættum. Þar átti líka heimili læknir sá, er .nrest hafði stundað hana á hennar siðustu heilsitbilunar árum. Pálína Hólmfríður hét hún fullu nafni, var fædd að Syðra- llóli i Kræklingahlíð i Eyjafirði 24. sept. 1869. Foreldrar henn- ar voru: Þorleifur Björnsson frá Fornhaga, Þorlákssonar frá Skriðu í Hörgárhéraði. Móðir Pálínu var Guðrún Árnadóttir Árnasonar frá Sýlastöðum. Hún ólst upp hjá foreldrtim sínum, mest í Hörgárdalnum, en árið 1888 fluttist lnin til Ameriku, þá á 19. aldursári, og settist að í þessari íslenzku bygð í Dakota og dvajdist hér til æfiloka. Þann 26. október 1893 giftist Pálína eftirlifandi manni sintim Jóhanni Thomassyni Jóhannsson- ar og Guðrúnar Árnadóttuh. Flest árin síðan hafa þau búið hér í Garðarbygð. Þeim lijón- um fæddust níu börn, en eins bg við, se'iii komin crttm yfir langa vegferð höfum orðið þess vís, að það er ekki ætið blíðvindur, sem blæs af Libanon, svo sneyddu ekki raunir fram hjá hamingju og heimili þessara hjóna. Ungan dreng mistu þau hér á fyrri ár- um, Gamalíel að nafni, en hin börnin komust til fullorðins ára. Svo hafa þau séð á bak tveim sonum fyrir- ekki löngu siðan. Báðir voru þeir giftir konum hérlendum. Nöfn þeirra voru: Thorleifur (Cod), sem þá var orðinn ekkjuimaður og átti tvo unga drengi. Annar þeirra hefir verið alinn upp hjá “afa og ömrnu,” liinn tekinn i fóstur af Birni Olgeirssyni og Guðrúnu. Hinn sonurinn dó nokkurum ár- um siðar, Arni að nafni. Syst- kinin sem lifa eru, Thomas, giftur Soffíu dóttur Kristjáns Kristjánssonar og Svanfríðar; Thordís, sem áður er getið; Gamaliel, kennari i Madock, N. Dak., giftur konu af hérlendum ættum; Lárus, giftur Petrínu Jóhannesdóttur Magnússonar og Ágústu; Guðrún, gift Jóhannesi Sigurjónssonar Gestssonar og Þóru; Steindór, ógiftur heima og sonar- og fóstursonur Richard. Þeir eru viðfeðma vængir góðrar húsmóður, semi breiðast yfir ástmenni og heimili, og má það með sanni heimfærast til hinnar látnu konu, og skilist hef- ir mér, að mikið hafi bygðin mist frá samvinnu og félagsmál- um sem tmáðuð hafa verið til at- hafna og hjálpar. Fá dæmi munu þess, að jafn- mikil gestrisni hafi prýtt eitt heimili sem þeirra Jóhannesar og Pálínu. Flokkar ferðamanna og kvenna áttu þar jafnan heim að sækja, og fáir voru þeir dagar úr árinu, sem ekki voru fleiri og ■færri aðkomandi. Minti hús- móðirin svo löngum á Geirríði, semi getið er í Landnámu. “Hún sparði ekki mat við menn, og lét DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultatlon by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy flts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 gera skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á.” Athöfn jarðarfarar fór fram þann 21. jan. undir leiðsögn sóknarprestsins séra H. Sigmars. Vertu sæl, systir, og berðu kveðjur.— G. Thorleifsson. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahant og Kennedj Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur f eyrna, augna, nef og hélssjúkdömum. 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy VlBtalstlmi — 11 U1 1 og 2 tll 6 Skrifstofusími — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsími 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islemkur löpfrœOincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. VV. J. Iiindal, K.C., A. Buhr Bjöm Stcfánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út - vega peningalán og eldsAbyrgð af öllu t«egi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pasgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borparinnar. Herbergl 62.00 og þar gflr; meí baðklefa 63.00 og þar yflr. Agætar m&ltlCir 40c—60c Free Parking for Gucsts Thorvaldson & Eggertson tslenzkir lögfrœöingar G. 8. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. O. EOOERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Ooníederatlon Life Blg. SIMI 97 024 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Helmilis talslmi: 501 562 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPHG DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Ilome Telephone 36 888 OR. K. J. AUSTNIANN 310 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdóma Viðtalstlmi 9—12 fyrir hádegi; að kveldi eftir samkomulagi Skrifstofusími 21169 Heimilissími 48 551 Business and Professional Cards

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.