Lögberg


Lögberg - 04.05.1939, Qupperneq 8

Lögberg - 04.05.1939, Qupperneq 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MAÍ, 1939 En — Drengurí ar5c JS GoodAnytlmm_ Sérstakt tilboð fyrir Menn! Fyrir aðeins $2.00 skulum vér hreinsa, pressa og geyma yfirhafnir yðar yfir sumarmánuðina; þetta innifelur og minniháttar viðgerðir. Allir fatnaðir trygðir gegn eldsvod'a og þjófnaði ! TESSLER BROS. PHONE 27 »51 326 DONALD STREET HeimilisiSnaðarfélagið heldur sinn næsta fund io. maí (mið- vikudagskveldið), að heimili Mrs. J. P. Markuson, 989 Dominion St. ♦ Jón B:jarnason Academy Lilac Tea í skólanum þann 19. þ. m., seinni part dagsins og að kveldinu. Vonast er eftir fjöl- menni. ♦ ♦ The executives of the Junior Ladies’ Aid of the First Luth- eran Church will hold a Silver Tea at the home of the president, Mrs. G. F. Jonason, 195 Ash St., on Friday, May 12, from 3—6. All are cordially invited. -f -f Karlakór íslendinga i Winni- jieg þakkar öllutmi þeim, er á einn eða annan hátt aðstoðuðu við samkomuna í Auditorium mið- vikud. 26. apr. Vill kórinn sér- staklega þakka ísl. blöðunum fyr- ir myndir og greinar er þau fluttu undanfarnar vikur, vinum kórsins fyrir sölu aðgöngumiða, The Young Icelanders, dyravörð- um og þeim er vísuðu til sætis samkomukveldið, þessum og öðr- um er auðsýndu kórnuimi velvild er kórinn hjartanlega þakklátur. Stjórnarnefndin. TIL SÖLU Kaffihús, sætinda-, matvöru- og smávarningsbúð, ásamt "Dine & Dance,” eign og áhöldum, til sölu I eínum bezta bæ Manitobafylkis, nú þegar. G6ð umsetning alt árið I kring;, einkum arðvænlegt á sumrin, með því að bærinn er einn af fegurstu og beztu sumarbústöð- um og baðstöðum. Engin samkepni. Stenst ströngustu rannsókn. Alveg íslenzkt bygðarlag. Farið fram á um $2,500 fyrir éignina byggingar, áhöld og vörubyrgðir. Afgangur í vægum mánaðarborgunum. Ágætt gróðafyrirtæki; það bezta hugsan- legt á þessum tímum. Núverandi eigandi hættir viðskiftum. THE FALCON, Gimli, Man. TENDERS FOR COAL EALED Tenders addressed to the underslgned and endorsed, "Tender íor Coal for Western Provinces," will be received until 18 o’elock noon, (davliaht saving), Tuesday, May 16th, 1939, for the suppiy of coal for the Dominion Buiiding-s, and Experimentai Farms and Stations, throughout the Provinces of Manltoba, Saskatchewan, Alberta and British Columbia. Forms of tender with specifications and conditions attached can bi obtained from the Purchasing Agent, Department of Pubiic Works, Ottawa; the District Resident Architect, Winnipeg, Man.; the District Resldent Archltect, Saskatoon, Sask.; the District Resldent Arehitefct, Calgary, Alta.; and the District Resident Architect, Victoria, B.C. Tenders shouid be made on the forms supplled by the Department and In ac- cordance wlth departmental specifica- tions and conditlons attached thereto. In the case of tenders quotíng for one or more places or buiidings and when the total of their offer exceeds the sum of $5,000, they must attach to their tender a certlfied cheque on a chartered Bank in Canada, made pay- able to the order of the Honourable the Mlnlster of Publlc Works, equai to 10 per eent of the amount of the tender, or Bearer Bonds of the Domlnion of Canada or of the Canadian Natlonal Railway Company and its constltuent companles, uncondltlonally guaranteed as to principal and interest by the Dominion of Canada, or the aforemen- tioned bonds and a certified cheque íf requlred to make up an odd amount. The Department also reserves the right to demand from any successful tenderer a security deposit, in the form of a certified cheque or bond as above, equai to 10 per eent of the amount of his bld, to guarantee the proper fui- fiiment of the contract. By order, J. M. SOMMERVILLE, Secretary. Department of Pubilc Works, Ottawa, April 22, 1939. Karlakór Islendinga í Winni- pæg heldur samsöng á Mountain, N. Dak., þann 20. yfirstandandi mánaðar. íslenzkur karlakór þar á staðnum hefir allan undir- búning með höndum. Telja má víst að Dakota Islendingar fjöl- menni á söngskemtun þessa. ♦ Mr. and Mrs. Frank Jóhanns- son frá Langdon, N. Dak., komu til borgarinnar á þriðjudaginn, ásamt syni sínum. I för með þeim voru Miss Lauga Geir og Mr. Sigurður Davíðsson frá Mountain. -♦- ♦ Þessir gestir komu vestan úr Saskatchewan á sunnudaginn var: Rev. og Mrs. Jakob Jóns- son, Mrs. Steingr. B. Johnson, Mr. H. S. Axdal, Mrs. Under- wood frá Regina. Mrs. Sigr. Thorsteinsson, Mrs. Rósa Hjart- arson. i ♦ ♦ Mr. og Mrs. H. F. Daníelson frá Árborg, eru alflutt hingað til borgarinnar; verður heimili þeirra að 947 Garfield Street. Mr. Daníelson hefir um langt skeið starfað í stjórnarþjónustu, og verður aðalskrifstofa hans framvegis í Winnipeg. ♦ ♦ Mr. C. A. Clark, sem búið hefir allmörg undanfarin ár i grend við Petersfield, hefir ný- verið selt bú sitt og býli og keypt verzlun Þórarins Finn- bogasonar í Amaranth. Biður hann þess getið, að hann hafi nú fengið í verzlun sína birgðir af nýjum, ágætum vörum, er seljist við afar sanngjörnu verði. ♦ ♦ Miss Lillian Sumarrós, dóttir Mr. og Mrs. S. J. Stefansson, Selkirk, Man. og Mr. Victor C. Anderson, sonur Mr. T. M. Anderson, Winnipæg, voru gefin saman í hjónaband í St. Stephens kirkjtt, Winnipeg, á laugardag- inn 15. apríl s.l. — Framtíðar- heimili Mr. og Mrs. Anderson verður í Winnipeg. ♦ ♦ Nanna Maria Gísladóttir, vist- kona á elliheimilinu Betel s.l. 23 ár, andaðist þar eftir vetrar- langa vanheilsu 2. apríl, 80 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason og Herdís Jóns- dóttir, sem bjuggu á Auðnum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Maria lifði 45 ár í Manitoba, og var lengi til heimilis hjá systur sinni Guðrúnu (Mrs. Ólafur -Egilsson) í Langruth, sem dáin er fyrir mörgum árum. María giftist aldrei, en vann fyrir sér fyr á árum meðan kraftar leyfðu. Jarðarför hennar fór fram 4. apríl frá elliheimilinu, og var hún til moldar borin í Gitmli grarfeit. Séra Bjarni A. Iljarnason jarðsöng. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur Heimili; 776 Victor Street Sími 29 017 Sunnudaginn 7. maí Ensk messa kl. 11 f. h. íslenzk messa kl 7 e. h. ♦ ♦ SELKIRK LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 7. maí Kl. 11 að morgni, sunnudags- skóli, biblíuklassi, og lesið með fermingarbörnum. Kl. 7 að kvöldi, ensk messa, séra Jóhann Bjarnason. ♦ ♦ VATNABYGÐIR Sunnudaginn 7. maí Kl. 11 f.h., sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 11 f. h.,ensk messa i Mozart. KI. 2 e. h., íslenzk messa í Wynyard. ♦ ♦ Sunnudaginn 7. maí messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju, kl. 11 f. h. og í Eyford kl. 2.30. Fundur eftir imessu í Vídalíns- kirkju. Sfðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Knox- kirkjunni í Selkirk, þau Miss Gwendoline Ásmundsson, dóttir Mr. og Mrs. Ásmundsson J?ar í bænum, og Mr. Sigurður Sig- urðsson skólakennari, sonur þeirra Mr. og Mrs. S. E. Sig- urðsson, 518 Lipton Street hér í borginni. Heimili ungu hjón- anna verður fyrst um sinn í Selkirk. ♦ + Saim'kvæmt frásögn í “Grand Forks Herald” hefir dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlanda- málum og bókmentum við ríkis- háskólann i Norður Dakota, ver- ið útnefndur af forseta háskól- ans sem formaður i nefnd þeirri, er annast móttöku þeirra Ólafs Noregskrónprins og Mörthu prónprinsessu, af hálfu háskól- ans, er krónprinshjónin verða gestir háskólans þ. 7 júní. En krónprins Ólafur flytur hátíðar- ræðuna við skólauppsögn háskól- ans fyrir hádegi samdægurs. Dr. Beck er einnig ritari aðal- nefndar þeirrar, er annast undir- búninginn að heimsókn krón- prinshjónanna í Grand Forks, en þau koma þangað að kvöldi dags þ. 6. júní, dvelja þar allan þ. 7 og halda svo áfram ferð sinni til Fargo fyrri part dags þ. 8. Þá hefir dr. Beck verið kjörinn til að skipa forsæti t samsæti því, er krónprinshjón- unum verður haldið um kvöldið þ. 7. júní og einkuim er helgað norskum brautryðjendum og sænskum. Fer þar alt fram á norsku, The Junior Ladies Aid of thel First Lutheran Church will hold their regular meeting, Tuesday, May 9th, atj 3 o’clock. ♦ ♦ Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, Man., kom til borgarinn- ar á föstudaginn var og dvaldi hér fram um miðja yfirstandandi viku. ♦ ♦ VEITIÐ ATHYGLI Eins og tekið hefir verið fram hér í blaðinu, þá hefir svæði verið sett til síðu — pláss fyrir aldraða eða farlama Islendinga, í sambandi við komu konungs- hjónanna til Winnijæg 24. maí n.k. Þeir, sem sinna vilja þessu boði, verða að gefa sig fram við íslenzku blöðin tafarlaust. ♦ ♦ Þann 10. april siðastliðinn flutti Mr. Magnús Magnússon, se/mi dvalið hefir um langt skeið í bæirum Virginia í Minnesota- ríki, vandað útvarpserindi um ís- lenzka landnámið í Canada og Bandaríkjunum. Magnús er ná- frændi og fóstursonur Eiríks bókavarðar Magnússonar, er langvistum dvaldi í Cambridge á Englandl, þjóðkunns fræði- manns. ♦ ♦ Þann 21. apríl síðastliðinn lézt að heimili Jóns sonar síns í New Westminster, B.C., Mr. Hansína Sigurðson, 84 ára að aldri; hún lætur eftir sig tvo sonu, Jón og Gunnar í New Westminster, og fjórar dætur, Mrs. H. Grant og Mrs. E. Johnson í Winnijæg; Mrs. Thor Kjartanson í Amar- anth og Mrs. E. Th. Eyjólfson í Riverton; auk þess tvær stjúp- dætur, Mrs. J. Goodman og Mrs. L. S. Lindal, báðar í Winni- jæg. Lík Hansínu var flutt til Riverton og jarðsungið þar á föstudaginn þann 29. apríl. + ♦ Sveinbjörn Jónasson Dalman, 87 ára gamall, andaðist á Al- menna spítalanum í Selkirk þ. 8. apríl s.l. Var fæddur í Hörðudal, í Dalasýslu, 31. jan. 1852. Foreldrar hans Jónas Jónasson og Steinunn Jónsdóttir. Flutti vestur um haf 1887. Kona hans var Ingibjörg Gróa Jóna- tansdóttir. Þau giftust í Mikley 1889. Hún andaðist í Selkirk, þ. 30 sept. 1937. Börn þeirra hjóna, á lífi, eru: Olga, Mrs. McKenzie i Selkirk, Carrie, Mrs. Sigurður Laxdal, í Charles- wood, hér í fylki, og' Gestur, giftur hérlendri konu í Portage la Prairie. Auk þeirra systkina er upjxddisdóttir, Irene Olga Kristjánsson, er þau Dalmans- hjón höfðu tekið til fósturs á fyrsta ári er móðir hennar dó.— Sveinbjörn og systkini hans voru átján að tölu. Eftir þvi er kunnugir bezt vita, eru tvær systur hans á lifi hér vestra, Mrs. Elín Kristmannson, í Prince Rupert, og Mrs. Lilja Bergsson, ekkja, í Brandon.— Jarðarförin fór frajmi frá kirkju Selkirksafnaðar þ. 12. apríl. Tveir prestar þar viðstaddir, séra V. J. Eylands, frá Winni- jæg, og séra Jóhann Bjarnason, sem utn nokkurt tímabil hefir þjónað Selkirksöfnuði. — Hinn látni var vænn eljumaður og dugnaðar, er vel hafði séð fyrir húsi sinu og heimili. Hafði hann og átt því láni að fagna að eiga góða konu, er honum var samhent og manni sínum til sóma í öllu.—(Fréttarit. Lögb.). VEITIÐ ATHYGLl Eins og almenningi er ef til vill kunnugt, réðist Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í það, fyrir nokkrum árum, að gefa út matreiðslubók. Náði bókin strax svo miklu áliti alimennings að upplagið seldist upp á ör- stuttum tima, og eftirspurnin var svo mikil að félagið sá sér ekki annað fært en að ráðast í það á ný að gefa út aðra og kom sú bók á markaðinn síðastliðinn nóvember. Nefndin, -sem kosin var úr báðum kvenfélögunum til að annast um útgáfu þessa, hélt fund í vikunni sem leið hjá Mrs. E. W', Perry. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir hversu alt hefði gengið vel í sambandi við útgáfuna. Samvinnan ágæt, frágangur allur i bezta lagi og tnteirihlutinn af upplaginu nú þegar seldur. Vill sú sem frá þessu skýrir minna almenning á það, að þessi útgáfa, ekki síður en sú fyrri, selst ef til vill fyr en varir og væri gott fyrir þá, sem vilja eignast bókina, að senda inn jiantanir sínar áður en það er of seint. Bókin er mjög ódýr, aðeins $1.00. Senda má pantanir til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw eða Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dom- inion St. ♦ ♦ We can arrange, at very rea- sonable rates, the financing of automobiles being purchased. Consult us for particulars. J. J. SWANSON CO., LTD., 308 Avenue Building, Phone 26821. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.