Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 4
4 LÖQ-BER/G, FIMTUDAGINN 23. MABZ 1939 -------------- mgberg ---------------------------- Geíi8 út hvern fimtudag af THE COL.UMBIA PRESS, LIMITEI) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LðGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargeut Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Dapurlegar horfur FriÖarborgir þær, sem tengdar voru við Munich- samningana eru hrundar til grunna; þetta gerði hinn brezki forsætisráðherra, Mr. Chamberlain, lýðum ljóst í þrunginni ræðu, er hann flútti í Birmingham á laugar- daginn var; þar játaði liann það hreinskilnislega, að ilitler hefði leikið á sig, og þess vegna væri nú Munioh- samningarnir úr sögunni; næsta mál á dagskrá væri ,þá að sjálfsögðu það, að margfalda viðbúnaðinn á sviði vígvamanna; að gott eitt vekti fyrir Mr. Chamberlain var aldrei dregið í efa; en um hitt urðu deildar mein- ingar, hvort líklegt væri að treysta mætti til samnings- gerða þeim Mussolini og Hitler. Mr. Chamberlain trúði þeim auðsjáanlega eins og nýju neti, og slíkt hið sama gerði meiri hlutinn í ráðuneyti hans; einn var þó' sá, er nokkuð öðrum augum leit á málið. Eins og kunnugt er, lét Mr. Eden af stjórn utan- ríkismálanna vegna vantrausts á þeim Mussolini og Hitler; reynslan hafði fært honum lieim sanninn um það, að tilgangslaust væri að binda bagga sína við slíka menn; þeir væri einungis síngjarnir tækifærissinnar, er ógerlegt væri að eiga samninga við; bar Mr. Eden eink- um fyrir sig tvískinnungshátt þeirra í sambandi við Spánarmálin og hlutleysisnefndina svokölluðu. Atburðir síðustu daga hafa nú leitt það afdráttarlaust í ljós, að mótmæli Mr. Edens voru á fullum rökum bygð. Og þeim mun andhælislegra verður það, er grunnhyggingar nokkurir skipa honum í flokk með pólitískum loddurum fyrir hollustu hans við málstað mannfrelsisins.— 4- -f 4- Útreið sú, er tjekkneska lýðríkið sætti í seþtember- mánuði síðastliðnum, verður vafalaust lengi í minnum höfð; alsaklaus þjóð er afkvistuð svo að segja á einni nóttu. Þjóðverjar fá Sudetenland í nafni Evrópufriðar- ins. Þjóðbandalagið hafði heitið hinu unga, tjekkneska lýðríki vernd; slíkt hið sama gerðu Bretar, Frakkar og Kússar; pappírsvernd þeirra kom að litlu haldi, er mest reið á og á þolrifin reyndi; afhending Sudetenlands var réttlætt, og að svo miklu leyti sem unt var, umborin á þjóðernislegum grundvelli; að íbúar þess landshluta væri mestmegnis þýzkir menn. Og eftir afkvistun lands- ins, er hinu særða lýðríki heitið nýrri vernd; það gerðu Bretar og Frakkar, og Hitler að einhverju leyti líka. En svo dregur tiltölulega skjótt til nýrra tíðinda. Á þriðju- daginn þann 14. yfirstandandi mánaðar, sendir Hitler herskara sína með hinni mestu leynd inn í Czechosló- vakíu og innlimar landið. Slóvakía verður að nafni til fullvalda ríki undir þýzkri vernd, en á Bæheim og Moravíu slær hann eign sinni. Yið undirskriftir Munich-samninga lýsti Hitler yfir því, að með því að hann nú hefði endurheimt Sudeten- land, væri kröfum sínum um frekara landrými í Evrópu lokið. Þessu trúði Mr. Chamberlain og ráðgjafar hans, and undanteknum Mr. Duff-Cooper, er sagði sig úr ráðuneytinu. Nú er það komið á daginn, að þjóðernis- lijal Hitlers var blekking ein; aukið landrými, fé og fólk, var aðalatriðið; innlimun Tjekka í Þriðja ríkið tekur þar af öll tvímæli. Czechoslóvakía, eitt af fyrirmyndar lýðríkjum síðari tíma er úr sögunni; því hefir verið fórnað í þágu ímyndaðs friðar. Draumur um varanlegan frið með Hitler við stýri sem aldrotnanda Mið-Bvrópu, er barna- legur draumur. Og nú spyrja allar þjóðir heims hvar liann beri næst niður. Einstöku menn muna jafnvel enn eftir leiðangri Hermanns Goering til íslands og skrúð- göngu þýzkra Nazista um götur Reykjavíkur ekki alls fyrir löngu.— -f -f 4 Ströngum mótmælum hefir rignt yfir Hitler þessa síðustu daga, og var það ekki mót von. Bretar, Frakk- ar og Bandaríkin hafa mótmælt, en ströngustu mótmælin liafa þó komið frá Maxim Litvinoff, utanríkisráðherra rússnesku ráðstjórnarríkjanna, er telur innlimun Bæ- heims og Moravíu óverjandi að alþjóðalögum. “Með þessu síðasta gerræði, ” sagði Litvinoff ráðherra, er þjóðafriði stofnað í ískyggilegri hættu en nokkru sinni fyr; um ábyrgðina á slíkum óvinafögnuði verður heldur ekki vilst; eiga þeir, er málefnum mannkynsins hafa í slíkan farveg veitt, til þungrar sakaú að svara.” Frá Washington er símað á mánudaginn, að utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna liafi þverneitað á þessu stigi málsins, að viðurkenna formleg umráð Hitlers yfir Czechoslóvakíu. Stjórn Rúss- lands mælir með því aÖ kvatt verði til fundar nú þegar, er níu þjóÖir standi að, og mættir verði utanríkisráðherrar hlutaðeigandi rikja með það fyrir augum, að stemma stigu fyrir frekari yfir- I gangi af hálfu Hitlers; til þess 1 er ætlast, að í slíkum fundi taki þátt auk Rússlands, Bretland, Frakkland, Rúmenía. Pólland, Tyrkland, Júgóslavía, Grikkland og Rúlgaría. Uppástunga Rússa um þetta fundarhald, virðist ekki að svo stöddu hafa fundið náð fyrir augum Breta-stjórnar, er telur ástandið þannig vaxið, að það geti verið hið mesta áhættu- spil, að utanríkisráðherrar á- minstra þjóða dvelji næturlangt utan vébanda hlutaðeigandi höf- uðborga hvað þá lengur. Enn er því flest á huldu um það hverju framvindur á næstunni, þó það eitt sé vitað, að ótti og uggur hafi heltekið f.lestar þjóð- ir heims.— Forsætisráðherra Canada- stjórnar, Mr. Mackenzie King, hefir í þingræðu lýst yfir biturri vanþóknan á landráni Hitlers; í sama streng hafa tekið hinir flokksforingjarnir á þingi, þeir Dr. Manion, Mr. Woodsworth og Mr. Blackmore. Mr. Woods- worth mælir með því, að lagt verði umisvifalaust bann við út- flutningi þeirra vörutegunda héðan úr landi til Þýzkalands, er líklegt sé að komi Hitler að gagni til stríðsþarfa.— Bandaríkjaþjóðin hefir lengi verið vagga lýðræðis og per- sónulegra mannréttinda; þangað iíta nú margir vonaraugum eftir hollri málaforustu. Einhverju sinni sagði skáldspekingurinn Leo Tolstoy fyrir um það, að þegar í harðbakkana slæi, myndi Vestrið verða hin eina bjargar- von mannkynsins. Karlakór Islendinga í Winnipeg Eins og vitað er, átti Karlakór Islendinga í Winnipeg nýverið tíu ára starfsafmæli, og var þess minst með miklum mannfagnaði á Marlborough hótelinu hér í borginni. Söngstjórinn, hr. Ragnar H. Ragnar, hefir lagt mikla rækt við flokkinn, og hefir hann tekið góðum framförum undir forustu hans. Flokkurinn hefir eigi aðeins skemt íslend- ingum í Winnipeg, heldur hefir hann og farið víða um íslenzkar nýbygðir og verið þar jafnan kærkominn gestur.— Nú hefir Karlakórinn fast- mælum bundið, að halda sam1- söng í Winnipeg Auditorium (Concert Hall), þann 26. apríl næstkomandi, og ætti ekkert að. verða því til fyrirstöðu að slíkt geti lánast hið bezta hvað að- sókn áhrærir. En mikið veltur á, að flokkurinn æfi sig kapi> samlega fram að þeim tíma, því í þetta skifti verða það fleiri en íslendingar, sem á hann hlusta og dæma um gildi hans. Nýlega lézt í Gdynia í Pál- landi 118 ára gömul Gypsy-kona. Hún hafði verið gift fimm sinn- um og átti orðið um 400 afkom- endur, sem langflestir voru á lífi. Ornefna flutningur 24. nóvember síðastl. getur vikublaðið Lögberg þess, ásamt öðrum fréttum frá Islandi, að síðastliðið sumar hafi tvær bif- reiðar farið yfir Axarfjarðar^ heiði austur til Þistilfjarðar, á óruddum vegi. Mér, sem er nefndri heiði allvel kunnugur frá yngri árum mínum og á líka á því breiða öræfabaki mörg leir- köfnuð spor, þótti þessi frétt, eins og hún er sögð, naumast nógu greinileg. Mér varð því nokkuð starsýnt á það, þegar fréttin bætir þvi við, að bílarnir hafí lagt upp á nefnda heiði úr Núpasvéit. Þóttist eg þá sjá að hér væri um örnefnaskekkju að ræða; bílarnir myndu ekki hafa farið yfir nefnda heiði; upp á Axarfjarðarheiði en lagt frá bænum Sandfeílshaga í Axar- firði, og dregur heiðin nafn sitt af sveitinni, Um 10 enskar mílur norður, liggur annar vegur til Þistil- fjarðar, hann liggur upp frá bænurn Efri Hólum i Núpasveit. Sú heiði, sem þá er farin heitir Hólaheiði, hún er mikið lægri sléttari og styttri en hin, sem fréttin herrnir frá að hafi verið farin; þennan veg, eða veglevsu, hafa bílarnir farið, fyrst sagt er að þeir hafi lagt upp úr Núpa- sveit. 1 fréttinni er þess ekki getið hvað bílarnir voru lengi yfir heiðina, sem1 mun vera rúmar 20 enskar mílur milli bygða, beint stryk. Ekki getur fréttin um neina.aðra farartálma en órudda veginn; samt eru þar tveir vond- ir þrændir í götu, þau nágrann- arnir Ormarsá og Þistilfjarðar- fjallgarður. Ormarsá rennur langsuni eftir heiðinni frá Suðri til Norðurs, hún hefir upptök sín inn við svonefnda Múla, sundurskorna hávaða, sem rísa upp norðast á Axarfjarðarheiði Þar inni á heiðinni er áin að vísu ekki vatnsmikil, en vex eins og önnur vatnsföll því lengra sem hún rennur, og er orðin töluvert vatnsmikil þar sem Hólaheiðar vegurinn liggur yfir hana; og tel eg óvist að hún sé bílvæð á þeim vegamútum. Skamt þar austar rís Þistilfjarðar fjallgarð- ur, 15 hundruð fet yfir sjó. Um Óttarshnjúk, rétt norðan við hnjúkinn, er skarð í f jallgarðinn, nefnt Óttarsskarð; gegnum það liggur Hólaheiðar vegurinn. Þetta skarð mun einna greið- færast af lægðimi þeim, sem kljúfa fjallgarðinn þó ærið sé það bratt. Svo mörg eru þessi orð. . Þá minnist eg þess, að það má nærri þvi heita dæmalaust hvað Norður-Þingeyjarsýslu hef- ir hlotnast mikið af örnefna- skekkjum í sinn hlut, núna á þessum 38 árum, sem liðin eru af tuttugustu öldinni, og má sýslan þakka þá hugulsemi fjór- um hálærðum Vestur-íslending- um, sem hafa í kynnisferðum sínum til föðurlands síns, ís- lands, flaskað á því að taka það sem stundúm er kallað trausta- tak, á þjóðkunnum örnefnum og fært þau eftir hugþótta sinum hreppaflutning sveit úr sveit. Sá fyrsti, sem1 mig rekur minni til að léki sér að þessu barna- glingri, gerði sér hægt um hönd í frásögn sinni, að færa gömlu THE COCKSHUTT NO. 8 DRILL TryKgir Yður Fleirl Mæla af Ekru Hin h&rrétta niöurröö- un og" dreifing útsæðisins meS Coekshutt No. 8 Drill er yðar bezta trygging fyrir góðri uppskeru. The Cockshutt No. 8 Drill inniheldur alla hina fullkomnustu og nýjustu kosti viðvíkjandi gerð slíkra véla. Rambyggilega kveikt og saman reyrð stálgrind; úrvals Hyatt völtur og Alemite smurning eru aðeins fá sýnishorn af ágætum þessarar nýju vélar. Bygð í 16- til 38-run stærðum fyrir hesta og dráttarvélar. The No. 8 Cockshutt er til sýnis nú þegar hjá umboðssölunum, — látið ekki hjá liða að skoða vélina eða skrifa eftir bæklingi í dag. Rubbcr lijólgjarðlr flciri hvíldarstundir, með COCKSHUTT TRACTORS Viðvíkjandi aukaorku, auka-endingu, og verulega skynsamlegum sparnaði, eiga Cockshutt Tractors engan sinn líka. peir eru gerðir til þess að veita MEIRA VERK fyrir MINNI KOSTNAÐ. Sýnishorn fyrir gas- olfu, kerosene eða distillate. Verið vissir um að biðja Cockshutt sal- ann um upplýsingar utp 80, 90 og 99. Spyrjist einnig fyrir um Cock- shutt No. 70 streamlined 6-cylindra dráttarvél — nýjustu framfarirnar að því er snertir orku á bændabýlum, eða skrifið eftir bæklingi. rDCKSHUTT ■ PLDW CDMPANY LIMITED WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.