Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚNÍ, 1939 7 Daglœti vetrarins 1938-39 Þá er nú þessi blessaÖi vetur horfinn af dagsskrá árstíðaskift- anna. Víst munu flestir menn unna honum sannmælis um ]?að, að hann hafi verið mildur og stiltur að veðurfari þessa 180 daga, sdmi hann sat að völdum, og nú í kveld, þegar síðasta til- vera hans er að hverfa úr aug- sýn út yfir sjóndeildarhringinn, störum við gömlu sinustráin á útför hans, eins og látins vinar, sem borinn er til grafar. 22. Október 1938 (Fyrsti vetrardagur) Þá tíu daga sem þessi mán- uður taldi af sér i skaut vetrar- ins voru hver öðrum mildari, allir með sunnan andvara og sólskini og jörð alauð. Nóvember gekk inn á vetrarbraut sína með þykkviðri, norðanvindi og rign- ingarslyddu; fyrsti snjór á vetr- inum féll 5. þess mánaðar, ekki þó meir en svo að jörð gránaði. Vindstaða í þ. ta'. sunnan 22, norðan 4, af ýmsum áttum 4 daga. Sól sást 23 daga. Alt frost neðan zero 18 stig. Allur snjór sem féll í þ. m., 5 þuml. Vatnið lagði undir ís 12. þ. m. Desember 1938 hóf göngu sína með sunnanvindi og sólskini, frost steig ekki nið- ur fyrir zero fyr en þann 23. mánaðarins, sem var á Þorláks- messu, þá varð 5 stig neðan zero. Á aðfangadag jóla var frostið 4 neðan zero, en á jóla- daginn 2 stig ofan zero, Þetta má heita óvanalegt lírn þennan tima árs hér í Manitoba því vanalega eru hér frosthörkur um jólin, þá 6 dagana sem voru eftir af þ. m. harðnaði frostið tölu- vert, svo þann 28. var frostið 34 n. z. í þessum mánuði var sunnanátt 25, norðanátt 4, af ýmsum áttum 2 daga; sól sást 26 daga. Snjóaði einu sinni um þumlung. Alt frost í þ. to. neðan zero, 147 stig1 samlagt. Janúar 1939 Árið 1939 reis upp með sunn- an andvara og sólskini. Það má með sanni segja að þessi fyrsti mánuður yfirstandandi árs var tiðarfarslega léttstígur hér i ná- grenninu, í samanburði við flesta nafna sína áður liðna, og réði sjálfsagt mestu um það hin lang- varandi sunnanátt, sem stóð hon- Um venju fremur i fang, þvi að við göngum altaf út frá því i hugarreikningulm! okkar, að vetr- arnir komi frá norðurhemiskaut- 'nu, en Hlyrnir eða Svásuður írá því syðra, þó þeir að öllum likindum telji ættir sínar og reki Þær til allra átta. En ef þetta, sem eg sagði núna skyldi lúta að einhverjum anga af heims- speki eða veðurfræði, þá væri niér kanske betra að sniðganga háðar þær fræðigreinar, þvi satt að segja þekki eg hvoruga nema h’tillega af afspum. En nú ætla eg að segja ykkur Gá atviki, sem skeði þegar eg var dálítill strákhnokki á kirkju- staðnum Húsavík á Tjörnesi. Þá var Jón Ingjaldsson prestur þar. góður maður, og* góður við mig. Móðir !mán var gamaldags, guð- rækin kona, og lét sig aldrei vanta í kirkju þegar messað var, og þatigað var eg sjálfsagður með henni. Eitt sinn þegar við sát- um þar í kirkjunni undir guð- spjalli dagsins. hafði Jón gamli þessi orð eftir einhverjum Jó- hannesi: “Vindurinn blæs þar sem hann vill og þú heyrir hans þyt, en ekki veiztu hvaðan hann kemur eður hvert hann fer.” Nokkrum dögum seinna var eg að leika mér úti með jafnaldra mínum. Þegar við kotmum inn spurði móðir mín eftir því hvemig veðrið væri. Eg sagði það væri hvass vindur. “Hvað er hann?” spurði hún. “Það veit eg ekki,” svaraði eg. “Þú ert býsna eftirtektargóður, drengur minn, eða hitt þó heldur,” sagði móðir mín. “Er von að eg viti það, mamma, þegar hann séra Jón veit það ekki,” svaraði eg. “Jæja, hróið mitt,” sagði mamima, “þú hefir þó tekið eftir þessu.” En eftir að eg varð fullorðinn og veðurfræðingar fóru fyrir alvöru að skifta sér af ferðalagi þessarar höfuð- skepnu, mundu ef til vill bera í brygður þessi orð, sem hann séra Jón hafði eftir þessum Jó- hannesi. Þessi blessaður janúar var svo stiltur að maður gat gengið í nokkurs konar ráðgátu um það, af hvaða átt að vindurinn blés. En samt virtist mér vindstaðan svona: sunnan 19, norðan 5 og af ýmsum áttum 6 daga. Sól sázt 22 daga, snjófall í alt 4 þumlungar, frost neðan zero 229 gráður samlagt. Febrúar 1939 gekk inn í vetrarríki sitt með norðan golu og hríðarfjúki. Sunnanáttinni sýndist vera brugðið, enda hafði Þorri kon- ungsson troðið sér inn i kvið hans og gerzt skutilsveinn; þótti mér sem hvorki er bindindsmað- uii eða ofdrykkjumaður, ölið hans heldur kalt á krúsum ; það er piltur sem kann að geyma veisluföng sin í frjósandanum. Það fanst lika fleirum en mér betra að hafa vetlinga á hönd- unum í veizlusalnum hjá honuim þessa 18 daga, sem hann -var skenkjari. í þessum mánuði var norðanátt 15 daga, sunnanátt 8, af öðrum áttum 5. Sól sást alla daga mánaðarins. Frost í þess- um mánuði 529 gráður neðan zero samlagt. Snjófall 3 þuml- ungar. Marz 1939 Þessi mánuður 'byrjaði með sunnanátt og sólskini, svo heldur fór að hlýna i veðri, en lengi tefldu þeir skák um áttimar, Suðri og Norðri, svo flesta daga var jafntefli með þeim, þó vann Suðri 16 en hinn 15. Fyrri part- ur þessa mánaðar var þó fremur kaldur, alt til þess 17.; það var síðasti dagurinn á vetrinum með frost fyrir neðan zero, sem nam 12 gráðum. Eftir það fór að hlýna, svo að á vorinngöngudag- inn, 21., varð hreinn hiti 18 gráð- ur ofan frostmarks. Snjór fór að bráðna töluvert á daginn, en nætur voru kaldar; i þessum mánuði var sunnanátt 16 daga, norðanátt 15; sól sást 25 sinnum. Alt frost neðan zero 184 gráður. Snjófall 4 þumlungar. Apríl 1939 reis upp með norðankulda og daufu sólskini; af þeim 19 dög- um, sem þá voru eftir af vetr- inum, var norðanátt í 14 daga, flestir voru þeir kaldir, þó mátti heita svo að snjór væri að mestu horfinn á síðasta vetrardag, þann 19. Sól sást alla þessa daga. Svona hefi eg nú litið á vet- urinn 1938-39. Það sem veðr- áttufar áhrærir og þrátt fyrir það þó febrúar væri kaldur, tel eg hann með allra beztu vetrum, sem eg hefi lifað hér i Winni- pegosis og eru þeir þó orðnir 39. Heilsufar fólks var gott þó var vægt kVef, sem sumir kalla “flú” að stinga sér niður hér í bænum og grendinni. I marz komu flestir fiskimenn úr vetrarvertíð sinni. Eg get verið fáorður um það hvernig fiskveiðin hefir verið. Þó hefi eg átt tal við nokkra af þeim, sem stunduðu þessa atvinnu þennan nýliðna vetur og hafa sumir þeirra sagt mér að þeir kæmu fátækari úr vertíðinni en þeir voru áður en þeir fóru í hana síðastliðið haust, þegar október-vonirnar gyltar og gló- andi fylgdu þeilm úr garði. Þá skal minnast þess að nökkr- ir af þeim, sem heima sátu fengu vinnu við það að byggja aur- mokstursvél, sem stjómin hefir hér til að dýpka árfarvegi og hafnir við vatnið og gera það skipgengt að sumarlaginu. Mr. Björn Kelly frá bænum Selkirk hér í fylkinu Manitoba hefir að mestu leyti stjórnað þessu verki; hann hefir verið hér nokkur undanfarin sumur verkstjóri og formaður við þessa stjómar- vinnu, góður verkstjóri og trúr þjónn; hann og kona hans hafa leigt sér hús hér i bænum i vet- ur; þau em velmetin myndar- hjón. 4 VORVÍSUR 1939 Betri von um veðurfar veltur á tímans hjóli; nú er sonur Svásuðar seztur að veldisstóli. Hann er að græða magn í mold, megurð reisa af knjánum, líka klæða fjólu á fold og farvalauf á trjánum. F. Hjáhnarsson. Dánarfregnir FREDERICK WILLIAM FIELD, bóndi í Framnesbygð i í grend við Árborg, Man., and- aðist snögglega af hjartabilun, þann 22. mai. Hinn látni var fæddur 4. júni 1897, i Barnham Beach County, á Englandi; hann fluttist til Canada 1919, og átti lengst af heima í Regina, Sask., en fór til Winnipeg 1930. Þann 9. ágúst 1930 giftist hann Helgu Elizabet Borgfjörð, dóttur Guð- mundar M. Borgfjörð og Þór- unnar konu hans, í Árborg, Man. Þau bjuggu svo i Winnipeg, í Geysisbygð um 5 ár, en fluttu til Framness á síðastliðnu sumri. Þau eiga einn son, Ronald Frederick að nafni, 6 ára að aldri, Hinn látni var fremur heilsuveill hin siíðari ár; hann fyrir skyldurækni og ljúfa fram- komu. Hans er sárt saknað af eiginkonu, ungum syni og tengda fólki og kunningjum og systur á Englandi. Útförin fór fram frá ávann sér samúð og tiltrú manna ZIGZAG Orvals pappír í úrvals bók 2 Tegundir SVÖRT KÁPA BLÁ KÁPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own" nota. BiSjið um “ZIG-ZAG” Black Cover “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappfr — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmiSju. BiCjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover heimilinu þann 25. maí að við- stöddu mörgu fólki. S. Ólafsson. • SKÚLI TORFASON andað- ist á Lundar 10. maí 1939; hann var fæddur á Sándbrekku í Hjaltastaðaþinghá i Norður- múlasýslu á íslandi, 6. ágúst 1852. Foreldrar hans voru Torfi Jónsson og María Bjarna- dóttir; hann lætur eftir sig fjög- ur börn; Torfa, Bjarna og Lúð- vík a Lundar, og dóttur, Þór- unni, (Mrs. Hannes Anderson), 590 Banning St., Winnipeg. Barnabörnin eru fjögur: Ólafur, Skúli, Bertha, Mrs. Hallson og Bína Anderson; tvö barnabama- börn; þrjár systur, Guðrún, Mrs. Sigurðson og Mrs. Anna Jónas- son, báðar á Betel, Mrs. Björg Laxdal í Árborg. Skúli Torfa- son var uppalinn í Brúnavik á íslandi hjá Skúla og Önnu, til 20 ára aldurs: þá fór hann sem sjómaður -tiil Noregs og sigldi þaðan til ýmsra landa í 6 ár. I Mandal í Noregi giftist hann norskri konu, Johanna Martina Jakobsson, fædd 1852. Frá Noregi fluttu þau til Seyðis- fjarðar haustið 1878, þar stund- aði Skúli fiskiveiðar á opnum bátum í 7 ár; flutti til Vopna- fjarðar 1885 og stundaði þar fiskiveiðar í 18 ár þar til hann fór til Ameríku 1903, og settist þá að á heimilisréttarlanflr í Deerhorn, Man.; þar stundaði hann húskap þar ti'l árið 1910, að hann flutti til Winnipeg og stundaði smiðavinnu, þar til 1922 að hann mtisti sjón á vinstra auga. 1923 flutti hann til Lundar, Man., þar misti hann konu sina 27. apríl 1925. 1927 misti hann sjónina til fulls; eftir það var hann hjá drengjum sín- um þremur, þar til hann dó 10. maí 1939. Frá Vancouver Hér voru á ferð Jón Einars- son og sonur hans Ingi, frá Sexsmith, sem er í Peáce River héraði í Alberta. Þeir komu við í Béldingham, Wash. og einnig fóm þeir til Gampbell River, sem er úti á Vancouver-ey. Jóni okkar þótti nú verst að ekkert var hér tækifæri til að komast á víkingaskip hér á Ströndinni. Þeir feðgar voru svo hepnir að vera hér á ferð um það leyti sem kvenfélagið “Sólskin” og bókafélagið “IngóJfur” héldu samkomu þar sem mátti sjá mörg ánaegjuleg, íslenzk andlit. Séra Steingrímur Thorláksson og kona hans, frá Mountain, vom hér á ferð um miðjan maí, að heimsækja son sinn, Mr. L. H. Thorláksson, sem hér starfar hjá Hudson Bay félaginu. Óli Jónasson frá Arnes, Man., kom til borgarinnar 12. maí. Hann var hrifinn af mörgu, sem hann sá á leiðinni og þegar hingað kom. Hann er nú í Camipbell River og verður vist hér á Ströndinni i nokkra mán- uði að minsta kosti. Hér er nýbúið að stofna Is- lendingafélag, sem heitir ‘Tsa- fold.” Þetta félag tekur sem meðlimi alla Islendinga og þá annara þjóða, sem tengdir eru íslendingum á einn eða annan hátt. Markmið þessa félags- skapar er að viðhalda samtökum meðal íslendinga hér í þessu plá'ssi bæði ungra sem eldri. Þann 12. maí efndi “ísafold” til samkomu í Hasting’s Audi- torium. Var þessi samkoma reglulega vd sótt og satt að segja er mjög sjaldgæft að sjá svona margt fólk samankomið á ís- lenzkum mannamótum hér 5 Vancouver. Skemtiskráin var fjölbreytt og mátti þar heyra íslenzka sem enska tungu. Þarna söng og spilaði íslenzkt fólk sem íbúar Britiish Columbia fylkis hafa haft ánægju af að hlýða á yfir útvarpið hér í Vancouver. Síðan var vel og myndarlega spilað fyrir dansinum af nokkr- um ungmennum, sem áhuga hafa fyrir velgengni íslenzkra skernt- ana. Hasting’s Auditorium er eign norska félagskaparins “Söns of Norway” hér í borginni. Danssalurinn er stór og myndar- legur og er prýðilega skreyttur með Ijósum allavega litum. Og rná því ekki gleyma að lipurð og hjálpfýsi norska félagsskaparins átti mikinn þátt i að gera þessa fyrstu tilraun “Isafoldar” sem ánægjulegasta. ■ Egill Anderson frá Chicago var hér að heimsækja bróður sinn, Guðmund Gíslason, sem heima á að 4554 Langara St. Guttomnur J. Guttormsson skáld frá Riverton, er væntan- legur hingað, eftir miðjan júni og er vonandi að sem flestir ís- lendingar "hér hafi tækifæri til að kynnast honum og heyra hann lýsa Islandsför sinni. Vancouver, B.C. 15. maí, 1939. Magnús EMason. Bækur Kristmanns Guðmunds- sonar koma út á þessu ári í ýms- um erlendum þýðingum. Hafa nú bækur eftir hann verið þýdd- ar á alt að 30 rnál. Meðal ann- ars hefir bók Kristmanns “Bláa ströndin” verið) þýdd á hebresku og nMorgunn lifsins” á suður- afríkönsku og lettnesku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.