Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 23. MABZ 1939 -----ANNETTA - i Eftir Oliver Orbisen. Hvernig gat Annettu grunaÖ, að frú Hodge bitSi í hálftíma til þess aÖ sjá' um ac5 alt væri á sínum staÖ, áÖur en hún lokaði peningaskápnum, og lyfti upp hvíta geitaskinns kassanum um leiÖ og hún var að laga eitthvað til, og tæki þá eftir, hvað hann var léttur, opnaði hann og yrði svo hverft við aÖ hin fáu svörtu hár, sem ennþá voru eftir á höföi hennar yrðu grá í einni svipan. Annetta, sem sat í bezta yfir- læti heima á prestssetrinu, ölvuð af gleði, sem hún duldi eftir beztu getu, dreymdi ekki um, að forsjónin léki þannig á hana. 1 fyrstu gat frú Hodge ekkert gert nema starað, því næst tók hún til fótanna og hljópt í áttina til hins allra helgasta, þar sem aðal forstjórinn fyrir Cherills- búöinni hafði aðsetur sitt. Hún gekk inn áni þess aÖ drepa á dyr og stilti öskjunuml fyrir framan for-' stjórann. Hr. William Hontage Ranney, sem var siða- vandur miðaldra herramaður, horfði til skiftis á öskjurnar og frú Hodge, og sagði síðan blítt, Hu — humm---------, hin skarpa dómgreind hans hafði á einu vetfangi um leið og hann sá tómu öskjurnar fyrir framan sig á borðinu, dregið sömu ályktun og frú Hodge. “Stolið?” spurði hann stuttaralega. “Hvað var það ?” , “Safir-hálsbandið með perlunum í kring, sein við fenguiin; frá Róm; dýrasti skartgripurinn.” “Hve mikils virði?” “Sextíu pund.” “Einmitt það. Hu---------humm------------. Nokkra hugmynd um hver tók það ?” Hr. Rainsey notaði aldrei tvö orð, þegar hann gat komist af með eitt. "Eg er hrædd um það,” sagði ,frú Hodge og henni vöknaði um augun um leið, af tilhugsuninni um erfiðasta skyldustarfið, sem hún .miundi þurfa að vinna hjá Cherills sem sé, að ákæra Annettu Beecher fyrir þjófnað., “Hver ?” “Ung stúlka, sem kom hingað fyrir átta mánuð- um, Annetta Beecher. Hún er prestsdóttir og fekk fyrirtaks meðmæli.” “Hu — — humm---------------augabrýr hr. Ranneys lyftust upp undir hársrætur af undrun. “Sannast mál- tækiö — ha?” “Hvað eigið þér við?” hreytti frú Hodge út úr sér. “Það er sannmæli, er ekki svo?” spurði hann 1 blítt, “að prestsbiirn vilja oft mislánast.” “Nei, það er ekki satt, það er aðeins fleipur úr j einhverjum illviljuðum náunga. Þér ættuð að skamm- ast yðar fyrir að hafa það eftir.” Frú Hodge, sem þekti hr. Ranney í raun og veru betur'en hann þekti sig sjálfur, gat leyft sér ýmislegt sem aðrir ekki máttu. “Þér haldið þá, að hún sé ekki þjófur? Hún hafi aðeins verið að leika sér að þessu?” “Ó, eg veit ekki hvað eg á að halda,” sagði frú Hodge og fór að snökta, en einu sinni sá eg hana vera að máta það á sig. ’ ’ “Hafi hún tekið hálsbandið að gamni sínu skilar hún því aftur, þvi ekki myndi hún vilja láta skugga falla á nafn foreldra sinna. Og svo er hún líka svo falleg og góðmannleg stúlka; þessi hnútur leysist á þann hátt að allir verði ánægðir.” LÍTILL Eg er fæddur 13. maí, 19------ í bænum Nimis í héraðinu Languedoc þar sem, menn verða varir við, eins og alstaðar á Suður-Frakklandi, mikið sólskin, talsvert ag ryki, Carmelita klaustur og nokkur rqm- versk minnismerki. Faðir minn, M. Eysette, semi verzlaði með silki- klúta, átti stórt verkstæði við takmörk bæjarins, og í einni deild þess reisti hann rúmgott iveruhús umgirt af fögrum trjám og aðskilið verkstofunum með breið- um garði. Það var þar sem eg kom í heiminn og þar sem eg lifði hin fyrstu æfiár mín og hin einu ham'ingjusömu. Eg verð að geta þess, að koma mín í heiminn flutti fjölskyldunni enga ánægju. Gamla Anna mat- reiðslukonan okkar þá, hefir sagt mér, að faðir minn, sem var á ferðalagi, frétti á sama tíma um komu mína í heiminn og hvarf eins af viðskiftavinumi hans frá Marseilles, sem skuldaði honum fjögur þúsund franka. Það var raunverulegt. Eg var óhamingjustjarna foreldra minna. Árið sem eg fæddist steðjaði óham- ingjan að úr öllum áttum. Fyrst var þessi skulda- þrjótur horfinn; tvisvar höfðum við byrjun bruna sama árið; vefararnir gerðu verkfall; svo rifrildi og illindi Baptiste föðurbróður; málaferli við þá, sem seldu okkur hina ýmsu liti; og svo stjórnarbyltingin, semf fór með olckur, alveg. Frá þessu ári var verkstæðið eins og vængbrotinn fugl. Smátt og smátt tæmdust verkstofurnar; í hverri viku einum vefstól færra á hverjum mánuði einni töflu færra að prenta. Það var aumkunarvert að sjá alt líf fjara úr þssu mikla húsi okkar, eins og úr sýkt- um líkama, á hverjum degi nokkuð. Þetta gekk i tvö ár. Verkstæðið var í dauðateygjunuin. Svo var það einn dag að verkamennirnir komu alls ekki og bráð- lega var ekkert ef-tir af fólki í öllum þessum bygg- ingum nema M Eysette, Mm. Eysette, gamla Anna, bróðir minn Jack og eg sjálfur; og lengra frá, fyrir aftan, svo sem til varnar verkstofunum, dyravörður- inn Columbo og sonur hans “Litli Rauður.” Alt var nú búið. Við vorum eyðilögð með öllu. Eg var þá sex til sjö ára gamall. Eg var veik- bygður og fjörlaus, svo foreldrar mínir höfðu ekki viljað senda mig i skóla. Mammia hafði aðeins kent mér að lesa og skrifa. Eg mátti leika mér eftir vild í verkstæðunum tómum. Það höfðu verkaménnirnir ekki leyft mér, áður nerna á sunnudögum. Eg sagði í mjög alvarlegum róm: “Nú á eg verkstæðið með öllum verkstofunum. Mér eru gefnar þær til þess að leik mér í þeim.” Og Rauður trúði þessu. Hann trúði öllu, sem eg sagði, heimskinginn sá arni. Það voru ekki allir í húsinu samt, sem tóku vand- ræðum vorum svo léttilega. Alt í einu varð húsbónd- inn, M. Eyssette æfur og óþolinn. Vandræðin, í staðinn fyrir að styrkja vöðvana, höfðu lamað hann. Seint og snemma sýndist hann æfur og reiður, og þar sem hann vissj ekki vel hverju hann ætti um að kenna, sakaði hann alt og alla: sólina, norðanvindinn, Jack bróður, gömlu Önnu og stjórnarbyltinguna — sérstaklega stjórnarbyltinguna. Þegar pabbi/ var að bölsótast út af stjórnarbyltingunni skildist manni, að byltingin hefði verið aðallega á móti okkur. Á þessu timabili, sem eg tala um, hafði óhamingj- an og eyðileggingin gert föður minu svo æfan, að það gat enginn komið nærri honum. Það varð að taka honum blóð vikulega. Þeir( seirt voru nærri honum hræddust hann. Við borðið báðum við að rétta okkur brauðið í lágum hljóðum. V’ið þorðum ekki að gráta svo hann sæi. Strax og hann hafði snúið sér við, heyrðist snökt úr öllum áttum og tárin féllu frá einum enda hússins til annars, við grétum öll: mamma, gamla Anna Jack og eg, og eldri bróðir minn, rektorinn, þegar hann koirí til að gá að okkur. Matnma grét vegna þess, að manni hennar leið svo hræðilega illa; rektorinn grét og gamla Anna líka, af að sjá mömmu gráta. Jack bróðir, sein var of ungur til að skilja þetta — tveimur árum ejdri en eg —grét vegna þess að það var honum eðlilegt, liann grét að gamni sínu. Hann skældi seint og snemrna, nótt og nýtan dag, í skólanum, heima, úti að flæjast og alstaðar, hvar sem hann var staddur. Ef einhver sagði: “Hvað er að þér?” svaraði hann: “Ekki neitt” snöktandi. Og það merkilegasta var að hann hafði ekki af neinu að gráta. Stundum varð pabbi óþoiin- móður út af þessu snökti i stráknum og sagði við mömrnu: “Það er hlægilegt að sjá þennan krákka! Líttu á hann; hann er hálf-blindur af hrinum — altaf að skæla.” Og ntamma svaraði nteð þessari yndislegu rödd: “Skilurðu það ekki, vinur? Hann er barn; það hættir þegar hann vex upp. Þegar eg var á hans aldri ‘grét eg alveg eins og liann.” Sjálfur var eg í sjöunda himni að leika íríér í vérkstofunum gömlu góðu. Enginn skifti sér af mér. Eg lék mér allan daginn með Rauð litla meðal stof- anna tómu, þar sem tók undir eins og i kirkju þegar við þrörrunuðum áfram og í görðunum, sem: grasið huldi að mestu nú þegar. Þessi drengur, sonur dyra- varðarins var sver og stór strákur, tólf ára gamall, sterkur eins og uxi, tryggur eins og hundur, heimskur eins og gæs; sérstaklega merkilegur fyrir hið eldrauða hár, sem hann fékk uppnefnið af. En, eg hafði enga tilhneigingu til að uppnefna hann. Hann var mér nákvæmlega það sem Frjádagur var Robinson Crusœ, en ekki Rauður. Hann var mér maðurinn af villi- mönnunum, af skipshöfninni, þar sem uppreisnin hafði orðið, eða hvað annað sem vera vildi. Á þeim dögum var eg ekki Daniel Eyssette,, heldur einkennilegi mað- urinn, vafinn dýrafeldum, í æfintýrinu mikla á eyði- eyjunni, Robinson Crusoe sjálfur. Já, þá var gaman að lifa. Vitundarleysið er sælan sjálf, stundum. A hve.rju kvöldi eftir kvöldverð las eg Robinson Crusoe, lærði hann utan að; á daginn lék eg hann með eldfjöri og alt sein var nærri, hvað sem1 var, not- aði eg í þetta skemtilega æfintýri. Rauður litli hefir sjálfsagt aldrei skilið fyllilega hvað hans þáttur í leiknum var mikils virði. Ef ein- hver hefði spurt hann að hver Robinson Crusoe væri, hefði hann fráleitt getað svarað, en hann gerði sitt verk eins trúlega og vel eins og nokkur annar hefÖi getað gert, og við lians villimannlegu óp gat ekkert jafnast. En einn morgun, þegar faðir hans var orðinn þreyttur á þessum óhljóðum hans og okkar í húsunum, sendi hann Rauð til að læra handiðn, langt í burtu, svo eg sá hann ekki framar. Eg var samt ekki orðinn þreyttur á Robinson Crusoe, nei, eg var jafn heitur og fyr fyrir honum. Lrm sanja leyti og Rauður fór, var Baptiste frændi orðinn þreyttur á masi páfans, sem hann hafði lengi átt, og sendi mér hann sem gjöf, alt í einu. Þessi páfagaukur kom nú í staðinn fyrir Rauð, Frjádag Robinsons. Eg lét hann í ljómandi fallegt búr og hafði það í herbergi mínu að vetrinum, svo hér vorum við enn sem fyr: Robinson, Frjádagur og fleira. Hér masaði eg löngum við páfagaukinn frá frænda og reyndi að fá hann til að segja: “Robinson, vesalings Robinson.” En það gekk ekki greiðlega. Þessi árans páfagaukur, sem hafði verið sí-mQsandi hjá Baptiste, svo undrum sætti, vildi ekki opna hvoftinn fyrir mig, hvað sem eg reyndi. Þrátt fyrir það þótti mér vænt um hann og hann varð mér til mikillar skemtunar. Þannig undum við okkur aleinir, gaukurinn og eg; þar til einn rnorgun, að mjög merkilegt atvik kom fyrir. Þann dag hafÖi eg farið snemlma úr kofa inín- um og var með alvæpni. Eg ætlaði í landkönnunar- ferð á einni af minum eyðieyjum. Alt í einu sá eg þrjá eða fjóra menn koma í áttina til mín; þeir töluðu hátt og bentu í ýmsar áttir. Eg faldi mig, en sá þó það sem fram fór. Mennirnir fóru mjög nærri mér, en sáu mig ekki. Þessir menn stönzuðu lengi á eyjunni minni. Þeir könnuðu hana nákvæmlega frá éffda til enda. Eg sá þá fara inn i alla króka og kima og rnæla dýpt vatns- ins með göngustöfum sínum —. þessi höf mín. Hvað eftir annað stönzuðu þeir og hristu höfuðin. Það sem eg var aðallega hræddur, um, var að þeir myndu rek- ast á mig. Til allrar hamingju varð það ékki, og eftir svo sem hálfan klukkutíma fóru þeir án þess að gruna að nokkur væri nærri. Þegar þeir voru farnir, lokaði eg mig inni í einum af kofum mínum það sem eftir var dagsins og braut heilann um hverjir þessir menn hefðu verið. Eg fékk að vita það fljótlega. Um kvöldið að kvöldverði loknum lýsti faðir minn því yfir að verk- •tæðið væri selt og að innan mánaðar færuin við öll til Lyon og yrðum þar framvegis. Fyrir mig var þetta hræðilegt. Mér -virtist sem himininn hefði hrapað. Verkstæðið selt! Ekkert minna! C)g hvað varð þá um allar mínar eyjar, kima og kofa? Þrátt fyrir alla þessa ógæfu huggaði eg mig við það: fyrst, að nú mlyndi eg ferðast á skipi og annað, að páfagaukurinn yrði með inér, því hafði verið lofað, Eg brosti því með sjálfum mér og hugsaði gott til ferðalagsins. Hamingjan góða! Eyjarnar, kimnarnir allir og kofarnir. Pabbi hafði selt þetta alt. Við það varð eg alt að skilja. Guð minn góður! Hvað eg grét. En eins og eg sagði áður: eg hafði dálítið að hugga mig við. Roliinson var ekki alveg skilinn við eyjuna sína og hresti það lnig minn. Loksins kom burtferðardagurinn. Pabbi hafði farið á undan okkur og var búinn að vera viku i Lyon. Hann hafði tekið mfcð sér það sem þyngst var af húsbúnaði. Eg var því nteð Jack, gömlu Önnu og möinmu. II. Ó, ltvað þessi æfintýri frá ungdómsárum minum ltafa stimplast djúpt á meðvitundina. Það er eins og eg iiefði verið á ferð á Ánni Rhone í gær, svo eru atburðirnir ljósir í huganunt. I huganum sé eg bát- inn, farþegana og alla skipshöfnina, eg heyri ntlarrið í hjólunum og hvæsið í vélinni. Því sent skeður á því skeiði lífsins gleymir maÖtir ekki. V’ið vorunt þrjá daga á leiðinni. Alla þessa þrjá daga var eg uppi á dekki og fór ekki niður nema til að eta og sofa. Alla aðra tíma sat eg á enda skipsins þar sem akkerið ef fært upp og niður. Þar var stór bjalla, sent hringt var þegar skipið kont i-einhverja höfn. Eg settist hjá þessari bjöllu á reipahrúgu og setti niður búrið með páfagauknum í, á ntilli fóta níér, sem eg hafði rétt frá mér eins langt og eg gat, og starði á fuglinn fáláta, fuglinn, sem ekki fékst til að tala fyrir mig eða við mig. Eg leit út á átta Rhone, sem var svo breið að varla sást yfir um. Fyrir mínum augum var hún eins breið og sjórinn. Himin- inn hló og jörðin grænkaði við hláturinn. Stóru hátarnir bárust niður með straumnum. \ l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.