Lögberg - 29.06.1939, Síða 2

Lögberg - 29.06.1939, Síða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. JtTNt 1939 Skrýmslið í Þiálilfií'ði Eftir Oscar Clausen ♦ ♦ ♦ Það eru til óteljandi Sagnir af því, að menn hafi séð skrýmsli úr sjó og jafnvel á- þreifanlega komist í kast við þau og gjörast slikir viðburðir enn á okkar tímum. Eg hefi haft tal af tveim mönnurn, sem um vetur voru á ferð undir Búlandshöfða á Snæ- fellsnesi. Það var um kvöld í blæjalogni og tunglsljósi, að þeir voru aÖ klöngrast yfir klökugt 0g sleipt stórgrýtið í flæðarmál- inu, og fyrir ofan þá var svo að segja, lóðréttur hamraveggur- inn klakastorkinn og hrunaður. Alt í einu kom annar þessara manna auga á hvítt dýr, sém var á hreifingu upp undir berginu. Það var á stærð við kind og skrölti í því og skrjáfaði, þegar það færðist úr stað. Þeir slógu óðar föstu, að þarna væri um skrýmsli úr sjónum að ræða, og það greip þá svo mikill ótti, að þeir hröðuðu sér alt hvað verða mátti til næsta bæjar og þóttust eiga fótumi sínum fjör að launa. — Þegar svo var farið að gá að, var þetta ekki lannað en kind frá bænum, sem hafði farið í fjör- una og ekki komið til húsa, og var nú orðin klembruð, þvi að talsvert frost hafði verið á nótt- um, þó að veður væri stilt.— Það var líka fyrir nokkrum árum, að maður var einn á ferð undir Ólafsvíkur enni, á dimmri haustnótt. Hann sagði frá þvi og ætlaðist til að aðrir tryðu því, að sjóskrýmsli hefði ráðist á sig þegar hann var staddur undan Rauðusteinum og tekið sig fiang- brögðum, og sýndi kápu sína rifna, þessu til sannindamerkis. — Lýsing hans á dýrinu var ekkert ólík þvi, að þarna hefði verið um sél að ræða, sem hefði risið upp og sezt á afturhreif- aná sér til varniar. Margar slíkar og hliðstæðar sagnir eru til úr flestum bygð- arlögum, bæði af Ströndum, úr Breiðaf jarðareyjum og af Aust- fjörðum, en ein slík frásögn er til norðan úr Þistilfirði og er lýsing skrýmslisins svo nákvæm þar og áverkinn, sem það gjörði manninum, sem lenti í kasti við það svo greinilegur, að varla verður sagt, að sagan geti verið uppspuni með öllu, þó að skelfd- ur hugur geti hinsvegar oft séð ofs'jónir og ímyndað sér þá ó- trúlegustu hluti. — Það var á þorranum 1868, að unglingspiltur stóð yfir fé frá Ytra-Álandi i Þistilfirði. Hann var ekki lengra en 8oo stikur að heiman frá bænum og álíka langt frá sjó. Það var komið nálægt dagsetri, heiðríkt veður og stjörnubjart þegar hann fór að hóa saman fénu til þess að reka það heim, en í því sá hann skepnu koma frá sjónum og stefna til sín. Það kom lítið eitt á hann í fyrstu, en svo datt honum í hiug, að þetta væri má- ske kind frá öðrum bæ og dokaði því við, þangað til þetta kvikindi var ekki lengra frá honum, en svo sem i/ stiku. Pilturinn lýsti þessu dýri þannig, að það væri dálítið hærra en sauðkind og nokkuð lengra og -digrara, en svo sýndist það íág- fætt, að varla sást undir kvið- inn. Það var grátt að lit, hár- laust, halsinn enginn og haus eða trjóna beint fram úr skrokknum, með svo stónum kjafti, sem það hafði opinn og voru augun í þvi stærri enj nokkurri kú. — Það var nú ekki svo. undarlegt, þó að pilturinn yrði skelkaður þegar hann sá þessa ægilegu ófreskju, þar sem hann líka hafði ekkert sér til varnar, nema lítið viðar- knippi samanbundið, sem hann viar með i hendinni. — Honum varð því fyrst fyrir, að siga fjár- hundi sinium á það, en seppa ieizt ekki betur á en svo, að hann varð sm/eikur, lagði niður rófuna sina og hljóp heim. Þá fleygði hann viðarvendinum á kjaftinn á kvikindinu og hljóp svo undan því i einlægum krók- um og hlykkjum til þess að reyna að komast aftur fyrir það. því að það var á milli hans og kindanna Þetta tókst honum þvi að dýrið var seint á sér og þungt í vöfum, en hann hljóp líka alt hvað hann gat, þó að hann stefndi ekki beint heim til bæjar, því að enn var hann ekki orðinn neitt ofsahræddur.— Hann ætlaði sem isé að ná fénu með sér heim og hljóp því fyrir það, en dýrið veitti honmn eftirför og þegar hann hafði hlaupið eins og ioo stikur, náði dýrið með kj'aftinum, utan i ann- að lærið á honum, en þó ekki dýpra en i yztu buxurnar. Þá hnykti hann svo í, að buxurnar rifnuðu og kjafturinn slapp af. Síðan tók hann aftur til fót- anna og stefndi beint heim, því að nú leizt honum ekki á blik- una, en þegar hann var kominn álika langt og í fyrra skiftið, náði dýrið honum í annað sinn og beit hann aftur utan í lærið, og þá náði það að bíta gegnum tvennar nærbuxur og rispa skinn- ið svo blóð lak úr, likt og þar hefði hiann verið rifinn með há- karlsskráp.— Þarna sat hann nú fastur i kjaftinum á dýrinu og hvernig sem hann rykti í, gat hann ekki losað sig. Þá tók hann það til bragðs, að berja það með linef- anum í hausinn og losaði það þá kjafttak sitt af lærinu, en þá náði það aftur utan á handarjað- arinn á vetlingi hans, svo að enn _var hann fastur. Hann barði það þá enn nokkur högg með hinni hendinni þagað til það slepti takinu. Svo hljóp hann alt hvað af tók, út í þýfi, sem var fyrir utan túnið og dró þá í sundur með honum og dýrinu, en áður hafði eltingarleikur þessi verið á sléttri mýri. — Hann leit svo ekki til baka fyr en hann var kominn heim í túnið á Álandi, en þá var dýrið horfið og kom hann sér þá sem fljótast inn í bæ. Þegar svo var farið að athuga piltinn, var hann svo illa útleik- inn, að buxur hans voru rifnar “upp í hald og ofan i fald” og tvennar nærbuxur hans tugðar og rifnar utamlærs upp á lær- hnútu og ofan fyrir hné,” en úr vetlingum hans tvennum, sem hann hafði hverja utan yfir öðr- um, var bitið stykki, eins og skorið væri, og á handarjaðrin- um var hann særður líkt og á lærinu. — Á Álandi voru kjark- góðir karlar og engar skræfur. Þeir lögðu þegar fjórir á stað að leita að skrýmsli þessu og voru hvergi smeikir, en fundu það því miður ekki, enda var þá farið að dimma mikið. Þeir fóru samt niður að sjó og svip- uðust að dýri þessu þar, því að þeimi var öllum mikið áhugamál, ef takast mætti að fanga svo einkennilega skepnu.— Þegar birti morguninn eftir var gáð að, hvort för sæjust ekki í snjónum eftir dýrið, en snjór var þá í skóvarp, en þau voru hvergi sjáamleg. Það sáust ekki nema för piltsins, þar sem hann hafðf hlaupið og tnaðk þar sem hann sagði að dýrið hefði náð sér.— Pilturinn var einn til frásagn- ar um dýr þetta og viðureign sina við það, en honutn var trú- að, bæði vegna þess, að hann var vandaður og svo vegna á- verkans, sem hann sýndi og hversu hann var illa útleikinn að öðru leyti. (Eálkinn). Minningarorð um Mrs. G. S. Sigurdson FRA MINNEOTA, MINN. • Veturinn 1892-3 voru þrír is- lenzkir námsmenn við Gustavus Adolphus College í St. Peter í Minneota. Um 'jólaleytið voru þeir allir i boði í bænum Minne- ota: Thomas heitinn Johnson og eg vorum hjá séra Birni Jóns- son, og Dr. Brandson hjá móð- urbróður sínum Sturlaugi Gil- bertson. Eg hygg að enginn okkar hafi nokurn tíma gleymt þvi jólafríi. Það varð yndislegt vegna vinsemdar óg frábærrar gestrisni íslendinganna, sem þar áttu heima og yndislegrar glað- værðar unga fólksins. Það væri hvorki viturlegt né sanngjarnt að kveða á um það, hvert heimilið hafi haft til að bera mest af þessum eiginleik- um, því þau voru svo mörg, hvert öðru'yndislegra; en það getur ekki orkað tvímælum að heimili Mr. og Mrs. G. S. Sig- urdson var meðal hinna allra unaðslegustu. Þar var stór hóp- ur ungs fólks, með allri dásemd æskunnar, og foreldrarnir sannir leiðtogar barna sinna. Mr. Sig- urdson, sem vanalega var nefnd- ur Stefán, var sérstaklega fynd- inn og ræðinn og Mrs. Sigurd- son alúðin sjálf, eins og hress- andi, lífgefándi sólskin. Húsið var litið þegar eg kom fyrst til þeirra, þó gestrisnin væri mik-il og heimilisfólkið margt. Seinna reistu þau sér annað hús, sem' þá var með allra myndarlegustu húsum í bænum. Nú eru þau bæði horfin af jarðneska heimilinu til annars 'betri samastaðar. Mr. Sigurd- son dó árið 1909, en Mrs. Sig- urdson dó 25. marz síðastliðinn. Skirnarnafn hennar var Sig- ríður. Hún var fædd á Syðri- Tungu á Tjörnesi, í Suður- Þingeyjarsýslu' 8. sept., 1844. Foreklrar hennar voru þau hjón- in Jóakim Jóakimsson og Guðný Magnúsdóttir. Hún ólst upp hjá föðursystur sinni Sigríði Jóakimsdóttur og manni hennar Jóni Pálssyni. Tvítug fór hún til Akureyrar og vann hjá Bern- ard kaupmanni Stanke og konu hans. Tveimur árum síðar fór hún að Störuvöllum í Bárðar- dal og var þar hjá hjónunum KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Jóni Bénediktssyni og Aðal-’ björgu Pálsdóttur. Sonur þeirra var Benedikt faðir Mrs. B. J. Brandson í Winnipeg; en Aðal- björg var systir Sigurgeirs Páls- sonar Barda’ls. Frá Stóruvöll- unu fór Sigriður til Húsavíkur og annaðist þar greiðasölu ásamt bróður sínum. Frá íslandi fór hún árið 1873; var fyrst einhvern tima i Nova Scotia og síðar um ársskeið í Toronto. Þaðan fór hún til Milwaukee og þar giftist hún Guðna Stefáni Sigurðssyni frá Ljósavatni i Þingeyjarsýslu. Árið 1877 fluttu þau i íslenzku bygð- ina í Lincoln County i Minne- sota-riki. Þau námu þar land og bjuggu fyrst; um sinn i torf- húsi. Nokkru síðar fékk Mr. Sigurdson vinnu . við timbur- verzlun í Minneota-bænum. Heimilið var samt fyrst um sinn úti á landinu. Gekk hann heim um helgar um 18 milur; en árið 1880 fluttu þau í bæinn. Nokkru seinna varð hann ráðsmaður hjá Verzlunarfélagi íslendinga, sem all-lengi liafði verzlun þar í bænum. Árið 1903 fór Mrs. Sigurdson til tengdasonar og dóttur, Mr. og Mrs. S. Th. Westdal, sem þá áttu heima í höfuðstað Banda- ríkjanna, Washington. Eftir tveggja ára veru þar fór hún til Charlson í Norður Dakota, þar sem maður hennar og sonur þeirra, Carl, höfðu þá sezt að og með þessum syni sínum mun hún hafa' haft heimili það semi eftir rar æfinnar og naut þar sar.nrar umhyggju. Hin síðari ár var hún allmikið biluð á heilsu, enda varð aldur- inn hár, 94 ár. Dóttir hennar, Henrietta, yfirgaf verzlunarstarf í stórborg, til að stunda móður sína og hjúkraði henni til hins síðasta. Mrs. Sigurdson dó í bænum Minot í Norður Dakota; en jarðneskar leifar hennar hvíla í gömlu átthögunum i Minneota. Hún var jarðsungin þar af séra Guttormi Guttormssyni, miðvilcu- daginn 29. marz. Börn Mrs. Sigurdson á lifi eru þessi: Mrs. S. Th. Westal- dal í Williston í Norður Dakota; Mrs. C. T. Erstad í Minneapolis; Mrs. J. B. Jónsson að Kandahar í Saskatchewan; Mrs. George Benn að Sanish í Norður Dak- ota; Carl Sigurdson að Charlson; Paul Sigurdon i Minot; Henri- etta að Charlson. Hún átti 14 barnabörn og 10 barna-barna- l>örn. Hamingjusamt og nytsamt starfslíf var hlutskifti Mrs. Sig- urdson. Hún var farsæl land- námsmannskona. í þeim verka- hring var hún sigursæl og mann- inum sínum einstaklega vel sam- taka. En hún hafði til að bera þau einkenni, sem hefðu komið að góðu haldi i hvaða umheimi sem var. Starfsöm var hún í bezta lagi, starfaði fneð rósemi og lægni og fór frábærlega vel með það, sem henni var í hendur lágt, og hún réð ráðum sinum og hagnýtti tækifærin í hvívetna þannig, að sem mest yrði úr þeim. Ráðdeild, sparsemi og nýtni, fylgdu henni alla æfi. En störf sin vann hún með svo und- ur góðu geði, að lif hennar var eins bjart og það var nytsamt- En hirtan mesta i orðutni og at- höfnum kom frá sterkri kristi- legri sannfæringu. Kristindóm- urirtn var henni athvarfið bezta. Þessi andlegu auðæfi sin lét hún öðrum óspart í ,té: manni og börnum, kristilegu safnaðar- starfi og eftir 'beztá mætti þeim, sem hjálpar þurftu. Heimilið þeirra var mikill þáttur í safn- aðarlífinu íslenzka i Minneota. Hún var trú öllu góðu til dag- anna enda. R. M. —Megutn við sjá trúlofunar- hringinn þinn? —Æ, nú er eg nýbúinn að senda honuml hringinn aftur. En ef þið lítið inn á morgun skal eg sýna ykkur hann. ♦ ♦ Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið i flöskur I i Canada undir beinu 1 eftirliti eigendanna ; ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Gooderlham & Worts, Limited ; • 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbættum söluskatti ef nokkurier This advertiaement is not inserted by the Government Liquor Control Oo ^ mission. The Commlssion is not responslble for statements made as to quatlO þroducts advertlsed.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.