Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 11. MAI 1939 LÍTILL I’iÖ getið gizkað á hvað eg flýtti mér upp stig- arm. Ritari eftirlitsmannsins, þaS var svei mér mun- ur! Eg réði mér varla fyrir gleÖi. Þegar eg korri upp í herbergi rektors barðist hjartaÖ ótt og títt. Eg var svo viss aÖ eg heföi getaÖ svariÖ aÖ j?að hlyti aÖ vera svo. Ritari þessa manns! Eg varð aÖ stanza til þess að anda. Eg lagaði háls- bindið, og strauk fingrunuim gegnum hárið og sneri húninum á hurðinni mjög gætilega. Eins fljótt og eg kom inn tók eftirlitsmaðurinn til máls: “Það ert þú, Monsier, sem leyfir þér aÖ ráÖast á og berja virðingarverða borgara?” Hann sagÖi þetta hárri rödd, háÖslega en brosandi. Eg hélt fyrst að þetta væri sagt til gamans, meira en nokkuð annað, og svaraði engu. En hann var ekki að gefá að gamni sínu. Eftir augnabliks þögn hélt hann áfram, en brosandi: “Er það ekki Monsier Daníel Eyssette, sem eg hefi þá virðingu að tala við; Monsier Daniel, sem háði einvígið við M. íioucóyrat?” Eg var ekki viss um hvað það var, sem hann var eftir, en svo var að skilja sam einhver hefði sagt söguna, ekki alveg mér í vil. Þetta var svo óvænt að eg VarÖ yfirkominn og gat engu svarað, engu einasta orði. Þegar eg svaraði engu, sneri þessi herra sér að rektor, félaga sínum; “Nú, nú, herrar mínir. Þið vitið nú hvað ykkur ber, — hvað þið eigið að gera.” Nú heyrðist sarg í lyklunum góðu og rektor svar- aði með því að hneigja höfuðið lítið eitt og svo nálega til jarðar, og: M. Eyssette verðskuldar að vera rekinn á svip- stundu, en til þess að fyrirbyggja slúður og óorð þá ætluðu þeir að halda honum næstu átta dagana, rétt á meðan þeir væru að ná í nýjan kennara. Þegar þessi hræðilegu orð: reka á burtu, voru sögð, misti eg móðinn. Eg kvaddi án þess að segja orð, og fór út undir eins. Eins fljótt og hurðin !uktist aftur komu tárin út. Eg hljóp sem örskot til herbergis mins, og reyndi að fela hendur mínar í vasaklútnuim'. Eg hefði verið þarna máske þar til kvöldið eftir, grátandi, mállaus, ef eg hefði ekki heyrt bjölluna alt í einu. Það vakti mig. Eg átti að sjá um nemendur í fríinu, þar sem þeir áttu að leika sér í skálanum. Þegar eg hugsaði um skálann, kom mér ný hugmynd í hug alt i einu. Tárin þornuðu á kinnum mér. Mér fanst eg vera sterkari og rólegri. Eg hafði tekið óbifandi ákvörðun. Ef lesarinn vill vita hvaða ákvörðun þetta var, þá þarf hann að fylgja hreyfingum Eítils í skálan- uui á frítímanum, hvað hann horfði fast og stöðugt á stóra járnhringinn i miðju skálans, og þegar hléið var búið, fylgja honum inn í kenslustofuna og horfa yfir öxl honum, þar sem hann situr í stólnum og lesa hið hryggilega bréf, sem hann hefir skrifað á meðan drengirnir léku sér og ólmuðust óreglulega: “Monsier Jack Eyssette, Bonaparte stræti, -París. FyrirgefÖu mér, elsku Jack, hrygð þá sem eg mun valda þér, þér, sem ert hættur að gráta. Eg ætla að láta þig gráta ennþá einu sinni, frá minni hálfu. Þegar þú færð þetta bréf verður Daníel dáinn.” Rétt í þessu jókst hávaðinn um helming. Lítill stilti til friðar og leiðrétti ýmislegt, í öllum áttum, með hægð en engum ofsa. Svo hélt hann áfram': “Skilurðu það Jack? Eg er yfirkominn af ógæfu og hrygð. Eg má til að fyrirfara mér, — það er eini vegurinn. Framtíð mín er eyðilögð. Eg er út- lægur af skólanum. Það er saga sem er of löng til að segja hana hér. Svo er eg kotminn í skuldir, eg get ekki unnið lengur. Eg er umsetinn af öllum; mér leiðist; eg hefi ógeð á því öllu; eg er hræddur. Mér þykir vænt um að fara alfarinn. Vertu sæll, Jack! Eg ætlaði að skrifa meira, en eg held eg ætli að fara að gráta. Nemendurnir .horfa á mig með athygli. Segðu mömmu að eg hafi hrapað fram af kletti á göngutúr eða að eg hafi druknað í vök af skautum. Ljúgðu upp einhverri sögu, svo hún fái aldrei að vita það rétta. Kystu hana fyrir mig, blessunina, og kystu pabba líka; og byrja þú nú á mínu verki: að byggja upp arinn áa vorra. Far vel! elsku bróðir, ætíð þinn Daníél. —Daníel Eyssette.” Síðan lét Lítill þetta bréf og bréf Jacks í umslag og skrifaði utan á: Sá, sem fyrst finnur mig dáinn, er beðinn að koma bréfinu til ábótans þýzka. Að þessu loknu gerði hann verk sitt rólegur í kenslu- stofunni. Þegar kenslan var búin, fór hann og borðaði, baÖst^ fyrir og fór upp í svefnherbergiÖ. Nemendur fóru í rúmið. Lítill var nú aleinn. Iíann opnaði dyrnar hægt og stanzaði til að sjá hvort enginn hefði vaknað; en alt virtist hljótt í svefnstof- unum. Hann fór niður og gekk hljótt meðfram veggnum í skugganum. Norðanvindurinn blés kaldur gegnum dyrnar. NeÖan við stigann, þegar hann fór þar hjá, tók hann eftir því að garðurinn var þakinn snjó. Hátt uppi nærri þakbrún, sást ljós. Það var hjá ábótanum, sem vann að sinni stóru bók í heLm- speki. Lítill fann til löngunar að kveðja þennan vin sinn í síðasta sinn, þennan eina, góða ábóta og vin; en svo fór hann inn í skálann. Þessi gamli skáli var skuggalegur og kaldur. Gegnum gluggagrindurnar gægðist máninn og sló draugalegum bjarma á hring- inn mikla. 1 einu horni skólans stóð gamall stóll. Lítill fór og tók stólinn og lét hann undir járnhring- inn, og steig svo upp á hann; það stóð heima. Hann var mátulega hár. Svo losaði hann af sér trefilinn, sem var langur mjög, úr bláu silki og lét hann utan ui:m hálsinn eins og dregil. Hann festi nú trefilinn í hringinn mikla og hnýtti að rennihnút. Klukkan sló eitt. Áfram! Hann varð að deyja. Vertu sæll, Jack! Vertu sæl, madama Eyssette. Alt í einu greip járn-krumla utan um hann. Það var þrifið utan um hann; hann var tekinn niður úr snörunni og settur standandi niður á stólinn. Á sama tíma heyrðí hann rödd, dimma, hasta, sem sagði. En sú hugmynd að vera við líkamsæfingar á þessmn tíma.” Lítill sneri sér við alveg ringlaður. Það var ábótinn þýzki. Lítill roðnaði upp í hársrætur, ráðalaus. “Eg var ekki við líkamsæfingar. Eg vil deyja.” “Hvað? Deyja? Svo þér líður svona illa?” “Ó,” svaraði Lítill og brennandi tárin runnu niður kirmarnar. “Daníel, þú kemur með mér,” sagði ábótinn. Lítill gaf merki um að hann vildi komast upp í járnhringinn. Ábótinn tók í hendina á honum. Komdu! Farðu upp í herbergið mitt. Ef þú ert ákveðinn í að drepa þig, þá geturðu drepið þig þar uppi; þar er hlýtt og notalegt.” ( En Lítill vildi ekki fara, “Lofaðu mér að deyja, ábóti góður. Þú hefir ekki rétt til að aftra imér frá að deyja.” , , Reiðileiftur sást í augum ábótans. “Ó, það er komíð svona langt!” sagði hann. Og hann tók Lítinn í fang sér og bar hann í fanginu. Þrátt fyrir alt sem Lítill gat gert. Þarna vorum við nú í herbergi ábótans. Eldur glæðilegur lifði á arni og nærri eldinum logaði ljós á I Jampa og lágu á borðinu pípur og hrúga af blöðum. Lítill settist út i horn við reykháfinn. Hann skalf, hann masaði mikið um líf sitt frá því fyrsta, talaði um alla óhamingjuna og hversvegna hann vildi gjöra enda á alt saman. Ábótinn hlustaði brosandi á og þegar Lítill þagnaði og hætti að gráta, rétti þessi góði maður honuirn hendina og svo báðar og sagði rólega: “Þetta alt er ekki neitt, drengur minn, og það liefði verið heimskulegt af þér að fara að fyrirfara þér fyrir slíkt litilræði. Æfisaga þín er mjög einföld. Þeir ráku þig af skólanum; sem er í raun og veru heppni fyrir þig. Jæja, þú mátt til að fara. Farðu strax. Vertu ekki að bíða þessa átta daga. Um ferðalagið og skuldirnar skaltu ekki fást; eg skal sjá um það. Við tölum um það á morgun. Ekki eitt orð meira frá þér. Eg þarf að vinna; þú þarft að sofa. Bara, eg vil ekki að þú farir þarna yfir um aftur. Þér er kalt og þú ert hræddur. Þú getur fleygt þér upp í fletið imitt. Eg ætla að skrifa í alla nótt. Góða nótt! Segðu ekki orð meira!” Lítill fór í rúmið og sýndi engan mótþróa. Alt þetta var eins og vondur draumur. Hvílíkur dagur, þó! Að vera svona nærri því að deyja og vera nú kominn í gott rúm í þessu hreina og hljóða herbergi. ÍJvilíkur rnunur! Ábótinn vakti mig næsta dag. Hann klappaði á öxlina á mér. Eg steinsvaf. “Farðu nú af stað, drengur minn,” sagði hann. Bjallan hefir hringt. Flýttu þér. Enginn veit neitt. Taktu við nemendunum eins og þú ert vanur. Um frítímann borðarðu. Eg skal vera á verði.” Mér fanst frítíiminn alllangur, þó þurfti eg ekki að segja honum það. Nemendur voru ekki komnir niður í garðinn þegar eg bankaði á dyr ábótans. Hann stóð við kommóðu sína, stóru skúffurnar opriar. Hann var að telja nokkra gullpeninga. Það heyrðist eitthvað lítillega til mín þegar eg kom og hann leit við; en hann hélt áfram verki sínu án þess að segja nokkuð. Þegar hann var búinn, lét hann aftur skúff- urnar og benti mér brosandi: “Þetta er alt handa þér. Eg hefi talið það. Þetta er fyrir farið; þetta er fyrir dyravörðinn; þetta er fyrir gistihúshaldarann, og þetta handa drengnum sem lánaði þér tíu franka. Eg vildi þakka honum, en hann gaf mér ekkert tækifæri. Þú skalt nú strax, drengur minn, kveðja tnig. Nú hefir bjallan hringt eftir mér, og þegar eg fer héðan út vil eg ekki koma strax aftur. Farðu sem fljótast til París og vindu vel, og reyndu að vera maÖur. Mundu það. Reyndu að vera maður, því þú sérð, Daníel litli, að þú ert bara barn enn, og eg er bara hræddur um að þú verðir barn alla æfi. Bjallan hringdi í síðasta sinn. “Gott! Nú er eg að verða seinn,” sagði hann og leitaði í bókabreiðunni af ýmsum tegundum. Þegar hann var að fara, sneri hann sér við og sagði: Eg á góðan bróður í París; það er prestur og góður drengur. Þú gætir farið að sjá hann. En —■ ó, þú ert svo heimskur að eg held þú gleymir hvar hann á heima, þó eg segi þér það, og án þess að bíða þess að eg svaraði, hljóp hann niður stigann í stórum skrefum.. Þegar eg fór á stað frá skólanum löngúimi skref- um, opnaðist hús dyravarðar snögglega og eg heyrði nafn mitt kallað: "Monsier Eysette! Monsier Eys- .sette!” Það var gistihúshaldarinn að Barbe kaffihúsinu og bar svipurinn nierki þess að liann væri reiður og til í alt. Hann ávarpaði mig strax: “Ertn virkilega að fara, M. Eyssette?” “Já, herra!” svaraði eg rólegur. “Eg fer í dag.” M. Barbette kiptist við og M. Cassagne kiptist við. En skjálfti M. Barbetts var miklu meiri, því eg skuldaði honum meiri peninga. “Ilvað er þetta; núna í dag.” “Já, núna í dag,” svaraði eg og eg hljóp af stað til þess að ná í póstvagninn. Þeir litu út sem þeir væru reiðubúnir að hengja mig. “Og hvað er um það sem þú skuldar mér?” sagði M.. Barbette. «, “Og imér!” hvein í M. Cassagne. Án þess að svara, hljóp eg inn í húsið sem við vorum við, tók fullar lúkurnar af gullpeningunum frá ábótanum og taldi fram það sem eg skuldaði þessum náungum báðum. Þetta líktist mest æfintýri sem vel er leikið á hápalli. Reiði þessara manna hjaðnaði niður eins og fyrir töfraveifu á augnabliki. Og þegar þeir höfðu stungið peningunum í vasa sina heltu þeir yfir mig flóði heillaóska og fyrirgefningaabæna og lýstu yfir hinuim mikla vinskap sinum við mig. í byrjun voru þeir samt dálitið skömmustulegir yfir vantrausti sínu og hræðslu um peninga sína við slíkan mann sem mig. “Er það virkilega að þú ætlir að fara? Hvaða vandræði. Hvílíkt tap fyrir stofnunina!” Og svo kornu upphrópanir, innibyrgð tár og stunur, En eg batt enda á þessar heimskulegu harma- tölur þessara þrjóta, með því að hlaupa frá þeim og klifra upp á póstvagninn álitlega, sem ætlaði að flytja mig frá ölluim þessum ófögnuði, þessari stofnun og þessum fávísu og uppstökku flnum, þessum skrímsluffl i mannsmynd. Háskólinn var rétt í veginum og þegar eg kom þangað voru nemendur inni. Við fórum upp í loft- herbergið miitt. Maðurinn, sem bar kistuna mina fór niður, en eg dvaldist og virti fyrir mér veggina í þessu kalda herbergi. Veggirnir voru berir og Qhreinir, skrifborðið svart, þakið blekslettum og óhreinindum. Við gluggann til hægri handar gægðust trén upp úr garðinum, þakin snjó, og eg sjálfur var að skilja við þetta alt og við alla hér. Eftir fáein augnablik fór eg niður og gekk hægt. Eg virti fyrir mér alt; já alt, svo sem til að flytja með mér mynd af því í huganum, af þessu sem eg myndi aldrei sjá aftur. Eg fór frami hjá herbergi rektorsins, með hinni leyndardómsfullu tvöföldu hurð. og svo einnig fram hjá stofu M. Viots. Þar stanzaði eg skyndilega. Ó, ágætt! Lyklarnir, þessir hræðilegu sargarar, voru í skránni og vindurinn hreyfði þá lítið eitt fram og aftur. Eg horfði á þá með virðingar- blöndnum ótta, en svo kom mér hefndin í hug. Slæg- lega með skjálfandi hendi dró eg kippuna úr skránm og faldi hana undir kápulafi mínu. Síðan fór eg — stökk niður stigann og hafði fjórar tröppur í stökki- I garðinum var djúpur brunnur. Á þessum tíima var enginn í garðinum. Það var hentugt á meðan eg vann þennan glæp. Eg dró nú lyklana undamskykkju- lafinu — þessa vandræða lykla, seem höfðu kvalið mig svo mikið og lengi. Eg kastaði þeim í hyldýpið, af öllu afli. Verkið var unnið. Eg gekk á braut • brosandi. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.