Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 3
LÖGBEBXx, FIMTUDAGINN 11. MAl 1939 Fulltrúafundur fiskiframleiðsluþjóða Ulm miðjan þenna mánuð hefst 1 London fundur, þar sem full- trúar fiskframleiðsluþjóða mæta. Af hálfu okkar Islendinga mæta á þessum fundi Thor Thors alþm. og Kristján Einars- son framkvæmdarstjóri, báðir sem fulltrúar S.Í.F. Einnig mun Sveinn Björnason sendiherra sennilega nneeta á fundinum sem fulltrúi íslenzku stjórnarinnar. Á fundi þessum mæta einnig fulltrúar frá Biretlandi, Dan- mörku (Færeyjum), Kanada og Nýfundnalandi. Thor Tliors fer utan með Goðafossi á morgun. Hefir hann fengið leyfi Sjálfstæðis- flokksins og forseta Alþingis til íararinnar. Hann er væntan- legur iheim aftur í lok þessa mánaðar. Kristján Einarsson dvelur enn suður á Spáni, en fer þaðan til Lundúna, tit þess að sitja þenna fund. Svo sem kunnugt er, fór Kristján ásamt Helga Briem til Spánar, tit þess að athuga mögu- leika á fisksölu þar. Þeim mun enn hafa orðið lítið ágengt í þessu efni, og imm lítil von til, að við fáum að selja nokkurn fisk á Spáni, án þess að vöru kaup komi á móti. Norðmenn hafa gert samning við stjórn Francos um vöru- skiftaverzlun fyrir 130 þús. sterlingspund á þessu ári, þar af er 17—18 þús. sterlingspund saltfiskur.—Morgunbl. 6. apríl. Friðrik krónpri ns í Chicago Friðrik, rikiserfingi Islands og Lanmerkur, ásamt “hinni undur- fögru konu sinni” — eins og eitt Chicago blaðanna komst að orði ttini hana—með föruneyti þeirra, ^omu til Chicago um miðaftans bil sunnudaginn 23. apríl, eins °g ráðgert hafði verið. Það var alveg eins og jöfur hinma og örlaga-nornir borgar- 'nnar liefðu tekið saman höndum hl að gera gestunum komuna sem hugðnæmasta, því þann dag skein sól í heiði; en því hafði borgin ekki að venjast um lang- a'i undanfarinn tíma. Auk þrjú þúsund manns, eða ’neira, sjálfsagt flest af dönsk- Ufb ættum, sem safnast hafði saman á brautarstöðinni, var þat cinnig heiðursfylking, skipuð '32 úrvals hermanna, og margir tugir lögregluliðs gættu þess, að 'núgurinn yrði ekki of nærgöng- ull. Er kveðjur höfðu fram farið, eftir venjulegum hætti, er slika t'gnargesti ber að garði, lék lúðrasveit þjóðlögin þrjú: “Kong Kristian stod ved höje Mast,” Ó Guðs vors lands” og “The ^tar Spangled Banner.” Næstu tvo dagana lituðust þau Ujón um i borginni og nágrenn inu. En á þriðjudagskvöld sátu ?au að boði því, er getið var um hér í blaðinu fyrir skemstu. Stóðu fyrir því bæði Danir og >eir fáu Islendingar sem búsettir eru í Chicago og umhverfinu. Um 1400 manns munu hafa sótt samisætið; þar á, meðal ná- ægt 30 íslendingar. \rar það laglega af sér vikið, þar sem svo fáum er á að skipa. Háborð var sett meðfram suðurhlið salsins. Fyrir miðju borði sátu heiðursgestirnir auk borgarstjóra og ræðismanns j Dana. Til beggja handa sátu ræðumeitn kvöldsins og nokkrir aðrir. En uppi yfir á veggjun- um héngu fánarnir þrír: Banda- ríkjanna í miðið, Dana til vinstri og íslands til hægri Blöstu þeir , mjög við, er inn var gengið i salinn og allir af dýrindis vef gerðir. En fyrir framan miðbik borðsins lá blómsveigur mikill og vandaður á hallanda fleti, svo betur sást frá áhorfendunuim en þeim er við borðið sátu. Hófið byrjaði með því, að þjóðsöngvarnir þrir vpru sungn- ir, undir lægðum ljósum; en fáir gátu sungið “Ó Guð vors lands.” Að máltíð lokinni fóru ræðu- höld fram. Prófessor Svein- björn Johnson talaði þar fyrir hönd íslendinga. Gerðist hann svo djarýur í inngangi ræðu sinnar, að láta fjúka í spaugi. En ekki virtust heiðursgestirnir síð- ur hafa gaman af en aðrir, ekki sízt er gamninu var beint að prinsessunni sjálfri — eða Sví- um. En þeirra á meðal á stofn hennar rætur sínar, eins og kunnugt er. Að morgni næsta dags, um dagmála skeið, héldu gestirnir áfram ferð sinni, áleiðis til De- troit og New York. E. Syngið lifsins sigur-brag, syngið fagurt Islands lag,— Unga íslands sigur-söng, sigur-fáni blakti á stöng. Syngið! svo að vakni við vorsins mjúka unaðs klið; alt, sem lífi una má, alt sem kýs að heýra og sjá. Syngið bræður! — Syngið nú! Syngrð þjóðum nýja trú, nýjar óskir, nýrri sál, Nýja tímans Bjarkamál. S. B. Benedictsson. Ódýr Hressing Til karlakórsins í Winnipeg (26. apríl 1939) Syngið bræður! Syngið þér, svo til eyrna berist mér. Syngið fjör í sögu-þjóð, svo að hreyfisti islenzkt blóð, svo að lýður vakni við voldug ljóð og tóna-klið, svo að hrífi hjarta og sál helgir tónar, fagurt mál. Svo að lihtndi bregði drótt brezka eftir dvala-nótt, svo að vakni sí-ung þrá sonum lands, er kotnuð frá. Bjartra vona vakni þrá, vorra tima sigur-þrá, hærri sjóna sannleiks-þrá, sameiginleg manndóms-þrá. Syngið burt — og syngið hátt- seiðvarga, sem leika flátt; heygulskapar kreddu-klið, kotungsháttar ónýtt lið, - þrákelknina og þýlyndið, þrælmenskuna og marglyndið. Syngið hærra en Hitler má, hærra en sjálfur Chamberlain. Yðar rödd sé himin-hrein, hærri en Valdsins tónar ná. Misjöfn aflabrögð í Eyjum Aflabrögð hafa verið mjög misjöfn hér í Vestmannaeyjum undanfarna daga. Á laugardag- inn fyrir páska var afli sæmileg- ur og konut þann dag á land 981 smálest, bæði af ufsa og þorski. Öfluðu þá allir bátar sæmilega. Á páskadag reru fáir. Á 2. páskdag var afli aftur góð- ur og komu þá á land 920 smá- lestir. En þann dag var afli afar misjafn hjá bátúm. Sumir fengu svo að segja ekki neitt, en aðrir alt upp í 3,000 fiska. Sið- an hefir afli yfirleitt verið miis- jafn. f fyrradag og í gær voru flest- ir bátar á sjó og fengu þá nokkrir bátar alt upp í 1000 fiska, en aðrir innan við 100. Er engu Líkara en að fisk- hrotan hafi gengið framhjá á einni nóttu um páskana. Ástand er slæmt hjá sjómönn- um á sumum bátum, sem minst hafa aflað. T. d. er svo með einn bát nú, sem aflað hefir um 10 þús. fiska, að hlutur' sjó- manna er ekki meiri en 247 krón. ur fyrir úthaldið síðan í janúar. Hæsti bátur í Eyjum mun vera “Veiga,” form. Finnbogi Finnbogason. Hefir hann afl að um 40 þús. fiska og er afla- hlutur þar allgóður, þvi fiskur hefir yfirleitt, lagt sig vel í vigt. Lifrarsamlagið hefir fengið um 150 smálestir meira af lýsi nú en á sama tíma-í fyrra, en þess ber að gæta, að aðal afla- hrotan kom eftir miðjan apríl í sumar. — Morgunbl. 14. april framreitt iskall 5 STÓR GLÖS 8c Hér hefir þá runnið upp einn dagur enn, í ©ldhafi röðuls, úr hafinu blá. Hvort á hann að notast til utiaðs, og gagns, eða aðeins að koma og skunda svo hjá? S. B. Benedictsson. —Pabbi, af hverju sagði ná- búinn við mig að eplið félli sjaldan langt frá eikinni? —Hvað segirðu strákur. Hefir þú nú gert eitthvert skammar- strvk af þér? Business and Professional Cards KAUPIÐ AVALT LUMBER hjft THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Dagurinn í dag Eftir Thotnas Carlyle Hér hefir þá runnið upp einn dagur enn, í eldhafi röðuls, úr hafinu blá. Hvort á hann að notast til unaðs og gagns, eða aðeins að koma og skunda svo hjá? Úr eilífðar hafi hann rósfagur rann, svo rennur hann bráðum i ómælis-djúp. I kvöld mun hann fara og koma ei meir, þá klæddur í dul-leikans eilífa 'hjúp. Og aldregi fyr nokkurt auga hann leit, né á honum gjörði hin minstu skil, og eins mun hann hverfa i ódáins gei.m, né aftur að birtast — hann verð- ur ei til. DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heitnili: 5 ST. JAMES PI.ACK Winnipegr, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 836 Ree. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth Bt. PHONE 26 545 WINNIPEQ DR. A. V. I0HNS0N Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAD ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og H&ls- sjúkdðma Viötalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofuslmi 80 887 HeimiHssími 48 551 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœöinour 800 GREAT WEST ?ERM. BLD Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS aS öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL. 2 85 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bástaóur I nUÓMki borgartnnar, Herbergi 32.00 og þar yflr; meB baCklefa $3.00 og þar yflr. Agætar málttölr 4 0c—60c Free Parking for Quests DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoha DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viötalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsími 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 66 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Ldndal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Thorvaldson & Eggertson Islenzkir lögfrœöingar O. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. O. EQQERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Cönfederatíon Life Blg. SÍMl 97 024 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimllis talsimi: 501 562

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.