Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 8
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 25. MM, 1939 HIÐ BEZTA Sérstakt tilboð fyrir Menn! Eyrir aðeins $2.00 skulum vér hreinsa, pressa og geyma yfirhafnir yðar yfir sumarmánuðina; þetta innifelur og minniháttar yiðgerðir. Allir fatnaðir trygðir gegn eldsvoða og þjófnaði ! TESSLER BROS. PHONE 27 951 326 DONALDSTREET Or borg og bygð | Vestan frá Glenboro komu til j borgarinnar á mánudagsmorgun- inn, Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Mr. og Mrs. G. Lambertsen og Mrs. E. H. Fáfnis. ♦ ♦ We can arrange, at very rea- sonable rates, the financing of automobiles being purchased. Gonsult us for particulars. J. J. SWANSON & CO., LTD., 308 Avenue Building, Phone 26821. ♦ -f Mr. Páll S. Dalman, 854 Ban- ning Street, lézt að heimili sínu eftir langvarandi heilsuleysi, vin- sæll maður og fróður í söng; var um eitt skeið organisti Sam- bandssafnaðar. Páll heitinn læt- ur eftir sig ekkju og þrjú börn. -f -f PRESTAKALL NORÐUR NÝJA ÍSLANDS Áætlaðar ‘messur um nokkra næstu sunnudaga: 28. maí, Árborg, kl. 2 síðd., offur til erlends trúboðs; 28. maí, Víðines, kl. 8.15 síðd., offur til erlends trúboðs; 4. júní, Hnausa, kl. 2 síðd., ferming og altarisganga; 4. júní, Riverton, kl. 8 síðd., ensk messa; 11. júní, Árborg, kl. 2 síðd., ferming og altarisganga; 11. júní, Geysir, kl. 8.30 siðd., offur til erlends trúboðs; 18. júní, Riverton, kl. 2 síðd., ferming og altarisganga; 25. júní, Geysir, kl. 2 síðd., ferming og altarisganga; 25. júní, Árborg, kl. 8 síðd., ensk messa. S. Ólafsson. ELMA JOHNSON Presents her Third Annual Dance Recital at the DOMINION THEATRE MONDAY, MAY 29TH at 8.15 Admission 50c and 35c • Box Office opens Saturday, May 27th, 1939, from 2 p.m. to 6 p.m., and all day Mon day, 29th. Mr. og Mrs. B. Björnson, Mountain, Páll B. Ólafsson og Guðmundur Ólafsson frá Garð- ar, N.D., og Mrs. John Berg- mann frá Hensel, komu til borg- arinnar á þriðjudagsmorguninn. -f -f Athygli skal leidd að sam- komu, er íslenzki danskennar- inn góðkunni, Miss Elrna John- son efnir til með nemöndum sin- um á Dominion leikhúsinu á mánudagskveldið þann 29. þ. m., kl. 8.15. Miss Johnson hefir í undanfarin fjögur ár stundað danskenslu við góðu'mi árangri, og þykir einkar vel hæf i list sinni; hún er fædd og uppalin í þessari borg; heimili hennar er að 842 Lipton Street. -f -f Við samkomu, sem haidin verður í lútersku kirkjunni á Gimli, mánudaginn þ. 30. maí, kl. 8.30 e. h., fer frarn kapp- ræða um það hvort “undir nú- verandi fyrirkomulagi séu bif- reiðar meira til ills en góðs.” Játendur verða Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson og Mrs. Jóhanna Thorvardarson, en neitendur Miss Sella Johnson og Miss Lilja Guttormsson, allar frá Árborg. Á skemtiskrá verða einnig ein- söngvar og samsöngar. Her er ugglaust um frábærlega góða skemtun að ræða. Inngangurinn aðeins 25C. -f -f ERINDREKAR A KIRKJUÞING Á safnaðarfundi. sem haldinn var eftir messu í Fyrstu lút- ersku kirkju síðastliðið sunnu- dagskveld, voru eftirgreindir erindrekar kosnir á kirkjuþingið í Mikley: G. F. Jónasson, S. W. Melsted, Mrs. A. S. Bardal, Mrs. E. Feld- sted. Varamenn: J. J. Bíldfe'll, E. Feldsted, J. J. Vopni. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur Heimili; 776 Victor Street Sími 29017 HVITASUNNUDAG 28. maí, 1939 Uátíðai'g'uðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju: Kl. 11 f.h.—Guðsþjónusta á ensku, með ferming ung- menna 0g altarisgöngu. Séra N. Steingrímur Thorláksson aðstoðar. Kl. 7 e. h. — Hátíðarguðs- þjónusta á íslenzku. Séra S. Octavíus Thorláksson trú- boði prédikar. -f -f GIMLI PRESTAKALL 28. maí—Betel, morgunmessa; Gimli, ferming og altarisganga, kl. 3 e. h.; Árnes, ensk messa kl. 7.30 e. h. 4. júní—Bétel, morgunmessa; Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. Sunudagsskóli Gimilisafnaðar kl. 1.30 e. h. B. A. Bjarnason. -f -f KIRKJUÞINGIÐ Eins og auglýst hefir verið, verður kirkjuþing Hins ev. lút. kirkjufélags haldið í kirkju Mikleyjarsafnaðar, Hecla, Man., dagana 6.—-9. júní. Hinir ýmsu söfnuðir, sem væntanlega senda erindreka á þingið, eru vinsam- legast beðnir að senda nöfn erindreka sem allra fyrst, ann- aðhvort til Rev. B. A. Bjarna- son, Box 99, Gimli, Man. eða til Mr. Gunnar Tómasson, Hecla Man. Þar sem húsnæði í Mikley er takmarkað, svo að ekki verður hægt að hýsa meir en 85 manns, er nauðsynlegt að allir, sem hafa það i hyggju .að sækja kirkjuþingið, sem erindrekar eða gestir, tilkynni það ofannefndum* mönnum sem fyrst. Gufubáturinn “Keenora” flyt- ur kirkjuþingsfólkið báðar leið- ir, og fer' frá Redwood Ave. “dock” í Winnipeg 5. júní um hádegistíma og tekur einnig far- þega um borð í Selkirk. Far- gjald báðar leiðlr $3.00. B. A. B. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar ÆTTARTÖLUR fyrir íslendinga semur Gunnar Þorsteinsson P. 0. Box 608 Reykjavík, Iceland BÓKAFREGN Drottinn var i djúpinu.— Smárit með þessari fyrirsögn hefir a8 geyma útvarpserindi eftir Sigurbjörn Ástvald Gíslason, er hann flutti i dmkirkjunni í Reykjavík skömmu eftir hið sviplega dauðsfall konu hans og dætra 20. ágúst síðastliðinn. Einnig er birt i ritinu stutt ávarp ekkjumannsins, er hann bar fram við opna gröf ástvin- anna 27. Agúst — kveðja og ‘‘skilaboð frá konunni minni” til út- farargestanna og fylgja þar með 3 myndir: I kirkjunni, ltkfylgdin og við gröfina. — Svo mikla eftirtekt og eftirspurn vöktu þessi erindi, að prentun þeirra þótti sjálfsögð, og 15. des. s.l. voru þau komin út í 3. prentun, alls sex þúsund eint. Með þeirri útgáfu ritar höf.: "Söknuðinum og sársaukanum lýsa engin orð. Hikandi var farið í ræðustól og prentsmiðju. En svo vel hefir vitnisburðinum verið tekið, að fá dæmi eru til. — Guð gefi að dýrkeyptur vitnis- burður verði mörgum enn á ný dýrmæt leiðbeining.” Undirritaður hefir til sölu um 20 eintök af riti þessu, og ættu þeir — að minni hyggju mörgu — er ritið vilja eignast, að panta það sem fyrst. Verðið er aðeins 15c. — Ágóði af sölunni rennur í minningarsjóð Guðrúnar Lárusdóttur, er, sem kunnugt er, var stofn- aður af 17 félögum i Reykjavik eftir fráfall hennar. Hefi einnig til sölu örfá eintök af hinni vinsælu sögu: Þess bera menn sár, eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Verð bókarinnar I kápu er $2.00. Komi fleiri pantanir en eg get afgreitt, panta eg bókina tafarlaust frá R.vik og læt senda hana beina leið til kaupenda. Systumar, saga eftir Guðr. Lárusd., og nokkrar smásögur hennar: “Sólargeislinn hans” o. fl., komu út á stðastl. hausti. Eg tek á móti pöntunum fyrir bækur þessar og læt senda þær beina leið frá Isl. til kaupenda. "Systurnar” er rúmar 400 bls að stærð og kostar I kápu $2.00, en I bandi $2.45; smásagnaheftið kostar I kápu $1.25 og $1.45 I bandi. — Borgun fylgi pöntuninni til mln. S. Signrjónsson, Ste. 2—803 St. Paul Ave., Winnipeg 'ímqIa 5c Ooocf Anytlm* TIL SÖLU Mr. Ármann Jónasson frá Riverton kom til borgarinnar á þriðjudaginn. -t- -t- Þann 21. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg Eiríkur Jóhannsson frá Árborg, 76 ára að aldri. ♦ -t- ÚTFÖR Föstudaginn 19. maí, var lagð- ur til hinztu hvildar í Gimli graf- reit Jónas Sigurberg Einarsson, ungur hæfileikamaSur, sem druknaði 26. okt. s.l. í Winnipeg- vatni nálægt Rabbit Point. LíkiÖ fanst ekki fyr1 én að vorlagi, 15. maí, og þá viÖ Loon Strait, — hafði borist með straumnumi um 25 mílur. Jarðarförin fór fram föstud., 19. maíy frá heimilinu á Gimli og frá Gimli lútersku kirkju, aÖ afarmiklu fjölmenni viðstöddu. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng með aðstoð séra Sigurðar Ólafssonar. Jónas sál, var fæddur í Selkirk, Man., 15. júní 1918, en flutti með for- eldrum sínumi sjö árum síðar til Gimli. Faðir hans, sem einnig hét Jlónas Sigurberg, er dáinn fyrir níu árum; en móðir 'hans, Jóhanna Thórunn, lifir á Gimli, ásamt fjórum dætrum sínum. Þær ’heita: * Sigríður Jóhanna Helga (Josie), Violet Stefania, Lorna Magný, og Gertrude Isa- belle. Hinn látni ungi maður var mjög vinsæll, bjartsýnn í hví- vetna, námfús og starfsmaður góður. Jafnframt því að ganga mentunarleiðina, fór hann nokkr- um sinnum í . fiskiver. Þegar lát hans bar að, var hann á heim- leið frá Sandhill Island, þar sem hann hafði verið fiskistöðva for- maður fyrir Fresh Water Fish- eries félagið. Til minningar um áhugamikinn kristilegan starfs- bróður, gaf ungmennafélag Gimli lúterska safnaðar söfnuðinúm 50 sáimabækur til notkunar við enskar guðsþjónustur; og sunnu- dagsskóli safnaðarins setti upp minnismerki, sem er “Sunday Séhool attendance register board.” Voru þessar minningar- gjafir helgaðar við minningar- athöfn, er haldin var í kirkjunni 11. des. s.l. B. A. B. Kaffihús, sætinda-, matvöru- og smávarningsbúð, ásamt “Dine & Dance,” eign og áhöldum, til sölu I einum bezta bæ Manitobafylkis, nú þegar. Góð umsetning alt árið : I kring;, einkum arðvænlegt á sumrin, með þvl að bærinn er einn af fegurstu og beztu sumarbústöð- um og baðstöðum. Engin samkeþni. Stenst ströngustu rannsókn. Alveg íslenzkt bygðarlag. Farið fram á um $2,500 fyrir eignina byggingar,' áhöld og vörubyrgðir. Afgangur I vægum mánaðarborgunum. Ágætt gróðafyrirtæki; það bezta hugsan- legt á þessum tlmum. Núverandi eigandi hættir viðskiftum. THE FALCON, Gimli, Man. Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á móti C.P.R. stöðinni) SÍMI 91 079 Eina skandinavíska hóteliS í hnrginni RICHAR LINUHOLM, '• eigandi Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, »em af flutningum lýtur, smáiim eðe stðrum. Hvergi aanngjarnar* verfl Heimili: 591 SHERBTJRN ST Slmi 15 »09 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelri Agrents for BTTLOVA Watches Marriape Licenses Issvied THORLAKSON & BALDWIN Watchmakrrs & Jetocllcr* «99 SAROENT AVE., WPO Til þess að tryggja yðui skjóta afgreiðslv Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 8ARGENT & aGNES ------------------------------------------f HATWAKVEÐJUR /, TILEFNI AF KOMU KONUNGSHJÓNANNA ♦ ♦ Vér verzlúm með allar tegundir kjöts í heildsölu og smásölu; hvergi betra að verzla. City Meat & Sausage Company 611—613 MAIN STREET Símar 93 064 — 93 065 ------------------------------------------+ “APINN” % Hinn afarvinsæli gumanleikur verður sýndur Föstudaginn 26. Maí af ÁRBORGrAR LE1KFLOKKNUM í ’samkomusal Sambandskirkju, Sargent og Banning Byrjar kl. 8.15 e. h. - - Aðgangur 35c

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.