Lögberg


Lögberg - 23.02.1939, Qupperneq 1

Lögberg - 23.02.1939, Qupperneq 1
PHONE 86 311 Seven Ijines #ií ^0°* Service and Satisfaction 52. ARGANGUR Manitobaþingið sett SíðastliÖinn mánudag var fylkisjjingið í Manitoba sett með venjulegum hátíðabrigðum aí fylkisstjóranum, Hon. W. J. lupper; var mannfjöldi mikill viðstaddur þingsetninguna; há- sætisræðan var hvorki löng né auðug ‘ að nýmælum; fjallaði fyrri,. partur hennar einvörðungu um væntanlega komu konungs- hjónanna brezku og undirbúning hennar. I.íklegt þykir að þingi verði slitið fyrir lok aprilmán- aðar. Meðal þeirra mregin mála, sem ætla má að taki upp mikið uf tiíma þingsins, mun verða á- litsskjal Goldenberg nefndarinn- ur, sem verið hefir síðan í sumar er leið, að rannsaka fjárhags og skattkerfi Winnipegborgar; er ráðgert að sú skýrsla verði lögð fram í þingi með l>yrjun marz- mánaðar. Foringi ibaldsflokks- ins, Mr. Errick Willis, var fjar- verandi frá þingsetningu vegna iasleika. Men’s Club FYRSTA loterska safn. Ákveðið hefir verið, að karla- klúbbur Fyrsta lúterska safnaðar haldi sinn næsta fund í sam- kornus'al kirkjunnar á þriðju- ^agskveldið þann 28. þ. m., kl. 8-!5. Ræðuimaður klúbbsins verður að þessu sinni flugmaðurinn við- hunni, Mr. Connie Johannesson. t mræðuefni hans nefnist “The Gevelopment of Aviation’’; má har búast við stórfrótilegu erindi, því Mr. Johannesson hefir lagt fvábæra rækt við það alt, er að hugmálum og framförum i þeirri grein lýtur. Ýnrislegt ann- ah verður jafnframt til fróðleiks °g skemtunar á fundi þessum, og má því víst telja að fjölment verði. Að skemtiskrá lokinni verða veitingar framreiddar i sam- kornusalnum. Aðgangur ókeypis. Til íhug unar Drottinn sagði:—Annað hvort shaltu vera glaður, eða þú skalt vera voldugur. Hvorttveggja mun ekki falla þér í skaut.— Emerson. + Hvað er tign? Ilvað eru völd? Meira erfiði en áður, meiri sársauki.—Thomas Gray. 4- Mér hefir jafnan verið of- vaxið að skilja, hvernig nokkur sþynsemigædd vera liefir getað cngið af sér að afla sjálfum ser gæfu og gengis með þvi að éga aðra.—Thomas Jefferson. 4- Aukin völd tákna bættan 0 hiahag.'—Cowper. PIIONE 80 311 Seven Elnes v'or Better I>ry Cleaning and Ijanndry LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1939 NÚMER8 Islenzkur listamaður á ferð Hér í Wlinnipeg er nú staddur ungur, íslenzkur listamaður; hann heitir Hjörtur Halldórsson og er bæði hljómfræðingur og sagnaskáld. Hefir hann dvalið nokkra mánuði hér i landi, en er búsettur d Kiaupmannahöfn. Hann er nýkominn vestan frá Saskatoon þar sem hann var að heimsækja móður sina frú Ingi- björgu Lindal. Hjörtur er sonur Halldórs Júlíussonar sýslumanns, Hall- dórssonar læknis er margir kann- ast við, en Dr. Moritz Halldór- son í Park River var föðurbróð- ir Júlíusar. Móðir Hjartar, eins og fyr var sagt, er frú Ingibjörg Hjartar- dóttir 1 Jndals á Efra Nýpi. Hún er kona gáfuð og 'hefir skrifað talsvert í íslenzku blöðin vestan hafs; en Hrefna Finnbogadóttir læknir, sem blöðin mintust ný- lega og f rú Ingibjörg eru systra- dætur, var móðir Hrefnu systir 11 jartar. Þessi ungi Islendingur, sem hér er á ferð lauk prófi við Lærðaskólann ; Revkjavík og tók einnig heimspekispróf við há- skólann. Að því loknu fór hann til Kaupmannahafnar og stund- aði þar nám við konunglega hljómlistaskójann. Eftir það dvaldj hann á annað ár á Vínar- borg til framhaldsnáms. Auk hljómlistarinnar hefir hann skrifað allmargar smásögur og er mjög efnilegur rithöfund- ur. Kiom út eftir hann smásögu- safn árið 1936 og hafa sögur hans verið þýddar bæði á skandinavisku málin og á þýzku. Þegar hann dvaldi í Vínarborg flutti hann i útvarpið þrjá fyrir- iestra um íslenzka hljómfræði og fslenzka sögu. Því nniður höfum við hér vestra lítið kynst verkum þessa höfundar, en vonandi kynnumst við þeim ibetur eftir að við höf- um þekt manninn sjálfan. Hjörtur heldúr hljómleika samkomu i S'ambandskirkjunni næsta mánudag kl. 8 að kveld- inu, en frú K. Johannesson syngur einsöngva, Er vonandi að samkoman verði vel sótt. Þessi listamaður er að leggja aí stað heimilisins innan fárra daga og ætti liann að vera kvaddur með góðri aðsókn. Sig. Júl. Jáhannesson HITT I HAUS Byrgja lífræn sjónarsvið svartar Bennett-rottur.— Stirfna flónsku stympist við Stefán píslarvottur. “Vcstarlcga úr Sclkirk.'’ Fregnir af hinu ágæta og fjöl- sótta skemtimóti, er yngri deild Þjóðræknisfélagsins (Young Ice- landers), ’stofnaði til í Good- tem]>larahúsinu á þriðjudags- kveldið var, verða að bíða næsta blaðs Stórveldin Viðurkenna Franco ? Símað er frá London á þriðju- daginn, að stjórn Breta og Frakka hafi komið sér saman um að viðurkenna stjórn Francos sem hina einu, löglegu stjórn á Spáni, og með þvi er líklegt tal- ið, að bundinn verði á næst- unni endi á borgarastyrjöldina, semi staðið hefir yfir nokkuð á þriðja ár. Stjóm lýðveldis- sinna er orðin sjálfri sér sund- urþykk, því þó Negrin forsætis- ráðherra vilji enn halda uppi vörn, telja sumir ráðherra hans og æðstu herforingjar baráttuna þegar með öllu vonlausa. ÚTVARP Sunnudaginn. 2(>. febrúar, kl. 7 verður liinni venjulegu ísl. g"uðsþjónustu Fyrsta lúterska safnaðar útvarpað yfir stöðina CKY. Sameinaðir söngflokkar safnaðarins syngja hátíða- söngva. Frú Sigríður Olson syngur einsöng. Ræða prestsins verður miðuð við fyrsta sunnudag í föstu. Bjóðið vinum yðar og ná- grönnum, sem ekki hafa móttökutæki að hlusta á guðsþjónustuna á heimili yðar. Látið vita hversu heyrist í hinum ýmsu bygðnm. Sendið bréf yðar presti Fyrsta lúterska. safnaðar, séra Y. J. Eylands, 776 Victor St. Símskeyti frá Islandi TIL ISLEXZKU BLAÐANNA \ ia Marconi Reykjavík, 16. febr., 1939 \’iking Press, Columbia Press, Winnipeg, Man. Utanríkisnefnd biður ríkis- stjórnina fela Vilhjálmi Thor heimsækja Þjóðræknisþingið fyr- ir hönd tslendinga austan hafs. Sömuleiðis óskað Thor Thors heimsæki nokkrar íslendinga- bygðir vestan hafs næsta vor. — Formaður utaiiríkisncfndar. ATHS.—Forseti Þjóðræknis- félagsins hefir tjáð oss, að þvi miður fái Vilhjálmur Thor ekki komið þvi við að heimsækja Þjóðræknisþingið, en muni hafa í hyggju að koma hingað um mánaðamótin júli og ágúst. —Ritstj. A krossgötum Agætur afli var á Akranesi nú fyrir helgina og fengu bátarnir alt að 16 skippundum í róðri. En Akranesbátarnir. eru 20—40 smálestir að stærð. Hafa sumir þeirra aflað nú í lok janúar- mánaðar um 200 skippund fiskj- ar og sumir þar yfir frá því að vetrarvertið Jiófst eftir áramótin. Hefir afli verið miklu betri en um þetta leyti undanfarin ár og tná fullyrða að aldrei áður hafi jafnmikill fiskur borizt á land á Akranesi i janúarmánuði og að þessu sinni. Fiskiflotinn er þó sízt stærri en verið hefir 'hin siðustu ár. + Eiðaskóli starfar með miklum blóma í vetur. Eru þar uni fimmtíu nemendur og munu svo margir lmfa sótt um skólavist næsta vetur að senn er áskipað. Þess er læðið með mikilli eftir- væntingu, að sundlaugin og leik- fitnishúsið komist upp og er á- kveðið að vinna verði hafin við þessar umbætur á vori komanda. Sundlaugin verður hituð ,með rafmagni. 4- Magnús Finnbogasön bóndi í Reynisdal skrifar Tímanum í á- framhaldi af því, er birtist í síð- asta blaði: Búnaðarhættir hafa mikið breyzt í Mýrdal hin siðari ár. Garðrækt hefir aukist, túnin verið girt, sléttuð og færð út. Áburður sézt nú nálega hvergi úti, alt hey er geymt undir þaki og á flestöllum, bæjum er stuðst við votheysverkun og sumsstaðar i stórum mæli, og færðist það í vöxt. Garðuppskera í Mýrdaln- um nam í sumar 1560 tunnum af kartöfluimi og 550 tunnum af rófum. í bygðinni eiga heima um 760 manna og nemur kart- öfluuppskeran því 200 kg. - á mann, en rófnauppskeran 80 kg. Auk þess var ræktað dálítið af öðrutn garðávöxtum. Vélar eru mikið notaðar við jarðyrkjuna. í Hvammshreppi eru nú til 35 sláttuvélar, 9 rakstrarvélar, 1 súningsvél, 7 plógar, 5 diska- herfi og 3 valtarar. Túnin eru að mestu véltæk og mikið a : engjunum. Við slátt á engju.m er notuð heyskúffa og sömuleið- is víða, þegar há er slegin. 4- Kornrækt var reynd víða i sveitinni sumarið 1936 og hepn- aðist yfirleitt vel. En sumarið 1937 ollú stormar í ágústmánuði miklum skemdum og dró það úr mörgum um áframhaldandi korn- rækt. Þó var bygg ræktað á nokkrum' stöðum og lánaðist víð- ast vel. Páll Sveinssion á Fossi sáði 5 kg. af byggi í 250 fer- metra stóran, gamlan kálgarð, sem grænfóður hafði verið rækt- að í tvö síðustu árin. í þennan blett voru borin 6 vagnhlöss af kúamykju. Uppskeran varð 100 kg. af byggi og 150 kg. af hálmi. Svarar það til 12 tunna uppskeru af dagsláttu. 4- Fram um 1895 gengu 120— 130 bátar, sex- og áttrónir, af Vatnsleysuströnd. Á siðustu vert'íð voru þar aðeins 11 hreyf- ilbátar og einn þiljubátur. Áður voru líka um 120 búendur í sveitinni og, heimilin víða mann- inörg. Nú eru búendur um 40 og flestir fáliðaðir. Áður sótt- ist dugnaðaríólk úr öðrum sveit- um eftir bólfestu á Ströndinni, en nú flýr fólkið burtu, oftast á náðir stórútgerðarinnar. I ráði er, að á þessari vertíð verði gerð- ir út 3 -vélbátar. Byrjaði einn upp úr nýárinu, en hefir lítið aflað enn sem komið er. Hinir tveir eru 9— 12 smálestir að stærð og munu aðallega nota þorskanet. Enn er óvíst, hve mikið verður gert út af smærri bátum, en sennilega verður það með nvinsta móti. 4- í haust var unnið að endurbót- um á sundlaug Eyfellinga í Laugarárgili innan við Seljavelli, samkvæmt því, er segir í bréfi Eggerts á Þorvaldseyri, sem getið var um á næstsiðasta blaði. Hefir rikissjóður veitt þúsund króna styrk til þessara umbóta. Var hitaveitan til laugarinnar aukin, svo að nú verður hægt að nota hana jafnt vetur sem' sumar. Jafnhliða eru búningsklefarnir hítaðir upp og gengið frá steypi- böðum. Er mikill áhugi fyrir sundi og hefir það verið gert að skyldunámsgrein barna. Sund- laug þessi var fyrst bygð fyrir sextán árum, að forgöngu ný- stofnaðs ungmennafélags. Var aðstaðan örðug, þvi að ekki varð þar komið við efnisflutningum á vögnum. Urðu menn ýmist að bera efnið á baki sér eða reiða það á klökkum. Um miðjan septemberHtn'ánuð 1936 kom jökulhlaup í Laugará og skemd- ist sundlaugin þá mjög mikið. Setti þetta niikinn geig í menn, en þó var laugin bygð að nýju á sama stað og fyr, þar eð ekki var um önnur sundlaugarstæði að velja. Var hún nú hálfu ramgerðari en fyr. Alla vinnu við sundlaugina lögðu menn til án endurgjalds, og var hún bæði mikil og erfið. 4- Þá hefir ungmennafélagið einnig haft i smíðum mikið og vandað samkomuhús. Er þar stór samkomusalur og leiksvið og borðsalur, eldhús og forstofa í útbyggingu. Húsið er senn fullgert og hafa félagar lagt fram mestan vinnukráft sjálfir og að mestu án endurgjalds. Sé kostn- aður við bygginguna allur reikn- aður til peninga myndi það hafa kostað um fjórtán þúsund krón- ur. Húsið er nú notað sem sam- koimustaður og þingstaður sveit- arinnar. Einnig er í ráði að nota það sem barnaskólahús. Samkomuhúsið er i Skarðshlíð. —Tíminn 31. janúar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.