Lögberg - 01.06.1939, Síða 4

Lögberg - 01.06.1939, Síða 4
4 LÖG-BER/Gr, FIMTUDAGINN 1. JÚNÍ, 1939 -------------- Húgberg --------------------------- , Gefið út hvern fimtudag af THE COL/UMBIA PRESS, EIMITE3) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LtíGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ^ditor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Kirkjuþing í Mikley 1 Winnipegvatni liggur eylenda, forkunnar fögur, er vel mætti nefna Nýja Island, eÖa smæddarútgáfu af Islandi; yfir þessum vingjamlega töfrahnetti hvílir dulrænn, íslenzkur blær, sem heldur er ekki mót von, þar sem staÖurinn er döggvaður svitadropum íslenzkra frumherja, og nú drengilega setinn af djarfmannlegum niðjum þeirra; sægarpar eru þar miklir, ef svo má að orði lcveða um þá menn, er vatnaveiði stunda, hvort heldur þeir heita á Þór til harðræða og sæfara, eða ein- hver önnur dulin máttarvöld; en víst er um það, að þeim kippir ábærilega í kyn til frægra forfeðra, er létu sér ágjafir iítt fyrir brjósti brenna; byrsæld sína sækja þeir ekki ósennilega til Hrafnistumanna hinna fornu; þetta gildir og um vatnahetjur vorar á öðrum stöðvum, ér fangbrögð þreyta við dætur Ránar. 1 nýorktu kvæði eftir Magnús Stefánsson, sem kunn- astur er undir gervinafninu Öm Arnarson, og helgað er hinum íslenzka sæfara, er meðal annars þannig komist að orði: “Hvort sem heimalands strönd eða langt út í lönd á liann leið yfir ófgandi flóð, gegnum vöku og draum fléttar trygðin þann taum, sem hann tengir við land sitt og þjóð. Þegar hætt reynist för þegar kröpp reynast kjör verpur karlmenskan íslenzka bjarma á hann slóð.” Það er hvorki heiglum hent að vera sjómaður við strendur íslands né veiðimaður á Winnipegvatni; hvort- tveggja krefst karlmensku og kjarks; endgi fárast slíkir menn sjaldnast um naglakul né önnur smávægileg óþæg- indi.----- “Sá talar mest um Ólaf konung, er hvorki hefir heyrt hann né séð.” Menn geta vitanlega talað um Mikley eins og alla skapaða, og jafnvel óskapaða hluti; en í rauninni eru menn engu nær nema þeir komi þangað sjálfir og virði fyrir sér með eigin augum margháttaða og sérstæða fegurð þessa alíslezkasta landnáms Islend- inga í vesturvegi, þar sem íslenzkan engan veginn ósenni- lega á sér lengst griðland, þó vonandi verði einnig langt að bíða aldurtila hennar á öðrum slóðum. — Ef einhver kynni að ætla að Mikley væri aðeins smáhólmi, mætti sá vel fara heim og læra betur; því sannleikurinn er sá, að eyjan svarar því sem næst að lengd til vegalengdinni milli Winnipeg og Selkirk, en sumstaðar er hún frekar sjö mílur á breidd. Svo má heita að einungis Islendingar séu búsettir í Mikley; húsakynni mega teljast með ágætum og mannfélags- samtök hin beztu. Á eynni er vandað safn íslenzkra bóka, prýðileg skólabygging, rúmgott samkomuhús, og vegleg, íslenzk kirkja, er vígð var í fyrra sumar að við- stöddu miklu fjölmemii; alt þetta ber vott um framtak og samheldni bygðarmanna; þó nær íbúatalan ekki full- um fimm hundruðum; nokkuð skortir á góða bílvegu innan vébanda Mikleyjar, þó smátt og smátt þokist í rétt horf; en allmikið er þar þegar um bíla. - Símalína liggur á milli eyjar og lands, er bækistöð hefir á hinu forna höfuðbóli Reynistað.----- Oss, sem höfum átt því láni að fagna, að njóta gestrisninnar í Mikley, flýgur oft í huga vísa- Sigurðar Breiðfjörðs: Veiztu vinur hvar verðug lofdýrðar gestrisnin á guðastóli situr! Spurningarmerki í þessum skilningi er óþarft þá um Mikley og Mikleyinga ræðir. Og nú stendur mikið til norður þar, enda viðbúnaður mikill fyrir löngu hafinn. I fyrsta sinn í sögu vestur-íslenzkra mannfélagssam- taka, heldur Kirkjufélag lúterskra Islendinga í Vestur- heimi ársþing sitt í Mikley; þingið stendur yfir frá 6. til 9. þessa mánaðar að báðum dögum meðtöldum; öllum þeim mikla mannsöfnuði, sem þangað er væntanlegur í byrjun næstu viku, tekur Mikley opnum örmum í segul- dýrð sumarskrúða síns, og býður hvern og einn velkom- inn af gestrisni hjartans.— Sumt af því sem eg sá á heimssýningunni í New York Eftir frú Lilju Eylands Sjaldan á æfinni hefi eg orðið eins hrifin eins og á dögunum er eg gekk inn á hið mikla svæði heimssýningarinnar í New York. Blóðið í æðum fnanns örvast í' rás sinni, að því er virðist, við það að heyra trumbuslátt og hornaspil, sjá fána blaktandi á óteljandi stöngum, og þúsundir manna og kvenna á sífeldu iði fram og aftur. Hér eiga sextíu og tvö þjóðlönd sýningarskála, og ísland er eitt þeirra. ísland er komið á kortið! Einkennileg ánægjukend vaknar í brjósti landans, þótt hann kunni að vera orðinn að ýmsu leyti f jarskyldur fósturjörð feðra sinna, við þá til- hugsun að Island á sæti á þessu alþjóðaþingi. Eg sem aldrei hefi ísland augum litið á nú að fá að sjá það bezta og fegursta sem land og þjóð hefr á borð að bera með öðrum þjóðum. Vist er eg hrifin — og forvitin! En fyrst verð eg að líta í kring um mig, og athuga það sem hendi er næst. Hvaðan sem litið er, gnæfir merki heimssýningarinnar við himin. Er það gífurleg stálkúla, 200 fet að þvermáli, og yoo feta hár turn, sem tákna á hinn há- leita tilgang sýningarinnar. Við frarrfhliðar sýningarskálanna má sjá aragrúa af steinmyndum snillinga ýmsra landa. Tignar- legust og tilkomumest þeirra allra er standmynd af George Washington. Sýningin minnist þannig 150 ára afimælis þess við- burðar er Washington var settur í embætti sem fyrsti forseti hins mikla lýðveldis, Bandaríkjanna í Norður Ameríku, — og það var einmitt á svölum ráðhússin'S á Wall Street, að hann tók em- bættiseið sinn, og hóf þannig sjálfstæðan stjórnarferil hinnar amerísku þjóðar. Gosbrunnar suða á allar hliðar. Við göng- um fram hjá blómabeðum, seim þrifast og anga í skugga risa- vaxinna trjáa. Hver mundi trúa því að fyrir aðeins þremur árum var þetta sýningarsvæði ljótir flákar og fúa-mýrar, eins konar sorphaug- ur stórborgarinnar! Borgarráðið mun hafa fagnað tækifærinu að fá þessu svæði umbreytt sér að kostnaðarlitlu, og leigði það því forstöðunefnd sýningarinnar. I júnímánuði 1936 byrjaði svo undirbúningsstarfið. Kostnaður þess af hálfu Bandaríkjanna er talinn 150 miljónir dollara. Þús- undir imanna hafa unnið þarna stöðugt í þrjú ár. Merkin sýna líka verkin. Þar sem áður voru forarpollar, fen og sorp- hrúgur, er nú einhver glæsileg- asti lystigarður heimsins. Af þessum umskiftum á útliti stað- arins er hin stuttorða lýsing sprottin; “Úr feni til frægðar.” Dásamleg litbrigði einkenna sýninguna frá upphafi til enda. Er þar ekki um að ræða ógreini- lega samsteypu, heldur sérstak- lega undirjpúna og fyrirhugaða litflokkun, sem fer eftir lögun sýningarskálanna, en þeim er fyr- ir komið í hverfum eftir Jögun þeirra og útliti. Að innan eru skálarnir jafnan imeð öðrum lit en á ytra borði — er liturinn þar valinn í samræmi við sýn- ingarmunina á hverjum stað. Á sýningarsvæðinu öllu mun vera um tvö hundruð nýjar bygging- ar. Er lögun þeirra, niðurröðun og útliti hagað þannig að í sam- ræmi sé, svo sem mest má verða, við hina miklu stálkúlu að feg- urð og tign, — en hún myndar miðpunkt sýningarinnar. Flestar eru byggingar þessar glugga- lausar, en til þess að bæta upp fyrir það hvað útlitið snertir, eru allskonar standmyndir og málverk á veggjunum. Mun það hafa ráðið nokkru er bygging- arnar voru reistar gluggalausar, að þannig vanst meira pláss á veggjum að innan fyrir sýning- armuni. Ljós og loftræsting er þarna öll með vélum gerð. Til- gangur sýningarinnar er gefinn til kynna með þessum einkunnar- orfðum: “Hfcimsbygging framtíðarinnar. Fyrirheit kom- andi tíða, bygð á tækni nútím- ans, og reynslu hins liðna.” Þessi einkunnarorð eru túlkuð í öllu því sem fram fer í stálkúlunni miklu. Inngangurinn í völundar- hús þetta, stálkúluna, sem telur átján hæðir, er 50 fet frá jörðu, og komast menn þangað með tveimur hreyfanlegum stigum. Við komum -upp á hreyfanlegar svalir, semi fara hringferð innan hnattarins á hverjum sex mínút- utn. Af þessum svölum sjáum við fyrir neðan okkur hringsýn mikla, sem nær út að sjóndeild- arhring á allar h'liðar. Þetta er heimsborg framtiðarinnar, sem kallast “Lýðræðisborg” (Demo- cracity). Sézt þarna fagurt landslag, breiðir þjóðvegir, skrautleg stræti, reisulegar bygg- ingar, brýr og vötn. Alt er þetta mótað í simáum stíl, en hefir þó einkennilega raunveru- legan blæ. Hver bygging, t. d. er nákvæmlega i sama stíl og lögun eins og regluleg hús með gluggum og öðru tilheyrandi. Ibúar þessarar borgar eiga að vera ein miljón. Af þeirri tölu eru 250 1 þúsundir verkalýður. semi heima á í útbæjum og hverf- um aðalbqrgarinnar. Þar sjást einnig verksmiðjur. Ágætir þjóðvegir tengja iðnaðarhverfin hvort við annað, en svæðin milli hverfanna eru annars notuð til akuryrkju. Við horfum hug- fangin á þetta. Alt í einu dvín- ar dagsbirtan, og kvöldljós borg- arinnar birtast í allri sinni dýrð. Stjörnur glitra í himinihvelfing- unni, fagur, hægur söngur kemur einhversstaðar ofan frá, sam- fara ljósstraumum sem llasta dá- samlegum litbrigðum yfir borg- ina alla. Að leitast við að gera ná- kvæma grein fyrir öllum atriðum sýningarinnar er ógjörningur. Enda þótt við göngum um hina ýmsu sýningarskála förum við á mis við margt sem við höfum ekki tíma til að dvelja við eða taka eftir. Hæglega mætti verja heilum degi tii að athuga sýning- arskála Stóra Bretlands eða Bandarikjanna, svo yfirgrips- mikil og margbrotin er sýning þeirra. Hið sama má segja um hinar ýmsu iðnaðársýningar. Svo sem fyr er getið er mér mjög i hug^ að komast sem fyrst að sýningarskála íslands, og legg eg því leið mína þangað við fyrstu hentugleika. Ekki er skálinn okkar heldur vandfund- inn, þvi hann er annar í þjóð- skálaröðinni til vinstri við sjálfa sýningarhöll Bandaríkjanna. Mér hitnar um hjartarætur er eg sé íslenzka fánann blakta við hún, hátt yfir byggingunni. Næstum samstundis sé eg gríðarmikið eirlíkneski af Leifi hepna, við framhlið skálans. Mér er sagt að það sé afsteypa af Leifs- myndinni, sem Bandaríkjaþjóðin gaf íslandi, árið 1930. Eg minn- ist þess að hafa séð samskotalista í sambandi við þessa mynd í “Lögbergi” og “Heimskringlu.” Við landarnir hér vestra eigum þá Hka einhver ítök hér. Þessi mynd var reist með fjárfram- lögum trá okkur. Mörg voru víst tillögin smá sem vænta mátti, sem lögð voru fram í Leifsmyndar-sjóðinn, og margir sem' góðan höfðu vilja, en minni getu til að styrkja þetta fyrir- tæki muu hafa fundið til þess að tillag þeirra næði skamt. En einmitt fyrir almennan áhuga og samtök í þessu efni varð það kleift að reisa þessa tignarlegu mynd. Gat hún naumast komið fram á heppilegri tíma né staðið á betri stað. Hún talar afdrátt- arlaust máli Vínlandsfundar Leifs, staðfestir þá sögulegu staðreynd, í viðurvist lýða allra landa, að það var íslenzkur mað- ur sem fyrstur hvítra- manna steig fæti á ameríska grund. Við skáladyrnar mætir þér fögur íslenzk stúlka. Erindi hennar er ekki aðeins að heilsa þér og brosa framan í þig, held- ur vill hún einnig sýna þér og skýra fyrir þér hina ýmsu sýn- ingarmuni. Sex ungar stúlkur hafa þennan starfa á hendi. Fjórar þeirra eru frá Manitoba og ein þeirra hefir nýlega hlotið viðurkenning þess að vera “hin fegursta meðal hinna fögru,” á heimssýningunni. Stúlkurnar tvær frá Islandi töluðu svo góða ensku að undrum sætti. Einhverjum kann að finnast það i of mikið ráðist fyrir smá- þjóð eins og ísland, sem eftir síðustu blaðafregnum að dæma á við ýmsa örðugleika að stríða hvað snertir atvinnu- og við- skiftamál, að leggja út í að taka þátt í þessari voldugu heims- sýningu. Mun þetta líka vera 1 fyrsta skifti að þjóðin kemut þannig fram. Ekki mun það for- dild eða látalæti, sem ræður þess- > um athöfnum Islands, heldur praktisk búhyggindi. Það hefir vakað fyrir Islendingum um margra ára skeið að með stöð- ugum erjum og ófriðarhættu 1 Evrópuy væri Ameríka líklegasta landið til frambúðar í viðskift- um. Með þetta fyrir augurn tók 'Stjprn Islands því tilboði Bandaríkjanna, að taka þátt * þessari miklu heimssýningu 1 New York. Mun þeim hafa fundist, sem rétt er, að þarna væri glæsilegt tækifæri til að kynna bæði land og þjóð, hinu mikla heimsveldi, og öðruiu þjóðum. Á sýningu þessari sýnir íslanó sögu þjóðarinnar alt frá víkinga- öld til vorra daga. Þetta er gert með kortumi, ljósmyndum og önum af ýmsri gerð. Er inn 1 salinn kemur er lögð ný áherzla á hugsun þá, sem fyrst vaknar hjá gestinum við skáladyrnar, er hann sér Leifsmyndina, um le‘® og inn er gengið: hugsunina um samband íslands og VesturheimS-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.