Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 1
PJTONE 86 S11 Soven T.ines ,# # <e> vO \rcP*' nr.V Cleaning c and Laundry n'or Better ÖNNUE DEILD LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 NÚMER 20 Adolf Hitler Erindi flutt í Winnipeg 8. nóv. 1938 Eftir Mrs. Einar P. Jónsson Háttvrtu hlustendur— Sennilega mun Adolf Hitler vera hinn áhrifamesti einstakl- ’ngur sem nú er uppi. Þar eð áhrif lians ná nú orðið einnig til okkar, þá hefi eg kosið að gera hann að umtalsefni í kveld. Megin heimildir mínar hefi eg fengið, úr “Europe Today" eftir Sherwood Eddy, “The Third Reich” eftir Henry Lichtburger og “Inside Europe” eftir John Guenther. 1 vali mínu og nið- urstöðum hefi eg reynst að1 vera eins óhlutdræg eins og mér er unt. Það eru ekki mörg ár síðan að allur heimurinn utan fárra fylg- ismanna á Þýzkalandi gerði gys að Adolf Hitler, áleit hann móð- ursjúkan loddara, skrumara og skrílæsingamann, sem ætti ekki •anga pólitiska lífdaga fyrir höndum. Ein af uppáhalds skopsögum frá því timabili er Ulp Charlie Chaplin og Hitler. Charlie sagðist geta fyrirgefið það þótt Hitler léti sér vaxa skegg, sem væri líkt sínu skeggi og hann gæti fyrirgefið það, þótt að Hitler hagaði sér að öllu leyti fíflalega eins og hann gerði, en eitt gæti hann ekki fyrirgefið og það væri það að heiinurinn hlægi uiiklu meira að Hitler heldur en sér. Hinn umkomulausi en stór- huga undirforingi skeytti ekki um hlátur heimsin^ en hélt ein- huga að takimarki sínu. Ef til vil! hefir hann hugsað: *sá hlær hezt er síðast hlær! Víst er um það að heimurinn er hættur að hlægja, og ef maður getur hugs- að sér Hitler svo menskan að hann geti hlegið, þá hefir hann hlotið að skellihlæja þar sem l'ann sat eins og einn guðanna uppi i fjallinu Berctesgaden fyr- ,r nokkrum vikum, hélt öllum heiminum skjálfandi af ótta og heið þess að forsætisráðherra hins volduga og .tórláta Breta- veldis kæmi ffjúgandi og kné- hfypi sér. Hver er þessi maður og hverj- Hr eru þær aðstæður sem eru hess valdandi að nú má vafa- ’aust telja hann valdamestan ’Uann Norðurálfunnar? Adolf Hitler, skapari þriðja '’hisins, er fæddur í Braunau í Austurríki 20. apríl 1889, og er hvi nú liðlega 49 ára að aldri. ’’aðir hans var skósmiður og s,ðar tollvörður. Hann var þri- Sl’ftur og átti Adolf með þriðju hpnu sinni, sem hafði verið v,nnukona hjá fyrstu konu hans paðir Hitlers var stór og sterk- llr, frekur og þvergirðingslegur UR hinn mesti nautnamaður. Áttu Peir Htt skap saman feðgarnir. Gamla Hitler fanst Adolf vera Preklaus ónytjungur og mjög svo c’rauinóragjarn. Hann barði hatin °R heitti hann mestu óbilgirni og hörku. Adolf syrgði því ekki þann gamla þegar hann fékk slag á ölknæpu einni og safnað- ist til feðra sinna. Hinsvegar þótti honum afar vænt um móð- ur sína, því hún hafði samúð með honum í áhugamálum hans og hvatti hann til að varast þau víti sem orðið höfðu föður hans að falli. Hún dó stuttu eftir að Hitler fór til Vin, 1906. Fleira skyldfólk átti hann i þessu nágrenni en hefir litil afskifti haft aft því síðan hanit fór það- an. Hinir fátæklegu kalkkofar í litla þorpinu virðast í miljón núlna fjarlægð frá hinum glæsi- lega Wálhelmstrasse kastala í Berlin þar sem foringinn ríkir. Hitler kom ekki aftur á þessar slóðir í Austurriki fyr en 1938, þegar hann hafði innlimað föður- land sitt i þriðja ríkið. Seytján ára að aldri skildi Hitler við föðurhús sin og fór til Vínarborgar. Þar vann hann fyrst sem algengur verkamaður og síðar sem húsamálari og dráttlistarmaður. Á þessu tíma- bili kveðst hann hafa komist í kynni við sósíalista og Gyðinga og fengið á báðum flokkum hina megnustu andstygð. Hann segist og hafa gert rannsóknir á skipu- lagi stjórnmálanna í Vín sem leiddu til þess að hann gerðist svarinn fjandmaður þingræðis og lýðfrelsishugsjóna. 1912 fór Htler til Munich á Þýzkalandi og þar var hann þeg- ar stríðið skall á 1914. Hann gekk þegar í herinn; honum fanst hann vera að berjast fyrir heilöguim ymálstað, — tilveru þýzku* þjóðarinnar. Stríðið fylti hann hrifningu. Hann var sannfærður um að meiri hluti fólksins æskti að taka þátt í því og að styrjaldir væru eðlilegar og nauðsynlegar mannkyninu. Hann dáði mjög hernaðardygð- irnar, hreysti, hlýðni og þol. Hitler kvað hafa getið sér góðan orðstýr sem hermaður og ein- hvern veginn áskotnaðist honum þýzki járnkrossinn. Eftir fjögra ára blóðugt og grimmúðugt stríð við svo að segja allan heiminn, og úrkula vonar um sigur, gugnaði þýzka þjóðin. Innanlands bylting brauzt út og herinn gafst upp. Þýzkaland lá marflatt og hjálp- arvana við fætur bandamanna. Þá var það að einn iítt þektur undirforingi, fyrverandi húsa- málari, flaug út af örkinni og setti sér það imarkmið að endur- reisa þýzku þjóðina til síns fyrri vegs. Nú var einungis um eitt að ræða: “Eg einsetti mér að verða stjórnmálaforingi,” segir Adolf Hitler í Mein Kampf. rtNú vil eg rekja i fáum drátt- um hia sögulegu atburði og að- stæður sem mótuðu þýzku þjóð- ina á næsta tímabili og sjcöpuðu Hitler, sem aldrotnandi herra hennar. — Að loknu striðinu var kallað saman alþjóðaþing. Þýzkalandi var neitað um að senda fulltrúa til þess að bera fram vörn fyrir sig. Á þessu þingi var skelt aliri stríðssekt- inni á Þýzkaland. Þjóðin var afvopnuð og svift nýlendum sín- um, og skaðabætur heimtaðar af henni sem voru svo gífurlegar að henni var ofurefli að borga þær. Hin stolta þjóð var óvirt og fyrirlitin af öllum. Um þetta leyti var sett á stofn lýðstjórnarríki á Þýzka- •landi, — Wiemar Republic. Einn áhri f amesti utanr íkisráðherra' hins unga lýðrikis var Strese- mann. Hann var sáttgjarn, víð- sýnn en hægfara i pólitik sinni. Hann treysti því að smátt og smátt myndi fyrnast yfir þann sársauka og þá beiskju, sem stríðið hafði skapað og að ýms óvægilegustu ákvæði Versala- samninganna yrðu milduð á friðsamlegan hátt og sum af- numin með öllu svo sem ábyrgð- in á upptökum stríðsins. Því miður báru ekki hinar þjóðirnar gæfu til að taka þessum sátta- umleitunum Stresemans, en kröfðust þess, að Þjóðverjar uppfyltu fyrirmæli Versala- samningana í öllum atriðumi, þrátt fyrir það þótt þær sjálfar, að undanskildum Englendingum, brygðust loforðum sinum um af- vopnun eða takmörkun vigbún- aðar. Þegar að Þjóðverjum tókst ekki að standa i skilum við Frakkland 1923, þá réðust Frakkar inn i Ruhr-héraðið og tóku námur og önnur arðber- andi fyrirtæki herskildi. I mörg ár hafði og alþjóðanefnd um- sjón með öllumi innanríkisfjár- málum Þýzkalands. Á þennan hátt var beiskju og gremju hinn- ar sigruðu þjóðar stöðugt við- haldið. Þýzka þjóðin varð gagntekin af þrjósku og hatri, tapaði trausti sínu á milliveg eða niiðlunarstefnu Stresemanns og komst á þá skoðun að hún myndi aldrei eiga viðreisnarvon eða ná rétti sinum nema með ofbeldi. Eftir lát Stresemans velti sér sterk herská þjóðernis- alda yfir alt landið og á þeim öldukaimbi sigldi Adolf Hitler til valda í Janúar 1933. Með skammsýni sinni og óbil- girni höfðu þjóðirnar vakið upp þann stj órnmáladraug á Þýzka- landi sem örðugt mun verða að kveða niður. Hver eru skapgerðareinkenni Adolfs Hitlers og hvaða aðferð- um beitti hann til að lyfta sér á skömmum tíma upp i forystu- sæti Þýzkalands, komast í póli- tiska dýrðlingatölu þjóðarinnar, en láta umheiminn skjálfa á beinunumi af ótta? Fyrst mætti telja einhyggju hans og einbeittni. Allar hans hugsanir, allar hans tilfinning- ar og allar hans gerðir beinast að einu ófrávíkjanlegu takmarki, —“Duetchland Uber Alles” (“Þýzkaland öllum ofar”), og þá vitaskuld með engan annan við stýrið en hann sjálfan. Hitler er ólikur föður sínum að því leyti að hann er ekki nautnamaður. Hann hvorki reykir né neytir áfengra drykkja. í matarhæfi er hann mjög spar- neytinn, neytir að mestu græn- (Framh. á 14. bls.) A Welcome To Their Majesties For the first time in liistory a reigning British Sovereign and His Royal Queen are visiting Canada. Through the grain belt. of the West, t.hrough the ranch lands, up the foothills and over the Rockies, the Royal Progress makes its way. Tbj.s Company joins with the millions of loyal Canadian subjects in wishing Their Majesties a pleasant journey, health and happy memories of their stay in Canada. GOD SAVE THE KING! * T. EATON C9„,teo WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.