Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR PIIONE 86 311 Séven IJnes Ö.V.N* ' oÁCV V c0< í'or Better Drj- Clenning and Irfumdry NÚMER 22 Konungshj ónunum fagnað í Winnipeg Sýningarskáli Islands á heimssýningunni í New York Hér getur að líta framstafn hins glœsilega sýningarskála íslenzku þjóðarinnar á heims- sýningunni í New York; prýðir skálann meðal annars, eirlíkan Leifs hepna, er Vestur- Islendingar l'ógðu fé til, auk skjaldannerkis Islands. Við bakstafn er líkan Þörfinns Karlsefnis eftir Einar Jónsson. Á drotningiardaginn þann 24. niaí síðastliðinn, klæddist Win- nipegborg sínum fegursta hátíÖ- arskrúða, í tilefni af komu þeirra konunglegu hátigna Georgs Breta veldiskonungs og E.lízabetar drotningar; kom 'hin konunglega eimlest inn á C.P.R. járnbrautar- stöbina laust eftir klukkan tíu um morguninn; voru þá öll megin-stræti borgarinnar, er konungur og fylgiliÖ hans átti afc fara u-m, þéttskipuS fólki, er 'beðið hafði þess með eftirvænt- ingu klukkutímum saman, að fá að líta konung sinn og drotn- ingu ; talsvert rigndi um morgun- inn og fram eftir degi, en seinni partinn birti mikið til og var nokkuð sólfar með köflum. Á j árnbrautarstöðinni kom John Queen, borgarstjóri til fundar við konungshjónin, á- samt ýfnsum öðrum háttsettum embættismönnum bæjarfélagsins; þar næst fór fram virðuleg mót- tökuathöfn við ráðhús borgar- innar, þar sem bæjarfulltrúar og nokkrir aðrir borgarar voru kyntir konungshjónum; að því búnu hélt skrúðfylking með kon- Ung og drotningu í fararbroddi suður að þinghúsi fylkisins þar sem fylkisstjóri og forsætisráð- herra tóku á móti hinum tignu gesturn; bauð Mr. Bracken kon- ung og drotningu hans velkomin með snjaWri ræðu; einnig var þar mikið um söng og hljóðfæra- slátt; þar voru ráðherrar og þingmenn kyntir konungshjón- unum; þá var setin vegleg veizla 'hjá fylkisstjóra. Kl. 1 ávarpaði konungur þegna sína ví$svegar Um heim i skýrri og fagurhugs- aðri útvarpsræðu. Síðari hluta dags óku konungs'hjón um helztu stræti borgarinnar að viðstödd- um feikna mannfjölda; unnu þau hug og hjörtu hins mikla nnannfjölda hvar serni leið þeirra lá; enda bæði ljúfmannleg i framgöngu og laus við mikillæti. Pör þeirra um Canada hefir ver- ið óslitin sigurför. Þegar þau koma vestan frá Kyrrahafinu, heimsækja þau Strandfylkin þrjú eystra. LÝKUB PRÓFl / LYFJAFRÆÐI \ Mr. Cecil Johnson, sonur Hon. T. H. Johnson, fyrrum dóms- málaráðherra Manitöbafylkis og ekkju hans frá’ Áróru Johnson, 'hefir nýlokið fullnaðarprófi í lyfjafræði við Connecticut Col- lege of Pharmacy með hinum ágætasta vitnisburði. Hinn njji lyfjafræðingur er vinmargur hér í borg, og þarf af leiðandi berast honurn héðan um þessi þátta- skifti i lífi hans mörg hlý hug- skeyti. PRÓF. SIGFÚS EINARSSON LATINN Prófessor Sigfús Einarsson, tónskáld, varð bráðkvaddur hér í bænum í gær. Hann varð 62 ára, fæddur 30. janúar 1877. Hann hafði verið veikur fyrir hjarta undanfamar vikur. Um miðjan dag i gær var hann staddur í tóbaksbúðinni “Havana” í Austurstræti, var að fá sér í dósirnar sinar. Hné hann þar niður og var nokkru síðar örendur. Tveir menn voru i búðinni og náði annar þeirra, Andrés G. Þormar, i lækni, Þórð Thorodd- sen, sem staddur var i Austur- stræti. Sá hann strax að um alblæðing var að ræða og mað- urinn í dauðanum. Náð hafði verið í sjúkrabif- reið og flutti hún prófessorinn á Landsspítailann. Þegar þangað kom var hann örendur. Þessa mæta manns verður nánar getið síðar.—Mbl. 11. mai. Til V eátur-íslendinga Þegar við undirritaðir fórum þess á leit við Íslendinga í Ameríku að þeir legðu fram nægilegt fé til þess að koma upp myndastyttu af Eeifi heppna, sem notuð skyldi við íslands- deild sýningarinnar i New York og síðan 'komið fyrir á hentug- um og viðeigandi stað i Ame- ríku, var stefnt að því marki að safna $2500 ti! $2700. Fyrir ötula aðstoð ótal| margra manna, sem lögðu það á sig að safna fé, hver í sínu bygðarlagi, og ótrú- lega góðar undirtektir, svo að segja alstaðar þar semi Islend- ingar eru búsettir í þessari heims- álfu, er þessu fyrirsetta takmarki nú náð, og frekara tillagi til þessa fyrirtækis verður ekki veitt móttaka. Qss undirrituðum er það bæði ljúft og skytlt að þakka innilega öllu fólki voru, sem gjörði það fnögulegt að leiða þetta fyrirtæki til happasælla lykta. Fyrst vilj- um við þakka ölium þeim, sem lögðu á sig mikið starf við fjár- söfnunina í sínum eigin heima- högum, og þar næst öllum þeim sem með fjárframlögum, smáum sem stórum, styrktu fyrirtækið. Hinar góðu undirtektir, sem þetta mál fékk hjá fólki voru er gleðiríkur vottur þess að hið ís'lenzka þjóðarbrot hér búsett, ber innilegan hlýhug til Islands i hjarta sínu. Heiður og sómi Islands er þeirra eigin heiður og sómi. Einnig er þetta ánægjulegur vitnisburður þess hvað Vestur- Islendingar geta gjört á ótal mörgumi sviðum, ef samhygð og eining, en ekki sundrung og þröngsýni, fá að ráða gjörðum þeirra. Winnipeg, Man. 29. mai, '39. Rögnvaldur Pétursson Asm. P. Johannsson Arni Eggertsson B. J. Brandson G. Grímson G. B. Björnson Viíhjálmur Stefásson. DR. CHARLES MAYO LATINN Síðastliðinn föstudag lézt á sjúkrahúsi í Rochester, Minn., skurðlæknirinn heimsfrægi, Dr. Charles Mayo, sá er í félagi við bróður sinn grundvallaði hina merku , Mayo-stofnun í Roch- ester; hann var 77 ára að aldri, og einn af mestu velgerðamönn- um mannkynsins. Barði G. Skúlason Eögbergi hefir nýverið U>rist sú fregn, að háskól- >nn í Oregotiríki, hafi sæmt ^arða G. Skúlason í Port- ^and doktorsnafnbót í lög- Urn. Mr. Skúlason er nafn- togaður mælskumaður og glæsimenni hið mesta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.