Lögberg - 16.03.1939, Síða 1

Lögberg - 16.03.1939, Síða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MARZ, 1939 NÚMER 11 Þátttakendur í Fjallkonusamkepni Islendingadagsins Mrs. G. F. Jónasson Islendingar! Næsta sumar verður haldið hátíðlegt fimmtíu ára afmæli ‘Tslendingadagsins.’’ Er nú þegar hafinn röggsam- legur undirbúningur í sambandi við hátíðahaldið, Og það er ósk allra, sem að því standa, að það verði eitt það skemtilegasta og prýðilegasta hátíðahald, sem ís- lendingar vestan hafs hafa stofn- að til. Skemltiskráin verður sérstak- lega fjölbreytt og vönduð. Hverjum einasta lið verður á- kveðin tímalengd, og þannig komið i veg fyrir að skemti- skráin verði lengri en hún er áætluð. Skreyting staðarins er ákveðið að verði svo fögur og svipmikil að hún hrífi hvern, sem þangað kemur. Og alt, sem mögulegt er, verður gert til þess að hátíðahaldið verði öllum til gleði og íslendingum til sórna. En um fyrirkomulagið og alt að þvi lútandi, verður ritað Miss Sitjurborg (Loa) Davidson ni'iklu greinilegar síðar. En, það sem eg vildi aðallega draga athyglj íslendinga að nú, er fjallkonu samkepnin. sem nefndin liefir stofnað til. Hér í blaðinu sjáið þið mynd- ir af þrem glæsilegum konum, Miss Sigurborg Davidson (Lóa Davidson), Winnipeg; Mrs. G. F. Jónasson, Winnipeg og Mrs. F. W. Shaw, Gimli, sem góð- fúslega hafa gefið kost á sér í Ejallkonu-samkepnin og styðja með því að heill og sóma þessa fyrirhugaða hátíðahalds að Gimli næsta sumar. En hér skal það tekið strax fraim, að ófyrirsjá- anlegar ástæður eru þess vald- andi, að fjórða konan, Mrs. Kr. Kristjánsson að Garðar, N.D., getur því miður ekki tekið þátt i Fjallkonu samkepninni, eins og vonast var eftir og samþyktir á- kveða.— Með því að stofna til þess- Mrs. F. ÍV. Shazv arar samkepni, er íslendingum hér í landi gefið tækifæri að velja sjálfir Fjallkonu “íslend- ingadagsins.” Nefndin hefir lát- ið prenta kosningamiða með nöfnum keppendanna á, og set- ur kjósandi kross (X) aftan við nafn þeirrar konu, er hann kýs. Á miðunum eru tveir hapj^a- drættir, “Bulova” úr, karlmanns og konu, og hver sem greiðÍK io cents fyrir miðann, hefir tæki- færi að kaupa á einn dollar, eitt af þeim úrum, sem um þessar mundir eru talin hin langbeztu á heimsmarkaðnum. Allir Islend- ingar ættu að reyna lukkuna að ná í “Bulova” úrin. En um fram alt, gleymið ekki að gefa atkvæði ykkar til þeirrar konu, sem þið óskið eftir að verði Fjallkona á fimmtíu ára afmæli “íslendingadagsins” næsta sum- ar. Davíð Björnsson, skrifarf Isl.dagsnefndar. Czchoslóvakia leyst upp Slóvakía segir sig úr lögum við Cziliechoslóvakíu og gengur Nazistum á hönd. Ungverja- land krefst Rutheníu og Hitler sendir hersveitir til Prague, og krefst þess að þau tvö fylki, sem Pá eru eftir, Bæheimur og Mor- avia verði umsvifalaust afvopn- l'ð Munich-meistaraverkið er fullkomnað. Czechoslóvakía úr sögunni. Frumvarp til laga ><ni ncfndarskipun í sanibandi við innkaup hergagna. Hermálaráðgjafi sambands- stjórnar, Mr. Mackenzie, hefir 'agt fram í þingi frumvarp til laga um skipun nefndar vegna Ir>nkaupa á hergögnum; frujm- varp þetta gerir ennfremur ráð fyrir þvi, að ágóði af tilbúningi °g sölu hergagna, megi ekki fara yfir fimm af hundraði. Leið- tQgi andstöðuflokksins, Dr. Manion, fór lofsamlegum orðum umhenmlálaráðgjafa og frumvarp hans. Forsætisráðherrann, Mr. King, greip þetta tækifæri til þess að verja hermálaráðherra með tilliti til Bren-byssu kaup- anna og kvað hann hafa sætt ó- irríaklegum árásum af hálfu póli- tískra andstæðinga sinna. Kornhlöðufélögin— Line Elevators ■mœla með lágmarksverði á hveiti. Þessi kornhlöðufélög hafa lýst yfir því, að þau ’telji það óum- flýjanlegt, að styðja eftir föng- um kröfur Mr. Brackens og þeirrar nefndar, er stofnuð var fyrir atbeina hans um lágmarks- verð á hveiti. Er þá lika far- ið iram á framhaldsstarf korn- sölunefndar jafnframt því einn- ig, að bændur fái uppbót fyrir uppskerurýrð á hyggi, höfrum og fleiri slíkum tegundum; imfeelt er með þvi, að lágmarksverð á No. i Northern hveiti verði ákveðið 8o cents á mælinn í Fort Wil- liam. “The North West Grain Dealers” sambandið á tvo full- trúa úr sínum hópi í nefnd þeirri, er Mr. Mr. Bracken stofnaði til vegna kornræktar- bænda vestanlands. Fjárveiting til orðabókar Fjárveitinganefnd danska þingsins hefir samþykt, að veita á næstu 5 árum 25 þúsund kr. á ári til þess að undirbúa samn- ingu á orðabók yfir islenzka tungu iraim; til siðabótar, og út- gáfu Fornaldarsagna. Er ákveðið, eftir því sem seg- ir í dönsku blaði er flytur þessa frétt, að þýðingar orðabókar- innar verði bæði á dönsku .og ensku. 4- I nefnd Árnasafnsins eru 11 menn, og af þeim eru 5 íslend- ingar, Sigurður Nordal, Árni Pálsson, Halldór Hermannsson bókavörður, Jón Helgason pró- fessor og Einar Arnórsson Hæstaréttardómari. Morgunbl. 11. febr. Vestur Islendingur fyrsti forseti hins endurreista íslenzka lýðríkis? Tiii irit Sjálfstæðisflokksins á íslandi, "Þjóðin,” flytur nýverið ritgerð eftir Gunnar Thorodd- sen. þingmann Norður-lsafjarð- arsýslu um stjórnmálaviðhorf ís- ienzku þjóðarinnar með hliðsjón af væntanlegri endurreisn hins forna. íslenzka lýðríkis 1943. Mr. Bracken kominn heim Um síðustu helgi kom Bracken forsætisráðherra heint úr Ot- tawa-för sinni í sambandi við kröfur Vesturlandsins um lág- marksverð hveitis og framhalds- starf kornsölunefndarinnar; átti Mr. Bracken ítarlegt sanital við King forsætisráðherra, Gardiner landbúnaðarráðherra og ýmsa aðra áhrifamenn eystra, viðvikj- andi horfum á sviði kprnsölunn- ar; fremur lét Mr. Bracken vel af undirtektum, og er nú liklegt talið, að þess verði eigi langt að víða að sainliandsþing taki fulln- aðarráðstafanir i málinu. Sím- fregnir frá Ottawa á mánudag- inn láta þess getið, að nokkrar líkur séu til að lágmarksverð á No. 1 Northern hveiti verði fastsett á 70C mælirinn og upp- bót gredd siðar, seljist hveitið við hærra verði; hafa þingmenn Vesturlandsins barist fyrir því vel og drengilega, að mál þetta kæmist í viðunanlegt liorf. Sambandsþing afgreiðir viðskifta við Bandaríkin Eftir langar og harðar um- ræður afgreiddi sambandsþingið hina nýju viðskiftasamninga milli Canada og Bandarikjanna; um- ræðum sleit næsta óvænt og var þingsályktunar tilaga lútandi að því, að samningarnir yrði við- teknir, samþykt án nafnakalls. Allflestir þingmenn Vesturlands- ins fóru lofsamlegum orðum um samningana og töldu þá líklega til margháttaðra hagsbóta fyrir bændur og búalið. Fundur í Regina um verzlun búnaðar- áhalda í vikunni sem leið var haldinn i Regina allfjölsóttur fundur í sambandi við verzlun búnaðar-, áhalda og verðlag þeirra; fund- armenn voru á einu máli um það, að brýn nauðsyn bæri til, að teknar yrði alvarlegar ráðstafan- ir með það fyrir augum, að fá lækkaða að mun tollvernd á landbúnaðar verkfærum. Hinn röggsami búnaðarráðherra Mani- tobafylkis, Mr. Campbell, mætti á fundi þessurn fyrir hönd Bracken-stjórnarinnar. Ber hr. Thoroddsén fram þá uppástungu að vegna harðvitugs flokkaklofnings á íslandi, geti það verið viturlegt að leita hins fyrsta lýðveldisforseta utan ís- lenzkrar landhelgi, og líklegasti maðurinn sé þá Dr. \ i!hjálmur Stefánsson.— Frú Sif Guðjohnsen lluga fram til Heljar horfa þreyta og elli.. .Eskan ein og þroskinn eiga að halda velli,— snúa draum i dáðir, dagsins þunga bera, vígi traust til varnar vorsins börnum1 gera. \ axa að viti og reynslu, vegi nýja ryðja, heygja áa og ala upp í skörðin niðja. Berj saintið sína sonur dagsins sterki, lmgsjón háa og fagra hafi fyrir merki. Hér er regin rökum raskað huldum mætti, reipi lífs hið ramma rýrt að gildum þætti. Konu í fegurð fjörsins frá oss dauðinn svifti, seili-hendi sundur sigtaug fjörsins -klipti. 1 lljótt er hús af sorgum , hjörtu trega lostin, æsku atigun glöðu undir líni brostin. Djarft í sólland sumars seilist kaldur vetur, hroll að hverju hjarta heillar bygðar setur. Enn við gamlar gátur glímir spurul hyggja. Óljós spor um eiðin allavega liggja. Kanske að kendir vorar kanni dýpst að lokum, eygi glegst til átta undir gráum þokum. Páll Guðrnundsson. Krýning páfa Síðastliðinn sunnudag var Píus páfi hinn XII. krýndur i Péturskirkjunni í Róm með mik- illi viðhöfn; er mælt að um þrjú hundruð og fimmtíu þúsundir manna hafi verið viðstaddar krýningarathöfnina; var þessum sögufrægu hátíðarhöldum út- varpað vítt um! heim,; vakti at- höfnin, sem vænta mátti, hrifn- ingu mikla meðal játenda ka- þólskrar trúar. Gefin saníati þann 25. febr., Merle Marion Raglan, 477 Young St. to Laurie Merton Jackson, Saskatoon, Sask. Séra Valdiimar J. Eylands gifti.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.