Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. FEBBÚAR 1939 —GUÐSDOMUR---i “En hvaÖ á þetta aÖ þýÖa? Hvar hefirðu náÖ í hana?” spurði faðirinn, og jafn hraðan greip móðir jörgens mjög reiðilega fram í og mælti: “Stelpan er likust flökkufólkinu, sem vér nefnum “zígauna!” Hvar hefirðu rekist á hana? Gerðu strax grein fyrir þvi!” Jovíku hafði farið talsvert fram í málinu á ferð- inni, og skildist henni því, að þetta væru foreldrar Jörgens, og að viðtökurnar væru eigi sem hlýlegastar. Það komu því tár í augun á henni, og stamaði hún nú fram orðum þeim, er henni hafði verið kent að nota, er hún heilsaði. En er bóndakonan heyrði á máli hennar, að hún var útlend, versnaði skap hennar um allan helming. “Hún kann ekki að koma fyrir sig orði!” mælti hún all-gremjulega. “Það er þó líklega ekki ætlun þín, Jörgen, að teyma hana heim með þér!” En Jörgen var eigi á þeim buxunuim', að hann ætlaði sér að bregðast Joviku sinni er í raunir ræki. Hann dró 'hana því enn nær sér og svaraði í mjög ákyeðnum róm: “Þar sem stúlkan sú arna er, þar ætla eg mér og að vera, og fái hún ekki að koma heim, þem eg þangað heldur ekki. — Annars megið þið ekki tala illa um Jovíku, kæru foreldrar, þvi — eg get eins vel sagt ykkur það þegar — hún á að verða konan mín.” Það var sem eldingu hefði lostið niður; svo steinhissa urðu foreldrar Jörgen’s, og hugðu óefað helzt að hann væri genginn frá vitinu. Það var lán, að allir höfðu annað að gera, en að taka eftir því, sem Jörgen og foreldrar hans áttust við, því að það hefði þótt saunia til næsta bæjar. “Lof mér að tala!” æpti Jörgen loks eins hátt eins og hann gat. “Þið þekkið Joviku alls ekki. Hún er fyrirtaks stúlka! Og þó að hún hafi til þessa verið veslings heiðingi—” Meira komst hann eigi upp með, enda hafði hann stungið á því kýlinu sem sárast var. Bóndakonan hvæsti af skelfingu, er hún heyrði þessi voðalegu orð, og bóndinn krossaði sig aftur og aftur. “Heiðingi! — Guð sé oss öllum næstur! — -Etlarðu að koma með heiðingja heim til okkar, Jörgen?” — Er sá vondi sjálfur hlaupinn í þig?” Jovika skalf og titraði. — Henni skildist vel, að | það var hún, sem þau höfðu þennan viðbjóð á, og fór i hún því að gráta svo sáran, að Jörgen misti nú alveg * þolinmæðina. “Kæru foreldrar!” æpti hann og sló út höndun- um, sem óður væri, og svo sem hann mlyndi ráða á foreldr^ sina. Eg hefi ávalt verið ykkur hlýðinn sonur, en ef þið takið svona á móti unnustu minni, þá má skollinn sjálfur og allir hans árar—” “Jörgen!” kallaði Jovíka og greip um hönd hans, “Jörgen!” “Já, auðvitað — í sonarlegri auðmýkt,” mælti Jörgen, er sefaðist þegar, er hann heyrði rödd hennar. Foreldrar Jörgens létu þó eigi sefast og deilan var að harðna sem mest er séra Leonhard sást koma. Hann svaraði stuttlega kveðju hinna mörgu er heilsuðu honum glaðlega, og flýtti sér þangað seim Jörgen og foreldrar hans voru, eins pg hann vissi að þangað þyrfti hann að koma. “Góðan daginn, Moos!” mælti hann. “Þér og konan yðar eruð víst kát yfir því, að hafa heimt son ykkar heim aftur. Hann hefir getið sér góðan orð- stír í ófriðinum, svo sem heiðursmerkið á brjósti hans sýnir.” “En samt verðið þér nú að hjálpa okkur, prestur minn,” mælti bóndakonan, mjög hnuggin. “Drengur- inn okkar hefir orðið fyrir göldrum og gjörningum og kermir heim með hundheiðna Tyrkja-telpu, sýni- lega eitthvert galdranornið, og þykist nú vilja ganga að eiga hana!” “Já, lítið þér sjálfur á kvensniptina þarna, prest- ur minn!” greip bóndinn fram í og brosti um leið all- kuldalega. “Eftir skoðun Jörgens á hún einhvern tíma að verða húsfreyjan á jörðinni okkar! Segið mér nú hvort Jörgen getur verið með öllum mjalla? Hún er vissulega—” “Hún er lærisveinn minn, sem eg er að kenna kristin fræði, og sem eg innan skamms, með hinni helgu skírn, imiun taka í kristilegt samfélag,” bætti séra Leonhard við, og Iagði mikla áherzlu á orðin, jafn framt því er hann hélt hönd sinni blessandi yfir höfði ungu stúlkunnar, sem, var að gráta. Þið ættuð ekki að ásaka son ykkar svo mjög, þar sem það er einkum honum að þakka að þessi unga sál snýst til kristilegrar trúar.” Þegar klerkurinn sagði þetta, fór bóndakonan að verða all-hugsandi. Hún var guðhrædd kona, og sá, að þar sem til- gangur Jörgens var svona lofsverður, þá gat djöfull- inn eigi hafa hlaupið í hann. Gamli bóndinn sefaðist og nokkuð, og nöldraði í barm sér: “Það er annað mál! En á mitt heimili kemur hún ekki.” “Þá fer eg þegar áf stað ásaimtt Jovíku, til Dal- matíu, og setjumst við þar að hjá villimönnunum,” mælti Jörgen. “Eg kýs heldur að gæta geita, meðan eg lifi, en að lifa án hennar á jörðinni okkar hér í Tyrol. Að vísu munu þeir skera af mér nefið og bæði eyrun, eins og þar er lenzka, þegar útlendingur sezt þar að; en hvað kæri eg mig um það ? — Eg sætti mig við það, vegna Jovíku!” Þessi hótun hafði tilætluð áhrif, einkum að því er móðurina snerti, sem fráleitt hafði áður heyrt þessarar hræðilegn lenzku getið. — Hún krosslagði hendur á brjóstið, sýnilega imjög óttaslegin, og horfði á nefið á Jörgen, er fór svo vel á andlitinu. “Þú lætur það vera! Þú verður hér i Tyrol, meðal annara kristinna manna,” mælti bóndi. “Eg ráðlegg þér að þegja, Jörgen,” mælti séra Leonhard, er Jörgen ætlaði auðsjáanlega að svara aftur fullum hálsi. “Það er eigi fallegt af þér, að reita foreldra þína til reiði, er þú ert nýkominn heim. — Eg skal tala við foreldra þína. Komdu, Moos, og þér lika,” mælti hann við gamla bóndann og konu hans. “Tölum um málið í næði, en ekki hér, þar sem allir heyra hvað talað er.” Það var og sannast að þeir seml næstir stóðu, voru þegar farnir að hlusta á, og höfðu síðustu orð Jörgens ekki hvað sízt vakið almenna skelfingu. Séra Leonhard gekk nú að vísu brott með for- eldrunum, en engu að síður gekk það þó mann frá manni sem eldur í sinu, að Jörgen Moos hefði komið heirn með Tyrkja-stelpu og að hann ætlaði að skera af sér nef og eyru, af því að sá væri siðurinn er heiðin hjónavígsla færi fram. Jörgen kærði sig á hinn bóginn ekkert um, hvað pískrað var, því að hann var einatt að leitast við að hugga Jovíku, sem enn var hágrátandi. “Þú skalt verða konan mín á býlinu okkar hérna í Tyrol,” mælti hann. “Gráttu ekki Jovika! Séra Leonhard hefir tekið imálið að sér og þá má telja það unnið að hálfu leyti og meira en það, því að prestarnir jafna allan ágreining hér í Tyrol.” Séra Leonhard brást og eigi því trausti, er borið var til hans. Það var að vísu eigi fyrirhafnarlaust, að telja foreldrum Jörgens hughvarf; en hann kunni lagið á því. Hann benti þeim á, að hér væri um það að ræða, að frelsa sál frá glötun, og því væri það mikilla umbuna maklegt, að Jörgen hefði tekið að sér veslings heiðna telpu, og ætlaði að gjöra hana að kristins manns eiginkonu. Ef foreldrar hans risu eigi öndverðir gegn þessari kristilegu starfsemi hans, myndu þau einnig hljóta nokkurn hluta umbunanna. Gömlu hjónin voru, eins og áður var að vikið, guðhræddar manneskjur, og máttu prð prestsins sér því 'mijög mikils. Að einkaerfingi þeirra gengi að eiga útlendan, munaðarlausan aumingja, virtist þeim í raun og veru slík fjarstæða, að ekki kæmi til neinna mála. En hér var og um það að ræða, að snúa heiðingja til kristinnar trúar, og afla guðsríki einnar sálar, og það gerði allan muninn. Það gat ekki hjá því farið, að þess yrði víða getið, og að það varpaði frægðar-ljóma yfir foreldra Jörgens. Og er séra Leonhard sagði þeim að lokum frá giftingu Geralds, er móðir hans hefði samþykt — hann varaðist að geta þess, er á undan var gengið —, urðu hjónin mjög hugsandi. Fyrst hún, þessi ríkláta frú, gat sætt sig við það, að fá tengdadóttur frá Dalmatíu, sat þaS ekki á þeiim, bændafólkinu, að vera harðari í kröfum. Að lokum varð niðurstaðan sú, að gerð voru boð eftir Jörgen,-og lét hann þá ekki standa á sér. “Jörgen! Þú átt nú að aka heim með foreldrum þínum og vera þeim hlýðinn sonur,” mælti séra Leonhard alvarlega. “Og þegar þú hefir fært þig úr hermannsfötunum, þá áttu að sýna, hvaða dugur er í þér sem bónda. Jov.íka verður á hinn bóginn hjá frú Steinach um hríð, til þess að læra tungu og siði lands- manna. — í næsta imánuði imynda eg mér að eg geti skírt hana, og hafa hinir góðu foreldrar þinir lofað að vera guðfeðgin, er sú kristilega athöfn fer fram.” “Já, prestur minn,” mælti bóndinn. “Bn viðhöfn mikla vil eg hafa, svo að hljóðbært verði um alt Tyrol.” “Og allir nágrannaprestarnir verða að vera þar viðstaddir,” bætti bóndakonan við. Jörgen hoppaði upp af kátínu og kysti í ákafa hönd prestsins. “Þessu skal eg aldrei gleyma yður, prestur minn! Það er, sem eg segi, að prestarnir geta komið öllu í lag. — Og nú hrópa eg húrra fyrir tilvonandi hús- freyjunni! Hún lifi lengi! Húrra!” I 4» 4* 4* Hálftíma síðar ók vagn af stað til Steinach- hallarinnar, og sat Gerald og frú hans í vagninum, en Jovíka sat hjá vagnstjóranum. Tárin voru þornuð og það var auðséð, að fjarska vel lá á henni, enda hafði Jörgen áður en hann fór heim til sin, tekið sér tílmla til þess að skýra henni frá því, í hve gott horf málið væri komið, og hafði hann jafnframt getið þess að frá Steinach-höllinni væri aðeins hálftíma gangur til híbýla föður síns. Yagninn valt hratt gegnuin skrúðgrænan Etsch- dalino, er virtist hafa skrýðst sínum fegursta skrúða, til að fagna heimkomu sonarins og hinni ungu frú hans. Merkur og akrar glóðu í sólskininu og þorpin tóku við hvert af öðru, en hallirnar á hæðunum. Áin rann, glampandi og niðandi, eftir dalnum, og fjöllin gnæfðu til beggja handa, ýmist blá í fjarska eða þakin dimimlum eikar- og greni-skógum; og frá hæðstu tojipunum gægðist livítur snærinn ofan í dalinn. “Er það ekki satt? Föðurland mitt er fagurt!” mælti Gerald. “Heldurðu ekki að þú getir unað hag þínum hérna eða heldurðu að þú saknir fornra stöðva?” “Eg sakna einskis, — þegar eg er hjá þér!” mælti unga frúin, og brosti hýrlega til hans. “Fremur öllu öðru skal eg og láta mér um það hugað, að þér verði hlýtt til þessa nýja heimilis þíns,” mælti Gerald; “en því miður finst mér eg stundum kvíða því, að gamla stríðið kunni að blossa upp aftur. — Þú hefir, Daníra mín, látið mig finna til þess sárt og lengi, að þjóðir okkar hafa verið hvor annari f jandsamlegar.” “Þær hafa santið frið eins og við höfum gert,” svaraði Daníra,” og því þarftu ekkert að óttast, — eg vann sigur á því, serti eg þurfti að sigra, illviðris- nóttina sælu, er eg gekk frá Wilaquell til kastalans.— Það, sem eg átti þá um að velja var margfalt örðugra, en að velja uni líf eða dauða. — Og þá kaus eg að bjarga lífi þínu; — nægir þér það ekki?” “En eftir það er þú hafðir bjargað lífi mínu, ætlaðirðu þó að fórna sjálfri þér og hamingju okkar beggja, og það af tómri ímyndun. — Það er enginn efi á því, að dagar þinir hefðu verið tafdir, ef þú hefðir játað gjörðir þínar, eins og þú hafðir ásett þér að gjöra.” “Það var ekki tóm imyndun,” svaraði Danira og viknaði mjög. “Eg var dauðans makleg. — Eg vissi að Marco myndi eigi gefast upp, hversu mikið ofurefli sem við væri að etjay og hefði blóð flotið, — þá var það mér að kenna. —- En endurminningin um þá at- burði myndi hafa hvílt svo þungt á mér, að eg hefði þá eigi getað lifað! "En æðra vald,” mælti Daníra enn fremur, “kvað þá upp dauðadóminn yfir Marco og náðaði mig. — Það varð ekkert af orustunni, því að jafnvel fjalla- búarnir, landar minir, töldu atburðinn vera — guðs- dóm.” E N DI R

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.