Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. JÚNl 1939 Jól í Svíþjóð Gamall málsháttur segir: “Enginn ræður sinum nætur- stað.” Mér datt hann í hug á Þor- láksmessu í fyrra, en eg og kona nnín vorum stödd í Kaupmanna- höfn aÖ búa okkur í f erðalag til Sviþjóðar, án þess við hefðum minstu hugmynd um hvar við mundum lenda um jólin. Það grípur mann dálitið einkennileg tilfinning að eiga sér óvist um jólin, og þó svo nærri jólum að Þorláksmessa er komin. Við vorum þó hin rólegustu, því að góðkunningi okkar á Málmey, pastor Hilmer Wentz, sem verjð hefir hér á landi til að afla sér upplýsinga úm Hallgrím Péturs- son og sálmaskáldskap hans og annara íslenzkra skálda, hafði undirbúið alt fyrir okkur, og það var áreiðanlegt að hann mundi okkur ekki á kot vísa, því að það var hann búinn að sýna okk- ur fyr, að liann vildi gera okkur Svíþj óðárdvölina hina ánægju- legustu. Enda kom það á dag- inn, að alt var svo vel undirbúið frá hans hálfu, sem kostur var á, en okkur lá ekkert á að vita urrt dvalarstaðinn fyri en á Þor- láksmessu, þegar við heilsuðum upp á hann - á prestsetri hans í Málmey. Eyrarsundsferjan var hiaðin fólki, sem er að fara til jóla- dvalar í Svíþjóð eins og við, en veit eflaust hvert það er að fara. Veðrið rná heita gott, þó er nokkuð dimt í lofti og nokkur gola, og allar líkur til að rigna muni með kvöldinu, og það leyn- ir sér ekki að sumum finst út- litið ískyggilegt, ekki sízt þeim, sem hafa tekið með sér skíðin sin til skemtunar um jólin. En það er fleirum en þeim, sem þykir miiður um það, því að yfirleitt þykir meira varið í hvít jól en auð og líkurnar eru allar fyrir auðum jólum. Ferjan mjakast áfram eftir bárum Eyrarsunds og eftir hálf- an annan tíma erum við komin til Málmeyjar. Þar eigum við ekki aðra kunningja en pastor H. Wentz og hinn ágæta ís- landsvin, Viggo Zadig forstjóra, sem tálar ef til vill betri íslenzku en nokkur annar útlendingur. Hann er nákunnugur íslenzkum bókmientum og hefir skrifað um þær í sænsk blöð og þýtt nokk- ur islenzk kvæði, einkum eftir Þorstein Erlingsson, þvi þeir voru vinir miklir. Þýðing Zadigs á Sólskríkjunni er mjög góð. Pastor Wentz er ekki heima né heldur kona hans, því að hann var kailaður til embættis- verka um það leyti dagsins, sem við komum. En elzta dóttir þeirra, Margareta, 15 ára menta- skólastúlka segir okkur, að við séum boðin til Tyringe um jólin og nýárið til Svenska Diakon- issestyrelsens Vilohem, til staðar er heitir Björkliden. Við höf- umi heyrt stað þenna nefndan áður að öllu góðu, bæði hvað hann lægi á fallegum stað og eins hve friðsæll hann væri og vel færi þar um gestina, enda urðum við ekki fyrir neinum vonbrigð- um. Um það leyti og við fórum frá Málmey byrjaði að rigna og vesalings dönsku skíðagarparnir voru býsna áhyggjufullir, þegar við komum á járnbrautarstöðina, en alt að einu héldu þeir áfram, minnugir þess að á skömmum tírrna skipast veður í lofti, og einnig á Skáni. Svo leggur lestin á stað með fjölda farþega, bæði Svia og Dani, og sænskan og danskan blandast innan veggja lestar- vagnanna. .Hún þýtur áfram norður Skánarsléttuna. Snotur bændabýli og stórir búgarðar þjóta framhjá, því okkur glep- ur sýn. Það er lestin og við sem þjótum fram hjá. Enginn skyldi um of trúa skilningarvit- um sínum. Eftir 20 mínútna ferð komium við til Lundar, og hálfgleymdu vísubroti skýtur upp í hugum okkar eftir Egil Skalla- grimsson: “leiti upp til Lundar lýða hver sem tíðast.” Lundur er yndislegur staður; annað merkasta mentasetur Svi- þjóðar og er ef til vill að sækja fram úr sjálfum Uppsölum, eða að minsta kosti telja Skánverjar hann öllu fremri. Þegar Sviar höfðu unnið Skárt frá Dönum á 17. öld, eftir harðvítuga styrjöld, var eitt' það fyrsta sem þeir gerðu að setja á stofn háskól- ann í Lundi. Og reyndist það brátt vera stjórnmálalegt snjall- ræði, því að háskólinn varð sterkasti aðilinn i þvi að gera Skán að sænsku landi, þó að aldrei hafi sameiningin að öllu tekist, því jafnan sýnist sem Skánn vilji vera ríki í ríkinu, ekki þó svo að ski’lja að hann æski eftir sameiningu við Dan- mörk. Síður en svo. En lestin gefur engin grið, annaðhvort er að yfirgefa hana og skoða sig þá strax um í Lundi eða fylgja henni. Við veljum hið síðara. “Vagnstjórinn ræður, hann virðir einskis vilja minn eða þrá.” Lundur bíður seinni tíma. Því heitum við.— Það fer óðum að skyggja. Desemberdagurinn er stuttur. Og áfram þjótum við. Aðeins fárra imínútna hvíld á járnbrautar- stöðvunum. Lestaskifti i Hassle- holm og þaðan til Tyringe. Við erum komin til Norður-Skánar. Landið er nokkuð farið að hækka. Skógurinn er að aukast, jafnvel barrskógurinn er orðinn áberandi mikill. Og klappir og stórgrýti, einkenni hinnar ófrjóu jarðar lætur allmikið á sér bera. Hin óslitnu akurlönd Skánar eru horfin. Tyringe er náð. Það er þorp á Norður-Skáni með 2500 manns. Þar er allmikill iðnaður og tals- verð ræktun, þó að' landið sé ekki frjótt. Þar eru nokkur stór heilsuhæli, því að loftslag þvkir þar sérlega gott. M. a. er þar afarstórt berklahæli, sem Danir sækja mikið auk Svía. Og svo er þar Björkliden, hvíldarheimil- ið, eign sænsku kirkjunnar, og þangað er ferðinni heitið. Járn- brautarstöðinni í Tyrnge er náð. Bíll ekur okkur þaðan og heim til Björkliden, semi er drjúgur spölur og allbrattur. 1 Tyringe er nokkur snjór á jörðu og úr- koman þar er nær því að vera snjór en regn. Á veginum heim að Björkliden verðum við strax vör við að jólin eru i nánd. Vörusýningarnar i búðarglugg- unum og ljósadýrðin sanna okk- ur það. Svotia bjartur getur þessi litli bær ekki verið nema eitthvað' sé um að vera — og það meira en lítið — jól. Við mætum mörgum sleðum á leiðinni. Brokkandi stórhestar þjóta umi veginn með sleða í eftirdragi. Þeir eru skreyttir grenigreinum, sem- við þekkjtim bezt undir nafninu jólatré. Bjöll- ur eru hengdar um háls hest- anna og þær klingja og bjóða gleðileg jól með sínum hlýja hljómi. Þorpið ómar af bjöllu- kliði og það gefur Tyringe vissa töfra, finst okkur. Síðasta spölinn af Björkliden ökum við í gegnum trjágöng og við erum ekki fyr komin út úr þeim en Björkliden blasir við öll uppljó’iniuð. Á tröppum hússins erum við boðin hjartan- lega velkomin á tærri sænsku með allri þeirri alúð' og kurteisi, sem Svíum er svo eiginleg. Þetta er húsmóðirin á Björkliden, prestsekkjan frú Tngrid Nilsson, ein.n mesti kvenskörungur, sem við höfum fyrir hitt. Hún er nokkuð við aldur og hár hennar mikið farið að grána. Hún er glæsileg kona og yfir öllu henn- ar fasi hvilir andans höfðings- skapur. Þegar inn var komið i vistleg herbergi heimilisins kom einhver ylur og friður móti manni, sem ekki verður gleymt. Það er kristið heimili í Björkliden. Bænahald og sálmasöngur kvölds og morgna. Frú Ingrid Nilsson stjórnar söngnum og leggur sig fram um það að gera þessar helgistundir sem innileg- astar. Og það er engin tilviljun að fólk kemur ti’l Björkliden að halda jólin sín þar, og það sama fólkið ár eftir ár. Ekki getum við hugsað okkur annan stað, þar sem helgi jólanna fær betur notið sin. Aðfangadagsmorgun rennttr upp. Það er kveikt á hinu mikla jólatré, sem stendur í einu horni dagstofunnar, áður en morgun- bænir hefjast. Jólin eru að byrja og fólk óskar hvert öðru gleði- legra jóla. “God jol” og “God helg," segir Sviinn. Að því loknu var sezt að snæðingi. Og það var ekki skorið við nögl, sem fram var reitt. Mikið óhóf höfðum við oft séð heima á Fróni, þegar matur var fram- reiddur á jólunum, en á Björk- liden gengur enn lengra í þessu efni. Hvað matarsiði annars snerti, þá var einn er einkum vakti at- hygli okkar. Á aðfangadags- kvöld var meðal tnargra annara rétta borinn á borð svokallaður lutfisk (lútfiskur). Hann þótti okkur alt annað en bragðgóður. Minti hann einna mest í kæsta skötu. En Svíar eru fastheldnir við sina fornu siði og telja það engin jól, ef lútfiskur er ekki á borðum. Með honum eru born- ar kartöflur og grænar baunir Auk þess sem Svíar neyta Tút- fisks á aðfangadagskvöld bera þeir hann einnig á borð. á gaml- árskvöld og þrettándakvöTd. Annars aldrei. Sem betur fer fanst okkur. A aðfangadagskvöld og einnig á gamlárskvöld og ■þrettánda er og sjálfsagður hnausþykkur hris- grjónagrautur og heyrir til að “ríma i grautinn,” en það er í því fólgið að um leið og hús- móðirin réttir grautardiskinn að manni, þá á maður að segja fram, KAUPIÐ AVÁLT LUMBER hjft THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 vísu eða vísubrot, sem verða á til á þessu sama augnabliki og eins og gefur að skilja er þetta ekki að jafnaði merkilegur skáld- skapur. En okkur var engin linkind sýnd, þótt við værum út- lendingar. Við urðum að ríma í grautinn eins og aðrir. ' Um enga afsökun var að tala. Það kom í ljós á Björkliden sem alstaðar í Svíþjóð, þar sem við komum: hve mjög bar af um það hvað borð voru vel skreytt. Þegar litið var yfir matar- eða kaffiborð á Björkliden mátti segja að skreytingin á þeim væri hreinasta listaverk. Allavega út- skornir stjakar og rósaflúraðir jóladúkar gáfu borðinu sinn sér- staka svip, og þá má ekki gleyma jólahöfrunum, sem eru búnir til úr stráum og stilt er upp á hvert borð. Við þá er tengd ýmiskonar þjóðtrú og vart mun finnast það heimili í Svíþjóð, þar se.m ekki gefur að líta stærri eða smærri stráhafur á jólun- um. Hann er jafn sjálfsagður og jólatré og jólakerti og má ekki vanta fremur en þau. —Klukkan er orðin 5 á að- fangadagskvöldið. Það er guðsþjónusta í Tyringekirkju og við göngum öll, sem á Björkliden dveljum fylktu liði til kirkjunn- ar með frú Ingrid í broddi fylk- ingar. Sleðarnir þjóta fram hjá einn af öðrum og loftið ómar af bjöllukliði. Guðsþjónustan er hátíðleg og jólasáTmarnir eru sungnir og fólkið hefir fjölment hvaðanæfa úr þorpinu, svo að kirkjan er full. Presturinn er ungur mað- ur, geðugur útíits, með glæsi- lega rödd. Að áfstöðnum miðdegi, sem haldinn var kl. 6 kom hár og boginn síðskeggur keifandi inn i stofuna með eitthvað fyrir- ferðarmikið á bakinu. Litil stúlka, tveggja ára, sem var gestur á heimilinu flýði upp í fangið á ttMÖmmu sinni af ótta. Sá sem inn kom var enginn ann- ar en jólasveinninn (jultomten) eins og Svíar kalla hann. Hann var með stóran drelli á bakinu, og voru í honum julklappar (jólagjafir) til allra úr heimil- inu. Leysti nú gráskeggur gamli frá stóru skjóðunni sinni og fór að deila böglunum út. Rýndi hann lengi og veT á utan- áskriftina á hverjum bögli og gekk siðan með hana til eigand- ans án þess að mæla orð fra ■rniunni. Þegar hann hafði lokið þessu verki, gekk hann aftur ósköp hljóðlega út úr stofunni og var klappað óspart lof i lófa. Aldrei, hvorki fyr né seinna, höfum við farið jafnsnemma a fætur á jóladagsmorguninn og 1 fyrra, þegar við vorum á Björk- liden. Jólaóttan átti að byrja klukkan sex, og hennar vildurn við ógjarna vera án. Við fórum því á fætur klukkan fimm og all- ir á heimilinu, þvi að ekki var að treysta á seinustu mínútu, vildi imaður ná sér í sæti. Að sókn að jólaóttunni er altaf mikil. Jólaóttan verður okkur eflaust ógleymanleg helgistund. í dirnmu næturinnar stefndu stórif skarar fólks að einum punkti- Allir að einu marki—kirkjunni; hinu ytra tákni guðsríkisins her á jörð. Að hverju var alt þetta fólk að leita, er stefndi til kirkj- unnar? Eilífa lífið í hjörtum þeirra kallaði þá saman með hljómi kirkjuklukknanna. Og jólaóttan hefst með því allur kirkjúheimiur syngur hin-n dásamlega fallega jólasálm Wall- ins biskups, langmesta sálma- skálds Svía: Var hálsad sköna morgonstund, som av profeters helga mun ár oss bedádad vorden>! Du stora dag, du sálla dag, pá vilken himlens válbehag frmssev- H RRRIS COMPANY. LIMITED N TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG brANd REGINA SASKATOON SWIFT CURRENT YORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER Hinn BEZTI BINDARI fyrir allar ^«■1^ uppskeruteeundir HAHRIS N9li* MaHsey-HarrÍH No. 16 Bindari innifelur í nér meKÍn einkenni annara bindara, ati viíibtettina ýmHtim koHtnm, nem einkenna MasHey-IIarrÍH, og: atirar siíkar vélar hafa eig:i til brunns a® bera. Þ6 Helít No. »6 við vertii, sem Iferir vélina afi be/.tu kjiirkaupum á markaðimmi BitSjitl umbotSH- manninn afi skýra fyrir yíiur þessa sérkosti, sem gera Massey- Harris, att “Be/ta Bintlaranun1 fyrir allar uppskerutegundir. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.