Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Tjines #3 Servloe and Satisfactlon PHONE 86 311 Seven Tjines # w .ö, ^ JO.C *'or 6-® sjk° Better Drj’ Cleaning and Ijaundry 52- ABGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MARZ 1939 NUMER 12 Konungshjónin brezku Þessi ágæta, nýja mynd af Georg B.retakonungi og Elízabetu drotningu, barst Lögbergi í hendur frá Canadian Broadcasting félaginu. VerSur daglegum fregnum af móttöku og dvöl kon- ungshjónanna hér í landi útvarpað yfir allar stöðvar Canadian Broadcasting stofnunarinnar. A krossgötum Hreyfilbáturinn Björn riddari fór frá HafnarfirÖi kl. fjögur á fimtudaginn áleiÖis til Þorláks- hafnar, þar sem hann átti að vera til' sjóróÖra í vetur. Var á honum fimm manna áhöfn. Hefir bátsins eigi orðið vart síð- 3n. En til Þorlákshafnar er átján klukkustunda ferð á slik- um báti í góðu veðri. Eigandi bátsins, Gunnlaugur Stefánsson kaupmaður í Hafnarfirði, sneri sér í gærmorgun til Slysavarna- félagsins með lijálparbeiðni og kl. 3 í gær var lýst eftir bátnum í útvarpinu. Björgunarskútan Saebjörg fór á vettvang í gær og hefir síðan leitað þar sem bátsins var helzt von, en ekki hefir sú leit borið árangur, og er óttast ntjög um afdrif báts- ins. Eigi hafa bátar frá ver- stöðvunum á ' Suðurnesjum heldur orðið hans varir. Veður var gott, er báturinn lagði af stað frá Hafarfirði, en tók að hvessa af suðri um kl. 4 á föstu- dagsnótt. Hefði hann þá átt að vera kominn undir Krísuvíkur- berg eða J>ar um bil, ef alt hefði verið með feldu. -f Guðmundur Gíslasou hefir undanfarið unnið að rannsókn- um á útbreiðslujohne’ssýkinnar 1 Hjaltadal. Hefir hann rann- sakað 1285 fjár á níu bæjum og af J>ví reyndist 191 kind veik á átta bæjum. Mest brögð eru að vekiinni að Hólum. Þar voru 120 kindur veikar af alls 447 fjár. En einnig er veikin að Hvammi, Hofi, Hrafnhóli, Hlíð, Víðinesi, Brekkukoti og Efra- Ási. Guðm. Gíslason heldur enn áfrant athugunum sínum: nyrðra. -f Á fjölmennum þingniálafundi, sem haldinn var í Marteinstungu nýlega var samþykt með öllum greiddum atkvæðum tillaga þess efnis, að fundurinn óskaði eftir„ að athugaðir yrðu möguleikar á því að nota atvinnubótaf járveit- ingar næstu ára að einhverju leyti til undirbúnings nýræktar og nýbygginga í Rangárþingi. lyiggur bak við þessa tillögu óbein ósk um að hafinn verði í Holt- Unum undirbúningur að nýrækt á svipaðan hátt og verið hefir í Flóanum! undanfarin misseri. -f Holtahreppur hinn forni mu,n á sínum tímahafa verið eitt hið fjölmennasta hreppsfélag til sveita á fslandi, um Í40—150 búendur, og sennilega um leið einn hinn víðlendasti hreppur i miðju héraði hérlendis. Hann tók yfir tunguna milli Þjórsár og Rangár ytri upp undir Snjall- steinshöfða og Arnessporð um 35 km. frá sjó. En á milli ánna er um 12—15 km. vegalengd. Fyrir 40—50 árum var hreppn- Um skift í Holta- og Asahreppa, og fyrir þrem árum var svokall- aður Djúpárhreppur skilinn frá Ásahreppi, svo að nú eru þrjú breppsfélög á þessu svæði, en búendui” alls rúmlega 130 og hafa til umráða nokkuð á fjórða hundrað’ ferkilómetra af grónu landi og gróðursælu yfirleitt. Þetta landflæmi hefir ekki verið mælt sérstaklega, en samkvæmt áætlun, bygðri á uppdráttum danska herforingjaráðsins, skift- ist landið þannig milli sveita, að i Þykkvabæ, þar sem búa rúm- lega þrjátíu bændur, séu rösk- lega 100 hektarar af graslendi til jafnaðar á hvern búanda, en um 100 bændur ofan Ósa hafa ti! jafnaðar um! 270 hektara hver af því nær algrónu landi. Er þvij mun meira landrými í Holt- unum heldur en t. d. á áveitu1 svæðum Árnessýslu, þar sem stærð jarðanna hefir verið mæld og reynzt um 175 ha. að meðal- tali í Flóanum, en litlu meira á Skeiðutn. + Rikið hefir nýlega, samkvæmt sérstökum' lögum frá haustþing- inu 1937, keypt jarðeignina Reykhóla í Reykhólasveit á 46 þúsund krónur. Var salan nú fyrir skömmu samþykt á skifta- fundi hlutaðeigandi dánarbús, þótt enn séu eigi uppfylt ýmis formsatriði, svo að lögformlega sé gengið frá kaupunum. í lög- unum um kaupin á Reykhólum er svo fyrir mælt, að jarðeignin sé lögð til samvinnubygðar eða annara almennra nota, enda sé bæði nýbýlastjórn og hlutaðeig- andi sýslunefnd mteðmælt því. Dágóður afli hefir verið á verðstöðvunum hér suðvestan- lands þessa siðustu daga, er á sjó hefir gefið. Á Akranesi fiskuðu bátar ágætlega í fyrradag, um 13 bílhlöss þeir, sem bezt öfluðu, og dável í gær, mest 11—12 bílhlöss á bát. —Tíminn 25. febrúar. Frá Campbell River, B.C. (18. marz, 1939) Herra ritstjóri Lögbergs:— Þegar eg sit hér við “austur gluggann” og horfi út á fjörð- inn hér fram undan, þá er hann þerman morgun, spegilsléttur, og “hafið skinandi bjart.” Fiski- bátar af ýmsum stærðum eru þar úti á firðinum eins og mý á mykjuskán. Ef maður lítur lengra til austurs, þá blasa við fjöllin á meginlandinu, sem enn- þá eru hvít af snjó, svo þegar sólin skin á þau, þá er hér bjart fyrir augum. í morgun fór stórt fólksflutningsskip hér norður fjörðinn, rétt hér fyrir framan. Var það á leið norður til Prince Rupert, eða máske til Alaska. Er hér mikil umferð af stórum skipum, fram og til baka. Eg var hér síðastliðið haust, seint í nóvember mánuði, og þegar eg kem hér aftur í marz, þá er orðin svo mikil breyting á öllu, að ef það væri ekki fyrir það fagra útsýni sem hér er, eins og áður, þá mundi eg elcki hafa þekt þetta pláss fyrir það sama sem eg sá hér síðastliðið haust. Hér er svo mikið meira bygt með fram allri ströndinni en þá var, og miklar umbætur gjörðar á þessu stutta tímabili, að mað- ur verður að sjá það, til að trúa því. Það hefir verið unnið að því i allan vetur, svo nú eru alstaðar komnir hreinsaðir blett- ir, þar sem áður var þykkur skógar og stofnar. Hér hjá Eiríksons er alt hreinsað og sléttað, og er til að sá í það hvenær sem þeim sýnist tími til þess kominn, og hafa þeir þar garð fyrir mikið meira en þeir þurfa fyrir sjálfa sig. Þeir feðgar komu hingað síðastliðinn júní og keyptu þá strax tvær ekrur; eru þeir nú búnir að hreinsa það alt, byggja sér bezta íbúðarhúsið í þessu nágrenni og önnur útihús, eins og skúr fyr- ir biliiui sinn, reykhús og geymsluskúr. Nú eru þessar framfarir beasta sönnunin fyrir möguleikum hér til að geta kom- ið þessu landi í rækt. Vegna þess að hér er svo mikill innflutningur, og alt land hér að verða uppselt, þá fór eg og þeir Eiríksons að finna að máli eigandann að mestu af því landi, sem er í grend við Camp- bell River. Við sögðum honum að við værum í bréfasambandi við marga íslendinga í Manitoba. Saskatchewan og Alberta, sem hefðu, í huga að flytja hingað á þessar slóðir, og að okkur væri ant um það að við gætum verið sem mest í hóp, þar sem Islend- ingar hafa sezt hér að. Útkom:- an af þessu samtali okkar varð sú,—að við fengum forkaupsrétt (option) á öllu landi, sem er óselt í nágrenni við þá Eiríksons og þá Islendinga, sem hafa keypt sér þar land; þessi réttindi gilda aðeins fyrir einn mánuð. Nú er því nauðsynlegt fyrir alla þá, sem hafa í huga að flytja hingað vestur, og vilja ná sér í landblett hér á ströndinni, að koma á þessu tímabili og festa kaup í einhverju af þessu landi. Við koumst að samningum við eigandann að það mætti borga eitthvað niður í því landi sem hver veldi sér, og svo geti þeir sem æskja þess, fengið borgun- arfrest á því sem: eftir stæði eftir samkomulagi. öllu því landi, sgm hér er um að ræða er skift í tvo flokka, og er verð á því fyrir ekruna $125.00 fyrir það ódýrara og $175.00 fyrir betri tegundina. Ef einhverjir væru, sem ekki geta komið sjálf- ir á þessu tímabili, til að velja sér land, þá geta þeir fengið okkur til að velja þeim blett, eða einhvern annan, sem þeir kunna að þekkja hér. Þeir þurfa að senda einhverja peningaupphæð til að borga niður í eigninni og segja hvort þeir vilji kaupa af dýrara eða ódýrara landinu. Það er ekki mikill munur á gæðum á landinu í hvorum flokk, svo það frá sögunefndinni Frá því var skýrt nýlega í ís- lenzku blöðunum að 'á nýaf- stöðnu þjóðræknisþingi hefði verið kosin níu (9) manna nefnd til þess að hrynda af stað, ef mögulegt væri, ritun og útgáfu landnáms- og lífssögu Islend- inga í Vesturheimi. Frá því var einnig skýrt að fyrir sérstök ráð eins nefndarmannsins, hefði, nefndin tryggingu fyrir nægilegu láni, er gerði henni það kleift ao hefja ■ verkið tafarlaust. Til starfsins hefir því verið ráðinn Þ. Þ. Þorsteinsson skáld. I’etta mál er, ef til vill, stór- vægilegra en nokkuð annað, sem Vestur-lslendingar hafa hingað til færst í fang; ekki einungis er það umfangsmeira, heldur einnig hefir það þýðingu fyrir hvert einasta mannsbarn í Vest- urheimi, sem af íslenzku bergi er brotið. Það snertir jafnt lífs og liðna, og jafnvel þá, sem ó- bornir eru. Meira að segja, það er afar- þýðingarmikið fyrir heimaþjóð- ina. Fyrir þeim, sem þetta mál hafa hugsað, var og er eitt aðal- atriði nauðsynlegra öllu öðru; það er fullkomin samvinna og samtök allra vor. Og svo langt er né málið komið full trygg- ing er fengin fyrir þeirri sam- vinnu. Þeir, sem aðalnefndina skipa eru þessir: Séra V J Eylands, formaður; séra Jakob Jónsson, séra Rún- ólfur Marteinsson, próf. Richard Beck, J. K. Jónasson, E. P. Jónsson, ritstjóri; Soffonías Tliorkelsson, Sveinn Pálmasos, Síg. Júl. Jóhannesson, ritari. Hér sézt að nefndina skipa menn úr öllum flokkum, og utan flokka. í ritnefnd, sem vinna á með söguritaranum voru nefndir þrír menn; eru það þeir; Dr. B. J. Brandson, Dr. Rögnvaldur Pét- ursson og] H. A. Bergman, K.C. Fjármálanefnd hefir einnig verið kosin og er hún skipuð þessum mönnum; Á. P. Jóhannssyni, Soffaniasi Thorkelssyni og Sveini Pálmasyni. Með þessum starfsmönnum samvinnandi hlýtur öll íslenzk alþýða manna að bera fult traust til fyrirtækisins og verða fús til .aðstoðar. Soffonías Thorkelsson er á förum vestur á Kyrrahafsströnd, ferðast hann meðfram allri Strödinni og mun gera sér far um al afla fyrirtækinu með- starfsmanna hvar sem hann kem- ur. Sig. Júl. Jóhannesson ritari nefndarinnar. er ekki vel hægt að gjöra mikinn mun á því. Þeir, sem fyrstir gefa sig fram, fá það sem er á- litið bezt. Þegar sá tími er lið- inn sem við sömdum við eigand- ann um að hafa forkaupsrétt á þessu landi, þá gengur alt það (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.