Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÚNÍ, 1939 Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson “Eftir dúk og disk,” var þaÖ kallaÖ heima á íslandi, þegar eitthvað átti aÖ gerast, en var dregið lengur en skyldi. Eftir dúk og disk er þaÖ þess vegna þegar eg loksins verð við nálega ársgömlum tilmælum ýmsra vina minna, og klóra nú á blað nokkur orð i sambandi við ferð vestur á Kyrrahafs- strönd. Eg hefi verið fjörutíu ár hér í landi nú i sumar. Eg hafði ferðast og farið víða um Canada og Bandarikin. En þar er þó tvent, sem eg hafði aldrei séð nema í huganum: það eru Kletta- fjallin og Kyrrahafið. Þetta tvent hafði :mig þó lengi langað til að sjá og skoða. Margir Strandarbúar höfðu skvrt mér frá Kyrrahafsdýrðinni, þótt eng- inn hefði gert það| eins rækilega og vinur minn, Erlendur Gisla- son i New Westminster, bæði í lausu máli og ljóðbundnu. Eg hafði því ákveðna mynd í hug- anum af þessari vestrænu Para- dis veiðisældar og veðurblíðu. Af Klettaf jöllum og Stephani G. átti eg einnig ákveðna mynd; hvorttveggja — þau og hann — voru æfinlega í huga mínum nokkurs konar tákn hins stóra,] sterka og aðdáanlega. Já, eg hafði gert mér i hugar- ( lund hvernig Kyrrahafið og Klettafjöllin væru, þótt eg hefði hvorugt séð: “Og svo eru fleiri,” sagði K.N. f sambandi við það dettur mér í hug saga ulm tvo drengi, sem voru að telja upp af- reksverk feðra sinna, bæði sönn og tilbúin: “Hefir þú séð Kyrrahafið og Klettafjöllin ?” spurði Bjarni. | “Auðvitað hefi eg séð þau,”, svaraði Jón. “Veiztu hvernig Kyrrahafið og Klettafjöllin urðu til?” spurði Bjami. “Guð skapaði þau auðvitað,” svaraði Jón. “Ósköp ertu vitlaus,” sagði Bjarni. “Eg veit hvernig þau urðu til. Pabbi minn mokaði heljarstóra og djúpa gryfju og henti allri molditini og öllu grjót- inu, sem kom upp úr henni, í ^ stóra hrúgu. Svo varð gryfjan full af vatni og það er Kyrra- hafið, en Klettaf jöllin eru hrúg- [ an, sem pabbi mokaði upp úr gryfjunni.”— Mínar hugmyndir um Kletta- fjöllin og Kyrrahafið voru býsna langt frá veruleikanum, þótt þær , væru ekki eins og hugmyndin hans Bjarna.— Mér hafði verið boðið að | kolma vestur á Kyrrahafsströnd, og vera þar á íslendingadegi | beggja megin línunnar. Eg hafði aldrei getað komið því við þang- að til i fyrra. Eg þekti marga þar vestra og vissi hversu mikla skemtun og ánægju eg hefði af förinni; því allir, sem þangað höfðu farið og þar höfðu ferð- ast, höfðu sömu söguna að segja um gestrisni og góðar viðtökur hjá þeim Strandarbúum. í fyrra sumar var eg þess loksins albúinn að reyna að prófa alla, þessa hluti. Við lögð- um þvi af stað, konan min og eg, 26. júlí. Veðrið var svo ágætt að það hefði ekki getað verið betra þótt það hefði verið pant- að frá Eaton, og við hlökkuðuim til ferðarinnar eins og krakkar. j. Við tókum okkur far með i Kyrrahafsbrautinni (C.P.R.) og I biðum stundarkorn á stöðinni. I Þar var f jöldi manns, bæði þeirra, sem voru að fara og einnig hinna, sem voru að fylgja vinum úr garði. , Þegar inn í lestina var komið, tók sér hver .bólfestu í sinum vagni og valdi sér verustað, rétt • eins og þegar valin eru heimilis- réttarlönd. Þegar lestin skreið af stað horfðu flestir út um glugga þangað sem mannfjöldinn stóð og veifaði hvituim klútum. Allir sýndust klútarnir eins, ep þeim var veifað af mismunandi höndum og þeir voru tákn mis- munandi tilfinninga, sem þeir einir þektu og skildu er hlut áttu að máli. Litli, hvíti klúturinn táknaði sumstaðar gleði, sum- staðar sorg, sumstaðar kvíða og sumstaðar óttablandna von. Það er tæplega hægt að hugsa sér stað betur til þess fallinn að sjá og skilja lífið í sínum breyti- legustu og sönnustu imyndum en einmitt á f jölsóttri járnbrautar- j stöð — helzt þegar lestin er að leggja af stað^og allir skiftast á kveðjum i hljómi eða í hljóði. 1 Lestin leið áfram eftir járn- brautarteinunum hægt og sigandi, en náði fljótt fullri ferð. Sá hluti Manitoba og Saskat- chewan fylkja, sem leið okkar lá , yfir er mestmegnis slétta. Mílu 1 eftir imílu og tugi mílna i allar j áttir, sást ekkert nema endalaus slétta með grænum og gróandi ökrum. Það er vist að öllum þeim, sem kunnu, hefir dottið í hug erindið hans Stephans G. í kvæðinu : “A ferð og flugi” : | “Sjálft landið var útlits sem endalaust borð, alt órifið, kvistlaust og vænt, I sem náttúran hefði því hallað á rönd og heflað 0g málað svo grænt.” ^ Eftir þessu mikla borði höfðu ^ menn dregið línur langs og þvers og markað sér ferhyrnda reiti— helgað sér ákveðna bletti, þar, selm: hver fyrir sig skapaði sitt litla ríki. Þar höfðu þeir flestir átt stóra drauma, bjartar vonir og háar hugsjónir. Þar höfðu þeir fórnað kröftum sínum um lengri eða skemri tíma; þar höfðu þeir starfað og strítt; ým- ist unnið eða tapað. Sumstaðar báru glæsileg húsa- kynni og ríkmannleg áhöld vott um ráðna drauma og rættar von- ir — efnalega að minsta kosti, — annarsstaðar sögðu hnignun og hrörnun sögu um langa og erfiða baráttu, vansigur og vonbrigði. I Þegar kvölda tók og á daginn leið, var eins og blá Imóða færð- ist yfir alt landið og ljósin á bændabýlunum brostu eins og1 ótal vitar um alt þetta mikla reginhaf. Augað starir út í himinblám- ann dökkan og djúpan og finnur til þess betur en áður hversu ó- gagnsætt er tjaldið, sem skilur það sem vér sjáum og hitt, sem vér ekki sjáum. Þegar minst varir leiftrar eitt- hvað fyrir augianu; hugsunin hrekkur upp eins og af svefni — það e’r stjörnuhrap. Það er einn þessara skínandi hnatta, sem annar stærri og sterkari hefir rekist á og hrundið út og niður. Alstáðar gildir sama löglmálið; allsstaðar hryndir hið stærra og sterkara hinu, sem smærra er og veikbygðara. Og ósjálfrátt detta mannJ í hug ýmsar stjöm- ur, sem hrapað hafa af himni mannlífsins. Sagan færir manni sjónauka, og þar sézt fjöldinn allur af slíkum stjörnuhröpum. Veðrið var unaðslegt; sólar- lagið dýrðlegt. Ósjálfrátt hlaut öllum íslendingum, sem á það horfðu og um það hugsuðu, að detta í hug vísan hans' Þorsteins Erlingssonar: “Nú blika við sólarlag sædjúpin köld, og svona’ ætti’ að vera hvert ein- asta kvöld: með hreinan og ljúfan og heil- næman blæ og himininn bláan og speglandi sæ.” En hér vestur í meginlandi Ameríku getur þessi vísa ekki liðið í gegnum huga manns án þess að vekja þar hreyfingu og reisa þar öldurót. Þetta himn- eska ljóð, sem fyllir sál manns óútímálanlegri fegurð og grípur alla tilveru manns, hefði ekki getað orðið til hér uppi í megin- landi; það á þar ekki heima, skilst þar ekki og nýtur sín ekki; heildarmyndin, sem það bregður upp, væri ekki sönn eða trú. Partur af henni getur átt við alstaðar, en ekki myndin öll: “Svona’ ætti’ að vera hvert ein- asta kvöld, með hreinan og ljúf- an og heilnæman blæ og himin- inn bláan-------” Þetta geta all- ir skilið; það á alstaðar heima; það getur bergmálað og endur- skinið í hverri einustu sál, hvaða lands og hvaða þjóðar sem er. En hitt skilst ekki hér. Hér uppi í meginlandi þekkir fólkið ekki “Sædjúpin köld” eða “speglandi sæ.” Það hefir aldrei séð sæ- djúpin, neima þeir tiltölulega fáu, sem búsettir eru á Kyrrahafs- ströndinni. Og þessar hugleiðingar vekja aðrar, sem oss eru ennþá við- kvæmiari. Hugleiðingar, sem vér erum oft ófúsir að viðurkenna sem réttmætar; en þær eru samt á fullum rökum bygðar; þær knýja mann til þess að viður- kenna þann sannleika, að eins og partur af myndinni í þessu fagra kvæði fellur sem sæði í grýtta jörð hér vestra og nýtur sín ekki; þannig nýtur sin ekki líf þeirra og sál, er hingað flytja á fullorðins aldri. Hversu miklir sem hæfileikarnir eru, hversu einbeittur sem, viljinn er, hversu einlægar sem tilraurtirnar kunna að vera, þá er það með öllu ó- mögulegt fyrir oss, sem hingað flytjum fullorðin, að neyta vorra andlegu krafta til fullnustu. Ræturnar að lífstré voru leyn- ast og liggja heima á fslandi þangað til þær deyja; limið og laufin njóta sín ekki hér sökum þess að ræturnar vantar. Saga hinnar ungu kynslóðar er eða verður alt önnur; hún nýtur sín hér til fulls, rætur hennar standa í hérlendri mold. (Framh.) KAUPIÐ AVÁLT LUMBER hjft THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Þegar Jack London var stríðsfréttaritari í russnesk-japanska stríðinu. Á nýársdag árið 1904 var öll- um það ljóst, að Rússar og Jap- anir ætluðu í stríð. Sem sósíalisti var Jack London á móti stríði. En ef stríð var óhjákvæmilegt, vildi hann gjarnan vera á sjón- arsviðinu, til þess að kynnast þvi. Hann hafði kynt sér hernaðar- sérfræði og auk þess fjöldan allan af kenningum um gulu hættuna, sóm hann vildi gjarnan fá tækifæri til að staðreyna. Hér var á ferðinni eitt æfintýrið enn, sem var þess megnugt að hjálpa honum út úr vandræðunum. Jack London fékk tilboð frá fimm stórblöðum: hann tók bezta tilboðinu, sem var frá Hearst-blöðunum. Þann 7. janú- ar árið 1904, fimm dögum áður en hann varð tuttugu og átta ára gamall, sigldi hann af stað til Japan. í YokohaJma fékk Jack sér drykk i öllum þeirn krám og knæpum, sem hann hafði heim- sótt seytján ára gamall í fylgd með þeim Stóra-Viktor og Axef. Þangað voru komnir stríðsfrétta- ritarar frá öllum löndum heims og biðu eftir leyfi til þess að fá að fara frairn á orustusvæðið. En japnösku stjórnarvöldin virtust vera á þeirri skoðun, að ekkert lægi á, og reyndu i þess stað að sjá um, að hinum erlendu frétta- riturum væri skemt eftir föng- um. En tveggja daga kurteisishjal og undandráttur var nóg til þess að gera Jack London óþolin- móðan. Hann gerði sér það ljóst, að Japanirnir höfðu alls ekki í hyggju að sleppa blaða- mönnunum fram í eldlínuna. Þess vegna fór bann frá Tokio til Nagasaki og átti von á að fá skipsferð til Chemulpo á Kóreu. Meðan hann beið skips, datt honum i hug að ljósmynda hluta af borginni. En það veitti hon- um þegar í stað tækifæri til þess að gista hið fyrsta af þeiim fang- elsum, sem honum auðnaðist að kynnast á þessu ferðalagi. Jap- önsku yfirvöldin tóku hann fastan sem rússneskan njósnara. Og þegar hann loksins var látinn laus aftur, var skipið, sem hann ætlaði með, farið fyrir löngu. Löngu seinna fékk hann far með öðru skipi, en stjórnin náði skipinu, áður en það lagði af stað. Jack var nú orðinn milli vonar og ótta um það, að hann næði svo snemma út á vígstöðvarnar, að hann gæti gefið lýsingu á fyrstu orustunni. Hann lagði því af stað í uppskipunarbát, til þess að ná litlu gufuskipi, sem ætlaði til Fusan. Og hann þurfti að hraða sér svo mjög u!m borð, að í öngþveitinu misti hann ann-1 að koffortið sitt i sjóinn. Skips- höfnin var öll innfædd, og Jack varð að sofa á þiljum uppi, hvernig sem veður var. í Fusan náði hann í annað skip, en þegar það kom til Mok- po náði stjórnin skipinu á sitt vald og setti farþegana i land. Jack var viti sínu fjær af reiði yfir því, að geta ekki unnið það starf, sem hann fékk borgun fyrir að inna af hendi. — Þá ákvað hann að taka málið í sinar hendur og leigði opinn bát af hinum innfæddu. I þessum bát sigldi hann yfir “Gula hafið” og lengra fram með strönd Kóreu, þangað tl hann komst tl Chem- ulpo. “Það er það versta, sem eg hefi lent í ulm mína daga,” skrif- aði hann einum vina sinna. “Þú hefðir bara átt að sjá mig sem skipstjóra á opnum bát með þrjá Kóreubúa, sem ekki kunnu orð i ensku, sem háseta. Við kom- umst til Kunsan í rökkurbyrjun, eftir að hafa eyðilagt mastrið og mölbrotið stýrið. Við komum þangað í hellirigningu og kulda- stortnl, sem næddi um okkur. Þú hefðir átt að sjá hjúkrunina, sem eg fékk. Fimm kornungar japanskar meyjar drógu af mér vosklæðin, böðuðu mig og hátt- uðu mig. Næstu sex daga var frostviðri og bátinn hrakti til og frá. Eini hitinn, sem við urðum aðnjót- andi, kom frá trékolaglóðum i eldstæðinu, en reykurinn frá þessum glóðum var enn þá eitr- aðri en hinn kaldi imatur hinna innfæddu, sem maður varð að gera sér að.góðu. Enskur blaða- Ijósmyndari, sem var kominn til Chemulpo áður en Japanir stöðv- uðu allar samgöngur, skrifar þannig um Jack London: “Þegar London kom til Che- mulpo þekti eg hann ekki. Hann hafði skinnkal á eyrum, fingr- um og fótum. Hann sagði, að sér væri fjandans sa)ma um það, ef hann bara kæmist út á víg- stöðvarnar. Jack London er einn af þeim mestu mönnum, sem eg hefi orðið svo hamingjusamur að hitta á lífsleiðinni. Hann er jafn- tnikil lietja og merkilegustu per- sónurnar i bókum hans. Jack útvegaði sér fáeina hesta, þjóna og Miapu, eða meðreiðar- svein, og lagði af stað i norður- átt, eða í áttina til hinna rúss- nesku hersveita. fsing var á vegunum og su'msstaðar holklaki, og á hverju kvöldi urðu þeir að keppa við japönsku hermennina um að fá gistingu i sveitaþorp- unum. Þetta ferðalag stóð yfir í fleiri vikur, og eftir hina ótrúlegustu erfiðleika kom Jack London loks- ins til Ping-yang, nyrsta staðar- ins, sem nokkur fréttaritari heim- sótti í þessu stríði. Þar var hann' hneptur í fangelsi vegna kæru til japönsku stjórnarinnar frá þeim fréttariturum, sem haldið var eftir, en blöð þeirra 1 sendu þeim hvert skeytið á fætur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.