Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRDAR 1938 Páfinn í Róm látinn Þann io. þ. m., lézt í páfa- höllinni i Róm, Píus XI, nálega áttatíu og tveggja ára að aldri; hafði hann veriÖ næsta veill á heilsu síÖan á öndverðu ári 1936, og rúmfastur meÖ köflum; hann þótti lærdómismaðúr með ágæt- um og hamhleypa við störf sin; útvarpsræður flutti hann margar, er bárust á öldum ljósvakans heimshornanna á milli, og mikið þótti til koma, sakir mælsku og andagiftar; hann var hinn 261. æðstur valdamaður kaþólsku kirkjunnar á páfastóli. Ekki síðar en þann 28. þ. m., kemur saman i Róm kardínála saimt- kunda til þess að velja nýjan páfa. Pius XI var lagður til hinstu ' hvíldar undir háailtari i kirkju hins heilaga Péturs á þriðjudag- inn var.— Mannfagnaður Miðvikudaginn þann 8. þ. m. hélt Karlakór Islendinga i Win- nipeg, veglegt samsæti eða gleði- 'inót í Marlborough Hotel, í til- efni af tíu ára söngstarfi kórsins. Samsætið sátu um tvö hundruð manns. Klukkan átta var sezt að borð- um, og stjórnaði forseti kórsins, Guðmundur Stefánsson, sam- sætinu og fórst það prýðilega. Fyrst sungu allir “O Canada.’’ Að því búnu tóku allir sæti og séra Ph. M. Pétursson flutti Ixirðbæn. Meðan setið var að Ijúffengum, réttunum, lék átta manna hljómsveit mörg falleg °g tilþrifamikil lög. Að borðhaldinu afstöðnu bað forseti sér hlóðs, og flutti ávarp S|Þ. Rakti hann í stórum drátt- uin sögu kórsins frá því liann 'ar stofnaður árið 1929. Að skýra frá efni ræðu hans hér, geri eg ekki, því eg veit hún muni verða birt í blöðunum, til f róðleiks og skomtunar þeim, sem ekki voru þarna viðstaddir. En þess má þó vel geta, að er- indi forsetans var prýðilegt. Þá fluttu þeir dr. B. H. Olson °g dr. Á. Blöndal stutt erindi á ensku. Dr. Olson drap lauslega a erfiðleika þá, sem því eru samfara að halda saman og æfa karlakór meðal íslendinga hér, lia'ði af því að þeim fækkar nú óðum, sem islen^kuna tala og skilja, og einnig sökum fjárhags 01 ðugleika. Benti hann á að þaina væri um víðtæka þjóð- ræknisstarfsemi að ræða, er Þ j óðræk n i s f élaginu bæri að styrkja að einhverju leyti, þvi svo vel hetði kórinn starfað að utbreiðslu og kynning íslenzks Ijoðs og lags, að seint muni yfir það fyrnast. Dr. Blöndal mælti nokkur orð tvm íslenzka hljómlist og söng, °g var gerður að því góður Tveir nýir ráðherrar Frá því var skýrt í síðasta blaði, að tveir nýir ráðherrar hefði tekið sæti í King-stjórn- inni í Ottawa, en lítið um þá að öðru leyti sagt vegna rúm- leysis. Hinn nýi póstmálaráð- herra, Hon. Norman McLarty, er lögfræðingur fæddur í bæn- um St. Thomas í Ontario-fylki í júlímánuði árið 1889; að loknu embætti^prófi fluttist Mr. Mc Larty vestur á bóginn og stund- aði við góðurn árangri um nokk- urt skeið málafærslu í bænum Medicine Hat í Alberta; þaðan fluttist hann til Windsor-bæjar og hefir gegnt þar umsvifamikl- um lögmannsstörfum. Mr. Mc- Larty var fyrst kosinn á sam- bandsþing í almennum kosning- um 1935. Þykir hann mœlskur með ágætum. Hinn nýi ráðherrann, Hon. James A. McKinnin, er fæddur að Port Elgin í Ontario árið 1881, en fluttist vestur til Al- berta um tvítugsaldur; er hann búsettur i Edmonton og hefir þar á hendi framkvæmdarstjórn fésýslu og tryggingarstofnunar; hann á sæti á Sambandsþingi fyrir Edmonton West kjördæmið, og var eins og embættisbróðir hans, Mr. McLarty, fyrst kos- inn á þing 1935, þó lengi hefði hann áður staðið framarla í fylk- ingu Liberal samtakanna í Al- berta-fylki. rómur. Þessu næst mælti Gordon Páls- son fyrir minni kvenna í bundnu máli, þrungið af fjöri og fyndni, sem öllum geðjaðist að. Þá bauð forseti Mr. F. H. Stevens að segja nokkur orð. Fór Mr. Stevens, sem fyr, fögr- um orðum um Iand vort og þjóð, og má af ritum hans og ræðum marka,'að hann hefir orðið fyrir mikilli hrifning frá náttúrunnar og mannanna hálfu, meðan hann dvaldi heima síðastliðið sumar. Hina ágætu grein hans um gleði- mótið í Marlborough hótelinu, er hann reit í Free Press síðast- liðinn fimtudag, ættu allir að lesa. Þegar staðið var upp frá borð- um, gengu allir inn í danssal- inn og þar söng karlakórinn fjögur lög. „ 1. Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson, við hátíðaljóð DaVíðs Stefánssonar. 2. Það árlega gerist, eftir ísólf Pálsson. 3. Hæ! tröllum á meðan við tórum, radds. af V. Svedblom. 4. Fyrst eg annars hjarta hræri, radds. af J. P. Cronhamn. Þegar aðal skemtiskráin var á enda, var klukkan orðin tíu. Frá þeim tima var stíginn dans með dillan'di fjöri, til klukkan eitt.— Gleðimót þetta var að öllu leyti hið ánægjulegasta, og eg heyrði fólk hafa orð á því. að það hefði skemt sér betur en það hefði átt kost á unt langan tíma. Davíð Björnsson. Úrborg og bygð Mr. B. J. Lifman, sveitar- oddviti í Bifröst, dvelur i borg-1 inni þessa dagana. •f -f Hin prýðilega ljóðabók frú Jakobína Johnson, “Kertaljós," er nú með öllu uppseld, upplag- ið heima á Islandi seldist alt þegar fyrir jól, en það, sem vest- ur kom, flaug út á hálfum mán- uði eða svo. •f -f Mr. og Mrs. Valdimar John- son i Riverton, Man., urðu fyr- ir þeirri sorg að missa ársgamlan son sinn, John Norman að nafni, er andaðist þann 1. febr. Út- förin fór fram frá heimili for- eldranna í Riverton, þann 6. febr. að viðstöddum nánustu ást- vinutm og vinum. •f -f Mr. Chris. Snidal hefir verið skipaður aðal- framkvæmdarstj óri fyrir Dunlop Tire & Rubber fé- lagið; er hann sonur þeirra Mr. og Mrs. Sigurjón Snidal, sem lengi bjuggu á Langside Street hér í borginni. Mr. Chris. Sni- dal hefir lengi verið i þjónustu þessa félags, sem hann nú veitir forustu i Manitobafylki. -f -f Sunnudaginn 1. janúar s.l. voru gefin saman í hjónaband þau ungfrú Gíslina Valgerður og Mr. Lester Carlyle Howe, að Foam Lake, Sask. Vigslan fór fram í United Church of Can- ada. — Brúðurin er dóttir þeirra merkishjóna Mr. og Mrs. Gísli Bíldfell að Foam Lake, Sask., en brúðguminn er af norskum ættum, mesti myndar og dugnað- armaður. — Eftir athöfnina í kirkjunni var setin vegleg veisla að heimili foreldra brúðarinnar, yfir 40 manns sátu veisluna. Séra Guðm. P. Johnson fram- kvæmdi vígsluna. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður á bújörð brúðgumans að Edfield, Sask. — Þeirra mörgu vinir óska þeim allrar farsældar og bless- unar um, ófarin æfiár. •f -f STARFSMENN GOODTEMPLARA Að kvöldi þess 1. febrúar s.l. setti Mr. G. M. Bjarnason um- boðsmaður stúkunnar “Skuldar’’ eftirfylgjandi í embætti: Æ.T.—Arinbj. S. Bardal V.T.—Mrs. Guðbjörg B.randson Kap.—Mrs. A. S. Bardal Rit.—Gunnl. Johannson A.R.—Harvey Cooney F. R.—Ásbjörn Eggertson (jj.—Mrs. Steinlaug ísfeld Org.—Mrs. Sigr. Gunnlaugsson Dr.—Þór Anderson A.D.—Walter Anderson V.—Steingrhnur ísfeld U.V.—Mrs. Susanna Guðmund- son. G. K. Ungl.—Mrs. R. Blöndal Skrásetjari—Guðm. Thordarson F.Æ.T.—Jón 1 Mldórsson G. J. ' ÚTVARP Sunnudaginn 26. febrúar, kl. 7 verður hinni venjulegu ísl. guðsþjónustu Fyrsta lúterska. safnaðar útvarpað yfir stöðina CKY. Eldri söngflokkurinn syng- ur hátíðarsöngva. Ræða prestsins verður miðuð við fyrsta sunnudag í föstu. Bjóðið vinum yðar og ná- grönnum, sem ekki hafa móttökutæki að lilusta á guðsþjónustuna á heimili yðar. Látið vita hversu heyrist í hinum ýmsu bygðum. Sendið bréf yðar presti Fyrsta lúterska safnaðar, séra V. J . Eylands, 776 Victor St. Á nýársdaginn síðastl. konm börn og nánustu skyldmenni Jóns pósts Jónssonar og konu hans Kristínar Jensínu Jóns- dóttur, saman í Wynyard til að heiðra gömlu hjónin á gullbrúð- kaupsdegi þeirra. Þau hafa lengi átt heima i Wynyard, eru vinsæl og vel látin. -f -f Mælskusamkepni stendur nú yfir í miðskólum Saskatchewan- fylkis. Er fyrst kept í einstök- um skólum, og sá, sem talinn er beztur í þeirri kepni, er sendur til móts við þá, sem sömu verð- laun hafa hlotið annars staðar. I Wynyard tóku fimrn nemendur þátt í samkepninni, þar af þrjár íslenzkar stúlkur. — May Hjör- leifsson, dóttir Mr. og Mrs. Hjörleifur Hjörleifsson í Wyn- yard fékk beztan vitnisburð. Ræða hennar var um starfsemi berklavarnarsambandsins í Sask- atchewan., Mr. Young, formað- ur skólanefndar færði henni fagran silfurbikar að gjöf. — Allir keppendurnir stóðu sig vel. Dómendur /samkepninnar voru þrír prestar, Rev. Brealy, Rev. Murray og séra Jakob Jónsson. •f ’-f A meeting of the Committee of the Young Icelander’s Book- Group was held at the J. B. Academy last Friday. Out of a very comprehénsive list these books have læen select- ed for the Group to read and study: 1. Seven Days of Darkness by Gunnar Gunnarsson. 2. Ships in the Sky by Gunnar Gunnarsson. 3. The Night and the Dream by Gunnar Gunnarsson. 4. I See a Wondrous Land by Gudmundur Kamban. 5. The Virgin of Skalholt by Gudnmmdur Kamban. 6. Laxdæla saga, transl. by Thorstein Veblen. 7. Grettis Saga, trans. by G. H. Hight. 8. Snorri Sturluson—Heims- kringla: Tlie Olaf Sagas — trans. by Samuel Laing. 9. Snorri Sturluson — Heims- PJIONE 80 311 Seven T.ines w í’or Better Dry CleaninR and Jjanndrj’ NÚMEK7 líou J. S. McDiannid náttúrufríðinda ráðgjafi Mani- tobafylkis. Á öðrum stað hér i blaðinu birtist auglýsing frá stjórnardeild hans í tilefni af 20 ára afmæli Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi. Þingrannsókn vegna Brenbyssnanna Eftir harðar og langar umræð- ur i sambandsþinginu út af samningnum um Bren-byssu- kaupin, var málinu vísað til f jár- laganefndar á mánudaginn til frekarj rannsóknar, 'samkvæmt tillögu frá Grant MacNeil, C.C.F. þingmanni fyrir Van- couver North kjördæmið; allir viðstaddir þingmenn Liberal flokksins greiddu tillögunni at- kvæði. Uppástunga frá Mr. H. H. Stevens um að þingið í heild tæk^ málið til meðferðar nneð það fyrir augum, að ógilda samning- ana, var feld með miklu afli at- kvæða. KJÖRINN FORSETI Y.M.C.A. Prófessor Sidney Smith, for- seti Manitoba háskólans, hefir verið kjörinti til forseta í sani- tökum Kristilegs félags ungra manna i Canada, á nýafstöðnu ársþingi þeirra. KJÖRINN FORSETI Á fjölmennum fundi, sem haldinn var síðastliðið mánudags- kveld var Mr. Paul Bardal bæj- arfulltrúi • endurkosinn forseti Liberal samtakanna i Mið- Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra. Mr. S. W. Melsted var kos- inn að vara-forseta. kringla: The Norse King Sagas —trans. by Samuel Laing. 10. Modern Icelandic Plays by Johann Sigurónsson — trans. by H. K. Schancke. 11. Letters from High Lati- tudes by Lord Dufferin. 12. Gisli Sursson — Rockwell Ken Illustrations. 13. The Character of Races by Elsworth Huntington.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.