Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven I jines N° V®^- Servloe anrt Satlsfactlon PHONE 86 311 Seven Tánes ^VN f'or Better Dry Cleanlns and Iiaundry 52. ABGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1939 NÚM EfR 9 Spánarstríðinu um það að vera lokið Bretar og Frakka ríða á va^ið með að viðurkenna General Franco sem löglegan drottnara Spánar; aðrar þjóðir feta í fótspor þeirra. Þau stórtíðindi gerðust síðastliðinn mánudag, að stjórnir Breta og Frakka viðurkendu General Franco sem löglegan drottnara Spánar, og er spænska lýðríkið þá úr sögunni. Fráfarandi forseti lýðríkisins, Azana, hefir gert þjóðum heims það heyrinkunnugt, að vegna síðustu atburða, viðurkenningar stórveldanna á Franco, telji hann sig óhjákvæmilega leystan frá embættisábyrgð; hyggur hann á bráðabirgða landsvist innan landamjöra Frakklands. Negrin forsætisráðherra hefir, að því er símfregnir herma, ekki talið sig eiga annars úrkosta, en leggja niður völd, og ganga að skilmálum Breta og Frakka um vopnahlé. Aætlað er, að borgarastvrjöldin á Spáni hafi kostað um miljón mannslíf. Franco á sigur sinn að þakka ítölum, Þjóðverjum og hinni svokölluðu hlutleysisnefnd, og nú á Norðurálfan einu Fasistaríkinu fleira. Frú Guðrún FF Finnsdóttir kjörin heiðursfélagi Þjóð- rœknisfélagsins vegna bók- mentastarf'semi sinnar Á lokafundi nýafstaÖins ÞjóÖ- ræknisþings, var frú Guðrún 'H. Finnsdóttir kjörin heiðunsfélagi | Þjóðræknisfélags íslendinga i Vesturheimi samkvæimt einróma meðmælum framkvæmdarnefnd- _ar. Dr. Richard Beck kynti frú Guðrúnu samkomugestum, fór um leið nokkrum lofsamlegum orðuíiii um bókmentastarfsemi hennar og mintist þess hve smá- sagnabók hennar, “Hillingalönd” hefði verið vel fagnað austan háfs og vestan; var vali frú Guðrúnar til þessarar maklegu sæmdar tekið með fögnuði, af öllum þingheimi; hinir mörgu vinir frú Guðrúnar bíða með óþreyju eftir næstu bók hennar. Þjóðrœknisfélagið Til að brúa Atlants ál enn er stefnt til þinga, þar sem hugur, hönd og mál hyllir íslendinga; vermir brjóstin viðkvæm þrá virða jafnt sem kvenna, enn þá hjarta Frónsins frá fránir eldar brenna. Þótt oss bæri Fróni frá fley að Vínlands ströndum, lifir minning heit oss hjá helgum vafin böndum. Þar er okkar móður mál ment og fræða snilli, sem að brúar breiðan ál bræðra sveita milli. Fylgjumst vel með táp og trygð tengdir landi nýju, vígjum starfið. bæ og bygð bræðraþeli hlýju. Geymum ættar gullfn bezt. göfgj norræns anda, þá er ment og farsæld fest framtíð beggja landa. M. Markússon. iniACKEN í OTTAWA Hön. John Bracken forsætis- ráðherra fór til Ottawa á föstu- daginn var til fundar við sam- handsstjórn vegna kornsölumáls- his; áður en Mr. Bracken lagði af stað, höfðu allir flokksfor- 'úgjar í fyJkigþinginu tjáð sig sammála honum urn þær kröfur, er gera skyldi, en þær voru áð- allega fólgnar í því, að krefjast f'jy&riugar um áframhaldandi higmarksverð hveitis, sem og það, að kornsölunefnd héldist við lýði eins og í undanfarin ar. Vesturlandið er einhuga um þessar kröfur og því ætti það ekkj að fá þeini framgengt? STAKA I iöfuðsmenn til heilla snúa háska og vanda, báðum eins; Islendingum atlivarf búa imdir regnhlíf Chamberlains P. G. Á krossgötum Samkvæmt bréfi frá Birni Bjarnarsyni i Grafarholti, töldu 49 landbúendur í Mosfellssveit fram vorið 1937. Var þá gripa- eign sem hér segir: Nautgripir 837, sauðkindur 2727, hross 182, svín 8, hænsn 2164, aðrir ali- fuglar 70, refir 76, merðir 3. Vorið eftir, 1938, töldu þeir fram 803 nautgripi, 2288 sauð- kindur, 180 hross, 23 svin, 1414 hænsni, 26 aðra alifugla, 72 refi og 6 merði. Þrír búendur alförguðu fé sínu og tvö fugla- bú og eitt refabú lögðust niÖur á milli fraimltala þessara ára. Fækkun nautpeningsins stafaði af óþurkunum um sumarið og óhægindum með fóðurbæti. Samkvæmt haustframtali þessara ára, var töðufengur hreppsbúa Í937, 23275 hestburðir, útheys- afli 3375 hestburðir, kartöflu- uppskera 1193 tunnur, rófur 207 tunnur og mótekja 100 hest- burðir. S'íðastliðið sumar var taðan 28215 hestburðir, úthey 2960 hestburðir, kornuppskera 14 tunnur, kartöflur 1808 tunn- ur, rófur 420 tunnur og mótekja 190 hestburðir. Var vöxtur og nýting jarðargróða miklu betri síðara árið. Vermiskála til rækt- unar grænmetis og blóma hafa átta búentjur, og einn við raf- magnshitun frá einkastöð. Margir bændur eru í skuldum vegna of mikilla framkvæmda um og eftir 1920 og fær búskapur eigi nógu vel risið undir því, þrátt fyrir hæga markaðsaðstöðu. — Árið 1937 lagðist niður ábúð á einni fornri bújörð og tveim nýbýl- um. Sumarhúsum, kaupstaðarbúa fjölgar árlega í bygðarlaginu og éru nú rúmlega 80 alls. Engin torfhús eru lengur til ’ibúðar i sveitinni. íbúarnir cru rúmlega 400. Tíðindamaður Tiimans hefir átt tal við Sigurbjörn Snjólfsson bónda í Giisárteigi á Fljótsdals- héraði og spurzt fregna þaðan. Á 'síðastliðnu sumri var unnið með dráttarvélum á vegum bún- aðarfélaganna á Héraði, í Eiða- og Hjialtastaðaþinghá, og verð- ur þeim jarðabótum haldið á- fram á komanda sumri. Mest er sléttað af þýfðum túnum, en samt dálitið brotið af óræktar- landi. Telja bændur flestir hag- feldara, að túnin séu vel ræktuð og slétt, heldur en stór yfirferð- ar. + Fénaðarhöldin hafa verið stór- um miun betri siðari árin heldur en var um langt skeið áður. Er þá breytingu að rekja til orma- lyfs Níelsar Dungals, sem nú er alment notað. Nokkur uggur er þó í mönnum vegna hinnar nýju fjárpestar á Útnyrðingsstöðum á Völlurn, en vænta þess samt, að svo röggsamlega verðj átekið, að hún nái ekki útbreiðslu. + Byggingar lí sveitinni hafa ver- ið nokkrar á síðustu árum. Hafa á tiu árum verið reist átta íbúð- arhús þar, fjögur úr steinsteypu. Á næsta áratug þarf að endur- byggja tíu bæi, auk þeirra ný- býla, er reisa þarf, til þess að fólk neyðist ekki af þeim ástæð- uin til að flytja burtu úr bygð- arlaginu. + Það hefir lengi verið siðvenja í sveitum á Héraði, að bjarg- álna fólk hjálpi þeim með frjáls- um samskotum, er hart hafa orðið úti efnalega, af einhverjum ástæðum. Hefir með þeim hætti mörgum verið forðað frá að þiggja sveitarstyrk, sem allir þar um s'lóðir vilja hjá kormast í lengstu lög. Gefst þetta yfir- leitt vel og var þessi aðferð BENEDIKT JÓNSSON FRA AUÐNUM Þann 1. febrúar s'iðastliðinn lézt á Húsavik fræðimaðurinn þjóðkunni, Benedikt Jónsson frá Auðnum, 93 ára að aldri; dóttir hans er Hulda skáldkona. síðast viðhöfð í Hjaltastaðaþing- há í vor með góðum árangri. Er þessi hjálparstarfsemi orðin svo viðurkend, að nú mun enginn búandi maður á föstu sveitar- framfæri á Fljótsdalshéraði. + Eggert Ólafsson á Þorvalds- eyri undir Austur-Eyjaf jöllum hefir skrifað Timanum ítarlegt bréf. Tíð hefir verið ágæt þar i sveitinni i haust og lengst af þíðviðri og svo milt veður, að grænka tók í lautum. Eftir jól- in brá til frosta, 3—7 stig flesta daga. •Bænclur undir Eyjafjölhtm gera mikið að engjasléttun. Skera þeir þúfurnar af með JÚfnaskera og aka þeim brott. Gróa flögin, sem myndast fljót- lega, tiðast á tveinnur eða þrem- ttr árum. Eru margir bændur langt komnir að slétta slægju- lönd sin með þessum hætti, svo að þeir geta beitt vélum við hey- skapinn. + Ærið hvassviðrasamt er stund- um undir fjöllunum og verður það oft að tjóni. Á sumrin er það altítt, að bændur verða að sjá á eftir grænni töðunni út í vindinn. Valda þessir storma- sveipir meira tjóni en ella myndi, vegna þess að þeir eru algeng- astir eftir langa votviðrakafla, þegar mikil hey eru oft úti hjá mönnum. Oft bíður garðræktin einnig mikla hnekki vegna storma, — 27. nóvember gerði mi'kið rok .af austri og feykti þá tveggja smál. vörubifreið með járnklæddum grindum af veginum neðan við Hvoltungu, þar sem hún stóð, og yfir lækj- arfarveg, alls un\ fiimitán metra vegalengd. Yfirbygging ónýttist alveg Qg auk þess laskaðist bif- reiðin að öðru leyti. Eigandi hennar er Ragnar Eyjólfsson i Steinum. —Tírninn 31. janúar. NÝR DOKTOR, Síðaistliðinin fimtudag ;varði séra Eiríkur A'lbertsson á Hesti doktorsritgerð sína um Magnús Eiríksson, við Guðfræðideild Háskólans. And’mælendur voru Magnús Jónsson prófessor og Sigurður Einarsson dósent. Stóðu um- ræður lengi og lauk með þvi, að doktorsvörn séra Eiriks var tek- in gild. Er hann fyrsti maður, sem lýkur doktorsvörn við guðfræði- deild ITáskólans. —Tíminn 31. janúar. slenzku jarnasöngflokkarnir Winnipeg Barnasöngflokkar þeir, er R. H. Ragnar hefir æft undanfarna mánuði gefa hljómleika föstu- daginn 17. marz n.k. í lútersku kirkjunni á Victor St. Eru söngflokkarnir tveir og eru um 24 börn i öðrum en nær 30 í hinum. Munu flokkarnir syngja um 25 lög öll islenzk. Með söngnum leikur strengjahljóm- sveit Pálma Pálmasonar og á píanó Gunnar Erlendsson. Að- gangur er 35 cent fyrir fullorðið fólk, 25 cent fyrir börn. Að- göngumiðar til sölu hjá meðlim- um barnaf’lokkanna, Carl Thor- láksson “Watch Shop”, Stein- clór Jakobsson, "West End Food Market” og meðlimum “Karla- kórs. íslendinga í Winnipeg. Sam- koma þessi verður nánar auglýst i næstu blöðum. AUKIN FLOTAÚTfíJÖLD Flotamálaráðuneytið brezka fer frain á við þingið, að veitt verði til flotans á yfirstandandi ári upphæð, sem nemi 153,666,- 6S1 sterlingspund; er það sú langmesta fjárhæð, sem krafist er til flotamála í sögu hinnar brezku þjóÖar. Næsta misjafn- lega mælist þetta fyrir i þing- inu, þó liklegt þyki að stjórnin knýi veitinguna fram. Úr borg og bygð Föstudaginn 3. marz heldur , rUngmennafélagið að Kristnesi skemtisamkomu 1 skólahúsinu kl. 8 e. h. Jón Sigurdson Chapter, I.O. D.E., heldur fund að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St., á þriðjudagskveldið 7. marz, kl. 8. Mrs. Gísli Johnson f'lytur erindi • -f -♦ Mr. Chris Thomasson útgerð- armaður frá Hecla, Man., kom til borgarinnar á þriðjudaginn á- samt Marino syni sínurn^ + -f Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi er óbreytt frá því sem hún síðast var, að öðru leyti en því, að séra Valdimar J. Eylands var kosinn vara-forseti í stað B. E. Johnson. -f -f Merkisbóndinn Jónas Helgason frá Baldur, Man. liggur á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borg- inni vegna áfalls, er hann fyrir skömmu sætti. Mr. Helgason er vinmargur maður, og er vinum lians það mikiÖ fagnáðarefni að vita hann á góðum batavegi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.