Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 7
LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 25. MAÍ, 1939 7 Merkilegur fundur Hinn frægi enski sjógarpur Sir Francis Drake sigldi um- hverfis jörðina á árunum 1577 —80. Veturinn 78—-9 dvaldi hann á vesturströnd Ameríku, þar sem nú er KaliforníuríkiS. Setti hann skip sín þar upp og hreins- aði af þeim hinn inikla gróður, sem hafði safnast á þau í ferð hans norður með meginlandinu. Er sjórinn á þeim slóðum afar hlýr og mikið af alls konar lífi/ °g voru sum skip hans orðin svo, að þau voru alveg gcmgslaus yegna skeljunganna, sem á þau höfðu sezt. Sir Drake leizt vel á sig þarna og ákvað að helga Englands- drotningu landið. Hann lét því útbúa áletraða látúnsplötu með frásögn um komu sína og dvöl, og að hann helgaði Englands- drotningu og niðjum hennar fandið. Plötuna setti hann svo á úberandi stað, að því er segir i Sífisögu hans. En platan glataðist svo ger- ^amlega, að 'menn vissu ekki fyr- >r vist hvar hún hafði verið setl. Flestir álitu samt, að það befði verið einhvers staðar við svo kallaðan Drake-fjörð, sem ir rétt fyrir norðan SanFranciskó flóann. En enginn vissi neitt nieð vissu, og sumir sagnfræð- >ngar voru farnir að efast um sannleiksgildi sögunnar. Árið 1933 finnur bilstjóri nokkur ómerkilega látúnsplötu, sem liann hirðir og geymir undir sætinu í bílnum sínum. En þeg- »r hún var búin að liggja þar dálítinn- tíma, henti hann henni burtu sem hverju öðru rusli. Þremur árutai síðar; sumarið •936, var annar maður á gangi »m þessar slóðir og rakst á þessa plötu. Ilann sér strax, að það er einhver áletrun á henni, en bonum tókst ekki að lesa hana Vegna þess, hve húti var illa farin. En hann vissi af manni, sem hafði mikinn áhuga fyrir svona löguðu. Það var Dr. Her- bert Bolton, þektur fornfræðing- »r og sérsta'klega fróður í öllu Ki, sem við kottt sögu Kali- forníu. Þegar þessi hálærði og strang- sindalegi fræðimaður fór að leitirnar eftir 375 ár! Doktor Bolton rannsakaði plötuna eins nákvætalega og hon- um var unt, og þegar hann var alveg sanfærður urn uppruna hennar, fór hann með hana til Fornleifafélags Kaliforníu og sagði þeim frá rannsóknum sín- um. En þeir háu herrar, sem þar réðu fyrir ríkjum, voru van- trúaðir Tómasar, og þó að þeir þektu Bolton og vissu hversu ná- kvæmur viáindamaður hann var, þá þótti þeim sagan næsta ótrú- leg; þeir höfðu nefnilega oft komist í kynni við ýrnis konar “plötuslátt” og voru því hrekkj- aðir. En af því að þeir höfðu svo mikið álit á Bolton, þá sendu þeir plötuna til Colombia-háskól- ans í New York og sögðu þeim að rannsaka hana vel og vand- lega. Colombiaháskólinn er einhver þektasta mentastofnun Banda- ríkjanna og hefir marga af- bragðs vísindamenn í þjónustu sinni. Einn af þeim er Dr. Fink, prófessor í rafmagnsefnafræði (electrocemistry) og viðurkend- ur sem meistari í sinni grein. Honuta' fólu þeir að rannsaka plötuna. Dr. Fink er sýnilega einn þeirra manna, sem hafa litla trú á því að kasta höndunum til þess sem þeir gera, því það tók hann og aðstoðarmenn hans 7 mánuði að rannsaka plötuskömmina. Á þessum 7 mánuðum fór platan í gegnum allar þær þrengingar, sem nútímavísindi gátu upp hugsað. Hver einasti stafur var skoðaður í s'másjá og stækkaður alt að 200 sinnum. Moldin, sem platan hafði legið í, var rann- sökuð til að sjá hvemig hún verkaði á sams konar efni og var í plötunni. N ákvæmar lit- rofsmælingar voru gerðar og alt eftir þessu. Á plötunni fund- ust undarlegar rákir milli staf- anna, sem gátu ekki hafa komið, þegar verið var að áletra hana.— Lengi vel voru allir i vand^æð- um með að útskýra þær, þangað til isérfræðingar í miðaldaher- týgjum kom með þá skýringu, að svona línur hefðu verið al- gengar á 15. og 16. öld á látúns- liertýgjuta. Á plötunni voru för, sem vísindamönnunum kom saman um að væru eftir Indiána- exir. Indíánarnir hafa vafalaust álitið þetta illan anda og reynt kváðu þeir upp þann úrskurð, að þetta væri platan, sem Sir Frances Drake hefði skilið eftir á vesturströnd Ameríku árið 1579! Hún er engin önnur! j Nú er hún búin að fá sama-' stað á forngripasafni í Kali- forníu og skipar þar þann heið- urssess, sem hún verðskuldar. Slim. —Alþýðublaðið. NOW “OPEN SEASON” FOR SLEEPING SICKNESS OF HOIiSES (DR. ALFRED SAVAGE, Animal Pathologist for Manitoba De- partment of Agriculture.) According to a press report at the end of April, it was announced by the State Veterinarian of Montana, that cases of sleeping sickness of horses had occured at three places in his territory. This is the first official notice we have had this year of the disease, and it came unusually early. Even so, it means that the season is now open. More cases may be ex- pected as soon as warmer wea- ther sets in. Twelve months ago this an- nouncement might have created considerable alarm. At that time there had been no extensive field trials of the preventive “Chick” vaccine, and horse owners would have dreaded a probable epidemic with the loss of animals and time that the disease always causes once it breaks out ex- tensively. But now these need not be feared. Experience has shown that under practical condi- tions, the proper and timely use of “Chick” vaccine makes horses proof against encephalo with almost 100 per cent. certainty. In other words, there is little or no excuse for losses from this disease now and in future. By means of extensive propa- ganda, the Departments of Agri- culture of the prairie provinces have advocated widespread vac- cination. There are good reasons for believing that nearly all horse owners know what they should do. But the fact remains that not all of them have yet acted. Almost half the horse population is still unprotected. This would permit of a sizeable epidemic if the right conditions prevailed in the near future. Clearly, there is only one of two things to be done. Have the animals vaccinated at once and forget about the disease, or delaý and take chances. In defence of the first it is repeated that “There is no substitute for safety.” As for the second, it must be said plainly that, while the preven- tion of the disease has been highly perfected during the past year, the actual treatment of stricken horseflesh has not made any headway. It is still far from satisfactory. Horse owners who are willing to take a chance are gambling with a remorseless op- ponent, one that will take and keep from 20 to 30 per cent. of their animals once he gets at them. The present situation is this: Danger is on the horizon. It is not yet too late to avoid it. Soon it may be. If and when that time comes, nothing on earth will be able to save horsemen from the consequences of having made the wrong choice—or of having made the right one at the wrong time. athuga plötuna, brá honum Kldur en ekki í brún, því þetta var platan, sem Sir Francis örake hafði skilið eftir, komin í að koma ihonum fyrir kattamef, en ekki tekist. Að lokum, eftir að þeir voru búnir að rannsaka plötuna á allan hugsanlegan hátt. 12 oz. $1.00 25 oz....$2.15 40 oz....$3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennmn) UOODBRHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta afenglsgerð 1 C&nada Thia ailvertiaeinent ia not inaerted by the Government Uiouor Control Com- ssion. The Commtsslon ia not responsible for statements made as to quaiity of •hl: Þr°<ihöt s advertlsed. ZIG'ZAG Orvals pappír í úrvais bók 2 Tegundir BLÁ KÁPA “Egyptien” Qrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafðir I verksmiðju, BiðjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga papplr, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. Biðjið um “ZIG-ZAG” Black Cover ;réttir frá Lundar Það er orðið langt síðan nokkrar fréttir hafa verið send- ar Lögbergi héðan, svo það er réttara að geta einu sinni á ári um ástand og viðburði héðan. Mér er ljúft að1 minnast fyrst á tiðarfarið næstliðið ár, þvi það hefir verið eitt hið bezta sem við höfuta lifað, líkt og næsta ár á undan, og tel eg frá sumardeg- inum fyrsta í fyrra til sumar- dagsins fyrsta þetta vor. Grasvöxtur var góður í fyrra sumar og hirðing heyja ágæt, ?ví aldrei rigndi hér eftir ágúst- mánaðarbyrjun til októberloka, og snjófall var með minsta móti sem hér þekkist, náði ekki tveim fetum allan veturinn. svo jörð er óvanalega þur nú. Korrtuppskera var góð í fyrra, en ryðskemdir talsverðar og verð lágt. Verð á smjöri var afar- lágt seinni helming ársins, lengst af 18—19 cent pundið, og er nú strax kotaið niður í 16 cent, sem ekki spáir góðu um sumar- hita veðrið. Nautgripir voru í lágu verði næstliðið haust, hérumbil 3)2 cent pundið svona til jafnaðar, en svín og lömb voru í allgóðu verði svó og ungkálfar. Sauð- fjárrækt væri hér eins og á Is- landi. liklega arðsamasta atvinnu- greinin ef útrýmt væri úlfinum, sem gjörir hér mikinn usla og ónæði fjármönnum. Ef sveita- stjórnirnar tækju höndum saman við fylkisstjórn og legði $2.00 til höfuðs hverjutai úlfi; mundu veiðimenn útrýma honum fljótt hér, eins og annarsstaðar. Fylk- isstjórnin hefir boðið að leggja fram 1 dollar til höfuðs hverj- um úlfi, ef sveitirnar vildu borga $1.00, en hreppsnefnd vor hefir eigi enn séð nauðsyn á að útrýma úlfsvarginum. Fiskiveiði var góð hér næstliðinn vetur, en verðið lágt, t. a. m. var borgað fyrir pundið af birting 7 cent vetur- inn 1937, en ekki tneira en 1 cent pundið veturinn 1938 — og ekki neitt síðan um nýár næstl. Auðvitað skemmir það markað á birting, hvað veiðimenn nota smáan ryðil, svo mikið er af lélegu smákóði á markaði, eins og eg gat um í grein minni í vetur “Fiskurinn hefir fögur hljóð.” Heilsufar hefir verið allgott hér árið sem leið, þó gekk ill- kynjuð “flú” í vetur, sem lagðist afarþungt á eldra fólk og deyddi æðimarga, en þeirra hefir verið getið í islenzku blöðunum. Slys hafa eigi orðið mikil á árinu, hvorki á mönnum, skepnum fiskiveiðum né fjármunum1. Afkoma bænda hefir verið í tæpu meðallagi. Fáir hafa flutt inn í bygðina næstl. ár, og aðeins tveir burtu, þeir eru Halldór Jónsson Halldórssonar, efnilegur maður með ungri konu, Gunn- fríði Sigurðardóttur Ólafssonar við Riverton og Snæbjörn Ein- arsson, með konu sinni Guðriði Magnúsdóttur Gíslasonar og 10 efnilegum börnum. Lundarbæ var eftirsjá að brottför alls þessa fólks, því það tók gildan þátt í samkvæmis- og félagslífi bæjar- ins. Báðir fluttu þeir til Winnipeg, tóku stór hús á leigu, sem þeir aftur leigja út verkamönnum og gestuta með mjög sanngjörnu verði, svo eg vil visa íslending- um sem þurfa að dvelja í borg- inni, að leita til Snæbjarnar Ein- arssonar á Edmonton stræti númer 203, skamt suður af T. Eaton Block; þar mæta þeir ís- lenzkum viðtökum. Góð tíðindi tel eg það að hér á Lundar var haldið námsskeið fyrir ungar stúlkur frá 16—30 ára aldurs i 10 vikur, næstlið- inn vetur, frá byrjun janúar til 20 marz; það efldi fjör og líf í bænum því margar meyjarnar voru aðkomandi norðan með Manitobavatni. Á þessum skóla voru kendar margskonar hannyrðir, sauma- skapur, matreiðsla og einföld kaupsýslustörf svo sem póstaf- greiðsla og að stíla lagleg biðils- bréf, sem hverri mey er nauð- synlegt að kunna, því það er ekki liklegt að svona vel mentar stúlkur verði pipartaeyjar ; einnig var þeim veitt bókleg tilsögn í garðrækt, hænsnahirðing og blóma rækt, sem hverri konu er nauðsynlegt að vita deili á. Þegar Liberal-stjórnin komst til valda 1935, valdi hún nokkrar vel mentaðar konur, til að ferð- ast um landið og kynna sér menningarástand hinnar ungu kynslóðar og gjöra tillögur um endurbætur í því efni; af þeim rótum er runnið þetta þarflega námsskeið. Næsta ár er i ráði' að drengj- um verði gefinn kostur á sams- konar kenslu. Ríkissjóður borgar allan kostn- að við þessa kenslu og helming af fæði og ferðakostnaði fátækra stúlkna, sem annars yrðu útilok- aðar frá svona skóla. Við uppsögn skólans var höfð sýning á hannyrðum stúlknanna, og mátti þar sjá prýðilegt hand- bragð. Síðdegis , var dans og söngskemtun, þar sýndu stúlk- urnar lærdóm sinn í nýtízku dansi; hann þarf að breytast sem flest annað, enda höfðu þær auð- sjáanlega stundað þá list dável. S. Baldvinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.