Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 1
52. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNl, 1939______________________NÚMER 23 Islenzk mentakona hlýtur prófessorsembœtti við merkan háskóla Mrs. Dora S. Lewis, er undan- farin tvö ár hefir skipa'Ö stöðu sem City Supervisor of Home Economics Education i borginni Seattle, hefir nýveri'Ö hlotiÖ kjör Mrs. Dora S. Lewis sem prófessor viÖ New York University í New York borg. Tekur hún við stöðunni þar á komadi hausti sem Professor of Education and Chairman of the Department of Home Making and Home Economics in the School of Education. Er þetta því fullkomið prófessors embætti að viðbættri deildarstjórn við þennan mikla háskóla. Er tals- vert á þriðja hundrað kennara í Education deildinni einni við þessa umfangsmiklu mentastofn- un, en tala nemenda er innritast hafa fyrir lengri eða skemri námsskeið á þessu ári um fjöru- tíu og þrjú þúsund. Er þetta því ein af risavöxnustu menta- stofnunum Bandaríkjanna, sem nýtur einnjg hins mesta álits fyrir vel unnið starf og frábæra afstöðu á þessu , alheimstorgi menningar og viðskiftalífs. Er því ekki lítill heiður að hljóta þar prófessorsembætti án þess að sækja um stöðuna, einungis vegna þess að hlutaðeigandi hef- ir orðið þjóðkunn á sviði þeirrar fræðimensku er hún stundar og fyrir persónulega glæsimenku i hvívetna. En það er rétt sögð saga þessarar embættisveitingar er Mrs. Lewis hefir orðið fyrir. En vitanlega er það ekkert ný- hrigði að Mrs. Lewis láti til sín taka á sviði imientamála. Hún er ein af þeim íslenzku konum hér i Ameríku er lengst hefir komist í þeim efnum, og á hún glæsilegan mentaferil að baki. Hún er fædd að Milton í Norð- ur Dakota og er dóttir Sumar- Uða gullsmiðs Sumarliðasonar, er andaðist vestur við Kyrrahaf l927, °g seinni konu hans Helgu Kristjánsdóttur, sem enn er á lífi og ern. Hafa þær mæðgur átt heimili saman nú síðustu ár- in. Heimili þeirra Sumarliða og Helgu hafði það til að bera af gáfum og mannkostum að traustur grundvöllur var þar lagður til manngildis. Mun Mrs. Lewis kannast við það fram á þennan dag að þaðan hafi hún tekið með sér það veganesti er haklbezt hafi reynst í lífinu. í barnæsku fluttist hún með for- eldrum sinum vestur að Kyrra- hafi. Var heimili þeirra fyrst í Seattle og síðan í nánd við Olyimipia f Washingtonríki. Naut (Framh. á bls. 7) Frá Islandi Samkvæmt upplýsingum, sem Emil Jónsson vitamálastjóri hef- ir veitt tíðindamanni Tímans, verður talsvert um nýbyggingar vita og endurbætur á gömlum vitum í sumar. Verður alls varið um 65 þúsund krónum til ný- bygginga á þessu ári. Er um þessar mundir verið að fullgera Knarrarósvita við Stokkseyri og verður kveikt á honum i sumar. Var hann steyptur í fyrra og er einn af hæstu vitunum hér við land. Kostar hann 50 þúsund kr. fuLlgerður. Vitanurr^ á Brimnesi við Seyðisfjörð og Hafnarnesi við Fáskrúðsf jörð verður breytt í gasvita, en þeir hafa verið litlir olíuvitar. Á næstunni verður byrjað að byggja vita á Þrídröngum við Vestmannaeyjai* og að því loknu verður hafin vitabygging á Mið- fjarðarskeri í mynni Borgar- fjarðar. Verða sennilega báðir fullgerðir í sumar og eiga að lýsa 12—14 sjómílur. Talað hefir verið um að reisa radiovita á Hornbjárgi, en eigi er enn að fullu ráðið, hvort úr þeim fram- kvæmdum verður í ár. Loks verður sett hljóð- og ljósdufl við Sandgerðissund. Kostar það um 20 þúsund krónur og á að vera fullgert seinni hluta sumars. Auk þess er að sjálfsögðu lagt til viðhalds og smærri umbóta á gömlu vitunum. Síðasta sunnudag í aprílmán- uði var sýning haldin á vefnaði og handavinnu námsmeyja í Laugalandsskóla. Var hún fjöl- sótt, ekki hvað sízt af Akureyri, en þaðan fór margt bifreiða fram að Laugalandi þann dag. Sýingin þótti hin glæsilegasta og bar bæði kennurum og nemend- um góðan vitnisburð. Meðal þeirra muna, sem á sýningunni gat að líta, voru gluggatjöld, á- breiður, borðreflar, flosofnar mottur, veggreflar, kjólaefni, borðdúkar og þurkur, alt ofið af námsmeyjum sjálfum; sumar- kjólar, isaumíaðar treyjur og kápur, saumað af námsmeyjum, og efni ofin af þeim. Auk þess var sýndur margsháttar ísaumur, alt úr íslenzku bandi og sumu lituðu islenzkum jurtalitum. Stíli og gerð saumsins ramislenzk. -t Hafnfirðingar hafa sýnt mik- inn áhuga fyrir trjárækt og skógrækt, enda náð undraverð- urn árangri. Fáment félag, sem upphaflega ihafði alt annað markmið, hefir komið upp í ut- anverðum bænum einum sér- kennilegasta og fegursta skrúð- garði, sem til er hér á landi, Hellisgerði. Hafnfirðingar eiga og tvær skóggirðingar, aðra í Undirhlíðum, en hina í Sléttu- hlíðum. Auk þess, sem hlúð er að kjarrinu, sem fyrir er í þessum girðingum, eru á hverju vori gróðursettar nýjar plöntur í skjóli þess. I fyrra vor voru 2 þúsund plöntur gróðursettar og störfuðu skólabörn bæjarins í þrjá daga að því verki. I vor verður að venju plantað allmiklu í þessar girðingar, einkum i Sléttuhliðagirðinguna, bæði greni og furu, og nokkuð af birki. Verður byrjað á því verki innan fárra daga. í Hellisgerði er þessa dagana unnið að venjuleg- um vorstörfum. Fá bæjarbúar þaðan talsvert af blómplöntmn og dálítið af’ trjáplöntum og ber bærinn þess ljósan vott, að svo hafi verið um nokkuð langa hríð. Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði var sagt upp í síðustu viku. í honum stunduðu nám um 130 nemendur síðastliðinn vetur, en 23 luku burtfararprófi. 24 nemendur voru i heimiavist, en auk þess borðuðu þar nokkrir fleiri. Fæði, þvottar og þjón- usta kostaði kr. 1.31 á dag fyrir pilta, en kr. 1.05 fyrir stúlkur. Munu þess fá dæmi, að dvalar- kostnaður hafi orðið jafn lítill í skólum, jafnvel sjaldan í fjöl- mennum sveitaskólum, sem eiga við góða aðstöðu að búa. Viður- væri var þó ágætt. Heimavistar- ráðskona var ungfrú Margrét Auðunsdóttir úr Skaftafellssýslu. -f Nemendaskifti milli isl. og danskra mentaskóla verða i sum- ar á líkan hátt og áður hefir átt sér stað, síðast 1936. 1. júlí leggja nemendur frá Östre- Borgerdyd-skóla i Kaupmanna- höfn að stað til Islands mcð Brúarfossi. Dveljaj þeir hér um tveggja vikna skeið. Um 20. júli halda þeir heimleiðis og verður þá einn íslendingur úr mentaskólanum á Akureyri eða í Reykjavík í fylgd með hverj-. um Dana. íslenzku nemendurnir verða í Kaupmannahöfn til 9. ágúst. —Tíminn 11. maí. Innanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Harold L. Ickes, krefst þess að Roosevelt verði enn í kjöri af hálfu Demokrata-flokks- ins við forsetakosningarnar 1940. —Ýimsir af vildarvinum Mr. Roosevelts eru því samt strang- lega mótfallnir að hann leiti end- urkosningar. Hér getur aS líta enn eina mynd af hinum glœsilega sýningarskála fslands á heimssýningunni; hefir bœði skálinn og Islandsdeildin dregið að sér mannfjölda mikinn og vakið feikna athygli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.