Lögberg - 16.03.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.03.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTÚDAGINN 16. MARZ, 1939 * 3 settar höggmyndir eftir íslenzka listauriienn. Ennfremur verða sýnd model af húsum, t. d. þjóð- leikhúsinu, háskólanum o. f 1., skipum og veiðarfærum og likast til af öllum helztu nytjafiskum. Einnig eru sýndir í skáp út- stoppaðir, islenzkir fuglar þar á meðal örn, fálki, æðarfugl, rjúpa o. fl. Á mörgum veggjum sýningar- skálans verða allskonar hag- fræðileg línurit, er skýra frá högutn 'þjóðarinnar, verzlun, iðnaði og öðrum atvinnugreinum og atvinnuháttumJ. Þá verður haft sérstakt frímerkjasafn. Eins og getið hefir verið utn hér að framan, er til þess ætlast, að sýnd verði íslandskvikmynd daglega. Kvikmynd þessi er mjófilma. Nú er komið .til New York mjög mikið efni í þessa íslenzku kvikmynd, sem verið er að vinna úr og setja saman. Þá hefir einnig verið tekin injög ítarleg filma af landbún- aðinum (mjó filma), sem einnig verður sýnd siðar og víðar, sem sjálfstæð filma, en jafnframt þessu hefir verið ferðast víðs- vegar um Island til þess að ná tnyndum úr þjóðlífinu og af feg- urstu og einkennilegustu nátt- úr u f yri rbær unum. Það fyrirkomulag hefir verið ákveðið, að sérhver þjóð, sem þátt tekur í sýningunni, skuli hafa einn dag til umlráða til þess að vekja athygli á sér og halda þátttökuna hátíðlega.—Vér höf- um valið 17. júní sem vorn dag og teljum það heppilegt, bæði vegna væntanlegra ferðamanna héðan að heiman, og sérstaklega vegna þess, að Vestur-íslending- um mun sá tími hentugur til að sækja sýrí'inguna. Það er enn ó- ráðið, hvaða tilhögun vér höfum á þessum degi, en það má telja víst, að útvarpið verði aðallega tekið í þjónustu dagsins. —Tíminn 9. febr. Hvað er að gerast hjá oss ? Samvinnustefnunni m e ð a 1 birkna og kirkjudeilda er nú óðum að aukast fylgi inreð ári hverju. Talsmenn þeirrar stefnu fjölga óðum, eftir því sem þiirf- in gerist brýnni og augljýsari. innan lútersku kirkjunnar er þessi hreyfing stöðugt að eflast. er stefnt að því takmarki, að sá dagur renni upp, að gervöll lút- erska kirkjan verði ein sam- vinnuheild. “Eutheran Voice” er kirkju- blað gefið iit i Canada. Það minnist á þetta mál á þessa leið: “Það er ánægjulegt að vita til þess, að lúterska kirkjan. hér- lendis er æ meir að taka saman höndum sem ein heild. Það hefir orðið mikil breyting i þessa átt siðan 1917. Á þvi ári bundu með sér félagsskap allmörg hirkjufélög, sem eitt sinn til- heyrðu General Synod og Gen- eral Council. I Canada tilheyra Kssari heild Nova Scotia kirkju- félagið, Canada kirkjufélagið og Manitoba kirkjufélagið. ðíafn heildarinnar er “The United Butheran Church of America.” Á sama ári gengu i samband Uokkur kirkjufélög norsk, heitir sú heild: “The Lutheran Church 'n America.” Seinna bættust v'ð nokkur önnur kirkjufélög. '930 komst á fót “American Lutheran Conference.” í þeirri heild eru allmörg kirkjufélög og su.it mannmörg. Sem stendur standa yfir um- ræður um sameiningu milli United Luth. Church of America (U.L.C.A.) og American Luth- eran Church, eru þetta stærstu heildirnar af lútersku kirkjunni hérlendis.” • Samvinnustefna þessi nær og til annara kirkjudeilda: Kvekar- ar eru að stofna með sér félags- skap um allan heim. Mælt er og að Presbyterian-kirkjan og Biskupakirkjan enska muni ganga í samband innan þriggja ára. Margt niíetti telja upp fleira. Eg bendi á þetta vegna þess, að málið um samvinnu kirkju- félags vors með öðrum félög- um hefir verið á prjónunum um allmörg ár. Ástæður kirkjufé- lags vors eru lika sama eðlis og gerist meðal annar.a kirkjufé- laga, sem þegar liafa bundist sanitökuim. Að forfallalausu verður kirkju þingið haldið eftir þrjá mánuði; verður þá mál þetta liklega til umræðu, þess vegna nauðsynlegt fyrir söfnuði kirkjufélagsins að velta því fyrir sér, svo að ekki verði neitt gert í hugsunarleysi, þegar á þing kemur. Tæplega mun þörf að lýsa á- stæðum, efnalegum og öðrum, í kirkjufélagi voru; þær munu ljósar öllum þeitn, sem sinna þeiim' málum. Ekki heldur líklegt, að menti sækist eftir að komast að prest- legu starfi hjá oss um komandi tíð, þar sem tækifærin eru svo takmörkuð og fá, og óvist um athvarf ef út af bregður, enda eru þeir taldir íslenzku prestarn- ir, sem nú þegar eru starfandi hjá öðrum kirkjufélögum. Mörg verkefni kirkjufélagsins eru vegna vanefna í lamasessi, sára lítið að heimatrúboði unn- ið|annað en það, sem forseti kirkjufélagsins er að gera, og það starf senv séra G. P. Jóns- son er að vinna í Saskatchewan fyrir atbeina U.L.C.A. Fáeinar trúboðsferðir hefi eg líka farið, að mestu upp á minn eiginn kostnað. Sjái menn nú ráð til að hrinda þessum málum til framkvæmda af eiginn rammleik, væri það æskilegast; ef það reynist ó- kleiít, væri þá nokkuð á móti því að verða aðnjótandi liðsinnis trúbræðra vorra á einhvern hátt, þeirra, sém eru fúsir að vera í vcrkj með oss, og hjálpa oss til að vinna þaö, sn' vér ekki sjálfir megnum að framkvæma? Svar við þeirri spurningu er yfirleitt játandi af hálfu kirkju vorrar hér í landi, eins og þegar er bent á i samvinnusamtökum allrra þeirra kirkjuféLaga, sem hafa þegar gert félag með sér. Fyrir stuttu las eg ályktun hinna fimm kirkjufélaga, sem eru tilheyrandi “The American Lutheran Conference,” er hún á þessa leið: “Þessi fLmm félög halda al- gerlega fullum rétti í meðferð sérmála sinna, eins og þau gerðu í upphafi, en það hefir reynst deginum ljósará fyrir þeim, að þau eiga sameiginleg áhugamál, sameiginlegt verkefni, sameig- inleg v.andamál, og sameiginlega örðugleika við að striða, sem hafa knúð þau til samvinnu og heildarstarfs í verkahring, sern er sameign þeirra, og hvers þeirra út af fyrir sig; samstarf þetta hefir reynst heildinni og hverjum einstakling til mikillar blessunar.” \afalaust mun þetta reynsla þeirra 34 kirkjufélaga, seju til- heyra U.L.C.A. og annara, sem haf.a gert með sér samtök um sameiginlegt starf. Hættan út af þjóðernislegri skerðing mun nú tæplega vaxa i augum þeirrar sain' kunnugir eru þessum málum; enda á allra vit- orði, að eg hygg, að frændur vorir Norðmenn og aðrir eru eins fastheldnir við þjóðerni sitt eins og vér, og myndu alls ekki standa í neinurn þeim félagsskap. sem væri hættulegur þjóðerni þeirra. Það skal og endurtekið, að öll þessi samvinnu-samtök «ru alger- lega frjáls og óháð eins Qg sam- vmna safnaða og safnaðalima. Það er ekki hægt að beita nein- um þvingunarlöguim, því þau lög eru ekki til hér i landi. Kristileg skylda býður að gera alt, sem efnalegar og aðrar ástæður frek- ast leyfa, lengra verður ekki gengið; eins og safnaðarlimir hafa óskertan rétt til að segja sig úr söfnuði, eins hafa sér- stök kirkjufélög rétt til að slita samfélagsskap eftir eigin vild. Það er alls ekki tilgangur minnt að telja neinum hughvarfs á einn veg eða annan. Mig lang- ar til að koma hreyfingu á mál- ið í hugum manna; söfnuðirnir ættu að ganga svo frá málinti heima fyrir, að fulltrúarnir hefðu fullmakt safnaðanna sinna að styðjast við, þegar komiÖ er á þing. Nú er eftir að vita hvern þátt ■ r.'enn vilja eiga í málí þessu. Vilji rnenn ekki hlýða “tímans kalli” og halda áfram að “rorra á þóftunni,” verður ekki við því gert. Komi það i ljós við ítarlega rannsókn, að vér getum ekki átt samleið eða samvinnu með nein- um öðrum félögum. verður það svo að vera en þá lika er engin ráðgáta að segja fyrir afdrif vor sem kirkjufélags; þrjú hundruð ára saga -kirkju vorrar í Ame- ríku, gæti bezt borið um það, enda bar saga kirkjunnar frá byrjun þann sama vitnisburð. Menn þurfa að hugsa um mál- ið; það þurfa að koma frarn yfirlýsingar og ályktanir hjá söfnuðunum. Það ætti að róa að þvi öllum áruxn, að upplýs- ingar fengjust svo greinilegar. að menn geti áttað sig að fullu á þýðingu og rekstri þessa rnáls. s. s. c. Blað eitt i New York telur eftirfarandi rnenn að sínu áliti hafa sett amerískt met i slysni: Eyrsta miet: 2 umboðsmenn hjá tryggingarfélögum, sem óku á hvorn annan i bílum sinum, svo hrottalega, að báðir bílarnir eyðilögðust. Hvorugur var slysatrygður! Annað met: Maður nokkur að nafni Mansfield, sem hefir þá atvinnu að mála hvít umferðar- merki á þjóðvegina. Hann var nýlega sektaður fyrir að hafa ekið öfugu megin á götunni. Og þriðja met: Mr. Wilford, velmetinn fulltrúi í opinberri fiskveiðanefnd. Hann fékk 25 dollara sekt fyrir ólöglegar veið- ar. ö Fdið nóg fyrir b arnask emiunina 5 STÓR GLÖS 8c Söfnun eiginhandarundirskrifta merkra manna er afar útbreidd “dægradvöl” í Englandi og í Ameríku. Talið er, að ein miljón manna skemti sér við þetta í Bándaríkjunum, en þó tiltölulega fleiri í Englandi; eða 500,000 tnanns. Húsfreyjan: Jæja Guðrún, ætli það sé nú ékki tími til kom- inn að fara að byrja á aðalhrein- gerningunni. Á hverju hafið þér hugsað yður að byrja? A'innustúlkan: Á því að segja upp vistinni, frú min góð. Business and Professional Cards DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St» Phone 22 836 Res. 114 GRENFELL BLVD Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdóma Viðtalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. islenxkur lögfrœOlnour 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út• vega peningalán og eldsAbyrgð af öllu tsegi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 2 85 SMITH ST., WINNIPHG Pœgilegur og rólegur bústaCur < miObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; meí baBklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlBir 4 0c—60c Free Parking for Ghiests DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST Phone 403 288 e' Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœBingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViBtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrceOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhi Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Thorvaldson & Eggertson Islenxkir XögfrœOingar O. 8. THORVALDSON, H.A., LL.B. A. O. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatlon Life Blg. SlMl 97 024 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llltkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Helmllis talslml: 601 562 \ \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.