Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MAl 1939 NUMER 19 Brezku konungshjónin á ieið til Canada Síðaistliðinn laugardag lögðn konungshjónin brezku af stað frá Englandi með farþegjaskipinu Empress of Australia í heimsókn sína til CanadaogBandaríkjanna; var blíðviðri hið mesta, er ]>au létu í haf; en er vestur kom í Atlanitsála tók allmjög að hvessa, og herma daglegar ýtvarpsfréttir frá skipinu, að það hafi hrept stórsjó með köflum. Konungur kemur til Quebec þann 15. ]). m. ásamt drotningu sinni og föróneyti. Forsætis- ráðlierra Canada, Rt. Hon* W. L. Mackenzie King, verður þar þá kominn til þess að fagna hinum tignu gestum fyi'ir hönd hinnar canadisku þjóðar. “Hinn mikli morgunn” Eftir Guðmtmd Böðvarsson Vér liöfum vakað, hlýtt á draumsins spá, og hugað að því, samkvæmt þessum draumi, hvort nokkurn minsta neista væri að sjá í næturhafsins kynjadjúpa straumi. Vér höfum vakað, lilýtt á vindsins þyt, er hljóður ræddi leyndarmál við skuggann, og þráð hinn feimna, föla morgunlit, er færisit liægt um veðurbitna gluggann. Ó, eins og dásemd væntum vér að sjá á vetrarríkið steypa geislamagni hinn fagra morgunn. — Fast vér trúðum á hinn fræga konungsson í gmllnum vagni. Svo kom hann, — hljóður, hóf upp þungar brár, — vor hugarþrá var engún draumsýn lengur — á fjallsins herðum sat hann, gegnum-grár og gugginn, eins og berklaveikur drengur. —Dvöl. Vökumenn og Vestur-lslendingar Eitt þeirra merku mála, sem Vökumenn hafa á stefnuskrá sinni, er aÖ auka og streysta sambandið milli íslendinga í Vesturheimi og hér heima á ís- landi. I þessu máli hafa Vökumenn nú gert stórt átak í samráSi við áhrifamenn fyrir vestan hafið. Vökumenn hafa beitt sér fyr- n því að koma á víðtækum hréfaskiftum milli æskufólks hér heima og í Vesturheimi. Sneru þeir sér aðalfega til skólanna í landinu og leituðu þar stuðnings °g samstarfs skólaæskunnar. Þótt enn séu ekki komin svör trá öllum þeim skólum, er Vöku- 'uenn leituðu til, þá hafa þegar gefið sig fram yfir fimmi hundr- uð ungir menn og konur, sem vilja taka virkan þátt í því göf- uga starfi, að tengja æskuna í Vesturheimi við ættland hennar °g frændur sina er það byggja. Þessa starfsemi Vökumanna 'uá telja eitt hið tnerkasta, sem gert hefir verið til þess að við- halda þjóðernislegu sambandi við landana fyrir vestan Atlantshaf- 'ð, og með því að tengja stóra hópa æskumanna og kvenna hynningar- og vináttuböndum, er hygður traustur grunnur undir varanlegt samband og samvinnu milli þessara tveggja hópa is- 'enzku þjóðanna um langa fram- bð.—Tíminn 13. april. I>(')NSK KrilK.JUVIGSLA Eitthvað um þrjátiu og sjö 'uíltir í austur frá Winnipeg, þar s«n Ostenfeld nefnist, er dálítil dönsk nýbygð; ekki verður sagt að þar iancj frjósamt, þó iðni °8 atorka hinna dcinsku nýbyggja hafi gert þaft næsta lífvænlegt; enda una búendur þar vel sínum hag og hlynna þar kappsamlega að sameiginlegum áhugamálum sinutn; tuttugu og fimm dansk- ar fjölskyldur búa á stöðvum Pessum; sameinað átak þessa fá- nenna mannfélags, hefir nýver- ið komið sér upp kirkju og nýt- ur fastrar prestsþjónustu. Sið- astliðinn sunnudag var kirkja hinna dönsku Ostenfeldbúa formlega vígð með glæsilegri og eftirminnilegri athöfn; fluttu þar þrir danskir prestar ræður, en konsúll Dana og Islendinga í Manitoba, Mr. Grettir Leo Jó- hannsson, flutti í embættisnafni prýðilegt ávarp til prests og safnaðar. Seinni part dags var setin vegleg veizla í samkomu- sal kirkjunnar; voru þar fram- reiddar vistir margbrotnar af hinni mestu risnu. Auk Grettis konsúls og frúar hans, voru viðstödd áminsta kirkjuvígslu, ritstjóri Lögbergs og frú sem gestir konsúlshjón- ann^.— Frá Íslandi Torfi Sigurðsson í Mánaskál í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu skrifar blaðinu, að tíðarfar hafi þar um slóðir verið óvenju- lega milt í vetur, en nokkuð um- hleypingasamt. Snjóalög voru saimt töluverð og jarðbönn, vegna áfreða. 1 marzmánuði tók snjó mikið upp, en hinn fyrsta dag einmánaðar gekk til norðanáttar og fannkomu, er hélzt í nokkra daga. •f Tíðindamaður Tímans hefir nýlega átt tal við Klemenz Krist- jánsson bústjóra að Sámsstöðum i Fljótshlíð. Verður á morgun byrjáð að sá korni í akrana á Sámsstöðum, en allri sáningu á að vera lokið um mánaðamótin. Hafa tólf ára tilraunir Klem- enzar sýnt, að ávalt er hentug- asti öll ár, að sá korninu 20. apríl til 1. maí. Að þessu sinni verður korni sáð í 25 dagsláttur lands. Er það fjórum dagslátt- um rneira en venjulega og hafa kornakrarnir á Sámsstöðum aldréi fyr verið svo stórir Verð- ur höfrum sáð i tæpan helming sáðlandsins, 12 dagsláttur, en byggi í hitt, aúk nokkurs af vor- rúgi og tilraunakorni. — Gras- frærækt verður stunduð á 8—9 dagsláttum lands, kartöflurækt og tilraunir imieð kartöflur á aj/i dagsláttu og í einni dagsláttu verða ræktaðar fóðurrófur og ýmsir aðrir rótarávextir, svo sem gulrætur, gulrófur og fleira. Fjórir piltar eru nú á Sámsstöð- um til þess að nema akuryrkju. Hafa jafnan verið þar hin seinni ár 3—4 piltar til slíks náms á hverju vori og sumri. -f Fyrir nokkru síðan ritaði ung- ur íslendingur, Áskell Löwe, er dvelur við nám við háskólann i Lundi í Svíþjóð, grein í Sam- vinnuna um soja-baunina og möguleika á því að rækta hana hér á landi. Að uppruna er soja-baunin austurlenzk, en er ræktuð víða um heim og mjög gagnsömi jurt, vegna f jölnýtilegra hráefna, er hún gefur til iðnað- ar og neyzlu. í sumar verða tilraunir gerðar með ræktun soja-bauna að Laugarvatni, i um- sjá Ragnars Ásgeirssonar garð- yrkjuráðunauts. Hefir ræktun þeirra aldrei áður verið reynd svo norðarlega á hnettinum. Út- sæðisbaunirnar eru fyrir noikkru koinnar austur að Laugarvatni, en þær útvegaði Askell Löwe frá ættgengisstöðinni í Svalöf í Svíþjóð, Verður því fyrsta sáð i þessari viku, að nokkru í laugajörð og að nokkru í kalda jörð. Eru útsæðisbaunirnar af allmörgum mismunandi afbrigð- um, um 1-200 baunir af hverju afbrigði. Sojabaunin spírar í jörð, sem er um niu stiga heit, en þolir hinsvegar nokkurra stiga frost, þegar hún er komin upp. Gera ýmsir sér þvi vonir um að takast megi að rækta hana í hlýrri hverajörð. Alt er þó, eina og gefur að skilja, í ó- vissu um slíka ræktun, þar sem um fyrstu tilraun er að ræða. Meðal annars þyldu mörg af- brigði ekki hinn langa dag og sífeldu birtu á vorin. í öllum löndum Norðurálfunnar, .að Is- landi og Noregi undanskildum, hafa verið byrjaðar tilraunir með ræktun sojabaunarinnar. Tíminn hafði fregnir af því í gær, að Vopnfirðingar hefðu á sunnudagskvöldið haldið Gunnari Gunnarssyni hreppstjóra á Ljóts- stöðum og Guðrúnu dóttur hans kveðjusamsæti í samkomuhúsinu í Vopnafirði, en Gunnar er á förum að Skriðuklaustri á Fljótsdalshéraði, þar sem Gunn- ar skáld, sonur hans, sezt að á komandi vori. Sátu hófið um 150 manns. Var Gunnari gefinn vandaður göngustafur, útskor- inn. Gunnar eldri flytur ein- hvern næstu daga að Skriðu- klaustri, en Gunnar skáld kemur sennilega heim í maímánuði. ♦ Aflahæsti bátur í Keflavík á þessari vertíð er búinn að veiða hátt á 10. hundrað skippund. Er það m.b. Guðfinnur; skipstj. og eigandi Guðmundur Guðfinns- son. Flestir bátar hafa veitt 6—8 hundruð skp. Gera útgerð- armenn sér vonir uim', að ekki verði rekstrarhalli á þessari ver- tíð. -f I Innri-Njarðvíkum eru nú í smíðum tveir bátar og verður byrjað á þeim þriðja næstu daga. Bátar þeir, sem í smíðum eru, eru 55—ý)Q smálestir, eign Sam- vinnuútgerðarfélags Keflavíkur, og 24 smálestir eign Sveinlaugs Helgasonar á Seyðisfirði. Þriðja bátinn lætur Þorbergur Guð- nrundsson skipstjóri smíða. Yfir- smiður við bátabyggingarnar er Peter Wigelund. Hefir hann áður smíðað yfir tuttugu fiski- skip og hafa bátar þeir, sem hann hefir smíðað, þótt bera af öðrum skiputn um vandvirkni og fegurð. —Timinn 18. apríl. Úr borg og bygð Séra Egill H. Fáfnis kom vestan frá Glenboro á þriðju- daginn. 1 för með honum var Mr. Kristján Bjarnason frá Gimli. -f -f Á síðastliðinn miðvikudags- morgun lézt að Lundar, Man., Skúli Torfason 85 ára að aldri; hann fluttist vestur úr Vopna- f jarðarkaupstað. -f -f Mánudaginn 3. maí, voru þau Markús Markússon frá Hnausa, Man. og Mary Materuk frá Shorncliff, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Hnausa. -f -f Hinn 7. mai s.l. voru gefin saman i .hjónaband á prests- heimilinu í Glenboro, Mr. Krist- inn J. Abrahamson frá Sinclair, Man. og Mrs. Halldóra Olson einnig frá Sinclair, Man. Séra E. H. Fáfnis framkvæmdi hjóna- vígsluna. -f -f Safnaðarfundur Fyrstu lút- ersku kirkju verður haldinn að aflokinni sunnudags kvöldguðs- þjónustu 21. maí, 1939. Fundur þessi er kallaður til að kjósa f jóra erindreka og tvo varamenn, að mæta fyrir safnaðarins hönd á ársþingi hins evangeliska lút- erska kirkjufélags í Vesturheimi, sem haldið verður að Hecla, Mikley, 5. júní n.k. -f -f Karlakór íslendinga í WSnni- peg heldur hljómleika að Moun- tain 20. mai n.k. Eru nú liðin um tvö ár síðan flokkurinn söng þar síðast. Sömú lögin verða sungin að Monutain og sungin voru í Auditoriiun, en auk þess verða einsöngvar og fleira til skemtunar. Samkoma þessi verður nánar auglýst í næsta blaði. 4. 4. Allmargir söfnuðir kirkjufé- lagsins eiga enn eftir að senda ársskýrslur sínar til skrifara Kirkjufélagsins, fyrir umliðið ár, 1938. Eru þeir nú beðnir að bregða við og senda skýrsl- urnar sem fyrst, til séra Jóhanns Bjarnasonar, Box 461 Selkirk, Manitoba. — Kirkjuþing í ár er æði mikið fyr en venjulegt er, en allar skýrslur Kirkjufélagsins eiga að vera tilbúnar að leggjast fram á fyrsta degi þingsins. — -f -f Mæðradaginn ( sunnudaginn 14. mai) messar séra H. Sigmar á þeim stöðum sem hér segir, í prestakalli sínu; Garðar (eldri kirkju) guðs- þjónusta með ferming ogaltaris- göngu kl. 11 f. h. Fjalla kirkju, guðsþjónusta kl. 3 e. h. Offur til heimatrú- boðs. Mountain, ensk messa kl. 8 að kveldi, altarisganga. Ungmenn- in sem útskrifast úr miðskólan- um á Mountain sérstaklega á- vörpuð. — Állir velkomnir. LLOYD GEORGE MEÐ HERSKYLDU David Lloyd George, fyrrum forsætisráðherra Breta, og um langt skeið formaður frjálslynda flokksins, hefir lýst yfir því í þingræðu, að hann sé eindregið meðmæltur herskyldufrumvarpi Chamberlainstjórnarinnar; telur hann horfurnar í Norðurálfunni þannig vaxnar, að umi annað sé í rauninni ekki að ræða, en vera viðbúinn hverju sem er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.