Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 2
LÖGBERGr. FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 9 Samtíningur Eftir Ólaf Friðriksson Búskapur og daglegt líf Is- lendinga í Grænlandi hefir aÖ mörgu leyti veriÖ eins og tííSk- aðist hjá íslendingum hér á landi um sama leyti. Um stærÖ búanna í Grænlandi vita menn af f jósrústum, er enn standa þar. Hafa básarnir verið af sömu stærÖ og hér tíÖkaÖist. VíÖa hefir milligerðin milli þeirra ver- ið stórar hellur, og standa þessar hellur sumstaðar enn i dag, eins og upprunalega var frá þeim gengið. Um mörg þessara fjósa má segja, að lítið vanti á að þau séu nothæf, annað en efsta steinlagið og þakið. Á stærstu bæjunum i Eystri- bygð hafa verið tíu til tuttugu nautgripir, en i Vestribygð hafa búin yfirleitt verið minni. Á biskupssetrinu Görðum, er tóft af tveimur fjósum og hefir þar verið rúm fyrir um hundrað nautgripi. Við stærra f jósið var sambygð hlaða, og er þetta lengsta húsið sem menn vita um í Gænlandi. Hefir það verið sextíu og fjórar stikur á lengd. 4 Einkennilegt er að fjósarústir eru miklu greinilegri í Græn- landi, en rústir íbúðarhúsa, sem flest eru ekki annað en ógreini- legir haugar. Mun þetta stafa af því, að meira hefir verið not- að af timbri í íbúðarhúsin, en meir aftur af grjóti í úthýsi, en skipulag ibúðarhúsa hefir komið mjög greinilega í ljós þegar grafið hefir verið í þessa hauga. Danski fræðimaðurinn Daniel Brun hefir sýnt fram á, að bygg- ingarlag hefir fylgst mjög að á íslandi og Grænlandi, þannig að landnemar á Grænlandi hafi í fyrstu fylgt nákvæmlega bygg- ingarhætti, eiíis og hann tiðk- aðist á íslandi. En á sama tíma og byggingarlag fer að breytast hér, frá því að vera skálabygg- ing, í áttina til bæjarhúsa, eins og hafa tíðkast fram á vora daga, fara byggingar í Grænlándi að breytast í sömu átt. En þetta skeður aðallega á tólftu öldinni, og virðist benda á mjög náið samband milli íslendinga hér og í Grænlandi, þvi hvor tveggju þessara byggingarað- ferðir eru sérkennilegar fyrir ísland, og þekkjast ekki nema í þessum tveim löndum. 4 Elzta hús, sem rannsakað hef- ir verið i Grænlandi, er álitið vera skálinn í Brattahlið, sem menn ætla að sé frá dögum Ei- ríks rauða. Hann er sextán stikur á lengd og fimm á breidd með þykkum grjót- og torf- veggjum. Hólðir hafa verið á tveim til þrem stöðum á gólfinu. Vatnsleiðsla hefir verið i skál- anum. En lítif'lind, sem kemur upp undir öðrum hliðarveggnum hefir verið leidd eftir hellulagðri lökaðri rennu, í steinsetta þró á miðju gólfi, og siðan aftur í lokaðri rennu út í vegg and- spænis, og niður i jörðina. Hefir verið svo vel frá þessu gengið að vatnið rennur þama enn í dag, þó hellurnar séu farnar ofan af. 4 Af rústum í Islendingabygð er einna greinilegust tvilyft skemma úr grjóti, sem er við smáfjörð einn, sem gengur norður úr Rangafirði i Vestribygð, og nú hrunið af efri hæð hússins. Önnur bygging, sem stendur vel er Hvalseyjarfjarðarkirkja sem minst hefir verið á. Er hún múruð úr kalki, sem brent hefir verið úr skeljasandi og hefir verið búið til þar á staðnum. Geta má að grænlenzku stein- húsin hafa fæst verið kölkuð. 4 Það er enginri efi á því, að þorskurinn er lang merkilegasta skepnan, sem við íslendingar fáumst við, bæði á sjó og landi. Þrátt fyrir aflaleysið i fyrra, nam útfluttur þorskur og þorsk- afurðir 23 til 24 milj, króna, en alls fluttum við út fyrir tæpar 58 milj. kr. Fyrir hverjar tíu krónur, sem landið fékk af er- lendum gjaldeyri, fengum við því fjórar krónur fyrir þorsk. En rétt er 'að geta að það sem við höfum fengið fyrir útflutta síld, er farið að nálgast mjög það sem við höfum fengið fyrir þorskinn V Fýrir nokkrum árum var sýnd kvikmynd hér í Reykjavik er gerðist austur í Bagdad. Sást þar maður rogast með heljar- mikinn þorsk, og stóð það at- riði leiksins svo lengi, að auðvelt ------------------------------- var að sjá hvaða fisktegund það var. Heyrði eg þá mann sem eg þekti, sem sat fyrir aftan mig, segja við sessunaut sinn, að þetta þætti sér langmerki- legast, að það skyldi vera þorsk- ur þarna suður í Bagdad. En þarna var skekkja í myndinni; hún hafði verið leikin í Eng- landi, og notaður sá fiskur, sem auðveldast var að ná í þar. 4 Heimkynni þorsksins er norð- anvert Atlantshaf, bæði að aust- an og vestan. Hérna megin þess, er hann frá Svalbarða suður undir Spán, en að vestan er hann frá Grænlandi, suður fyrir Boston. Aðalheimkynni hans má segja að séu þar, sem eru aðal-gotstöðvar hans, en það er við Lófót í Noregi, við suður- og suðvesturströnd Skotlands, og vestan hafs við suðausturströnd Nýfundnalands. Þorskur er líka í Kyrrahafi norðanverðu, og er annarsvegar suður undir Japan, en hinsvegar nokkuð suð- ur á strönd Bandarikjanna vest- anverðra. Þorskur er ekki í Miðjarðarhafi, og hvergi á suð- urhveli jarðar. 4 Stærsti þorskur, sem mældur hefir verið var um 2 stikur á lengd og vóg 75 kg., hann veidd- ist við Nýfundnaland. Ekki er kunnugt um að hér við land hafi verið mældir þorskar, er voru lengri en i/2 stika. Þorsk- ur sem- fékst vestur á fjörðum var aðeins 4 kg. léttari en þessi Nýfundnalands-fiskur, en hann var aldrei mældur. 4 Þorskurinn er átta ár að verða kynþroska. Yngsti vertíðarfisk- urinn hér sunnanlands er því i ár fæddur 1931, og hefir komið í ljós, að af fiski þeim, sem veiðst hefir hér nú á vertíðinni, er um f jórði hluti 8 ára, og ann- ar fjórði hluti níu ára. Það er því um helmingur af þeim þorski er veiðist nú fæddur árið 1930 og 1931. 4 Ekki er vitað fyrir víst hvað Islendingar veiða marga þorska á ári, en það eru að minsta kosti 35 milj. En alls mun veiðast hér við land af íslendingum og útlendingum ekki minna en 65 milj. þorska, en sumir áætla þetta 70—80 miljónir, en allur þorskafli heimsins er talinn af sömu mönnum 300—400 milj. þorska. 4 Sagt er að í Noregi hafi fram undir 120 þús. karlmenn at- vinnu við fiskveiðar, en 63 þús. hafi þær að aðalatvinnu. Mikill hluti þessara manna stunda þó jafnframt einhvern búnað, en 35 þús. hafa fiskiveiðar einar að atvinnu. 4 í Noregi hafa verið miklar umiræður um það hvort taka skuli upp botnvörpuveiðar þar í landi, og hefir opinber nefnd haft málið til meðferðar. Aðal- KAUPXÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 B. DALMAN Umboðsmaðw SELKIRK, MAN. THE GREAT WEST LIFE ASSURANCE COMPANY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.