Lögberg


Lögberg - 04.05.1939, Qupperneq 4

Lögberg - 04.05.1939, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4, MAf, 1939 ------------- Húgberg --------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COL.UMBIA PRESS, IiIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, 3Ianitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Við þjóðveginn Núverandi sambandsstjórn hefir eigi farið varhluta af aðfinslum fremur en títt er um stjórnir annara þjóða á yfirstandandi tíð; sumar eru ákúrurnar á rökum bygðar; aðrar út í hött. Einkum veittist þó Dr. Manion þunglega að stjórninni vegna hinna nýju viðskiftasamn- inga við Bandaríkin, er hann taldi harla einhæfa, og þegar alt kæmi til alls, einungis nágrannaþjóð vorri sunnan landamæranna í vil; þó fóru leikar þannig, að samningar þessir voru eigi aðeins afgreiddir á þingi með samhljóða atkvæðum Liberalflokksins, heldur greiddu þeim atkvæði líka utanflokka þingmennirnir allir, ásamt þingmönnum Social Credit og C.C.F. flokk- anna. Og víst var um það, að þingmenn Sléttufylkjanna þriggja, svo að segja undantekningarlaust, töldu samn- ingana í öllum meginatriðum miða til raunverulegra bóta. Nokkuð hafa verið deildar meiningar um stefnu stjórnarinnar í utanríkismálunum, eða afstöðuna til stríðs og friðar; þetta meginmál þjóðarinnar skýrðist til muna, er Mr. King lýsti yfir því fyrir skömmu í þing- ræðu, að meðan Liberalflokkurinn með núverandi stjórn í fararbroddi sæti að völdum í Ottawa, þyrfti þjóðin ekki að óttast herskyldu; var slíkri yfirlýsingu af liálfu forsætisráðherra, eins og vænta mátti, alment fagnað frá hafi til hafs.— Aithafnir stjómarinnar með tilliti til verklegrar fræðslu meðal æskulýðsins, hafa hvarvetna mælst vel fyrir. Við umræður um mál þetta á sambandsþingi í vikimni sem leið, fóru ýmsir úr hópi stjórnarandstæð- inga lofsamlegum orðum um forustu stjómarinnar á þessu sviði; má þar einkum tilnefna þá Mr. John R. MacNichol og Mr. Denton Massey, sem báðir eiga sæti á þingi fyrir Toronto-kjördæmi af hálfu íhaldsflokksins. Fyrir nokkru lýsti Dr. Manion yfir því, að þegar flokk- ur sinn kæmi til valda, sem hann sýndist ekM draga í efa, myndi hann setja á fót nýtt ráðherraembætti, er hafa skyldi umsjá með áminstri æskulýðsfræðslu. Vert er að þess sé getið, að íslenzk áhrifakona, Mrs. W. J. Lindal, er um nokkurt skeið átti sæti í atvinnuleysis- nefnd sambandsstjórnarinnar, hefir int af hendi mikil- vægt starf meðal æskulýðsins í þessa átt, og ekkert það látið ógert, er verða mátti málinu til stuðnings.— + + + Símað var frá Ottawa í vikunni sem leið, að sam- bandsþing hefði veitt $475,000 til vegalagninga og vega- viðgerða í Manitoba nú í' sumar; þessu til viðbótar legg- ur fylkisstjórnin fram hliðstæða upphæð; verður það þar af leiðandi því nær miljón dala, sem varið er í þessu augnamiði innan vébanda fylkisins; þetta skapar all- mikla atvinnu og stuðlar að mikilvægum umbótum á vegakerfi fylkisins; hófst vegavinna hér og þar um fylkið í byrjun yfirsitandandi viku. Vegamál Manitobafylkis eru í góðs manns höndum þar sem Mr. Clubb er; hefir hann fyrir löngu fengið orð á sig fyrir það, að vera einn allra röggsamasti og hagvitrasti ráðherra opinberra verka, sem Manitoba- fylki hefir nokkru sinni notið; mun fylkið lengi búa að verkum hans. Það var engan veginn ófróðlegt, að fylgjast með umræðunum um Mr. Clubb og ráðuneytisdeild hans á síðasta þingi, er fjárveitingar til vega og annara mann- virkja lágu fyrir; einstöku þingmenn íhaldsflokksins báru ráðherra á brýn hlutdrægni í sambandi við fjár- framlög til vegabóta. Efitir að Mr. Clubb liafði svarað fyrir sig, kom það upp úr kafinu, að ákúrurnar hefði í rauninni verið græskulausar eða bornar fram í spaugi.— > ♦ Fyrrum forsætisráðherra Bretlands hins mikla, lá- varður Baldwin, hefir dvalið hér í landi undanfarnar tvær vikur; á laugardaginn þann 22. apríl síðastliðinn, flutti hann stórmerka ræðu í Torónto þar sem hann lýsti yfir því skýrt og ákveðið, að viðburðir síðustu tíma hefðu leitt það afdráttarlaust í ljós, að eina vonin um tryggan framtíðarfrið væri bundin við samþjóðlegt ör- yggi í stað síngjarnrar einangrunarstefnu. Nú er lá- varður Baldwin orðinn sannfærður um það, að Þjóð- bandalagið beri annaðhvort að byggja upp að nýju, eða þá hliðstæða stofnun, er stefni að sama marki. Samkoma Karlakórsins í Auditorium Á miÖvikudagskveldiS í vik- unni sem leið efndi Karlakór fs- lendinga í Winnipeg til samsöngs í Winnipeg Auditoriuin við fyr- irtaks aðsókn; nokkuð á sjöunda hundrað manns. Söngskrá prýði- lega valin; svo að segja eitt lag- ið öðru betra. Stofnað var til samsöngs þessa í tilefni af tíu ára starfsafmæli söngflokksins. Þó vart yrði) að vísu við nokkr- ar misfellur í nneðferð einstakra laga, verður ekki annað sagt, en hið bezta tækist til um sönginn i heild. Tvö úrvalslög, sem ekki hafa heyrst hér fyr, “Brenni þið vitar” úr Alþingiskantötu Páls ísólfssonar, og “Ar vas alda” eftir Þórarinn Jónsson, vöktu feikna athygli; hvorttveggja hin ágætustu tónverk og sungin með ágætum. En jafnbezt söngst þó “Ólafur Tryggvason,” þar sem samstiltur tónþungi naut sin frá upphafi til enda. Plokkurinn varð fyrir því slysi, að þrir menn úr deild fyrsta tenórs voru f jar- verandi sakir lasleika, og truflaði það á köflum hlutföll milli efstu raddar og hins þróttmikla bassa- hóps. Karlakór íslendinga i Winni- peg undir forustu núverandi söngstjóra, Ragnars H. Ragnar, hefir tekið jöfnum framföruim og aflað sér víðtækra vinsælda meðal íslendinga; það sannar meðai annars hin ágæta aðsókn áminst miðvikudagskveld, því auk mannfjölda imikils úr hópi íslendinga í Winnipeg, sótti sam- komuna allmargt utanbæjar- manna, og það sumt langt að. Við einsöngvana aðstoðuðu flokkinn Mr. Alex. Johnson, Mr. Otto Hallson og Mr. Björn Methusalemsson. — Mr. John Waterhouse lók á fiðlu öllitmj til ósegjanlegs yndis, en Miss Gertrude Newton skemti með hrífandi einsöngvum. Mr. Gunnar Erlendsson aðstoðaði flokkinn með píanóundirspili. — Bæði ensku dagblöðin í Win- nipeg luku miklu lofsorði á starfshæfni söngflokks og ein- söngvara. Hófdrykkja™ Ofdrykkja (Meginmál ræðu, sem flutt var í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, 30. apríl 1939, af séra Valdimar J. Eylands). “Það er rétt að eta hvorki kjöt, né drekka vín, né gjöra neitt, sem bróðir þinn steytir sig á.” Róm. 13:21. Mér er ánægja í því að verða við tilmælum stúknanna “Heklu” og “Skuldar” um það að helga þessa guðsþjónustustund um- hugsun um bindindismálið, og mér þykir vænt um að sjá svo marga af meðlwnum þeirra hér stadda. Ber nærvena þeirra vott um áhuga þeirra fyrir málinu, og það að þeir vænta sér nokk- urs atbeina frá kirkjunni í bar- áttunni fyrir hugsjónum sínum. Til þessa stuðnings frá kirkjunni eiga stúkurnar líka fullan rétt. Nú vill svo til að einnig kirkju- féliag vort hefir þetta mál á dag- skrá sinni. Á síðasta lcirkju- þingi var það brýnt fyrir prest- um, kirkju vorrar að prédika og ræða opinberlega á annan hátt um þetta mikla vandamál. Kirkjuþingsályktun i þessa átt, hefir verið óuppfylt á árinu að því er þennan söfnuð snertir. Verður það því að álitast rétt- mætt og i alla staði tímabært að ræða um þetta imál í kvöld. Er um víndrykkju ræðir á vorum dögum, er hugtakið oft greint með tveimur orður; of- drykkja og hófdrykkja. Orðið ofdrykkja skýrir sig sjálft. Sú tegund drykkjuskapar á fáa for- mælendur meðal þeirra sem bera nokkra virðingu fyrir persónu sinni og manndómi. Um hina svonefndu hófdrykkju, er alt öðru máli að gegna. Um þessa hlið málsins eru skoðanir manna mjög skiftar, og mörgum er þetta harla viðkvæmt mál. Nú er það ekki löngun mín að særa nokkurn mann með þessum um- ræðum. Ekki ætla eg mér held- ur að ræða málið frá sjónarmiði stjórntmála eða hagfræði, þó að það nái einnig inn á þau svið, heldur frá sjónarmiði trúarlífs- ins og hinnar kristilegu siðfræði. MA55EY-HARRI5 úrvals gæða SKILVINDA Massey-Harris skilvlndur eru frægar vltt um heim fyrir vandaða gerð, og tryggja með því eigendum sinum margra ára á- gæta notkun og endingu. VILM FLOW SKAL fyrir núkvæma mjólkur aðgreining Pér fáið aukahagnað við notkun Massey-Harris. Massey-Harris Film Flow Skálin skilur mjðlk nákvæmar en nokkurt annað áhald. Sex punkta aðferðin við að dreifa mjðlk yfir yfirborð diskanna, veldur aðgreiningu, sem svo er nákvæm, að hún nemur ekki yfir .02 af 1%. LÁOT VERÐ VÆQIR SKILMÁLAR Massey-Harris skilvindur má fá af mörg- um mismunandi stærðum við afar lágu verði. Áður en þér kaupið skilvindu skuluð þér kynna yður hin ðviðjafnan- legu gæði Massey-Harris skilvindunnai'. pér getið keypt hana með vægum afborg- unum. mnSSEUHRRRIS COMPANY. LIMITED TilfærÖ orS postulans í bréfi hans til Rómverja gefa mér til- efni aÖ ræÖa máliÖ frá þessari hliÖ: “Það er rétt að eta hvorki kjöt, né drekka vín, né gjöra neitt sem bróðir þinn steytir sig á.” Póstulinn er mjög hógvær í á- minning sinni. Megum vér einnig athuga málið af hógværð og still- ingu, en með löngun til að .nema og muna það, sem rétt er í þessu efni, bæði fyrir Guði og mönn- uimi. Hverjir eru þá talsmenn hóf- drykkjunnar á samtíð vorri? í þeirri fylking sjáum vér hóp tnætra vel kristinna manna víðs- vegar í söfnuðum kirkjunnar. Ekki dettur mér í hug að kveða upp neinn stóra-dóin yfir þeim, sem þannig hugsa, né heldur að staðhæfa, eins og sumir bind- indisfrömuðir hafa gert og gera enn, i eldmóði áhuga síns, að það sé ávalt og undir öllum kringuumstæðum synd, að • neyta áfengra drykkja. Vér erum ekki óminnugir þess, sem líka er þrá- faldlega á bent, þessari skoðun tii staðfestu, að Kristur sneri vatni í vín, sem siðan var neytt af veizlugestum í návist hans, og að postuli Drottins löngu síðar, ráðlagði lærisveini sínum að neyta vins við meltingarleysi. Ef vér gættum þess að neyta vins- ins, eins og vér mundum gena, ef vér værum oss meðvitandi um jærsónulega návist Krists, mundi enginn hafa neitt út á þá tegund vínnautnar að setja. Að vín- andi er oft notaður semi læknis- lyf er þá líka staðreynd, sem ekki verður hrakin.^ En jafn- vel talsmönnum hófdrykkjunnar meðal kristinna manna gleymist návist Krists þráfaldlega þegar kvölda tekur og á daginn líður, og stunduinn eru kvillarnir sem vinið á að lækna ímyndun ein. Vel sé oss ölium er vér minn- umst þess sem postulinn segir, að efninu til á þessa leið: “Það er ekki rétt að neyta víns ef það verður einhverum veikari bróð- ur til hneykzlunar. I hópi talsmanna hófdrykkj- unnar sjáum vér einnig stóran skara kennara og uppeldisfræð- inga. Þeir hafa, æskuna í huga. Alstaðar er barist um æskuna, einnig á vígvelli áfenginautnar- innar. “Það er mesta fásinna, og líka stórskaðlegt,” segja þess- ir lærðu menn,. “að telja börnunr og unglingum trú um að áfengi sé æfinlega voðalegt í afleiðing- um sínum, án tillits til þess hver drekkur, hversu oft, eða hve mikils er neytt. Unglingarnir kornast að þvi þó síðar verði að aJlir, sem neyta áfengra drykkja verða ekki drykkjurútar, verða ekki allir . ósiðsamir, verða ekki œfinleya veikir, verða ekki ccfin- lega fjarvita. Vilja þessir bræð- ur halda því fram að hófdrykkja sé ekki skaðleg, — og að þú staðreynd imegi ekki fela í upp- fræðslu ungra manna um þessi mál. Frá sjónarmiði uppeldis- fræðinnar er þessi kenning vafa- laust rétt, en verður þó að teljast harla varasöm, eins og síðar verður að vikið. í hópi talsmanna hófdrykkj- unnar eru allmargir vel þektir vísindamenn. Nefnd merkra lækna og efnafræðinga var sett á laggirnar fyrir skemstu í einu af ríkjum Bandaríkjanna (Vir- ginia) ; var hlutverk nefndarinn- ar að leggja fram álit eða skýrslu um eðli og áhrif áfengra drykkja. Álit þetta skyldi svo

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.