Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.02.1939, Blaðsíða 7
LÖG-BEBO, FIMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1939 7 Guðrún Lárusdóttir Eftir J. J. Bíldfell. Það eru tvær aðalástæður fyrir því að eg hefi, fyrir hvatning vinar míns Sigurbjörns Sigurjónssonar, ákveðið að rita fáein minningarorð um Guðrúnu Lárusdóttur, með niynd hennar í janúarhefti Sameiningarinnar. Fyrst eru það persóuleg kynni min af Guðrúnu heitinni, og í öðru lagi það, að hennar hefir ekki verið minst, nema með stuttri dánarfregn í vestur-íslenzku blöðunum, sem mér og eflaust mörgum öðrum hér vestra finst sjálfsagt að gjört hefði verið, því sannarlega hefði það verið og væri Vestur-íslend- ingum ávinningur að kynnast og athuga lífsstarf þessarar göfugu og stórmerku konu. Það var árið 1909 að eg fyrst kyntist þeim hjónum. Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni og frú hans, Guðrúnu Lárusdóttur. Eg var á ferð á íslandi eftir 22 ára fjærveru frá ættlandi mínu og naut þá, sem siðar, sérstak- rar góðvildar og gestrisni á heimili þeirra hjóna, sem eg þó hafði aldrei þekt eða séð fyrri. Mér er enn minnistætt, er eg sá Guðrúnu Lárusdóttur fyrst, mér fanst svo mikið til hennar koma. Persóna hennar var tilkomumikil og tíguleg, en það var þó hvorki tign hennar né ytra atgerfi, sem mér fanst mest til um, þótt hvorttveggja væri í bezta lagi, heldur framgangsháttur hennar og tal, þó hún væri í þetta sinn hæði fáorð og fáskiftin. En það, sem hún lagði til mála var svo vel grundað og ákveðið, að það gat ekki annað en vakið eftirtekt hjá ókunnum manni. Hið sama var að segja um hreyfingar hennar allar, þeim fylgdi, ásamt hátt- prýðinni, sama ákveðnin og öryggið eins og orðunum. Eg fór í burtu frá Ási eftir þessa fyrstu heimsókn mína með þá tilfinning í huga og hjarta, að frúin þar væri háttprúð og heilsteypt kona, sem sólin ætti enn eftir að verma. Þessi niðurstaða mín um skapgerð frú Guðrúnar átti eftir að breytast að nokkru við nánari kynni af henni sjálfri, ritum hennar og starfi í þágu þjóðbræðra sinna og systra. Um skarpskygni hennar, orðprýði og grandgæfilega athugun á mönnum og málefnum var aldrei að efast, og ekki heldur um öryggi hennar í orði og athöfn. En þótti sá eða fáleiki, sem mér fanst bera á hjá henni við fyrstu kynningu, var af mér misskilinn, þvi hann var aðeins vörn hennar gegn því ókunna, eða óþekta, þar til dómgreind hennar hafði kveðið upp fullnaðar ákvæði um verðmæti þess. Auk hinna miklu andlegu hæfileika var frú Guðrúnu lánað næstum því óskiljanlega mikið starfsþrek. Hún var tíu barna móðir og veitti forstöðu stóru og umsvifamiklu heimili. Hún sat í stjórn Reykjavíkur-bæjar um langt skeið og vann að fátækramálum þess bæjar seint og snemma. Tók ákveðinn þátt í málum góðtemplara og vann ósleitilega á fyrri árum fyrir fyrsta kristniboðsfélag fslands, er móðir hennar, frú Kirstín, stofnaði, og veitti því síðar og K.F.U.K. forstöðu. Hún sat í sjö ár á alþingi þjóðar sinnar. Og auk alls þessa liggur mikið eftir hana af ritverkum, bæði skáldsögum og blaðagreinum, sem alt ber vott um heil- hrigða lífsskoðun, miklar, fjölhæfar gáfur og næman skiln- 'ng á einstaklings afstöðu til meðborgara sinna. Þegar maður athugar með gaumgæfni hið víðtæka athafnasvið þessarar íslenzku konu, þá verður manni að sPyrja: Hvaðan kom henni þróttur til að afkasta með prýði öllu þessu feikna verki og hversvegna færðist hún svona mikið í fang? Svar við þeim spurningum getur naumast orðið nema eitt. Það var hið kristilega lifsviðhorf hennar, hin hreina og heita kristna trú hennar, sem gaf henni úræðið, þrekið og þróttinn. Hún skoðaði sjálfa sig sem þjón drottins á lifsleiðinni og skildi það líka glögt að engin undanfærsla undan kristilegum skyldustörfum í vin- garði hans mátti eiga sér stað, verkefnin þar voru svo mörg. Hvar sem hún leit þá blöstu við henni mein meðbræðra hennar — mein, sem hún þráði að mega bæta — mein, sem hún lagði fram alla sína krafta til að bæta. Auðnuleysingj- arnir — þessir minstu bræður meistarans — voru svo marg- h' og áttu margir svo bágt. Það gat hún ekki látið afskifta- laust. Hún vildi helzt geta náð til þeirra allra með velvild sinni og viðkvæmni. Eg hefi sagt hér að framan að það hafi verið trúar- pryggi frú Guðrúnar Lárusdóttur, sem hafi veitt henni eld- inn og áræðið í hinu mikla og margbreytta starfi hennar, sem að framan er talið. En starfssvið hennar var víðtækara á hefir verið minst. Hún fann einnig tíma til þess að v,nr,a með vaxandi árangri að trúfestu og trúvakningar málum með manni sínum, Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, oft b'egn andúð og ómildum dómum manna, sem annað hvort ekki skildu eða vildu ekki skilja aðstöðu þeirra. Það er annars einkennilegt og eftirtektarvert, að einmitt a því tímabili í nútíðarsögu þjóðarinnar íslenzku, þegar t?*ldi hins sögulega kristindóms var rengt og rýrt á allan hátt, þá kemur þessi kona fram til þess að verja hann og trú feðra sinna, ekki aðeins með orðum, heldur lika í verk- um, og gjörir það á svo ákveðinn en þó óeigingjarnan hátt, að hún vekur alþjóðar eftirtekt með starfi sínu. Menn sögðu að hún, og þau hjón bæði, væru persónu- gerfingar afturhalds og ófrelsis í trúmálunum. Auðvitað nær slík ákæra ekki nokkurri átt. Slíkir dómar eru engin nýmæli um menn, sem ineð festu og einurð halda fram þeim lífsskoðunum, sem andstæðar eru aldarandanum, sem fjöldinn vill fylgja. En nú er sókninni af hennar hálfu lokið; penninn lagður til hliðar, sverðið sliðrað og tungan stirðnuð. Þegar svo er komið þá geta menn að jafnaði litið yfir farinn veg með meiri sanngirni og jafnaðargeði, heldur en meðan á sókninni stóð. Þegar eg lít yfir æfiferil þessarar mikilhæfu, íslenzku konu þá finst mér að hann beri vott um alt annað en aftur- hald. Mér finst einmitt að hann beri ljósan og skýran vott um hið gagnstæða. Frá því fyrst að hún í vaxandi æsku- blóma kemur fram á sjónarsviðið og þar til að hún hverfur af því, er lifsstarf hennar alt sókn — sókn gegn öllu þvi, sem er lágt og ljótt — sókn gegn þvi sem henni fanst rangt og óréttlátt — sókn gegn öbirgð og allsleysi — sókn gegn volæði og vesaldómi, framsókn til fegurra lifs, giftusamlegra viðhorfs og sannari þroska. Ef að sú andlega afstaða, sem skapar slikt Iifsviðhorf verðskuldar afturhalds nafnið, þá á eg ekki betri ósk þjóð- minni til handa, en að hún mætti eignast sem mest af því. Eða myndi sú persóna, sem frá sólaruppkomu til sólarlags leitast af öllum mætti við að bæta kjör olnbogabarna lifsins, og að leiða hvert lítið barn i lifinu er þráir skjól, verða með nokkru móti nefnd ófrjálslynd? En slíkt var lífsstarf frú Guðrúnar Lárusdóttur. Dauða frú Guðrúnar bar að á sorglegan og sviplegan hátt. Þau hjón, cand. theol. Sigurbjörn Ástvaldur Gislason og frú Guðrún, ásamt tveimur dætrum sínum, Guðrúnu Valgerði konu Einar Kristjánssonar í Reykjavik og Sigrúnu Kristínu, 17 ára gamalli stúlku, voru á ferð i bil sér til hressingar austur i Árnessýslu. Bílstjórinn, sem var sá fimti í bílnum, hét Arnold Pedersen og var og líklega er þjónn við Elliheimilið í Reykjavik. Ferðinni, eftir að heilsa upp á kunningja er í leið þeirra voru, var heitið til Geysis og Gullfoss. Til Geysis komu þau 19. ágúst s.l. og gistu þar aðfaranótt laugardagsins, og héldu svo áleiðis til Gull- foss á laugardagsmorgun 20. ágúst. En á þeirri leið er Tungufljót, vatnsfall allmikið og er brúað, en við vestur- enda brúarinnar liggur vegurinn að Gullfossi út af aðalveg- inum í skarpri bugðu. Ferðafólkið kom að vegamótum þessum að afhallanda hádegi, en þegar bílstjórinn ætlaði að sveigja inn á Gullfoss-brautina, varð hann þess var, að hemlar vagnsins voru í ólagi og sá að hann mundi ekki ná fugðunni, en þá var ekki nem um tvent að velja, halda áfram og eiga á hættu að bíllinn ylti um og ofan í fljótið, eða að renna beint ofan í það. Bílstjórinn kaus síðara úrræðið sökuin þess að hann hugði að fljótið mundi ekki mjög djúpt þar niður undan. En bíllinn sökk í hyldýpið með öllu sem í honum var og skorð- aðist á milli tveggja kletta á botni fljótsins. Bílstjórinn gat brotið glugga, er var gegn sæti hans, komst þar út og synti til lands. Sigurbjörn Á. Gíslason komst einnig út og bjargaðist aðfram kominn til lands með aðstoð bílstjór- ans, en mæðgurnar þrjár létu lífið. Eftir að likin náðust og læknisskoðun hafði farið fram voru þau flutt til Reykjavíkur, þar sem fjórða líkið bættist við — ung stúlka, systir Einars manns Guðrúnar Valgerðar, — hafði hún dáið fáum stundum áður en slysið við Tungu- fljót vildi til. Jarðarför þessara fjögra kvenna fór fram 27. ágúst s.l. Hún hófst með húskveðju að Ási er séra Þorsteinn Briem prófastur flutti; á undan húskveðjunni var sunginn sálm- urinn: “Ljúft er sjón í hæð að hefja,” en á eftir “Til hiinins upp vor liggur leið.” Báðir þeir sálmar eru eftir séra Lárus heit. Halldórsson föður Guðrúnar sál. Þúsundir manna standa þögulir og hryggir í huga með- fram stignum, sem liggur frá Ási og til kirkjunnar, en þar byrjaði kveðjuathöfnin kl. 3%. Dómkirkjan sjálf er þétt- skipuð og yfir því fólki hvílir sami saknaðarþunginn — sania klökkva viðkvæmnin — sama samúðarkendin, sem þetta hryggilega slys hafði vakið í hjörtum allra íslenzkra manna og kvenna. Kisturnar fjórar standa hlið við hlið framan við gráturnar. Ástvinir, hryggir en hógværir, horfa tárvotnum augum á kistu eiginkonunnar, móðurinn- ar, dætranna og svstranna, sem innan stundar verða huldar moldu, og móðirin aldurhnigna, sem þar er að fylgja sjö- unda barninu sínu af átta til grafar, er enn hugprýðin sjálf og tekur þessu siðasta aðkasti sem sannri hetju sæmir. Hún og þau vita, að þó sorgin sé þung og skilnaðurinn sár, þá lifir Guðrún og þær allar á bak við sorgar skýið, og minn- ing og inynd hennar og þeirra læsir sig i gegnum það til syrgjenda, ástvinanna — til allra íslendinga — eins og ljós gegnum myrkur. Við minningarathöfnina í kirkjunni töluðu þrir prest- ar: séra Friðrik Hallgrímsson, séra Sigurður í Hraungerði og séra Friðrik Friðriksson í Reykjavik. Við gröfina flntti Sigurbjörn Á. Gíslason nokkur orð þrungin af viðkvænmi og trúaröryggi. Daginn eftir jarðarförina færðu umiboðsmenn 17 félaga Áss-fólkinu 3,000 kr. til stofn- unar á miinningarsjóð um Guð- rúnu Lárusdóttur. í ávarpi sem fylgdi stendur: “Herra cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, Ási. Til þess að þakka hið niikla og óeigingjarna starf korvu yðar, frú Guðrúnar Lárusdóttur, al- þingismanns, i þágu menningar- og mannúðarmálefna, hafa und- irrituð kvenfélagasambönd og önnur félög lagt fram hvert sinn skerf il minningargjafar um frú Guðrúnu.” Frú Guðrún var fædd að Val- þjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Foreldrar hennar séra Lárus Halldórsson og Kirstin Pétursdóttir Guðjóhnsen eru bæði þjóðkunn fyrir rausn, höfðings- skap og gáfur. Hún ólst upp hjá foreldrum sinum í Reyðarfirði þar sem faðir hennar var frí- kirkjuprestur í allmörg ár, en fluttist með þeim og systkinum sínum til Reykjavíkur 1899. Árið 1903 giftist hún cand. theol. Sigurbirni Ástvaldi Gislasyni. Varð þeim tíu barna auðið. Þrjú þeirra dóu ung, tvær dæturnar með móður sinni í Tungufljóti. Fimm eru á lífi, fjórir synir: Lárus, Halldór, Gísli og Friðrik, og ein dóttir, Lára Kirstin. Fyrsta dagblað á Islandi Eg var nýlega að tala við mann um blaðaútgáfu á Islandi og um blaðamensku þar yfirleitt. Maðurinn vissi miklu meira en eg í þeirri sögu; var miklu fróð- ari um málefnið. En honum skjátlaðist í einu atriði; hann hélt því fram að “Vísir” væri fyrsta dagblað gefið út heima. Þó sannfærðist hann fljótt þegar við ræddumi málið nánar. Það var skáldkonungurinn Einar Benediktsson, sem fyrstur gaf út dagblað á Islandi. Það var blaðið “Dagskrá.” Hér fylgja fyrstu línurnar í auglýsingu þeirri, sem tilkynti að blaðið yrði gefið út á hverjum degi: “Reykjavík, miðvikudaginn 16 júní 1897. Frá því í dag byrjar “Dag- skrá” að koma út hvern virkan dag.” Dagskrá er hið FYRSTA DAGBLAÐ GEFlÐ ÚT Á IS- LANDI. Af þessu leiðir fyrst og fremst að allar fréttiry sem nokkra almenna þýðingu hafa eða gildi, verða fluttar í Dag- skrá. Einnig leiðir það af sjálfu sér að Dagskrá verður meira en helmingi starri en nokkurt ann- að blað, sem gefið hefir verið út á íslandi, og mun færa lesend- um sínum fjölbreyttara efni, en hingað til hefir boðist.” Eg hefi orðið þess var að þeir eru fleiri vestra, sam halda að “Visir” hafi verið fyrsta dagblað heima.” Sig. Júl. Jóhannesson. Talið er að alls séu nú töluð 2796 tungumál á jörðunni. Tala hinna “dauðu” tungumála er þó miklu hærri, eða um 4000.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.