Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 Þar sem hugsjónir deyja (Framh. frá io. bls.) samtaka með brennandi áhuga, þá mun oss hlotnast það. Þetta sannar saga þjóðar vorrar. Frelsisþráin var rík með kyni voru í öndverðu. Fremur en að lúta einvaldanum, yfirgáfu ættfeður vorir höfuðból sín og erfðafestu í Noregi og fóru út hingað til ókunnugs lands. Upp af þessu hugarfari spratt ein hin gagnmerkilegasta þjóðmenning miðaldanna. Hvað varð svo til að glata frelsinu? Einungis það, að menn hættu að J>rá það og trúa á það. Ein- ungis það, að ofsi skapsmun- anna, valdagræðgi og eigingirni höfðingjanna óx yfir öll tak- mörk, svo að frelsið glataðist. Menn þráðu eigi framar að vera frjáls þjóð, þar sem hverjuim einstaklingi var trygð hlutdeild i frelsinu. Menn létu fylkja sér í flokka, hóa sér í hjarðir, af valdagráðugum og síngjörnum foringjum, er sín á milli bárust á banaspjótum. Og þegar ekki voru önnur ráð fyrir hendi, var frelsið að fullu og öllu svikið og málunum stefnt undir erlent vald. Þá er það undir eins, sem niðurlægingin fer að höndum. Fall þjóðarinnar ofan í eymd og ómenningu voru syndagjöldin fyrir svikin við hugsjónina sðm; lýðríkið forna var grundvallað á — syndagjöldin fyrir flokka- drættina, óeirðimar, fjandskap- inn og bróðurvígin. Ekkerí af þessu er samræmanlegt við hug- sjón frelsisins. IV. Verum því minnugir um þetta; Það er ekki minni vandi að gæta frelsisins en að ávinna það. Vér höfum áður verið frjáls þjóð og glatað frelsinu. Vér höfum glat- að því fyrir léttúð, vegna þess að vér vorum ekki því vaxin að varðveita það. Vér vorum frjáls að nafninu til, en ekki í raun og sannleika. Svo mjög sem þjóð vor unni drengskapnum sem hugsjón, hafði hún ekki eignast hann í reynd. Hana skorti góð- girnd, sáttfýsi, einhug og bróð- erni til þess að geta varðveitt hið ytra frelsi. Andinn var ekki að sama skapi frjáls úr böndum hatursins, valdafýstarinnar og á- girndarinnar, sem menn léku lausum hala í athafnalífinu hið ytra. Af því spratt ógæfan. Kringum þetta verður aldrei komist, að andinn verður að vera frjáls, til þess að til sé til sé nokkurt frelsi í eiginlegri merkingu þess orðs og til þess atj varðveizt geti hið ytra frelsi. Þetta er því í senn vort mesta úhyggjuefni og nauðsynlegasta umhugsunarefni í hvert sinn og vér minnumst fullveldis vors: Erumi vér nú betur vaxin því, að varðveita frelsið, en vér vorum í fornöld? Kunnum vór betur að sigla fyrir skerin? Erum vér orðin andlega frjáls? Hvað virðist yður, er þér lít- ið yfir svið þjóðmálanna og horfið á hugsjónabaráttuna eins og hún hefir verið háð þar á undanfarandi árum? Ber þar mest á sáttfýsi, góð- girnd, einhug og bróðerni, sem eru eins og vér höfum séð frum- skilyrði fyrir öllu- sannarlegu frelsi? Horfir þjóðin einhuga og samtaka að þvi menningar- takmarki, sem henni sæmir að setja sér, og ræðir hún prúð- mannlega og í bróðerni ágrein- ingsefni sín og skiftar skoðanir, sem ávalt hljóta að verða, þar sem mál eru ihuguð frá mörgum hliðum! Eða ber mest á sundr- unginni, valdagræðginni, ofstæk- isfullum fjandskap og bróður- vigum ? Hver af oss getur lokað augunum) fyrir því, að þjóð vor, sem stóð mikið til einhuga í frelsisbaráttunni og vann hana, hagar sér nú, að frelsinu fengnu, miklu ver en ræningjarnir, sem vörpuðu hlutkesti umi kyrtil frelsarans. - Óðara en fullveldið er að nafninu til viðurkent, er stofnað til endalausra flokka- drátta og sundurlyndis. Valda- gráðugir stjórnmálabroddar æsa mann á móti manni og stétt á móti stétt. Og þegar ekki kom- ast nógu margir að völdunurp, eru búnir til nýir flokkar til að berjast við þá, sem fyrir eru. Þyki fjandskapaefnin samt ekki nógu mörg fyrir i landinu, eru fyrirmyndirnar sóttar til útlanda og fluttar inn sem tízkufaraldur, hvaða múgheims'ka sem þar kemst á gang, hversu ólík og ó- skyld sem hún er vorum lifs- skoðunum og hugsunarhætti. Þannig hefir verið unnið að því ósleitilega síðastliðin 20 ár, að kljúfa þjóðina í fleiri og fleiri andstæðar og fjandsamleg- ar sveitir, sem síðan gangast að eins og grimmir vargar út af hvaða smámáli sem er engum til gagns, nema þeim lýðæsinga- mönnum, sem þurfa á þessu fólki að halda til að láta það lyfta sér upp i valdasess. Öll er þessi harátta að - vísu háð í nafni hugsjónanna og ætt- jarðarástarinnar. En þeim mun -------- FAGNAÐARKVEÐJUR ------------------•+ TIL KONUNG8IIJÓNANNA ! PARRISH & HEIMBECKER Limited | Taka á móti korni, senda korn og flytja út Löggilt 11. apríl, 1909 [ Borgaður að öllu höfuðstóll.$500,000.00 Aukastofn .................$750,000.00 Forseti ................W. L. Parrish Varafors. og frkstj.Norman Heimbecker Féhirðir ................W. J. Dowler Umboðsmaður—Gimli, Man.—B. R. McGibbon Aðalskrifstofa WINNIPEG 50 sveitakornhlöður íindastöðvar í Calgary og Port-Arthur “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti.,> *• viðurstyggilegri eru vinnubrögð- in og ógæfusamlegri sem þau hafa á sér meira yfirskin ætt- jarðarástar. Því víst er um það, að öll glórulaus og ofstækisfull múgmenska á sér ekki annað fyrir höndum en að glata frels- inu. í skjóli flokksæsjnganna grær og hreinræktast í sálunum illgresi hatursins og hlutdrægn- innar. Siðfræði flokkadráttanna er yfirleitt þessi: Andstæðing- urinn er réttlaus! Það má ljúga á hann og fremija hverskonar ranglæti á honum. Það er flokksdygð, að troða hann ofan í skarnið. Bak við alla heimsk- una og ódrengskajjinn er sam- ábyrgð múgsins. Þannig gera flokkadrættirnir oss ennþá þröngsýnni, grimmari og óbilgjarnari en vér annars erum. Og múgmenskan er því hættulegri sem það er nokkurn veginn géfið mál, að vitrustu mennirnir hafa sjaldan um sig stóra hópa til langframa. Sækj- ast sér u-m' líkir, og það eru einkum litlir menn, sem eru hvað óðfúsastir að skýla sér i stórum flokkum, af þvi, að þeir hafa hvorki kjark eða dug til að standa einir, ef svo vill verkast, og láta brjóta á sér háð og fyrir- litningu hjarðarinnar. Þeir hafa heldur ekki að jafnaði sjálfstæð- ar skoðanir heldur láta leiðast af skoðunum annara. Fyrir því er það ekkert trygt með stórum flokkum að menn nálgist það frekar, að þjóna réttlætinu og sannleikanum. Stór flokkur er að vísu líklegri til að koma frarn ýmsu þvi, seml hann vill. En margt af því, sem þeir flokkar vilja, sem annað hvort er hóað saman af þröngsýnustu stéttar- hagsmunum eða valdagræðgi ein- stakra manna, er hvorki réttlátt né viturlegt, fremur hið gagn- stæða. I því liggur ógæfan. Notska skáldið Ibsen komst þannig að orði um múgmensk- una, að meiri hlutinn í hvaða máli, sem er hafi aldrei rétt fyrir sér! Hversvegna? spyr skáldið. Af þeirri auðsæju ástæðu, að þeir menn, sem eru gáfaðir, eru æfinlega færri og því í minnf hluta. Þó að hér geti nú auðvitað ver- ið um undantekningar að ræða, þá eru þessi ummæli samt mjög athyglisverð og sýna glögglega, að flokkadrættirnir stefna sjald- an til réttlætis eða þjóðarheilla, heldur eru miklu líklegri að leiða til ofstækis og fólskuverka og að lokum til fullkomins ófarnaðar. í stað þess, að láta heillast svo mjög af málaflutningi þeirra manna, semi ástunda það mest, að smala mönnum saman í sund- urleita og fjandsamlega flokka, verður þjóðin að fara að ástunda það, að lifa satnan í eindrægni og fara þannig að beina augun- um að markinu, sem franuindan er. En hvernig væri þetta hægt? Með því að snúa sem mest eyr- um sínuimi frá lýðæsingamönn- unum, sem hæst æpa á torginu, og sem flestir eru með einhverja eiginhagsmuni sjálfs sín eða sinna skjólstæðinga á prjónun- um, en leitast við að finna í stað þeirra víðsýna menn og sann- gjarna, góðviljaða vitsmuna- menn, setn minna liirða um að ganga undir jarðarmen einhverr- ar flokkskúgunar en að fylgja mieð drengskap sannfæringu sinni, réttsýni og samvizku í hverju einu. Ef ekki verður snúið inn á þessa braut; ef haldið verður á- fram að eitra sálir og samvizkur landsins barna með ofstækisfullri heimsku, hlutdrægni og ódreng- skap múgmenskunnar og flokka- dráttanna, þá þarf ekki tnikinn spámann til að sjá, að þetta full- veldi vort fær ekki lengi stað- ist — það hrynur af sömu á- stæðum og lýðríkið forna. í þessu sé eg hættuna steðja að oss nú á 20 ára afmæli full- veldis vors. Það eru hvorki skuldir vorar' við útlönd né örð- ugleikarnir í atvirinu eða verzl- unarmálum, senr ægilegustum skugga varpar yfir framtíð vora. Alt slikt er eg viss um, að þjóð- in gæti leikandi yfirstigið, ef hún væri einhuga og samheldin. [ En það er sundurlyndi vort og : FAGNAÐARÓSKIR til KONUNGSHJÓNANNA ! Hamingjuóskir til íslendinga i Selkirk og grend Oss er ánægja í að geta afgreitt yður viðvíkjandi lyfja- forskriftum og þeim lækningavörum, sem þér þarfnist. Baðherbergisvörur, Ritföng og aðrar lyfjabúðarvörur GILHULY’S DRUG STORE G. M. Gilhuly Sími 100 II. WiUiams SELKIRK, MAN. Það var í stjórnartíð Edwards VII er borgarar Winnipegbæjar ákváðu að stofna sín eigin raforkusamtök og smíði orkuversins við Point du Bois hófst. Meðan George V ríkti færði City Hydro mesit út, kvíarnar. Þetta leiddi til þess að óumflýjanlegt var, að reisa annað orkuver við Slave Falls, sem starfrækti tvö orkuunits á ríkisstjórnartíma Edwards VIII. Heimsókn núverandi konungs og drotningar ber upp á þann tíma, er City Hydro hefir komið upp liinu fjórða. orku-unit við Slave Falls, en lagt undir sig helming þeirrar orku, sem þar má framleiða. City Hydro býður þeirra hátigni Georg konung og Elízabetu drotningu velkomin til Winnipeg og treystir því að hermsókn þeírra til Canada veiti þeim ljúfar endurminningar um mörg ókomin ár. ciTy nyDcc “WINNIPEG’S OWN ELECTRIC UTILITY’’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.