Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/G, FIMTUDAGINN 11. MAl 1939 -------------- XögtiErg -------------------------- GefiS út hvern fimtudag aí THE COIAjMBIA PRESS, GIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.09 um árið — Rorgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Overðskulduð vanþökk Ó.sjaldan verður maður þess var, að kastað sé hnút- um að hinum og þessum fulltrúum hins opinbera, þing- mönnum og öðrum, og það eins fyrir því, þó vitað sé að hlutaðeigendur séu í hvívetna hinir skylduræknustu menn; slíkt hnútukast er óholt hvaða þjóðfélagi sem er, og veikir til muna lýðræðisstofnanir þess.— Einn meginliðurinn í áróðursstarfsemi Fasismans er sá, er að því lýtur, að smeygja inn hjá almenningi van- trausti á lýðræðinu og stofnunum þess; að kjörnir full- trúar fólksins séu pólitískir fálmarar, er láti jafnaðar- legast reka á reiðanum og fljóti sofandi að feigðarósi; að þeir skari eldi að eigin köku á kostnað fátækra og umkomulítilla gjaldenda; að þingsalirnir séu einka- athvarf orðaglamrara, er beini innantómu orðaflóði fyrst og fremst að áheyrendapöllunum. Fólk, sem þann- ig lítur á málin hefir auðsjáanlega mist sjónar á því, að í opinberum umræðum, jaí>ivel heitustu kappræðum um viðfangsefni líðandi dags, er fólginn meginkjarni lýð- ræðisins. Gull skírist í eldi; geðprýði í mótlæti; við um- ræður, þó eigi nái þær ávalt hámarki æskilegs vitsmuna- þroska, skýrast mál að verulegum mun og öðlast þar af leiðandi skynsamlegri framgang. — Senniiega verður ekki um það deilt, að andlegt at- gerfi sambandsþingmanns vorra sé yfir höfuð að tala þó nokkuð ofan við meðallag, þó einhverjar imdantekn- ingar kunni að eiga sér stað, sem heldur er ekki mót von, því venjulegast fyrirfinst misjafn sauður í mörgu fé eins og íslenzka máltækið segir. í ráðuneyti voru eiga jafnaðarlegast sæti úrvalsmenn, er helga krafta sína alla og óskifta velferðarmálum þjóðrinnar; menn þessir verðskulda alt annað en vanþökk af hálfu kjós- enda þó sjaldan sýnist skortur á slíkum gjaldmiðli. Margir þeir, er gefa sig við opinbemm málum, bíða við það raunverulegan fjárhagshalla; langflestir þeir menn, er sæti eiga á sambandsþingi, sem og þingum hinna ein- stöku fylkja, leggja fram alla sína krafta kjördæmum sínum í hag; og þó þeir ekki fái ávalt framgengt öllum hinum mismunandi og margþættu kröfum kjósenda sinna þá vinst þeim mikið á engu að síður, og verðskulda flest fremur en vanþökk; á þingum vorum eiga sæti menn úr öllum stéttum og flokkum þjóðfélagsins; þannig á það að vera og verður óumflýjanlega að vera með þeim þjóð- um, er byggja tilveru sína á lýðræðisgrundvelli. Rétt- látar aðfinslur við þingmenn, engu síður en aðra starfs- menn hins opinbera eru hollar; órökstudd hótfyndni í þeirra garð veikir stoðir lýðræðisins og blæs ofbeldis- ástríðu einhyggjunnar að sama skapi byr í segl. Það' er vert launanna, sem vel er unnið; þingmenn vorir fá ekki hærri laun en það, að ómaklegt er að eftir sé talið; hið sama gildir og um allflesta aðra starfs- menn hins opinbera.— Vel mælt og drengilega Á nýafstöðnu ársþingi Liberal samtaka canadiskrar æsku, sem háð var í Ottawa komst dómsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Ernest Lapointe, meðal annars þannig að orði: “Þjóðþing vort er hinn eini órjúfanlegi múr milli lýðræðis og einræðis öfga í þessu landi, og eg byggi framtíðarvonir mínar á því, að þjóð vor gangi aldrei neinni þeirri heimspeki á hönd, er hneppir andann í þrældómsfjöitra og hábindur þroskaviðleitni einstakl- ingsins.” Merkur átjórnmálamaður Utanríkisráðherra ráðstjórnarríkjanna rússnesku, Maxim Litvinoff, hefir nýverið látið af embætti; hvort hann hefir gert það af fúsum vilja, eða verið knúður til þess af yfirmanni sínum, Josef Stalin, er enn á huldu, og verður það ef til vill um langt skeið enn. Maxim Litvinoff hefir ávalt verið einbeittur stuðnings- maður Þjóðbandalagsins og haft á því reglulega trölla- trú; hvort embættisafsögn hans stafar að einhverju leyti frá því, er enn eigi vitað; svo mikið hefir kveðið að Maxim Litvinoff á alþjóðavettvangi að honum hefir verið jafnað við Stresemann hinn þýzka, er þótt hefir ágætastur utanríkismálaráðherra Þjóðverja í sögu hinna síðari tíma. Guðmundur Björnsson endurfæddur “1 dag er þér vissast að vinna þau verk, er þig heimta; því enginn má ókomnum degi til afreka treysta.” G. B. Afkastamesti maður, sem eg þekti á íslandi, var Guðmundur Björnsson landlæknir. Öllum virtist óskiljanlegt það takmarka- lausa starfsþrek, sem hann átti yfir að ráða. í hjáverkum frá afarerfiðu læknisembætti (hann var þá héraðslæknir í Reykjavík og prófessor við Íæknaskólann) vann hann að mentamálum, lög- gjafarmálum, siðbótamálum, bók- mentumi og skáldskap. Og hann var stórvirkari i hverju auka- verkinu fyrir sig en flestir aðrir, sem þau stunduðu einvörðungu: “Þú drepur þig á þessum bölv- uðum látum, Guðmundur!” sagði Bjarni frá Vogi einhverju sinni; og þá varð Guðmundi ofanritað erindi af munni. Fyrir skömmu var eg að tala við mann um það, sem kallað er “landsins gagn og nauðsynjar.” Við töluðum umi fullveldisdag- inn; síðasta þjóðræknisþing; New York sýninguna, o. s. frv. Maðurinn hélt því fram að Vest- ur-íslendingar alment væru of lítið fræddir um öll þessi mál og um ýmislegt fleira. Honum fanst t. d. að á fullveldisdaginn hefði átt að halda almenna stór- hátíð meðal Islendinga í Winni- peg, þar sem fluttar hefðu verið ítarlegar ræður um stjórnarbar- áttu fslendinga heima frá byrj- un, og öllu tjaldað sem til var við það tækifæri. Honum fanst að sjálfsagt hefði verið að gefa út skrautútgáfu af báðum blöð- unum og vanda til þeirra af fremsta megni. Honum fanst ennfremur að sjálfsagt hefði verið að láta blöðin flytja öll heilláskaskeytin, sem íslendingar heima sendu þjóðræknisþinginu síðasta. Og honum fanst að í tvo sTðastliðna mánuði hefðu blöðin átt að flytja alls konar fróðleik og upplýsingar um ís- lenzku þátttökuna í New York sýningunni. Eg var hjartanlega samdóma öllu þessu; það eru alt merkir viðburðir, sem hefði átt að nota til þess að halda lifandi, vakandi og vinnandi því, sem ennþá er eftir af íslenzkri sál í Vestur- heimi.---- En þótt eg telji þetta alt nauð- synlegt sem nokkurs konar heimatrúboð á meðal okkar sjálfra, þá er þó “heiðingjatrú- boðið” — ef svo mætti kalla það — ennþá nauðsynlegra: það er kynning isTenzkra bók- menta, íslenzks skáldskapar og allra íslenzkra menningaratriða á ineðal hérlendu þjóðarinnar. Það verður aðal þjóðræknisstarf vort framvegis, ef rétt er stefnt, að koma því öllu serm íslenzkt er og einhvers virði, í vörzlur og vitund hinnar enskutalandi þjóð- ar í Norður-Ameríku, svo það lifi þar þegar við deyjum. Og sem betur fer eru all- margir nýtir menn að verki nú þegar við þetta starf. Próf. Halldór Hermannsson í New York er brautryðjandinn og hef- ir leyst af hendi mikið og merki- legt starf. En nú í seinni tíð hefir vaknað til þess hver á fætur öðrum, t. d. próf. Skúli Johnson, próf. Sveinbjörn John- son, próf. Stefán Einarsson, þeir synir Gunpars Björnssonar, o. fl. Sá, sem allra mest vinnur þó að því í þessari álfu að kynna íslendinga út á við, er prófessor Richard Beck. Enginn hefir enn komist nálægt því að vera eins stórvirkur og 'hann þegar til þess kemur að klæða islenzku sálina hérlendum1 búningi, gera hana þannig úr garði að hún sjáist, heyrist, finnist og skiljist. Hann er okkar stórvirkasti og afkasta- mesti maður á þeim svæðum. Eg var að enda við að lesa þrjár snjallar ritgerðir sína í hverju blaði. Þær voru allar um fullveldisdaginn, allar eftir pró- fessor Richard Beck, ein skrifuð á ensku en tvær á norsku. Sú fyrsta (á ensku) var í blaði, sem heitir “Grafton News and Times”; önnur norska greinin var í Grand Forks Skandinav” og hin í “Normanden” sem kem- ur út í Fargo. Ein ritgerðin er prýdd glæsilegum myndum frá íslandi. Þegar eg hafði lesið eina greininga langaði mig til þess að þýða hana; mér fanst hún svo upplyftandi og vel rituð. En svo las eg aðra og þá þriðju og fundust mér þær hvor annari betri, en talsvert ólikar, þótt um sama efni væru. Eg varð því eins og maðurinn, sem var ást- fanginn í þremur systrum; hann gat aldrei áttað sig á því hverja þeirra hann vildi helzt, og slepti þeim því öllum. Þessar systur hefðu allar átt það skilið að klæðast fallegum islenzkum búningi, en það er svo mikið verk að hafa á þeim fata- skifti að eg nenni því ekki; læt það nægja að vekja athygli á því hvílikur feykna afkastamaður prfessor Beck er; og eftir því sem eg bezt veit er hann eini íslendingurinn vestan hafs, sem jafnvígur er á öll málin þrjú: íslenzkuna, enskuna og norskuna. Þegar það er tekið til greina að þessi anaÖur gegnir vanda- sömu embætti, þá er tæplega hægt að trúa sínum eigin augum stundum þegar blöð og tímarit korna úr öllum áttum með rit- gerðir og ljóð eftir hann. Stundum ritar hann samtímis í bæði Winnipegblöðin, í Samein- inguna, í Þjóðræknisritið, í Al- manakið, í fjögur til fimm blöð og tímarit á íslandi og í þrjú til fjögur blöð hér í álfu á ensku og tvö til þrjú á norsku. Ef eg tryði á þess konar sálnaflakk, að sálir liðinna manna veldu sér aðra, sem eftir lifa til framtíð- arbústaðar, þá þættist eg þess fullviss að prófessor Richard Beck væri Guðmundur Björns- son endurfæddur. Það er vonandi að íslending- um auðnist að njóta sem lengst þeirra óþreytandi og óþrjótandi starfskrafta, sem hann á yfir að ráða. Vonandi að honum end- ist sem lengst aldur til þess innra trúboðs er hann vinnur nú að imeðal þjóðar sinnar. Ósk- andi að dagsverkið verði langt við íslenzka trúboðið út á við á meðal þeirra “heiðingja” í þess- ari álfu, sem þau guðspjöll hafa enn ekki verið boðuð. Sig. Júl. Jóhannesson. Minning Sveins Guðmundssonar fyrv. hreppstjóra f dag verður til moldar borinn á Akureyri sá maður, sem um meira en hálfrar aldar skeið hefir verið þar í fylkingarbrjósti um flest eða öll framfaramál, og hefir á þessu tímabili komið meira við sögu kauptúnsins um afskifti opinberra mála en flestir aðrir. Sveinn Guðmundsson fluttist til Akraness árið 1884. Þá var Akranes aðeins litil verstöð og með um 400 íbúum. Útvegur var þá enginn nema á opnum róðrarbátum og lendingarbætur engar. Garðrækt var þá aðeins á fyrsta frumstigi og jarðrækt ekkert á veg komin. Nú eru á Akranesi nokkuð á 18. hundrað manns. Fiskiflot- SuNUP SELECT BEER XXX STOCK ALE Phone 96 361 This advertisement is not inserted l*y the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not re- sponsible for statements made as to quality of products advertised. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.