Lögberg - 16.03.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.03.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAOINN 16. MAitZ, 1939 ----- ANNETTA Eftir Oliver Orbisen. 1 fyrsta skifti, sem hin unga kona hins velæru- vc-röa séra Davíðs Beecher sýndi af sér þrjósku, og jafnvel aÖ hún gæti orÖið) hreinasta kvenskass, ef því væri aÖ skifta, það var þegar litla dóttir þeirra fædd- ist. “Hún skal ekki verða skírð Hannah,’’ sagði hún við hinn undrandi eigi'nmann sinn. “Móðir mín framdi þann glæp að láta mig heita Mehitabel. Marga stundina hefi eg grátið út af því, en litla stúlkan mín skal ekki þurfa að burðast með ljótt nafn, sem hún hatar af öllu hjarta.” “Hannah,” sagði psesturinn eins og hann væri að hugsa sig um, “það þýðir náð, miskunn og yndis- þokki.” “HvaÖ margir heldur þú aÖ viti það,” spurði unga konan meÖ fyrirlitningarkeim í röddinni. ÞaÖ er svo kjánalegt nafn, það er ekkert skáldlegt viÖ það, þaÖ er nú þegar auðséÖ að dóttir okkar verður fríðleiks kvenmaður. Eg sætti mig alls ekki við nafnið Hannah; en við skulum reyna að komast að samkomu- lagi DaviÖ.eftir á að hyggja þá eru til styttingar af Hannah. Eátum okkur sjá — það er til dæmis Anna, en þaÖ er svo snubbótt. — — Anikka, þaö er svo hátíðlegt. — — Anny, mér geðjast ljómandi vel að því-------en Annetta----------. Já, Annetta.við skulum láta hana heit^ Annetta,” sagði hún sigri hrósandi. Þá höfum við fullnægt ritningunni en hún fær að halda yndisþokkanum.” Hún brosti veiklulega og horfði framan í alvarlegt andlitið á hinum unga manni sínum. “Það hljómar svo léttúðugt, Mehitabel,” sagði hann og bristi höfuðið. “Mér finst að alt mögulegt geti komið fyrir stúlku, sem heitir Annetta.” “HvaÖa vitleysa, þaÖ er yndislega fallegt nafn og eg skal sjá þannig um uppeldi hennar, að ekki þurfi að óttast léttúðina.” Þannig var þá hið léttúðuga nafn, Annetta (sem alt gat komið fyrirjsameinað hinu stillilega nafni Beecher (sem ekkert æsandi hafði nokkurntíma komið fyrir) og öll uppvaxtarár dóttur hans bar hinn ungi samvizkusami prestur kvíðboga fyrir því, að eitthvað ilt kynni af þessu að hljótast, Og var stundum dálítið leiður út af nafninu. Hannah, andvarpaði hann, hefði verið svo áhættulaust. En Annetta, það var eitthvað í sjálfum hljómnum setm kom honum úr jafnvægi. En að undanteknu því, aÖ frá því að hún var smábavtj, var auðséð að henni var ákaflega mikil nautn i að sjá fallega liti og muni í kringum sig, þá virtist barnið vera svo stilt og alvörugefið sem hinn ] alvarlegast þenkjandi faðir gat framast á kosið. Uppvaxtarárin á prestsetrinu voru mjög tilbreyt- ingarlaus og full af sjálfsafneitun. Heimili sálna- hirðis, sem aðeins hefir lítillar hjarðar að gæta í fá- tækri útbo/g, er sannarlega ekkert óróabæli. Séra Davíð þakkaði liamingjunni ef hann gat látið tekj- urnar hrökkva fyrir hinum nauðsynlegustu útgjöldum. Annetta ólst upp við hina mestu sparsemi. Hún gekk í fötum, sem breytt hafði verið fyrir hana úr fötum barna, sem meira höfðu af þessa heims gæðum, borðaði mat, sem aldrei var neitt borið í, húsgögnin á heimilinu voru afar fornfáleg, og að minsta kosti heima hjá sér sá hún aldrei neitt fallegt í kringum sig nema ef vera skyldi ástúðlegt en þreytulegt andlit móður sinnar. En undir hinni athugulu, handleiðslu föður síns lærðist henni að hafa ánægju af góðum bókum, og hin sistarfandi Mehitabel kendi henni að sauma, elda mat og stjórna húsinu frábærlega vel. En þetta var samt hálfgert sultarlif. Hönnu-þáttur- inn í eðli hennar gekk hina venjulegu slóð skyldurækn- innar. Hún hjálpaði móður sinni og dáðist að hin- urn fámáluga föður sínum, er oftast var með hug- ann úti á þekju, en Anettu-þáttinn langaði í falleg föt og skemtanir, sem' hæfa ungri og fallegri stúlku. Hamingjan veit hvað lífið var tilbreytingarlaust meðan hún var barn,en ennþá tilbreytingarlausara var það orðið um það leyti sem hún var útskrifuð úr mentaskólanum. Það var þess vegna álitið alveg ó- vænt happ þegar eínn af sóknarbörnum séra Davíðs gat útvegað henni stöðu i skartgripadeildinni í einni af dýrustu sölubúðunum í nágrannaborginni. Kaupið var ekki hátt, en það líktist mest krafta- verki hve mikið munaði um það á heimilinu. Þar sem áðurö 11 sund virtust lokuð, voru nú margir vegir færir, svo sem kjúklingasteik á sunnudögum, fjaðra- madressa i hjónarúm Davíðs og Mehitabel, svartur . sunnudagakjóll, sem Annetta keypti fyrir móður sína, án þess hún vissi af. En hvað fallegu bláu augun hennar leiftruðu fyrsta sunnudaginn, sem hún fór í honum til kirkju; einnig var hægt að leggja nokkrar krónur mónaðarlega til hliðar til þess að kaupa ný spariföt handa séra Davjð, gömlu sparifötin voru búin að endast í fimtán ár. Það var dásamlegt hve margt íbúarnir þrír á prestssetrinu gátu gert fyrir hvert vikukaup, sem Annetta kom heim með i umslagi á laugardögum. Það var jafnvel hægt að leyfa sér að fara einstaka sinnum í kvikmyndahús, og séra Davíð eyddi miklum tíma í að lesa um kvikmyndir í blöð- unum til þess að velja nú góða mynd. Annetta var himinlifandi yfir starfi sínu. Blái smekklegi einkenniskjóllinn með hvíta Organdikrag- anum og uppslögunum var fyrsti verulega snotri kjóllinn sem hún hafði komið í. í fyrsta sinn á æfinni fékk hún nú tækífæri til þess að svala feg- urðarþrá sinni þvi að í Cherills-búðinni voru aðeins seldir sérstaklega vandaðir og dýrir munir. Loftið í búðinni var upplýst með dauf-fölri birtu, á gólfinu voru þykk, rósofin teppi, og gljáandi nýtízku hús- gögn. Búðin var sannkallað skartgripaskrín. Skart- gripum var ekki komið fyrir til sýnis á sjálfu búðar- borðinu, eins og í annars flokks búðum, heldur tóku afgreiðslustúlkurnar þá hátíðlega með hinum vel hirtu höndum sínum út úr lokuðum skápum eða lyftu þeim upp til sýnis í glitrandi gleröskjum. Stúlkurnar töluðu lágt og tóku á móti kaupendum með vingjarn- legu brosi. Þetta fágaða og kyrláta umhverfi átti mjög vel við Annettu sem hafði svo næman fegurðar- smekk. Hn vann af miklu kappi og áhuga, og áður en sex vikur voru liðnar var hún orðin uppáhald frú Hodge, gráliærðu eftirlitskonunnar í skarpgripadeild- inm. "Að vera kominn af góðu fólki, það leynir sér ekki,” sagði þessi vekeruverðuga heiðurskona við sjálfa sig. Annetta var búin að vera sex mánuði í búðinni, þegar safirhálsbandið kom þangað, auðvitað vjir safir- inn ekki ekta gimsteinn, því að ekta safir af þessari stærð er aldrei hafður til sölu i búðum; en geislarnir út frá honum voru eins skærir eins og hann hefði fundist i einhverri nátnunni í Kashmir; en perlurnar, semi raðað var í kringum hann voru ósviknar og það var einnig festin. sem hann hékk í. Þetta var dásam- legur skartgripur og raunar talsvert dýrari en skart- gripir þeir sem venjulega voru seldir hjá Cherills. Annetta tók andköf og sperti upp augun fyrst, þegar hún sá hálsbandið; fegurð þess snart strengi í sál hennar, setn aldrei höfðu titrað fyr.. Gimsteinninn var nákvæmlega eins á litinn og augun í henni og hún sá á augabragði, hve vel hann myndi fara sér. Hvernig skyldi frú Mehitabel, sem hélt sig geta upp-' rætt alla léttúð með uppeldinu, nú gefast á að líta; eða séra Davíð, sem var svo viss uin, að alt mögulegt gæti kontið fyrir stúlku semi héti Annetta. Bæði höfðu haft rétt fyrir sér’og lika bæði rangt. Það hefir í rauninni dálitla þýðingu fyrir fólk hvaða nafni það heitir, en hvernig er á hinn bóginn hægt að ætlast til þess, að hægt sé að uppræta kveneðlið úr hjörtum Evu-dætra. lfálsbandið bjó í látlausum öskjum klæddum hvítu keitaskinni að utan, og hvitu satíni að'innan. Sérhvern dag frá kl. níu á morgnana til kl. sex á kvöldin stóðu öskjurnar á efstu hillunni í glersýning- •arkassanum hemmr Annettu, og glitti þar í bláan steininn og perlurnar í kring. Kl. sex voru öskjumar ásamt dýrmætustu skartgripunum úr deildinni vand- lega lokaðar inni i stórum peningaskáp. Á hverjum degi frá kl. niu til kl. sex á kvöldin var hálsbandið aðdráttarafl, sem óaflátanlega dró til sin augu Ann- ettu. Einstaka sinnurrí tók hún það upp úr öskjun- um ti! þess að sýna það einhverjum viðskiftavininum, en það var ákaflega dýrt, svo kvenfólkið sem kom til Cherills lét sér ávalt nægja að dáðst að þvi, án þess að kaupa það. Annetta vonaði lika að enginn keypti það. Meðan hálsbandið lægi þarna á hillunni gæti hún þó fengið að horfa á það eins mikið og hana lysti, og hún horfði méð afbrýði á hina fáu viðskiftavini, sem virtust vera að hugsa sig um, hvort þeir ættu að kaupa svona dýran grip. Aðeins ung og falleg kona átti skilið að fá að bera svona fullkominn skartgrip. En þótt einkennilega inegi virðast, þá voru það alt af gamlar ekkjur eða feitar matrónur sem virtust vera hrifnar af því. Annetta vildi að það kæíni einhver ungur elskhugi og kyepti það fyrir hina yndislegu ungu brúði sína, en hún vissi að hún mlyndi verða æf af reiði, ef einhver fitukeppur færi burt með það fyrir augunum á henni. Einu sinni hélt hún að nú tnyndi það verða selt. Það kom ungur maður með skárpleg brún augu og hallaði sér kæruleysisléga fram á búðarborðið um leið og hann dáðist að hálsbandinu. “Það er fallegt, finst yður það ekki,” sagði hann við Annettu. “Jú, það er það,” sagði hún, “það er dásamlega fallegt,” og roði færðist í kinnar hennar. Ungi mað- hrinn horfði til skiftis á safírinn í glerhillunni og bláu augun í Annettu og lýsti sér aðdáun í svip hans. “Langar yður til þess að sjá það betur?” spurði hún og opnaði glerkassann. "Hamingjan góð! Nei, þakka yður fyrir, — engin af kvenfólkinu mínu hefir blá augu.” Hann hló og slangraði í burt, en hún horfði með vandlæt- ingu á eftir honum'. En hvað hann er sjálfsþótta- fullur og hégómlegur þessi ungi maður. — Kvenfólkið hans. Maður skyldi halda að hann ætti heilt kvenna- búr. Samt sem áður fanst henni óljóst að það hlyti að vera hamingjusöm stúlka, sem ætti svona lag- legan pilt. Tíminn leið, og ef Annetta hefði veitt því eftir- tekt, þá hefði bún komist að raun um, sér tií mikillar undrunar, að hin upphaflega barnalega aðdáun hennar á hálsbandinu var að breytast í rnikið alvarlegri til- finningar, sem sé ágirnd. Nú vissi Annetta alt, sem hægt var að vita um ágirndina. Henni hafði verið innrætt það að álíta hana eina af höfuðsyndunum, eins og líka ágirndin vissulega er. Fyrsti löðrung- urinn sem hún mundi eftir að hafa fengið, fékk hún fyrir að hafa kynt sér ágirndina of vel en ekki skyn- samlega. Ein félagskonan úr góðgerðafélagi kvenna, sem var að skjallaunga prestinn við konu hans, hafði sagt við mömrnu hennar. “En hvað eg öfunda yður af að eiga svona guðhræddan mann.” Þá hafði Annetta romsað upp úr sér með miklum hátíðleik, og án þess að fipast, að í Biblíunni stæði, áð sá sem liti með ágirnd á annars manns eign, bryti tíunda boðorðið. Hinn eftirfarandi sársauki í kinninni festi henni tíunda boðorðið ennþá eftirminnilegar í minni. Þess vegna hefði hún átt að þekkja að hin syndsam- lega löngun, sem greip hana í hvert skifti sem hún leit á hálsbandið var ekki aðeins brot á tíunda boð- orðinu, heldur líka algerlega vonlaus. Hvernig skyldi hún nokkurn tíma geta eignast svona dýran skartgrip. Kvenfólk er líka ólikt karlmönnum, það þarf alt af að snerta eða halda á öllu, sem það girnist, alt frá ungbörnum til dýrindisgimsteina. Ef Eva hefði látið sér nægja að dáðst að eplinu úr hæfilegri fjar- lægð, þá hefði alt v^rið öðruvísi í heiminum fyrir kvenfólkið. Þannig var líka með Anettu, ef hún hefði látið sér nægja að dáðst að hálsbandinu í gler- kassanum, þar sem það lá örugt, þá hefði ógæfau aldrei hent hana. En dag nokkurn, þegar hún hafði gott næði og enginn kaupandi var í búðinni, tók hún það varlega upp úr öskjuum og bar það upp að háls- inum. Áhrifin voru eins og hin hégómlegasta Evu- dóttir getur bezt á kosið. Fyrir ofan þennan flauels- bláma sýndust augu hennar eins og skógarfjólur á litinn. Hún starði hugfangin á sjálfa sig í litla spor- öskjulagaða speglinum. Frú Hodge liorfði á hana spölkorn í burtu og brosti. “Jafnvel uppeldi á prests- setri getur ekki bælt niður hégómagirndina,” hugsaði hún. Það var þessi löngun til að dáðst að og þreifa á, sem varð Annettu að fótakefli. í búðinni var alt af eitthvað fyrir hana að gera, það var enginn tími til þess að gleyma sér við að horfa á fallega skartgripi, jafnvel þótt slíkt hefði verið leyfi- legt. Það var ekkert tækifæri til þess að smeygja háls- bandinu um hálsinn á sér, snúa sér í krók og kring fyrir framan sj>egil og ímynda sér að maður væri Deliah, eða drotningin frá Saba eða einhver af kven- imönnum þeim, sem getið er um í Biblíunni, fremur vegna skartgripa þeirra, sem þær höfðu átt, heldur en vegna fróms lífernis. Laugardagsmorgun nokkurn breyttist löngun hennar í hálsbandið 1 ákveðna fyrirætlun. Hvers vegna skyldi hún ekki geta tekið það heim með sér yfir helgina og skilað því aftur á mánudagsmorguninn, enginn rnyndi sakna þess. En hún fengi tækifæri til þess að dáðst að því klukkutímum saman, enginn myndi fá vitneskju um þetta, þar eð pæningaskápur- inn var aldrei opnaður frá því á laugardagskvöld til mánudagsmofguns. Því meira sem hún hugsaði um þetta, því hrifnari varð hún af ráðagerðinni, en J^etta sýnir bezt hve rétt huglxið séra Davíðs hafði verið. Sannarlega var nú eitthvað á leiðinni að koma fyrir Annettu. Þetta var hlægilega auðvelt. Seinasta verk Ann- ettu fyrir lokunartíma var að fara með öskjurnar með dýrmætustu skáftgripuijum, og raða þeim í eitt hornið á peningaskápnum. Hún staðnæmdist bak við búðarborðið, smeygði hálsbandinu um hálsinn og huldi það rrteð OrgandLkraganum, og alt var komið í kring. Kuldinn af málminum, þegar lrann snart heitan háls hennar var þægilega örfandi; og svo blinduð var hún af þrá sinni að hún lokaði augunum fyrir þeirri staðreynd að hún væri að frernja bæði ljótan og hættulegan verknað, og flýtti sér í burtu > I bezta skapi til þess að tiá í járnbrautarlestina heim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.