Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 3
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MAÍ, 1939 3 Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllurri tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tl\e Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO 'Winnipeg, Man. urblíðu gleði þeirra. Það var sem öll náttúran gerði sitt til að fegra hinstu hamingjustundir þeirra. í afturelding fylgdi hann henni heini að Hömrum. Þau kvöddust í túninu. Og þá, í fyrsta sinni, lagði hún hendur um háls hans og kysti hann á munninn. “Aldrei skal eg verða neins annars imanns, eg skal altaf lifa sem festarmey þín, Þormóður, þvi heiti eg!” Hún hvislaði þetta grátþrunginni röddu. Ilann brosti aðeins, hann var glaður í bragði, eins og hann ætlaði til leika. Hún sá hann taka hest sinn, sveifla sér létti- lega á bak og ríða af stað. Svo hvarf hann sýnum út í morgun- mistrið. Hún heyrði hófatökin fjarlægjast, — svo varð alt < hljótt. Þá var alt í einu eins og hún vaknaði. Hungur hennar fyltist þori og dug, aldrei hafði hún þekt slíkan kjark. Hún gat ekki sent hann svona i dauðann, hvað sem það kostaði. Enn, meðan hún hugsaði um þetta, og án þess að hafa hugmynd um hvernig hún ætti að aftra hólm- göngunni, hljóp hún út að hest- húsinu, náði út hesti og reið af stað, áleiðis þangað sem hólm- gangan átti að standa. Þorimóður kom fyrst á stað- 'nn. Hann varð að bíða Arin- hjarnar og manna hans. Sjálfur hafði hann engin vitni, hvað hafði það líka að þýða, endirinn var auðsær. Hann settist niður og hvíldi sig; það hafði kólnað dálitið, en þokumistrið, sem fylgdi komandi degi var að hverfa, og grundirnar glitruðu af náttfallinu. Árniður og lækja- seytl heyrðist i morgunkyrðinni, ■— þetta var friðsæl stund. Rétt fyrir sólaruppkomu kom Arinbjörn Skorri; hann var lika e'nn síns liðs. Þeir köstuðust á kveðjum, og stóðu svo hljóðir og biðu þess að sólin kæmi upp fyrir fjöllin hin- u,n megin fjarðarins. Ekkert e,nvígi mátti byrja, fyr en sól Var á loft komin, og heldur ekki eRir að hún var sigin að sævi. bað var forn venja. Þormóði fanst hann aldrei hafa séð sólina vera svona lengi koima upp. Það var svo ó- hemju langt, þangað til hún var honiin upp fyrir brúnir fjall- anna. En Ioksins kom þó að þvi. Hann varpaði öndinni og sneri ser að andstæðing sinum. í sama bili kom Þorgerður ríðandi á harðaspretti. Hún kallaði og bað þá bíða, og stuttu síðar var hún komin til þeirra. Það sem hún sagði var all- ruglingslegt og samhengislaust í fyrstu. Þeir horfði báðir óþol- inmóðir á hana, — hún hlaut að skilja að það sem hún bað um var ógerningur! Að berjast ekki! Láta einvígið niður falla! En hún hélt áfram að tala og þrábiðja, langa stund. Loks fanst Arinbirni nóg komið, hann lyfti hendi og stöðvaði hana. “Heyrimig,” sagði hann kulda- lega. “Þú segir svo margt, kona, leyf mér nú einnig að leggja orð i belg! Máske er möguleiki til að fara að orðum þínum, en eg lofa engu þar um. En nú, þegar þú ert hér með okkur báðurn, sem þú hefir gefið kærleik þinn, þá skaltu kjósa annan hvorn okkar. f heyranda hljóði, að okkur báðum viðstöddum, skaltu segja, hvorn þú kýst þér til eigin- manns. Og við það skaltu standa, og vera honurn trúA hvort sem hann fellur eða sigrar! Það var sem þessi krafa hans lamaði hana. Hún stóð þarna eins og dæmd. Hún skildi hvað hann var að fara, hina duldu meiningu orða hans: Hann vssi að hún unni Þormóði, og að hún varð að kjósa hann. En hún vissi líka að þá myndi hann vega hann að henni ásjáandi! Honum skaltu vera trú, hvart sem hann fellur eða sigrar. Hann var mis- kunnarlaus og krafðist hefndar — yfir henni líka! “Lofið þið þá. að láta þetta mál niður falla, og fara hvor heim til sín, þegar eg hefi valið ?” Hún talaði svo lágt, að vart heyrðist. “Eg lofa engu!” svaraði Arin- björn kuldalega. Þormóður þagði; hann stóð grafkyr, og bros lék um varir hans. Það var löng þögn og hræði- leg. Þorgerður stóð náföl, og starði á tvímenningana, en hún yfirvegaði skýrt og rólega. Hún mundi hvers vegna hún var hingað koimdn: Til að bjarga lifi Þormóðs! Það skyldi hún líka gera, hvað sem það kostaði! “Arinbjörn,” sagði hún loks- ins. “Þig kýs eg.” Og svo gekk hún til hans, án þess að líta á Þormóð, og staðnæmdist við hlið honum, svo sem til að gefa orðum sínum áherzlu. Aftur varð þögn um langa hríð. Svo krymti Arinbjörn. Allur kuldasvipurinn var horf- inn af andliti hans og hann líkt- ist mest stórum sorgmæddum dreng; “Eg,” byrjaði hann og krymti aftur. — "Eg — er ekki marg- orður maður. Eg — hélt ekki að þú ynnir honurn svo mjög. Þú Þormóður — og Þorgerður — við hirð Noregskonungs var gott að vera! Eg hverf aftur til Noregs. Gæfan fylgi ykkur. Hann sneri á braut, án þess að segja meira, og gekk að hesti sínum. Þar sneri hann sér aftur að þeiin og leit á Þornióð, gamla félagann sinn, með góðmannlegu brosi: “Þú skalt vita, áður en eg fer, að eg hefi altaf öfundað þig Þormóður. Mér fanst þú altaf standa mér miklu framar. Menn hlustuðu á spæki þina og konur sungu söngva þína. Mér fanst >ú altaf vera mér meiri í öllu ?ví, sem rnáli skifti, og að allir vissu með sjálfum sér, að þú varst okkar mestur. En að þessu sinni — að þessu sinni, félagi, held eg að eg liafi borið sigur af hóimi!” Svo hlð hann stuttum fjörleg- um hlátri og reið á brott. —Lesbók. Hugleiðingar um feðralandið SEM EG HEFI ALDREI SÉÐ Ef eg má til fslands ná, er mín spá eg krjúpi, er fjöllin bláu yddir á af unnar bláu djúpi. Feðramóðir, þvi er það, til þín minn óður færist; þinn er gróður blómabað, sem bali og rjóður klæðist. Ef feðragjöldin! finnast nóg fæst hjá höldu'm1 gaman, þar sem f jöldi frænda bjó fyrir öldunt satnan. Aldrei þrotnar yndi þar, en eykst nieð lotningunni; flest til hlotnast fegurðar fjalladrotningunni. Þig að blessa er ósk min öll og eiga sess við hjallann; eg veit að þessi feðrafjöll mig fjörga og hressa allan. Yfir dal og hæð og hyl heyrist valinn ómur, unaðshjal um aftanbil, sem uppheimssala hljómur. Þá vetrartíðin færist fjær firrist kvíða mengi, sóley fríð og fjóla grær fljótt u'm hlíð og engi. Rís úr báli röðull skær, ríki Njólu dvínar; á rós og fjólu roða slær reyr og sóley hlýnar. Enginn týnir yndi hér, alt, sem krýnir völlinn; fögur sýn og svásleg er þá sólin skín á fjöllin. Áin þýtur áfrattii tær, ærnar bíta í hjalla, froðu spýtir foss og hlær fram um hvíta stalla. Vonahrunin þungan þjá, það er grunur orðinn, að þig muni aldrei sjá isa og funa storðin. Heim að ná var þyngsta þrá, þinn fyrir smáa soninn; fjöllin háu fýsti að sjá, nú finst mér dáin vonin. E. P. Sigurðsson. Höllinni Ploschkowitz í Sud- etalandi, sem áður fyr var bú- staður Austurríkiskeisara og síð- ar bústaður P.enes forseta í Tjekkóslóvakíu, verður nú breytt mikið og hún notuð sem skáli fyrir foringjaefni innan nazista- flokksins þýzka. —Hvað er að sjá yður í dag, skrifstofustjóri, þér eruð þó ekki orðinn ástfanginn? —Hvernig dettur forstóran- um þetta í hug um mig kvæntan manninn. Business and Professional Cards DR. B. H.OLSON Fhoiies: 35 07 6 906 047 Consultation hy Appoíntment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACB VVinnipeg:. Manitoha DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 20B Medica! Ajts Hldg. Cor. Graham og Kennedy St» Phone 22 89« Res. 114 GKKNKELL BLVD Fhone «2 200 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hélssjúkdúmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BU1L.DINQ Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 546 WTNNIPBQ Dr. S. J. Johannesson » 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. DR. A. V. I0HNS0N Dentíst 50G SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur löufrœðiití/ur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 o* 39 «43 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, IÍ.C., A. Buhi lljiim Stefánsson Telcphone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar elngöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdóma Viðtalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrccOingvr 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 Thorvaldson & Eggertson lslenzkir lögfrœOingar G. 8. THOHVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGEKTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatíon Life Blg. SÍMl 97 024 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tsegi. PHONE 26 821 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selui llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimllis talslmi: 501 56 2 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pægilegur og róletjur bústaður 1 miObiki borgarinnar Herbergi *2.00 og bar yflr; m*5 baBklefa 83.00 og þar yfir Agætar máltiBir 40c—60c Free Parking for Ouetis

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.