Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 8
8 • • • • O • Leikið á lögreglumanninn Smásaga cftir RAFAEL SABASTINI • 9 9 • • • Armand de Bazancourt var gæddur framsýni og ágætri ályktunargáfu, eins og vér munuim brátt sjá. Og þrátt fyrir alla hans galla, heftSi þessir kostir átt aS geta fleytt honum áfram í lífinu, ef hann hefÖi veriÖ undir stjórn einhvers annars manns en Thifoux de Crosne. Hann var vel vaxinn ungur maÖur, þekti fjölda af fínu fólki, var alls staÖar álitinn mesta kjánagrey og aldrei grunaÖur um aÖ vera í þjónustu yfir-lögreglustjóra konungsins. En þaÖ var líka ein ástæÖan fyrir því, aÖ franska konungdæmiÖ var á glötunarbarmi, að jafnmikil mannleysa og de Crosne gegndi yfir-lögreglustjóra- stööunni. Hann var þóttafullur asni, sem hafði fengiÖ þessa stöðu vegna kunningsskapar innan hirÖarinnar og notaði vald sitt næstum eingöngu til að kúga þá, sem þektu rétt sinn og voru orðnir þreyttir á harÖ- stjórninni. Hann heyrði ekki, að stonmurinn var að skella á, hann sá ekki fyrirboða hans, eins og, Bazan- court gerði, og hann vildi ekki hlusta á hann, þegar hann ætlaði að benda honum á hina yfirvofandi hættu. Bazancourt hafði illan bifur á “idealistunum,” sem voru eins og hræfuglar í heimi Eoðvíks 16. Hann vissi hvaða hætta stafaði af þessum hálfmentuðu mönnum, þessum vitfirtu hugmyndasmiðum, sem af' hemjulausu sjálfsáliti imiundu rifa niður hið ríkjandi þjóðskipulag, án þess að hafa minstu hugmynd um, hvað þeir vildu fá í staðinn. Hann skildi einnig hvaða hætta fólst i upplýsingastefnunni í Þýzkalandi, því að hann hafði tekið eftir banninu, sem kjörfurstinn i Bajern hafði gefið út gegn starfsemi leynifélaga þar í landi. Hann hafði kynt sér hina hættulegu starf- serni Weishaupt og af þvi að hann grunaði Alexandre greifa de Cagliostro — sem hafði skotið upp, án þess að nokkur vissi hvaðan og framkvæmdi kraftaverk, sem allir stóðu á öndinni yfir — um að vera útsendan lærisvein þessa þýzka óhapamanns, þá hafði hann út- vegað sér inngöngu í Frímúrarastúkuna, semi Cagli- ostro var formaður fyrir. Hann sagði de Corsne frá rannsóknum sínum í þessari stúku "hinnar æðstu visku”, en de Crosne dró aðeins dár að honum fyrir ómakið. "Mér þætti gaman að vita hverjum áranum þér finnið upp á næst. Leynifélag, sem ætlar að kollvarpa þjóðskipulagi voru! Og þá í hvaða tilgangi? í hvaða tilgangi ?” “Svo að þeir getij bygt það upp af nýju — eftir I þcirra lögmálum — göfugra og fegurra.” “Ætlið þér að telja mér trú um þaÖ, að hágöfugir menn eins og de Soubise, fursti, hertoginn af Chartres, monsieur de Vergenns, de Rohan fursti og fleiri af þeirra tagi, vilji steypa sjálfum sér úr valdastóli? Því viljið þér fá mig til, þess að trúa. Kæri Bozancourt, þetta er heimska frá upphafi til enda. Það endar með því, að eg fer að hugsa um það, hvort svo ágætar gáfur sem yðar, fái að fullu notið sin í hinni leiðin- legu þjónustu minni.” Það var einmitt þaÖ sama sem Bazancourt var sjálfur að hugsa um. En hann lét á engu bera, þó að hæðnin skini út úr froskaugunum á de Crosne. “Veit yðar ágæti hve mörg stig eru í þessari frímiúrarareglu?” “Mér stæði nákvæmlega á sama þótt þau væri þúsund.” “Þau eru ekki alveg svo mörg. En þau eru miklu fleiri en þau þrjú, sem aðalsmennirnir, sem þér nefnd- uð, fá að komast í kynni við. Þau eru aðeins það skjálkaskjól, sem höfuðpaurarnir nota til þess að ekki beri á hinu þjóðhættulega starfi þeirra.” De Crosne varö alvarlegur eitt andartak. “Hafið þér sannanir fyrir þessú ? Ilafa yður verið kynt þessi hærri stig?” “Ekki ennþá. En eg vonast til þess, að vinna eitt þeirra, svo að eg fái sannanir fyrir grunsemdum mínum.” “Grunsemduimi. Guð hjálpi mér! Á eg að baka mér reiði allra aðalsmanna Frakklands, vegna þess að þér alið einhverjar grunsemdir í brjósti? Þér getið vart verið með réttu ráði. Þér verðið að bera eitthvað skynsamlegra á borð fyrir mig, áður en eg hreyfi við monsieur de Cagliostro.” Þegar Bazancourt fór, var hann staðráðinn í því, að sanna fyrir yfirlögreglustjóranum, að hann hefði á réttu að standa í þessu máli. Nokkrum vikum síðar sjáum við hann vera að leita að sönnunum. Hann er i boði i hinuimi glæsilegu húsakynnum de Cagliostros við Rue St. Claude. LÖGBERG, EIMTUDAGINN 16. FEBBÚAB 1938 I stórum sal, þar sem dýrðin var svo mikil, að hún minnir mann á Austurlönd, tók þessi leyndardóms- 'fulli maður á móti hinum tignu fylgismönnum sínum, til þess að heiðra Houdon og dást að brjóstmynd, sem hann var nýbúinn aö gera af Cagliostro. Hann var imieÖalmaður á hæð, þreklega vaxinn og sameinaði í fari sínu tígulega framkomu aðalsmanns- ins og durgshátt hins kaiabriska bónda. Föt hans báru vitni um herfilegan smekk. Utan yfir rauðum buxum og vesti var hann klæddur gráum flauels- jakka, sem var þungur af gullbryddingum. Dýrindis spænskir kniplingar skörtuðu um úlnliði hans og háls. demantar glitruðu á brjósti hans, á fingrunuimi og á skóspennunum og styrkti menn í þeirri trú, að hann kynni leyndarmálið að framleiða þá. Svipurinn var alls ekki fingerÖur, en var samt svo mikilúðlegur, að engan furÖaði á þvi, þótt hann gæti náð svo miklu valdi yfir bæði konum og körlum. Eins og sjálfsagt var, talaði Meistarinn um listir á skiljanlegum blendingi af frönsku og ítölsku. Hann talaði um Leonardo, Michael Angelo og jafnvel uim Praxiteles, alveg eins og hann hefði þekt þá í fyrra lifi. Hann endurtók setningar, sem einhver þeirra hafði átt að hafa sagt, og upplýsti ýmis leyndarmál viövíkjandi hinni dásamlegu list þeirra. Gerði þetta ekki HtiÖ til þess að telja fólki tcú um, að hann hefði yfirunnið dauðann og væri ódauðlegur. í Houdon, sagÖi hann, væri endurborinn andi Donatellos, og lét jafnvel í veðri vaka, að Houdon væri raunverulega Donatello sjálfur. Þeir ætti þaÖ sameiginlegt að geta gert helkaldan marmara og eir- blending lifandi. Og áheyrendur hans hlustuðu með öndina í hálsinum á frásögn hans um það, er Clement práfi sá imynd Houdons af St. Bruno, þá hefði hann sagt: "Hánn myndi tala, ef munkaregla lians byði honum ekki að þegja." De Bazancourt hugsaði sjaldnast um afleiðingarnar af gjörðum sínum og alls ekki ef kvenfólk átti í hlut. Hann var þannig skapi farinn, að honum leið aldrei fullkomlega vel,v nema hann væri gjörsan)lega á valdi einhvers kvenmanns. Vera má að honum liafi ekki þótt það allskostar rétt leið, að nota hina fögru greifa- frú til þess að kornast að leyndarmálum frímúrara- reglunnar, en hitt er alveg eins víst, að honum hefir alls ekki þótt það óþægilegasta eða óskemtilegasta leiðin til þess að ná takmarki sínu. En án þess að hann yrði þess var, var þetta ástar- æfintýri hans að verða einskonar aðalatriði i njósnar- starfi hafis. Og menn veittu framferði hans meiri at- hygli, en hann gerði sér ljóst. Hann var hættur að aka eftir Cours de la Reine i vagninum sínum, eins og hann hafði æfinlega gert áður. Upp á síðkastið var hann farinn að, vera þar ríðandi, til þess að geta verið ennþá nær Serafine de Cagliostro, sem fór þar í útreiðartúr á hesti sínum á hverjum morgni, alein. Og kynni hans af henni gerðu það að verkum, að eftir því semi þau urðu innilegri, fór hann að gleyma ætlunarverki sínu. Hann sagði við sjálfan sig, að hann væri aðeins að bíða eftir tækifæri, að hann mætti ekki hræða bráðina með því að fara of geist af stað. En nú vildi einmitt svo til, að ágætt tækifæri sem alls ekki mátti láta ónotaÖ, bauðst, er hann hallaði sér að stól hennar og studdi hendinni á bak hans. Cagliostro hafði einmitt verið að tala um hina iornu Rómaborg og Rómverja og fór í því sambandi að tala um Pontius Pilatus. “Sannleikurinn er nefnilega sá,” sagði hann með hinni blælausu rödd sinni, “að hann var alls ekki hinn rétti inaður fyrir Gyðingaland. Hið rómverska stæri- læti hans varð altaf sterkara hinu róimverska umburð- arlyndi hans. Hann gat ekki leyft þeim að dýrka aðrar hugsjónir en þær, sem Rómverjar voru aldir upp við. . . . Hinn örlagaríka dag aðvaraði eg hann, sagði við hann, að ef hann þvæi hendur sínar, myndi hann gera nafn sitt ódauðlegt og jafnframt fyrirlitið. Eg sé hann fyrir hugskotssjónum mínum, gildvaxinn myndarlegan mann, ímynd hins virðulega yfirvalds, klæddan rauðbryddri purpuraskikkju. í augsýn hins æpandi mannfjölda lýtur hann yfir silfurskálina, sem krjúpandi þræll réttir að honum. Vei! Vei! Ef hann hefði aðeins gefið orðuimi mínum gaum — ef það hefði verið vilji skapara alheimsins — þá myndi heimurinn líta öðruvísi út núna.” Ilann andvarpaði er hann láuk máli sínu, og það var eins og áheyrendur hans bergmáluðu andvarpið. En svo var eins og töfrahjúpnum væri lyft og fólk fór að tala saman. De Bazancourt notaði tækifærið til að hvisla nokkruin orðum i eyra greifafrúarinnar. “Það getur vart verið hinn guðdómlegi vilji, að nienn stynji í hlekkjum, sem imienn hafa sjálfir smíðað. Endalokin hljóta að vera nærri.” Rödd hans var al- varlegri og ástríðufyllri en nokkru sinni fyr. “Lausn- arstundin hlýtur að vera nærri fyrir þær ínanneskjur, sein þjást undir kúguninni. Að flýta fyrir þeirri stundu, væri göfugasta verk, sem nokkur maður gæti tekist á hendur.” Hún horfði á hann með hinum barnslegu, bláu augum, sem oft höfðu orsakað einvígi, og þau voru kringlótt af undrun og aðdáun. “Þér komið mér algjörlega á óvart, herra minn. Þessar tilfinningar — im.eðaumkvunin með þjáningum mannkynsins . . .” Hún er aÖ narta í agnið, hugsaði hann. S.vo setti hann upp sakleysissvip og sagði. “Eg er ef til vill ekki eins grunnhygginn og innantómur, eins og menn halda, og eg er heldur ekki svo stokktroðinn af hugs- unum um forréttindi mín, að eg geti ekki séð órétt- inn og grimdina, sem fjöldinn er beittur. En fyrir- gefið mér, að eg fór að fara út í aðra sálma.” "l'aö gleður mig, að þessar tilfinningar bærast i brjósti yðar,” sagði hún lágt. “Eg ber enn meiri virðingu fyrir yður cn áður.” Ilann ákvað að nota þetta tækifæri betur. Hvaða maður gat verið án þessara tilfinninga? Það væri kotninn tíimi til þess, að menn gerði með sér banda- lag til þess að endurskipuleggja þjóðfélagið. Undrun hennar virtist aukast enn meira. “YÖur er það einnig ljóst? En ef til vill eru þér ekki eini maðurinn, sem er á þessari skoðun. Vera má að þetta félag eða bandalag sé þegar til,” bætti hún við eins og i trúnaði. "E?r það satt?” hrópaði hann,sgins og maður, sem skyndilega fær heita ósk sina uppfylta. Hún spratt á fætur, er hann sagði þetta og lagði hönd sina á handlegg hans. Þei, þei — ekki meira um þetta núna; I’etta er ekki rétta stundin til þess ao ræða það. Og maðurinn minn er að horfa á okkur." Hún andvarpaði. "Afbrýðisemi er vist eini mannlegi eiginleikinn, setmi hann hefir til að bera! Eg mun fara i útreiðartúr í fyrramáliÖ, eins og venjulega. Ef við hittumst þá, getun) við talað um þetta nánara.” Þegar Bazancourt fór frá Rue St. Claude, var hann þess fullviss, að nú yrði þess ekki langt að bíða, að hann gæti .flett ofan af þeiin. Hann gat sér þess til, að greifafrúin myndi segja manni sínum það, sem þeim hefði fárið á milli og að hún teldi Bazan- court líklegan bjána, sem gæti orðið þægilegt verk- færi í hönduiini þeirra. Auk þess myndi hann ræða um að láta hann taka hin hærri stig frimúrarareglunn- ar . . . Og til þess aÖ hætta ekki við hálfnað verk, brá hann sér á hestbak morguninn eftir. Hann var klæddur himinbláum frakka. Hann var búinn að fara eftir endilangri Cours de la Reine og var að nálgast skóginn, er hann kom auga á greifafrúna. Eins og venjulega reið hún gráum arabiskum gæðingi, og í nokkurri fjarlægð fylgdi henni hinn sikileyski þjónn hennar, Pasquale, en virð- ing hans fyrir húsfreyjunnj hafði verið styrkt mjög upp á siðkastið með mútugjöfum de Bazancourts. Það hafði svo æsandi áhrif á hann, hversu tígulega hún sat hestinn, og hversu auðveldlega hún hafði stjóru á honum, að þegar hann var búinn að ná henni og reið við hlið hennar, þá snerist samtal þeirra uim alt annað en mannréttindi. Hið raunverulega tak- mark hans gleymdist, vegna þess unaðar, er hann kendi'af návist hennar. Og hann gekk svo langt i þessu, að hún varð að lokum að gefa honum áminn- ingu. 'Var það vegna þessa hégóma, að við hittumst hér i dag?” "Hégóma? Þér eruð grimmlyndar. Er ástin liégómi ?” "Þér megið ekki tala uini ást við mig, herra minn. Þér vitið ekki um hætturnar, sem þér stofnið mér í með slíku hjali.” “Eg óttast þær ekki. . . .” "En þér verðiÖ að gefa gaum að þeim. Þér verðið að hafa þaÖ hugfast, að eg er eiginkona Cagli- ostros. Þó að hann sé bliður eins og lamb í öllu við- móti, þá ræður hann yfir hinum ógurlegustu dularöfl- um, sem væri óðs manns æði að leysa úr læðingi.” “E’ótt hann væri herra yfir eldingunúm og gæti sprengt núg í loft upp með þeim, þá verð eg samt að láta yður vita um tilfinningar mínar. Serafine! I feyriö' rödd harta míns! Þér hljótið að láta hrærast af tilfinningum mínum.” "Eg verð að gera það, vinur minn! Eg verð að gera það. Vegna okkar Ixiggja.” "En þetta er næstum því játning.” “Nei, svo er ekki,” maldaði hún í móinn, en á þann hátt, að það sannaði einmitt það gagnstæða. En svo náði hún skyndilega aftur valdi á sér. “Svona, vinur minn,” tók hún til máls. “Þér verðið að veita mér styrk. Við ætluðuim að tala um alvarleg mál í dag. Við ætluðum ekki að hugsa um sjálf okkur, heldur um þær miljónir manna, sem stynja undir okj harð- stjóranna.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.