Lögberg - 27.04.1939, Page 4

Lögberg - 27.04.1939, Page 4
4 LÖGBEE/G, FIMTUDAGINN 27. APBÍL, 1939 -------------- Húgtiers -------------------------- Gefið út hvern íimtudag af THE COtiUMBIA PRESS, IiIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Límited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Kjarninn í frumvarpi Mr. Thorsons Þeim sýnist jafnt og þétt fara fjölgandi, þrátt fyrir nokkurar hjáróma raddif, er hallast næsta eindregið á sveif Mr. Thorsons viðvíkjandi hinni miklu nauðsyn, sem á því er, að stjórnskipuleg afstaða canadisku þjóð- arinnar til stríðs og friðar, verði í eitt skifti fyrir öll þannig skilgreind og skýrð, að ekki verði framar um það vilst, að þjóðin hafi til þess full réttindi að lýsa yfir hlut- leysi sínu í ófriði; tveir merkir fræðimenn hafa nýverið bæzt í hópinn, er telja það óhjákvæmilegt vegna cana- diskrar þjóðeiningar, að yfirlýsing í þessa átt nái fram að ganga á sambandsþingi; því fyr þess betra; þessir menn eru þeir prófessor Bcott við McGill háskólann og Mr. MacFarlane, prófessor í sagnfræði við háskóla Manitobafylkis. Reynt hefir verið til að smeygja því inn lijá almenn- ingi, að frumvarp Mr. Thorsons væri að einhverju leyti viðsjárvert; að það, með hliÖsjón að viðhorfinu í Norð- urálfunni, væri borið fram á óheppilegum tíma; slíkar mótbárur falla um sjálft sig og höfðu í rauninni heldur ekki við nokkur minstu rök að styðjast. Og hvað væri svo, þegar alt kemur til alls, unnið með frekari bið? Eins og frumvarp Mr. Thorsons ber ljóslega með sér og þingræður hans því til skýringar, er hvergi að því int, að Canada eigi að vera og hljóti undir öllum kring^imstæður ávalt að vera hlutlaust í stríði, þó ein- stöku menn hafi af furðuiegum ástæðum reynt að leggja þann skilning í frumvarpið; það er einungis um réttinn til hlutleysis og hlutleysisyfirlýsingar, sem frumvarpið fjallar, og annað ekki. Þann 25. ágúst 1938 var staddur í Torontoborg ráðherra sjálfstjómar samveldanna brezku, Stanley lávarður, sem því miður, nú er látinn; aðspurður um það, hvort Canada væri óhjákvæmilega í ófriði ef Breland hið mikla ætti í ófriði, svaraði hann þenna áminsta dag á þessa ieið “Vissulega ekki. Canadaþjóðin ber alla ábyrgð á sínum málum; hún er fullvalda þjóð og ályktar fyrir sig sjálf.” Þessu til áréttingar kemst Mr. Thorson þannig að orði í þingræðu þann 30. marz síðastliðinn: “Síðan Westminsterlögin gengu í gildi, er lagalegur réttur vor, burtséð frá hinum stjórnskipulega rétti vor- um til þess að ráða öllum vorum málum, hvort heldur inn á við eða út á við, svo ákveðinh, að þar kemst enginn efi að. Vér höfum ótgtkmarkað löggjafarvald til þess að ráða fram úr öllum þeim málum, er Canada varða. Að vísu er það rétt, að stjórnsldpulögin, British North America Act, eru enn óbreytt; sé um breytingar á þeirri löggjöf að ræða, hefir canadiska þjóðin rétt til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Eg fyrir mitt leyti mótmæli þeirri skoðun, að þó Bretland hið mikla sé í stríði, hljóti Canada þar af leiðandi að vera óhjákvæmilega í stríði líka.” Lögberg hefir öðru hvoru undanfarnar vikur birt kafla úr ræðum Mr. Thorsons, er að máli þessu lúta og þyngstan kjarna hafa haft til brunns að bera; má vera að vér eigum þess kost, að birta áður en langt um líður í einni samfeldri ritgerð eftir hann stjórnskipulega þróunarsögu þessa mikilvæga máls frá stofnun fylkja- sambandsins og fram til þessa dags. Þeir sem byggja málstað sinn á því, að þegar Bretland hið mikla eigi í stríði þá sé Canada óhjákvæmilega í stríði líka, hafa verið þagmælskir um það, að samkvæmt þeirri skoðun gæti þessi kenning haft nákvæmlega sama afstöðugildi til Canada, hvort heldur það væri Astralía, New Zealand, er segði einhverri þjóð eða einhverjum þjóðum stríð á hendur, eða þá stjórn Bretlands í London; slík yrði aðstaða ómyndugrar, canadiskrar þjóðar. En góðu heilli, er Canada ekki lengur ófullveðja nýlenda; þjóðin hefir átt um langt skeið, og á enn, sæti í þjóÖbandalaginu sem fullvalda meðlimur þess. Suður-Afríku sambandið og fríríkið írska, byggja rétt sinn til hUitleysis yfirlýs- ingar í stríði á Westminster lögunum svonefndu, og slíkt hið sama hlýtur Canada að geta gert, sé þess á annað borð þörf. Og úr því að brezkir sérfræðingar staðhæfa, eins og lávarður Stanley gerði, að afstaða vor til stríðs og friðar sé vort eigið sérmál, því ættum vér þá að telja oss trú um að svo sé ekki? Með slíkum undirlægjuhætti yrði ekkert unnið; ekkert, sem miðaði til bóta. Eins og tekið hefir verið fram oftar en (*inu sinni í dálkum þessa blaðs, er meginkjarninn í frumvarpi Mr. Thorsons sá, að hin canadiska þjóð skuli bera fulla ábyrgð á með- ferð utanrikismála sinna, og að hún geti ekki sætt sig við það, að önnur stjórn en hennar eigin, fái óhjákvæmilega hrundið þjóð- inni út í stríð. Pólitísk hjónasæng Mr. Tim Buck, foringi komm- únistaflokksins í Canada, hefir að sögn ákveðið að ganga í pólitíska hjónasæng með Mr. Herridge, sem verið hefir önn- um kafinn við það undanfarandi, að blása Hfsanda í nýjan stjórn- málaflokk, er hlotið hefir i skentmiri skírn nafnið “New Democracy.” Orð leikiír á, að þeir Mr. Herridge og Mr. Aber- hart séu einnig farnir að gefa hvor öðrum hýrt auga; sennilega er þvi hér á ferðinni splunkur- nýtt þríveldasamband, og þarf þvi tæpast að efa, þar sem um jafn náinn andlegan skyldleika er að ræða/ og raun virðist nú á orðin milli forustumanna þess- arar pólitísku þríeiningar, að hjónasængin verði óflekkuð. Mr. Herridge var um eitt skeið sendiherra Canada-stj órnar í Washington; hann er tengda- bróðir Rt. Hon. R. B. Bennetts, fyrrum forsætisráðherra í Can- aía. Sögumálið Eins og íslenzku blöðin skýrðu frá var níu manna nefnd kosin á síðasta þingi Þjóðræknisfélags- ins til þess að gangast fyrir rit- un og útgáfu lancinámssögu Vestur-íslendinga. Frá því var einnig skýrt að nefndin hefði þegar fengið tryggingu fyrir því fé, er til þess þyrfti að hefja starfið tafarlaust. Var það fyrir drengilega framgöngu Soffonías- ar Thorkelssonar. Þriggja ímanna sérstök nefnd, er aukanefndin valdi til þess að ráða fyrirkomulagi sögunnar og skipuleggja verkið með sögurit- aranum, Þ. Þ. Þorsteinssyni, hefir nú haldið sinn fyrsta fund til þess að ræða málið og koma sér saman um grundvallaratriði þess. Var samkomulag hið bezta og heldur þessi nefnd annan fund bráðlega með söguritaranum, til þess að fastákveða alt fyrir- komulag. Þessa ritnefnd skipa: Dr. B. J. Brandson, Dr. R. Pét- ursson <>g H. A. Bergman, K.C., en formaður f jánmálanefndar- innar er Á. P. Jóhannsson. Betri mönnum höfum vér ekki á að skipa. Þorsteinn hefir þegar unnið heilan mánuð að undirbúningi sögunnar og er i óða önn að safna að sér handritum, alls kon- ar gögnum og upplýsingum. Til þess er vinsamlega mælst að allir íslendingar hér i álfu, hvar sem þeir eru búsettir, taki nú höndutn saman við þetta mikla nauðsynjaverk og aðstoði þá, sem að því vinna, á allan þann hátt, sem þeim er unt. í byrjun starfsins ríður á því, að allir, sem einhver gögn hafa, er snerta sögu Vestur-íslendinga, sendi þau sem fyrst til Þor- steins. Allir, sem eitthvað muna eða vita um, er þýðingu hefir, úr lífi og- sögu landnemanna, ættu að skrifa það og senda. Jafnvel smáatriði, sem á yfir- borðinu sýnast tæplega i frásög- ur færandi, geta stundum varp- að ljósi á önnur stærri, sem mikla þýðingu hafa. Munið þetta, Vestur-íslend- ingar; sendið Þorsteini alt, sem þið hafið í fórum ykkar þessu máli tilheyrandi, og skrifið upp alt, sem þið munið og ykkur finst þess virði að geymast í landnámssögunni. Sig. Júl. Jóhannesson, ritari nefndarinnar. Greetings to Crown Prince Frederik and Crown Princess Ingrid of Denmark From Icelandic Americans, de- livered by Valdimar Bjornson in Minneapolis, Minn., Aprii 22nd, 1939. ^ Your Royal Highnesses, ladies and gentlemen; Native-born Icelanders and their descendents in America ex- perience a particular pleasure in greeting your royal highnesses, áívho are the first members of the Danish Royal family ever to visit this country. History gives senti- mental point to that pleasure, for it was the great-grandfather of your royal highness, Crown Prince Frederik—His Majesty, the good King Christian IX—who was the first of all monarchs to visit Ice- land. The strains of Iceland’s prayerfully majestic national an- them, played and sung here to- night, were first heard when they sounded in the ears of Christian IX and his attendants as they visited Iceland in 1874, celebrating the one thousandth anniversary of the Saga Isle’s first settlement. Christian IX brought with him to Iceland, 65 years ago this sUm- mer, the constitution which paved the way for restoration of liber- ties enjoyed ten centuries before by the nation which has still today the world’s oldest existing parli- ament. Those whom the ties of birth and kinship join with the northern isle are, naturally, happy at the privilege of welcoming the great-grandson of an esteemed benefactor. Celebrating, as Iceland did on the first of last December, the twentieth anniversary of her inde- pendent status in the Danish-Ice- landic union, Icelanders and their descendants rejoice in the amity of the bond which unites them with Denmark in the person of the king. Neither nation is large. Minnesota, the state which tonight rejoices in the privilege and hon- our of being host to your royal highnesses, is twice the size of Iceland and five times larger than Denmark, yet the fertile fields support a population about 30 times greater than that of Ice- land, and a million more inhabi- tants find homes in Denmark than in Minnesota. In Denmark, Ice- land has a fríendly “big brother” in the Scandinavian family of nations, and in the Danish dynasty it has a royal family dear to the hearts of those who love liberty, and who admire unfailing tact and friendly leadership. In greeting 'the royal guests whom Minnesota so warmly wel- comes tonight, and honoring thereby the nation they symbol- ize, I have been asked to speak as well for the Icelanders of all North America, in a request which has come from the executive com- mittee of the Thjodraeknisfjelag Islendinga i Vesturheimi, or Ice- landic National League, with headquarters in Winnipeg, Mani- toba—a group which is the of- fcial spokesman, on this occasion, for the 30,000 Icelanders, native born and first and second gene- ration in this country, who are now numbered in Canada and the United States. Personal ties are made warmer by this glimpse of your royal highness, Prince Frederik, and of your gracious wife, her royal highness, Princess Ingrid, whose fother, Crown Prince Gustaf Adolf of Sweden, was so welcome a guest here last year. You are royalty affer democratic Ameri- ca’s own heart. The warmth of personal greeting encompasses along with you, however, the pecrple whom you tonight symbol- ize. I speak for the Icelandic por- tion of your dual kingdom, as one whose parents left Iceland in childhood. This brief word of greeting might fittingly close with the citation of another extended to lceland 65 years ago, in the presence of your royal highness’s great-grandfather, when Bayard Taylor of the New York Tribune, as an unofficial spokesnaan for America, read a poetic tribute whose Icelandic translation is X&' » e\ _ H c oö ^ • A8 koma upp- skerunni í rétt horf í byrjun, er ef til vill þýðingarmesta atriðiö fyrir búnað- inn. Tryggið ábata yðar nú I ár með þvl að nota við sáninguna Massey- Harrls sáðvél. Finn- ið að máli næsta Massey-Harris um- boðsmann. BiSjiO um ókrypia iœkling (TlflSSEV-HRRRIS COMPANY. LIMITED TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG ONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON SWIFT CURRENT YORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.