Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 2
o LÖGBERG. FIMTITDAGINN 25. MA.Í, 1939 Einvígið . . . Saya eftir Kristmann Gnðmundsson Skip ÞormóÖs Valdasonar lá seglbúið í firÖinum utan viÖ NiÖarós, hann ætlaÖi að leggja af stað til íslands um kvöldið. Nú sat hann að drykkju í lyft- ingu með vini sínum, A,rinbirni Skorra, ríkum og gjörvulegum höfðingjasyni, sem ætlaði að dvelja eitt ár enn við hirð Noregskonungs. Snarpur vindur stóð út fjörð- inn, ágætur byr vestur iwn haf. Á þilfari voru menn ÞormóÖs í óða önn að leggja síðustu hönd á undirúninginn undir ferðina. Nýbygt skipið angaði af tjöru og nýjum viði. Þormóður hafði fengið það að gjöf frá konungi fyrir drápu, sem hann hafði flutt honum. Það vaggaði ró- lega og virðulega á öldunum, vel hlaðið ýmsum vörum og dýr- gripum sem höfðinginn ungi ætlaði að flytja heim á ættaróðal sitt. Hann og Arinbjörn höfðu verið utan i tvö ár og farið víða. Þeir höfðu verið í víkingu og rekið kaupskap við framandi lýði; en siðasta vetur og vor höfðu þeir dvalið við hirð Noregskonungs og hlotið þar heiður mikinn. Arnbjörn Skorri lyfti homi sínu og drakk félaga sinum til. “Hér skiljumst við, vinur,” sagði hann djúpri röddu. “Skilj- umst nú um skeið og hittumst heilir á fósturjörðu vorri að ári liðnu. Næsta sumar hefir Þor- gerður beðið mín i þrjú ár, eins og foreldrar vorír ákváðu, er við bundumst trygðum. Og eigi hefi eg hugsað mér að bregðast henni, þvi aldrei sá eg fegri konu.” Hann þagði um hríð, og brosti að hugsun sinni. Þormóður virti vininn fyrir sér, hálfluktum aug- um. — Fáir voru hans líkar að hreysti og karlmensku, enginn hans maki að íþróttum né víg- fimi. Hann hafði Ijóst hár og bjartan hörundslit, djarflegt yfirbragð, með hreinum, föstum dráttum. Blá augu hans leiftr- uðu af gleði, er hann mintist heitineyjar sinnar. Þormóður andvarpaði hljóð- lega og varð beiskur í huga. Vinur hans hafði ástæðu til að gleðjast, fegursta og vænsta mey íslands beið hans, og hann sjálf- ur lifði í heiðri og gleði við hirð konungs. Hann sjálfur, Þormóður, hefði ekki látið Þor- gerði biða sín eitt ár enn, á hin- um afskekta bæ föður hennar. En hún hafði aldrei litið við honum. Hann var dökkur yfir- litum, og gekk ekki i augu kven- fólksins, það hafði altaf farið þannig að stúlkurnar litu aðeins á vin hans, hinn fagra ljós- hærða kappa. Þær voru vin- gjarnlegar við Þormóð, eins og góðan bróður, þær þágu fögur kvæði hans og vísurnar, eins og sjálfsagðan hlut, guldu honum með hverfulu brosi, og héldu svo áfram að hlusta á drýgindalegt og innantómt hjal Arinbjarnar. Einnig meðal karlmanna var Arinbjörn altaf fremstur í flokki, hetjan, hinn ósigrandi. Þeir brostu líka við Þormóði Valdasyni, skáldinu hæverska og stimamjúka, en mátu hann ekki mikils, þenna grannvaxna og þreklitla mann, sem aldrei hafði hlotið frægð í orustu. Þeir hvorki öfunduðu hann né .dáðust að honum. Arinbjörn vinur hans hlaut það alt.— “(jott skip og fagurt átt þú,” sagði Arinbjörn ennfremur. “Og mikil er skáldgáfa þín, sem laun- ' uð er slíkri gjöf. Fagurt er hafið i blásandi byr; eg öfunda jþig, sem bráðla sérð föðurland ( vort og vini, — og Þorgerði. | Berðu henni t;veðju mína, með þíum fögru orðum, og færðu henni gjöf þá sem eg hefi þér á 'hendur falið. Segðu henni i þann sannleika, sem þú þekkir öllum betur, að hugur minn sé 1 altaf hjá henni, og að eg hafi aldrei litið aðra konu ástaraug- um. Lif heill félagi. Samvistir vorar hafa góðar verið og vin- átta vor traust sem fjöll íslands. j Æhíð hefir þú verið mér sann- ur vinur, altaf gefið mér hoil ráð og snúið hinum beztu mönn- 1 um og göfugustu höfðingjum á vort mál með mýkt tungu þinn- ar og fegurð skáldskapar þins. Heill guðanna fylgi þér; heils- aðu frændum minuim!” I^ormóður draup höfði nieðan ' vinur hans talaði. ' Fyrirgefðu mér, félagi, öfund þá og illgirni, sem eg ber til þín, hugsaði hann, og fann enn einu sinni hina hlýju vinarkend, sem snemma í æsku hafði kom- j ið honuni til að taka ástfóstri við þenna stórvaxna, glaðlynda pilt, og fylgja honum síðan. Þormóður fékk byr góðan yfir þriggja vikna útivist. Hann I sigldi með ströndum fram til I Reyðarf jarðar, þar semi þeir allir jbjuggu búum sinum, hann, Arin- björn Skorri og Þjóstur gamli, ; faðir Þorgerðar fögru. Það var J tekið á móti honum með miklum I heiðri í sveitinni. Nú var loks- ins enginn Arinbjörn til þess að yfirskyggja hann! Hann gaf j vinum sínum góðar gjafir, barst ' mjög á í klæðaburði, og hélt sig mjög höfðinglega á hinni stóru í óðalsjörð sinni. Margir heim- j sóttu hann til að spyrjast tið- inda frá framandi löndum, og fregna um afrek þcirra vinatina á hinni löngu ferð. Á vorþingi fann hann vel að I augu margra fríðra kvenna hvíldu á honuinN og að menn bæði dáðu og öfunduðu skraut hans og frægð. Hann naut þess- arar vitneskju, sem v*r honum algert nýnæmi. En hann var J dulur og virðulegur, en þó yin- j gjarnlegur við alla, sem fyr. j Hann gaf sig ekki að kvenfólk- I inu, aðeins naut aðdáunar þess 1 með sjálfum sér. s Annan dag þingsins hitti hann I Borgerði. Hún kom á móti hon- um, há og björt eins og drotn- ing. Sólin gylti ljóst hár henn- ar og varpaði ljóma á indæla andlitið, með viturlegu bláu augun, og litla munninn, sem svipaði til rauðra, sætra aldina frá suðrænum lönlum. Hún var klædd bláum kyrtli og gullsaum- uðum purpuramötli. Þau stóðu bæði kyr og virtu hvort annað fyrir sér, áður en þau heilsuð- ust. Hún sá ungan, meðalháan mann, grannan, en vel vaxinn. Hann var klæddur dökkum, en iburðarmiklum fötum, sem fóru vel svörtu hári hans, og harð- Ieitu sólbrendu andlitinu. Hann hafði breyzt,, gamli leikbróðirinn hennar. Grá augu hans voru harðleg, en þó döpur. Ávalt hafði , hann verið kurteis við hana og lotningarfullur. Henni hlýnaði í skapi, er hún mintist þess nú. Þau töluðu lengi. Hann bar henni kveðju Arinbjarnar, — en stuttlega og með algengum, þur- legum orðum. Gjöf hans fekk hún einnig: Skykkju úr sjald- gæfu, austurlenzku efni, brædda með röðum af eðalsteinum. En Þormóður hafði sjálfur með- ferðis gjöf til Þorgerðar, og sjiurði hana hæversklega hvort hún vildi þiggja hana. Hann sýndi henni gjöfina, óvenju fag- urt hálsmen, skreytt rauðum kóröllum, og þrætt í tífaldan, samanspunninn gullþráð. Þorgerður tók við gjöfinni. Hún hélt meninu í hvítu, fagur- löguðu höndunum og roðnaði af gleði, er hún horfði á það. “Þetta er það fegursta sem eg hefi nokkurntíma séð,” sagði hún. En svo varð hún hugs- andi og horfði dálítið skrítilega á hann. — “Er þá engin sem þú — semi hefir meiri rétt á að hljóta þenna dýrgrip en eg? Er þá engin, senr þú ant, Þormóð- ur? Það eru-svo margar fagrar konur hér í Reyðarfirði, og þú ert kominn á þann aldur, þegar nrenn fara að staðfesta ráð sitt.’" Hún þagnaði, dálítið vandræða- leg, og leit undan föstu, hrenn- andi augnaráði Þormóðs. “Eg hefi aðeins séð eina fagra konu í Reyðarfirði,” sagði hann hljóðlega. “Aðeins eina fagra konu hefi eg séð á æfi minni, Þorgerður!” Hún sagði ekki fleira, en gekk við hlið hans, niðurlút og með undarlegan glampa í augunum. Er þau skildu skömmu siðar, hvislaði hún: “Þetta vissi eg ekki, Þormóð- ur. Þetta hafði mig aldrei grun- að.” Svo þrýsti hún hönd hans og fór. Þormóður stóð lengi og horfði á eftir henni. Harðneskjusvip- ur var á andliti hans, og um var- ir hans lék einkennilegt bros. Sá orðrómur gekk um bygðina uimi sumarið og haustið, að Þor- móður Valdason vendi komur sinar að Hömrum, þar sem Þjóstur gamli bjó. Sagt var að hann sæti löngum á tali við Þor- gerði, heitmey vinar síns. Mikið var unt þetta rætt í sveitinni, og voru rnargir hneykslaðir yfir því. Um jólin spurðist að hann hefði ort til hennar mansöng; og látið vini sína heyra hann; og brátt flaug ljóðið urn alla bygðina. Menn lærðu það gjarna og sungu, þvi að það var mjög fallegt. En það var blóðug móðgun við ætt og unnusta heitbundinn- ar konu, að flytja henni ástar- kvæði. Þó var þetta látið liggja kyrt unt hríð, þvi búist var við Arinbirni Skorra heim næsta suntar, og hann var maður, sent ekki lét óhefnt þess sem gert var á hluta hans. Mikið var rætt um að þetta væri hið mesta vand- ræðamál, þar sem báðir aðilar voru fremstu menn sveitarinnar, og þar að auki fóstbræður. Allir ávíttu framkomu Þonmóðs harð- lega, að reyna að fleka brúði fé- laga síns að honum fjarverandi. Senn leið að vori, og síðan kom sumarið. Þormóður Valda- son var daglegur gestur á Hömr- um, og orð lék á að Þorgerður breytti við hann, eins og hún væri lofuð honum, en ekki Arin- birni. Mikill kurr var af þessu um sveitina. Menn bjuggust við KAUPU) AVALT LUMBER IKE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLESTREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 komu Arinbjarnar á hverri stundu, og þá voru stórtíðindi i vændum. En Arinbjörn Skorri kunni vel við sig við hirð Nor- egskonungs, og fór að engu óðs- lega með að komast til íslands. En er hann að áliðnu sumri heyði orðsveim nokkurn um mál- ið i Niðarósi, brá hann við skjótt, og lét í haf nokkrum dög- um síðar. Það var þó ekki vegna þess að hann tryði einu orði af því sem sagt var; Þor- móður, tryggi vinurinn hans og fóstbróðirinn, — og Þorgerður, slíkt gat ekki skeð. En nú var tíminn, er um var samið í kaup- málanum brátt liðinn, og hann ætlaði sér ekki að 'verða af fest- armey sinni, auðugustu og feg- urstu konu í Austfirðingafjórð- ungi. Slíkt mátti engum koma til hugar. Þegar er hann var lentur, reið hann frá skipi, og heim til föður síns. Þar heyrði hann sannar sögur hvernig komið var með heitmey hans og vin. Hann tók fréttunum rólega, og sagði ekkert um málið en sneri aftur til skips síns, til að sjá um farminn. Að því búnu settist liann um kyrt með föður sínum, og enginn fékk séð annað en liann væri áhyggjulaus með öllu. Þonmóður lagði ekki niður ferðir sinar að Hömrum við komu Arinbjarnar, heldur sat þar nú öllum stundum á tali við Þorgerði. Hún var sem blinduð; hún hlustaði á tal hans og fagra söngva, og hin leynda hætta seni ógnaði þeim báðum, gerði nær- veru hans enn kærkomnari.' Hún hafði hvorki í orði né verki brugðist unnusta sínum; hvorki hafði hún veitt Þormóði koss né ástarorð. Hún ætlaði sér að halda heit sitt við Arinbjörn, og giftast honum, er þar að kom. En hún var-sem töfruð af nær- veru Þormóðs, hvert orð hans var henni gleði, hvert handtak sem dýrmæt gjöf. Svo var það einn dag siðla sumars, er þau sátu í stofu á Hömrum, að flokkur vopnaðra mana reið að bænum. Það var Arinbjörn Skorri við sjötta mann. Hann fann menn að máli, sjuirði eftir Þormóði, og bað hann út ganga. Þorinóður brosti, er honum voru borin boðin. Hann tók vopn sin og gekk út. Arinbjörn Skorri var farinn af baki, en menn hans sátu enn í söðlunum. Hann stóð þar hár og stoltur og virti fornvin sinn fyrir sér með augum sem leiftr- uðu af fyrirlitningu. Þormóður brosti dálitið undarlega, er hann heilsaði fóstbróður sínum. Hann var hugdjarfur maður, en hann þekti Arinbjörn Skorra, og vissi að nú átti hann sjálfur ekki langt ólifað. Enginn var maki Arin- bjarnar í vopnaburði, það vissi hann afar vel. Nú stóð hann og beið eftir að hinn tæki til máls, og enn lék dálítið háðs- bros um varir honum. Brátt skalt þú deyja, Þormóður skáld, hugs- aði hann með sjálfum sér, en kendi engins ótta við1 hugsunina. Hann hafði átt gæfusöimu lifi Eitt sinn skal hver deyja, 'og hann hafði verið með Þorgerði. Eitt sinnskal hver deyja, og engin skömm var að láta lífið fyrir vopnum Arinbjarnar. “Þú munt - eiga erindi við mig?” mælti hann rólega, er hinn þagði enn. “Já,” svaraði Arinbjörn. “Við þig á eg erindi i dag, Þormóður. Þú veist að eg er eigi orðmargur maður, hvorki til lofs né lasts. Og þú þekkir framkomu þina við mig, og veizt hvernig slíkt er útkljáð. Eg býð þér hólm- göngu á morgun við sólarupprás, á grund þeirri sem liggur miðja vegu milli bæja okkar. Og vita skalt þú, Þormóður, að annar hvor okkar fer þaðan ekki lif- andi. Nú hefi eg lokið erindi mínu. Ver heill.” Þormóður stóð kyr og horfði á eftir mönnunum, sem þeystu inneftir hlíðinni. Hann var rór í huga, því nær glaður. Nú hafði þó Arinbjörn vinur hans beðið lægra hlut. I fyrsta skifti á æfinni hafði hann sjálfur, Þor- móður, hlotið alt hið góða: Frægðina af ferð þeirra, er hann kom heim í haust sem leið, og ást Þorgerðar. Já, því nú vissi hann að hún unni honum. Feg- ursta imær landsins unni honum, menn höfðu dáðst að honum og öfundað hann, hvers gat hann óskað sér framar? Arinbjörn hafði haft rök að mæla: Þeir komust ekki báðir lifandi af hólminum á morgun, —og hvor þeirra þar lægi eftir, var heldur enginn vafi á! Nei, á morgun um þetta leyti svaf hann í moldu, en hann gæti sofið rótt, því hann hafði unnið Þor- gerði frá Arinbirni, og aldrei myndi hún gefa honum ást sina. Hún myndi hefna hans, þótt hún gengi að eiga hinn. Arinbjörn imyndi drepa hann á morgun, en samt sem áður hafði hann sigr-: að : Það var kappinn Arinbjörn, sein ósigurinn beið! Þegar hann sneri sér við, stóð Þorgerður við hlið hans. Hún hafði heyrt orð Arinbjarnar, og það var sem alt lif væri horfið úr svij) hennar. “Hann vegur þig,” sagði hún hljómlausri röddu og augu henn- ar fyltust tárum. “Mjög líklegt er það,” svar- aði Þormóður kæruleysislega “En ekki fyr en á morgun, Þor- gerður. I dag og í nótt er eg enn lifandL og þú ert hér hjá mér. Lífið má vera stutt, ef aðeins það er fagurt og full- komið!” Þau voru saman, þar til tínit var kominn til hólim-stefnunnar. Þau gengu upp í hlíðinni, og hann orti söngva um hana, þa fegurstu er hann hafði nokkuru sinni kveðið. Það var skært og bjart tunglskin um nóttina; þau sáu yfir sveitina og sj>egilsléttan fjörðinn, sem lýsti eins og silfnr i mánaljósinu. Hin sterka, sæta angan síðsumarsins fylti loftið; I kyrðin umvafSi þau og hina ang-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.