Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MA11939 ■nn er nú alls upp undir 30 skip, Þar af 2 línuveiðagufuskip og 1 togari, hitt alt stórir vélbátar, 20 smálestir og þar yfir. Auk þess •lokkrir opnir vélbátar. Hafnar- 'jaítur hafa verið gerðar fyrir um 7°o þús. krónur. Tvö frystihús, atinað nýtídcu hraðfrystihús, liafa verið reist á staðnum. Þar er og dráttarbraut og vélsmiðja. Síldar og beinamjölsverk- srnic5ja tók til starfa í fyrra. *áarðræktin á Akranesi á síðari arum er löngu landskunn, bæði fyrir það hvað hún er rekin þar 1 stórum stíl og ekki síður hitt, hversu matjurtirnar reynast vel. Hefir þetta verið drjúg tekju- J'nd, auk búsílags og hagræðis. Túnræktinni hefir fleygt' fram á S'ðustu ámm. Og hefir nú öllu n*sta nágrenni kauptúnsins, for- arflóum, sundurgröfnum af mó- gröfum, verið breytt í víðáttu- 'þikil, véltæk og gróðursæl tún. Ovíða er betur hýst í kauptún- ^m landsins og þrifnaður allur °g umgengni í góðu lagi. Iðn- aður er þar rekinn allmikill og raforka notuð við reksturinn. ^vona mætti lengi telja. V Ekki er þaði nú ætlan min, að þakka allar þessar framfarir Sveini Guðmundssyni einum, því 'Oargir fleiri ötulir og duglegir Gamfaramenn hafa lagt þar hönd að verki. En hittJ er'mála sannast, að hann hefir ýmist tekig virkan þátt í mörgu því, Sem hér hefir verið talið, eða þá stutt framkvæmdirnar með ráði °g dáð. Þessar miklu framkvæmdir, b*ði til Lands og sjávar, hafa lengst af verið samfara og bygst a góðri efnalegri afkomu og fjár- öagslegu sjálfstæði kauptúnsbúa. ^ þeim efnum hafa Akurnesing- ar notið hollrar leiðsagnar Sveins Euðmundssonar. Honum var alveg sérstaklega sýnt um með- lerð fjármála í smáu og stóru. ^ar hann ríkulega gæddur þeim kæfileika, að geta sameinað stór- llllg í framkvæmdumi og gætni °g fyrirhyggju í allri fjármeð- lerð. Hann lagði alla tíð ótrauð- lIr krafta sína fram til hvers Þess, er hann taldi til framfara horfa og sparaði hvorki fyrir- jiöfn né áreynslu. Hann var sí- bvetjandi þess, að menn neyttu allrar orku til heilbrigðrar sjálfs- öjargarviðleitnú Öll hlédrægni ng aðfara leysi var eitur í hans le,num. Með framkomu sinni allri á þessu sviði gaf hann í Verkinu það fordæmi, setn öllum Var hollur skóli. Sveinn var reglumaður hinn mesti í hvívetna; og var eigi síð- ur til fyrinmyndar í þeim efnum en um framtak og athafnir. Það var því næsta eðlilegt, að manni með slíkum hæfileikum væri fal- in ýms ábyrgðarmikil trúnaðar- störf, enda var það svo um hann, að á hans herðum hvíldu um langt skeið framkvæmdir slíkra mála í sveit hans og héraði. Þannig var hann í hreppsnefnd um tugi ára, hreppsnefndarodd- viti og hreppstjóri hátt á annan tug ára. Sýslunefndarmaður var hann og um skeið. Þá átti hann sæti i skólanefnd og sáttanefnd- arstörfum gegndi hann til dauða- dags. Umboðsmaður Brunabóta- félags Islands var hann frá stofnun þess félags, þar til fyrir þremur árum að hann varð að láta af því starfi, ásamt ýmsum öðrum, sökum þess, að hann var að missa sjónina. Þegar hann skilaði því starfi af sér fékk hann þakkarbréf frá forstjóra félagsins fyrir framúrskarandi regluseinii og skyldurækni í starfi. Þá hafði hann og um langt skeið allar innheimtur á Akranesi fyr- ir bankana. Þótt margt sé hér talið af opinberum störfum Sveins er þó margt ótalið. ♦ Sveinn Guðmundsson fæddist að Elliða í Staðarsveit 5. septem- ber 1859. Varð hann því tæpra 79 ára. Átti Sveinn til merkra tnanna að telja. Foreldrar hans voru: Guðmundur hreppstjóri Stefánsson, Guðmundssonar prests á Staðastað og kona hans Anna Sigurðardóttir, ættuð úr Breiðafjarðareyjum. Var hún ein hin fyrsta lærða ljósmóðir hér á landi. Tíu ára garnall misti Sveinn tnóður sína og brá faðir hans þá búi og lét jörðina Elliða í hendur mágs síns Guð- mundar, bróðttr Önnu. Tók Guðmundur Sigurðsson tvö börnin, Svein og Halldóru, til fósturs. Halldóra fór á unga aldri til Ameríku og stundaði þar ljóstnóðurstörf og var mik- ilsmetin. Ölst nú Sveinn upp með fóstra sínum þar til hann fór til Borðeyrar fulltíða maður, árið 1881. Reyndust fósturfor- eldrar hans honum hið bezta og kontu til irnenta hjá Sveini kaup- manni Guðmundssyni á Búðum. Áárið 1884 kvæntist Sveinn Mettu Steinunni Hansdóttur, hinni mestu atgerfis og myndar- konu. Var hún systir Péturs Hoffmans, sem druknaði í há- karlaveðrinu svokallaða 7. janúar (i W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) QOODERHAM & WORTS, LIMITBD 10 „„ Stofnsett 1832 12 oz. $1.00 25 OZ. $2.15 Elzta atengrisgerS I Canada 40 oz.....$3.25 .rh,R artvertl«ement íh not Insorted bv the Government lalquor Control Com- Þr0fl,0n- The Commlsalon Is not responslble for statements made as to quality of Ane Gomn ðucts advertlsed. 1884. Var Pétur mesti dugnað- armaður, athafnasamur og stór- huga. Reisti hann hús þ^ið, er nú er “Hótel Akranes,” og er enn í dag eitt af reisulegustv húsum þar á staðnum. Konu sína misti Sveinn árið 1934 Eignuðust þau 3 dætur, sem, allar eru á lífi, Petreu og Matthildi, sem báðar eru ógiftar i föðurgarði og Ingunni, sem gift er Haraldi Böðvarssyni kaupmanni og útgerðarmanni á Akranesi. Sveinn var sæmdur heiðurs- merki Fálkaorðunnar. Það lætur að líkum, að Sveinn væri áhugasamur um stjórnmál, enda var það og svo. Hann hafði óbilandi trú á einstaklings- framtakinu, sem traustasta afl- gjafans í þjóðlífinu. Sjálfstæðis- stefnan í orðsins fylstu merkingu átti í honum ótrauðan stuðnings- mann og1 formælanda. Sveinn Guðmundsson var hár maður vexti, vel á sig kominn, prúðmenni í framkomu og allur hinn höfðinglegasti. Hann var viðræðugóður, fróður um marga hluti og brennandi af áhuga. Með honum er hniginn í valinn einn af þeim mönnum, sem með árveki og dugnaði, forsjá og at- orku hafa átt drjúgan þátt í við- reisnarstarfi þjóðar vorrar. Má vel umi hann segja, það sem Steingrímur kvað um einn sam- ferðamanna hans; “Hann þarfan lét margan í þjóð- bygging stein og það eru steinar sem tala.” Hann andaðist á heimili sínu 30. f. imi. eftir alllanga vanhéilsu. Sveinn lætur eftir sig þrjú systkini, Lárus og frú Ólínu Er- lendson á Gimli, og frú Önnu Ottenson í Winnipeg. P. O. —Morgunbl. 6. ág. 1938. Lausavísur Baldvins Jónatanssonar Vorvísur 1914 Undir snjáa freðnuin feld frækorn smá sig hýsa. Síðar fá, við sólareld svefns af dái að rísa. Lifir gróður lágt í mold sem lítið jóð á beði. Okkar móðir, Isafold, oss vill bjóða gleði. Þá er kæti um lög og láð lífs ágætur sfyrkur. Hauðrið vætir, himingráð horfið nætunniyrkur. Æittjörð góð, sem eyðir harm með ástarglóð og blóma. Þinn við móður, mlidan barm mitt skal ljóðið hljóma. Vorhret 1910 Kveljast skepnur, höldum hjá, hríðin linnir eigi. Teljast vikur fjórar frá fyrsta sumardegi. Stórhríð 1910 Gustar Kári á bæjarburst burstar hrakið snjáadust. Dustar nákalt, hljóð að hlust, hlust að minni gat það flust. Vorvísa (Stæld eftir Stg. Th.) Vetri hallar, vora fer, veðrin falla ýtum. 5 Hnjúkar fjalla lirynd’ af'sér húfum mijallahvítum. Vorvísa Nú mun drotning himins hrein hjarnið bræða af foldu. Kveikja líf af köldum stein, hvað þá uppi úr rnoldu. Staka, Sá veiki þeim sterka oft verður að bráð, og valdhafinn kúgar þann smáa. Því margur sem þekkir ei mis- kunn og náð í metorðastiganm kemst háa. —Lesbók. Á krossgötum Halldór Guðjónsson skólastjóri í Vestmannaeyjum, skrifaði fyr- ir nokkru grein í Framsóknar- blaðið í Eyjum, þar sem hann vakti máls á flugsamgöngum milli lands og Eyja. Nú um þessar mundir skrifar Kr. Linnet bæjarfógeti aðra grein í blaðið um þetta. Nýlega héldu nokkrir Eyjabúar, er góða trú hafa á framtíð flugsamgangna hér á landi, með sér fund, þar sem kosin var nefnd manna tii þess að skrifa Skúla Guðmundssyni atvinnumálaráðherra um þetta mál og óska eftir því, að Agnar Kofoed-Hansen flugmálaráðu- nautur atluigaði lendingarskilyrði í Eyjum og möguleika á að kaupa flugvél til flugferða þar. Sú athugun hefir eigi farið fram enn, en hinsvegar hefir flugmála- ráðunautnuim borist tilboð um kaup á landflugvél, er þarf svo lítið svigrúm til lendingar, að örugt má teljast, að völ sé nógu stórs Iendingarstaðar í Eyjum. Flugvél þessi kostar um 30 þús- und þýzk mörk. Svo er ráð fyr- ir gert, ef af framkvæmdum verður, >ð flugvélin haldi uppi ferðum milli Eyja og lands með lendingarstað í Rangárvallasýslu. Er það aðeins nokkurra mínútna flug. Á þeirri leið gæti liún flutt þrjá farþega, en tvo á lengri Leiðum. Þeir, sem umi þessi mál hafa fjallað, gera sér vonir um að flugvélin gæti borið sig, ef fargjöld yrðu ekki há, svo að sem flestir gætu notað flugferð- irnar, þar eð margir myndu vilja losna' vi?> sjóferðina til Eyja, og ferðalög þangað aukast, auk þess sem samgöngur yrðu tíðari og menn losnuðu við þá tímatöf og # ................... oft peningaeyðslu, að biða lengi eftir ferðum. -f Uimi áramótin síðustu var út- hlutað opinberum styrkjum til nýbyggingar á bátum og veiði- skipum. Hlaut Sjómannafélag Háfnarfjarðar styrk til smíða á tveim vélbátmn, 24 smálesta að stærð hvor. Báta þessa er nú verið að smíða á bæjarplanínu í Hafnarfirði og er svo um samið, að þeir verði fullgerðir að end- uðum júnímánuði; í byrjun síld- veiðitimans. Bátarnir eru smíð- aðir á vegum Júliusar Nýborg skipasmiðs. Eru allir smiðirnir hafnfirzkir, nema tveir yfir- smiðir, sem eru úr Reykjavík. Eigi liafa svona stórir bátar ver- ið smíðaðir áður í Hafnarfirði. Þessir nýju bátar verða góð og heillavænleg aukning á skipaflota Hafnfirðinga. -t í vetur Itafa um sextíu manns stundað nám í Reykjaskóla. Heilsufar i skólanum hefir verið með afbrigðunt gott. Verklegt nám er miikið. Stúlkur vinna að ýmiskonar ltandavinnu 8—10 stundir' í viku hverri og piltar álíka rnargar stundir að smíðum. í vetur var í fyrsta skifti kend bókfærsla, skósntíði og vélprjón í skólanum. Próf hefjast að liðnum páskum. Aðl þeirn lokn- um verða tvö námskeið haldin í skólanum og byrjar hið fyrra þeirra 25. apríl. Verður þar kent sund, handavinna, smíðar, leikfimi, þjóðfélagsfræði, söng- ur og vélprjón eftir þátttöku. Verður dvalarkostnaður fimtiu krónttr fyrir karlmenn, en fjöru- tíu og fimrn krónur fyrir stúlk- ur. Seinna námskeiðið er aðal- lega ætlað börnuni sem hafa lok- ið við skólanám vetrarins. Ó- víða hagar svo til, að liægt sé að veita kenslu í sundi jafnhliða barnafræðslunni. Er ætlunin með þessu námskeiði, að bæta þar úr brýnni þörf og stuðla að þvi. að sent flest börn geti verið orðin synd við 13—14 ára aldur. Hefir í þessu sambandi ölluim skólanefndarformönnum í þrem- ur næstu sýslunt verið skrifað og þeir beðnir að greiða fyrir því, að börnum, sérstaklega þeim, sem fuLlnaðarprófi hafa lokið, verði gert kleift að sækja nám- skeiðið. —Tíminn, 5. apríl. Það er aðeins einn lilutur, sent getur fælt liest i New York, og það er — annar hestur. CANADIAN CLUB WHISKY No. 265 - 40 0«.........$4.40 No. 266 - 25 0«.........3.00 SPECIAL HIGHLAND WHISKY No 320 -40 o*...........$3.75 No. 321 - 25 o*.........2.40 SCOTTISH CHIEF WHISKY No. 324 — 40 o*.........$3.75 No. 325 - 25 0«.........2.40 OLD RYE WHISKY No. 267 - 40 0« ... $3.25 No. 268- 25 0«...........2.15 No. 269— 12 o* . . . 1.00 LONDON DRY GIN No. 592 — 40 o*..........$2.90 No. 593 — 25 0«..........2.00 No. 594 - 12 o* .........1.00 Thls advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. Tlie Commission is not responsible for statements made as to quallty of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.