Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.04.1939, Blaðsíða 4
LÖQ-BERG, FIMTUDAGINN 13. APRIL 1939 4 --------------- Högtierg ---------------------------- GefltS út hvern fimtudag af THE COtiUMBIA PRESS, IiI-MITEI) 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: / EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Wimjípeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 nm árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Eitt herfangið enn Konungsríkið Albanía, er sem slíkt, liðið undir lok, en fylkingum Pasismans hefir að sama skapi vaxið fiskur um hrygg; innlimun landsins í veldi Mussolinis gerðist með óvenju dramatiskum hætti; gerræðið er framið á föstudaginn langa. Drottning Albaníumanna, sem ein- ungis er nítján ára að aldri, ól sveinbarn tveimur dögum áður; er vitað var um innrás hinna ítölsku herskara i hið umkomulitla konungsríki, flýr hún land með hvít- voðuiiginn við brjóst sér, og ferðast samfleytt í fimtán klukkustundir yfir f jöll og firnindi unz komið er í griða- stað á Grikklandi; daginn eftir kveður Zog konungur land sitt, og leitar til þeirra sömu stöðva, er drotningu hans hafði verið viðtaka veitt. Sem yfirskins ástæðu fyrir hernámi landsins notar Mussolini það, að ítalskir þegnar Albaníu hafi orðið að þola margháttaða áþján af hálfu albaniskra stjórnarvalda; nákvæmlega sama heróp- ið og Hitler beitti við innlimun Sudetenlands og Memel. Enginn þarf að ætla, að Mussolini láti hér staðar numið nema því aðeins, að lýðríkin grípi nú alvarlega í taum- ana. Þegar þessi atburður gerðist, var hinn brezki for- sætisráðherra við fiskiveiðar á Skotlandi; er fréttin barst honum til eyrna, batt hann skjótan enda á skemti- veiði sína og kom rakleitt til London, og nú kemur brezka þingið saman á ný í dag; hafa Bretar og Frakk- ar þegar mótmælt stranglega aðförum Mussolinis í Albaníu og heitið jafnframt Grikklandi og Tyrklandi hervernd í því falli að Mussolini reyni að færa sig upp á skaftið á Balkanskaga. Nú mun alment svo litið á, að með þessu síðasta tiltæki Mussolinis sé úr sögunni vináttusamningur sá milli Italíu og Breta, er undirskrif- aður var fyrir atbeina Mr. Chamberlains í aprílmánuði síðas'tliðnum. Horfurnar eru óneitanlega dökkar í svip- inn hvernig svo sem fram úr ræðst um hið pólitíska veðurfar Norðurálfunnar á næstunni. Albanía er 10,629 fermílur að stærð; að norðan takmarkast landið af Júgóslavíu, Grikklandi að austan og sunnan, en Adríahafinu að vestan; landsbúar styðj- ast mestmegnis við kvikfjárrækt sér til lífsframfæi'slu; þó er nokkuð af linkolum og ýmsum olíutegundum í landinu, auk þó nokkurra fiskiveiða; íbúatalan nemur liðugri miljón. Höfuðborg Albaníu nefnist Tirana. Þann 27. nóvember 1926, stofnuðu Italir og Albaníumenn með sér til ævarandi vináttusambands, og staðfestu með undir- skrift hlutaðeigandi stjórnarvalda þar að lútandi sátt- mála. En hvorki helgi sáttmála né drengskaparorð sýn- ast mikilsmetin á þessum verstu og síðustu tímum. Landránin sýnast annars ganga furðu greitt fyrir sér; á síðastliðnum sex mánuðum, hafa foringjar Fasismans gleypt Bohemíu, Slovakíu, Memel og Albaníu. “Löðurmannleg árás” “Löðurmannleg og fyrirlitleg var sú skoðun, er fram kom í þinginu hjá Mr. Churoh, og í ritstjórnar- grein í blaðinu “Globe and Mail,” að að ]>að sæti illa á óbrezkfæddum manni, að halda fram þeirri frumreglu, er frumvarp Mr. Thorsons hvílir á; með frumvarpinu er því haldið fram, að Canada skuli aðeins taka þátt í stríði samkvæmt tilhluitan konungs að ráði hinna cana- di.sku ráðgjafa hans. Um mál þetta ræddi* Mr. Mackenzie King á þingi á drengileg-an og virðulegan hátt í vikunni sem leið. Það varð hlutskífti Toronto þingmanns og Toronto dagblaðs, að draga umræðurnar niður á hina lægstu hugsanlega jafnsléttu. Dagblað þetta vakti athygli á því, að Mr. Thorson væri af íslenzkum uppruna; að foreldrar hans hefðu komið til þessa lands með það fyrir augum að verða aðnjótandi hins brezka frelsis, og sjálfur hefði hann notið þéirra hlunninda, sem Rhodes námsstyrknum væri samfara. Af hinni furðulegustu grunnhygni, er það síðan gefið í skyn, að í raun og veru hafi Mr. Thorson ekki liaft til þess nokkurn rétt, að bera áminst frumvarp fram á þingi, og nákvæmlega sömu skoðun heldur Mr. Church fram í þingræðu sinni. Það er naumast ástæða til að endurtaka ]>að, að grundvallar ástæðan fvrir frumvarpinu var sú, að vernda canadiska þjóðareiningu í stað þess að liða hana í sundur. Um þetta atriði má ræða, eins og forsætisráðherra sjálfur sýndi, á verðleika og veruleika grundvelli. En að baki ummæla Mr. Church og greinarinnar í “Globe and Mail” felst það, að borgarar jaf íslenzkum stofni séu ver kyn- j bornir en brezkir imenn; að þeir , dvelji hér vegna umburðarlyndis hinna brezku sambýlisbræðra sinna; að þeim beri að halda sér saman meðan hinir brezk- fæddu menn ráði fram úr vanda- málum þjóðarinnar að eigin geð- þótta.— Drengilegt hugarfar í Canada mun mótmæla slíkri firru af allri sinni orku. Hér í Manitoba, þar sem menningartillag íslend- inga til canadisks þjóðlífs er á- bærilegast og kunnast, hlýtur það að vekja ahnenna andstygð, ’að umræður um mál þetta skyldu sökkva jafn,djúpt og raun varð á, og þá ekki hvað sízt með hliðsjón af hinu mikilláta til- kalli “Globe and Mail” til íor- ustu á vettvangi canadiskra þjóð- mála.”— ATHS.—Grein þessi er tekin úr Winnipeg Free Press þann 6. þ. m., og er það ekki i fyrsta skiftið, sem það merka blað heldur uppi vörn fyrir íslend- ingum, ef á þá er ráðist. Meðferð blaðsins og skilgreining á frum- varpi Mr. Thorsons, ætti að verða metin að makleikum, og það því fremur, sem ekki er með öllu grunlaust um, að gerð- ar séu nú til þess tilraunir, jafn- vel úr hinni hörðustu átt, að gera hann tortryggilegan i aug- um kjósenda sinna.—Ritstj. Hlutleysi Canada Til frekari áréttingar grein minni í Heimskringlu frá 5. þ. m. og til frekari skýringar á hlutleysismáli Canada bið eg yð- ur, herra ritstjóri Lögbergs, að birta eftirfarandi ulmmæli: W. J. L. Sir Wilfrid Uaurier fórust þannig orð á þinginu í Ottawa 12. janúar 1910: “Þegar Bretar eru í stríði, þá er Canada einnig í stríði og á engin undantekning sér stað í því efni,- Ef Bretland hið mikla, sem við erum háð, á í stríði við einhverja þjóð, þá er Canada opið fyrir áhlaupum, og því einnig í stríði.” Rt. Hon. Wl. L. Mackenzie King: “Hinar veigamiklu breyt- ingar stjórnarskrárinnar snert- andi hina ýmsu aðila ríkisheild- arinnar brezku, breyta ekki nauð- synlega hinni viðurkendu laga- legu afstöðu sem ómótmælanlega átti sér stað fyrir mannsaldri síðan, að Canada væri i ófriði, þegar brezka veldið hefði lcnt 1 ófriði..... “í þessu sambandi standa orð Sir Wilfrid Lauriers í fullu gildi og við getum ekki skelt við þeim skolleyrum, heldur verðum við að viðurkenna sannleik þeirra og samkvæmtj honum búa okkur sem bezt undir að verja okk- ur. . . . “Það hefir verið minst á, að ákvæði skyldi vera tekið og meira að segja tekið nú þegar, annaðhvort af þjóðþingi Canada einu saman, eða af þrezka og canadiska þinginu sameiginlega, til þess að veita Canada rétt til að ákveða hlutleysi sitt eða þátt- töku þegar um stríð er að ræða. Mér sjálfunl finst að nú sem Þegar þér þurfið að senda peninga í burtu SICULUM VÉR GERA ÞAÐ VYfílfí LITIL ÓMAKSLAUN Vér skulum með ánægju hjálpa yður viS aS senda peninga hvar sem vera vill í Evrópu og Bandaríkjum. THE ROYAL BANK OFCANADA Eignir yfir $800,000,000 stendur, sé hvorki þörf á, né heldur sé það ákjósanlegt að samþykkja slík lög. Eg skal ekki fara lengra út i það spurs- imál nú, sem sérfræðingar í lög- um eru ekki sammála um, nefni- lega hvort Canada þingið eitt fullnægði til þess að veita þessa nýju afstöðu, eða að til þess þyrfti samþykki brezka þingsins líka. “Lagaákvæði um þetta atriði, ef annars að slík löggjöf væri framkvæmanleg, fengist aðeins með beiskustu mótstöðu og rót- grónum meiningamun. “Þingsákvæði uim þetta atriði, eins og nú stendur á, yrði aðeins vatn á mylnu þeirra þjóða, sem líklegar væru til þess að hafa í hyggju sókn á hendur lýðveldis sinnuðum þjóðum, en sérstaklega þó á hendur brezka ríkinu. “Við mundum aldrei fara út í strið sökum þess aðeins að við værum ekki viss um hvort við hefðum rétt til þess að draga okkur í hlé. Við mundum held- ur ekki standa hlutlausir hjá, fyrir þá sök að við sjálfir hefð- um fundið einhvern veg til þess að fríja oklcur við þátttöku. Á- kvæði þjóðarinnar i slíku vanda- imáli, hvort heldur nú eða siðar, verður að byggjast á einhverju nær hjartanu, það verður að b-yggjast á hugsunum og tilfinn- ingum þjóðarinnar.” Rt. Hon. Ernest Lapointe, dómsmálaráðherra Canada sagði á þingi 31. marz, s.l.: “Það var réttilega tekið fram í gær að viðurkenning af hálfu erlendra þjóða er mjög þýðingar mikið atriði. Að svo miklu leyti sem eg veit, er það skilningur allra útlendra heimilda og út- lendra stjórnarvalda að sam- lendur (the dominions) geta ekki verið hlutlausar þegar Bretar sjálfir eru í striði. Annars vilja valdsmenn setja fram meiningu sina í þessu sambandi í setningu setn er sláandi og hljóðar þann- Lang undursamlegustu nýjungar í Dráttarvélum Einka einkenni á : * = PO MASSEY-HARRIS TRACTORS Tvíorka veitir yður ni/t- senii tveggja dráttar- véla fyrir verð einnar. VitiS þér hvað “tvíorka" ■þýðir. pekkið þér notkun hennar? Vitið þér að það þýðir í rauninni auka orku- birgðir fyrir Dráttarvélina, sem einungis fæst með tví- orku fyrirlcomulaginu, er einunois gildir um Massey- Harris Dráttarvélar. Finnið næsta Massey-Harris umboðsmann.) Kynnið yður þessar undursamlegu Massey- Harris framfarír og hve þær auka á gæði og orkumagn Massey - Harris Dráttarvéia. Engar kvaðir fylg.ia helmsókn yðar til umboðsmannsins. MASSEY-HARRIS 101 TRACTOR MASSEY - HARRIS PACKMAKEH ITIRSS6Y-HRRRIS COMPANY. LIMITEO TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON SWIFT CURRENT VORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.